Kristín Helga 19 ára

Dóttir mín á afmćli í dag. Hún varđ 19 ára. Hún  fćddist í Bandaríkjunum ţegar ég var í námi ţar en kom međ mér til Íslands tveggja mánađa gömul. Um ţađ leyti sem hún fćddist ţá féll Berlínarmúrinn, járntjaldiđ sem skipti heiminum í tvo hluta, heim kapítalismans og heim kommúnismans. Tveimur dögum eftir ađ hún fćddist reiđ jarđskjálfti yfir San Fransisko, skjálftinn var 7.1 ađ styrkleika.

Hún fćddist á umbrotatíma, nokkru áđur en Sovétríkin liđuđust sundur. Núna er líka umbrotatími. Ef til vill er hugmyndakerfi kapítalismans ađ hrynja saman eins og kommúnistakerfi Sovétríkjanna gerđi á sínum tíma. Ef til vill eru ţetta fjörbrot kerfis sem gengur ekki upp lengur. En ţađ bendir allt til ţess ađ einhvers konar pólskipti séu ađ verđa í valdajafnvćgi í heiminum. 

Yfir Ísland ganga núna miklar hörnungar. Mér er fariđ eins og öllum foreldrum á Íslandi í dag, ég hef áhyggjur af ţví hvađa framtíđ bíđi barna minna á Íslandi. Bíđur ţeirra einhver framtíđ hérna? 

Samt veit ég ađ ţessar hörmungar sem nú skekja Ísland eru af manna völdum og ţađ er ekki stríđ. Ég held ađ svona manngerđar hörmungar fylgi einhverju mynstri ţó ég sjái ekki hvađ ţađ er.

Ţekking mannanna er svo mikil ađ ţađ er hćgt ađ spá fyrir um ađ náttúruhamfarir gerist. Ţannig vitum viđ ađ Kötlugos er í ađsigi, Hekla mun vćntanlega kjósa aftur  fljótlega og ţađ verđa öđruhverju Suđurlandsskjálftar vegna spennu sem hefur byggst upp. 

Í sumar gekk Suđurlandsskjálfti yfir Ísland.
Bráđum mun öflugur jarđskjálfti aftur verđa í San Fransiskó.


mbl.is Vilja stokka kerfiđ upp
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Salvör, ţú mátt til ađ leiđrétta ritvilluna hjá ţér. Hún er 19 (nítján) ára, ekki 19. (nítjánda) ára.

Annars til hamingju međ stelpuna.

Marinó G. Njálsson, 16.10.2008 kl. 01:25

2 Smámynd: Guđrún Stella Gissurardóttir

Til hamingju međ Kristínu - skilađu kveđju til hennar frá frćnku, Gunna Stella

Guđrún Stella Gissurardóttir, 17.10.2008 kl. 09:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband