Gordon Brown á Facebook, Scotland Yard á Icesave

Hvað mun óvinsæll þjóðarleiðtogi í Evrópu gera? Hvað mun hann gera til að draga athyglina frá því sem er að grotna niður í eigin ranni? Hann mun gera það sama og aðir hafa gert á undan honum. Hann mun reyna að kaupa sér vinsældir með að þjappa þegnum sínum gegn einhverjum óvini. Og sá óvinur og sú ógn sem við erum hræddust við eru hryðjuverk. Við Íslendingar höfum fengið að kynnast því hvernig Gordon Brown túlkar bresk lög um hryðjuverk "War on Terror" og hvernig hann hikar ekki við að beita þeim gagnvart Íslendingum.

Nú ætlar Gordon Brown að færa sig lengra upp á skaftið. Hann vill fara að tjatta á Facebook og kynna sér vinanet manna þar og sjá hvar óvinir sitja á fletum fyrir.  Hann vill fá hryðjuverkalög  um Facebook, sjá þessa grein:
Police to hunt terrorists on Facebook

Hryðjuverkalöggjöf Bretlands og annarra landa mun alveg örugglega bitna fyrst og fremst á saklausu fólki og vera notuð til að réttlæta og taka til baka mannréttindi og starfsréttindi sem um var samið í öðrum lögum og sem almenningur heldur að gildi. Aðgerðin þegar hryðjuverkalögum var beitt  gegn Íslendingum sem eru friðsamlegasta þjóð í Evrópu, þjóð sem neitar að taka þátt í hernaði og þar sem friður hefur ríkt í þúsund ár sýnir að öllum fyrirtækjum í Bretlandi sem hafa höfuðstöðvar erlendis og öllum sem ekki eru með breskt ríkisfang stendur ógn af þessum lögum.

Það mun líka koma sá tími að venjulegum innfæddum Bretum mun standa ógn af þessum lögum, þau verða orðin víðtæk lög sem heimila stjórnvöldum að fylgjast með hverju fótmáli þegna sinna og ætla þeim illt eitt. Það er ekkert hættulegra en stjórnvöld sem skilgreina þegna sína sem óvini sína.

En þó að  stjórnvöld stórvelda beggja vegna Atlantsála hafi meðbyr í baráttunni gegn hryðjuverkum og við viljum öll að þau haldi vakt sinni og reyni strax að sjá teikn um að hryðjuverkahópar ætli að láta til skarar skríða þá hef ég ekki neina ofurtrú á breskum og bandarískum stjórnvöldum.Ég las einhvers staðar að Scotland Yard hefði verið ein af þeim stofnunum sem voru með reikninga á Icesave. Mörg sveitarfélög og líka lögreglur muni hafa verið með launareikninga þar. Ég verð að segja að mér finnst ekki mjög traustvekjandi fyrir almenning á Bretlandi ef banki sem stjórnvöld hafa núna beitt hryðjuverkalögum á var sú stofnun sem sýslaði með launareikninga leynilögreglumanna í Bretlandi. 

En það sakar ekki að rifja upp ljóðið First they came...

Það er svona:

First they came for the Jews
and I did not speak out - because I was not a Jew.

Then they came for the communists
and I did not speak out - because I was not a communist.

Then they came for the trade unionists
and I did not speak out - because I was not a trade unionist.

Then they came for me -
and by then there was no one left to speak out for me.

Pastor Martin Niemöller


mbl.is Brown sakaður um ragmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband