Rio Tinto hlutabréf í frjálsu falli

Því miður er ástandið í fjármálaheiminum utan Íslands að versna mjög mikið. Aðgerðir stjórnvalda bæði í Evrópu og Ameríku höfðu örugglega áhrif að draga úr fallinu. En fallið heldur áfram. Það er ennþá panikástand í heiminum og það er orðið svo útbreitt að að það er hætta á að það nái til svæða sem hingað til hafa ekki fundið fyrir kreppunni t.d. Kína. 

Hlutabréf í Rio Tinto hafa lækkað um helming á einu ári og lækka þessa stundina mjög mikið eins og önnur hlutabréf. Fyrirtækið fær því ekki mikið svigrúm til fjárfestinga og hefur frestar eignasögu vegna markaðsaðstæðna. 

Það er hægt að fylgjast með gengi hlutabréfa í einstkum félögum á fjármálavef yahoo.

Hér er hægt að fylgjast með Rio Tinto 

Bréfin í Rio Tinto hafa lækkað um yfir 5 % í dag og halda áfram að lækka.

Ef tekið er síðustu sex mánuðir þá hefur verð bréfa lækkað gífurlega. Núna er verðið 2,234 en það var um 7000 í maí síðastliðnum.

Það er því miður þannig að tekjur okkar af áliðnaðinum munu minnka verulega vegna kreppunnar og jafnframt munu álfyritæki ekki hefja hér neinar nýjar framkvæmdir þegar ekki er ljóst hvenær botni kreppunnar er náð. Það er því falsvon að halda að það verði hafin hérna bygging á álverum til að bjarga okkur núna. Hins vegar mun þessari kreppu slota og þá er náttúrulega fínt fyrir alþjóðlegu fyrirtækin að hafa samninga í höndum fyrir álver. Það er oft í dag ein mesta fyrirstaðan.

Því held ég að Hafnfirðingar ættu ekki að reiða sig á þó að þeir skrifuðu allir sem einn undir álver að það verði byggt fyrr en kreppunni slotar og það geta verið einhver ár í það.   

 


mbl.is Fólk staldri við stóra ákvörðun um álverið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Ef Hafnfirðingar hefðu borið gæfu til að samþykkja deiliskipulagið  í fyrravor og þar með tryggt staðsetningu stækkunar í Straumsvík, þá væri allt á fullu í framkvæmdum núna.

Rio Tinto Alcan hefur fulla trú á álverinu í Straumsvík og starfsfólkinu þar.  Það verður stækkað ef Hafnfirðingar skipta um skoðun og samningar um orku nást.

Það er ekki eftir neinu að bíða nóg eru vandamálin samt sem okkar ágæta þjóð þarf að glíma við næstu árin.

Tryggvi L. Skjaldarson, 16.10.2008 kl. 10:54

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Það gæti nú hafa farið með álverið þar eins og hina miklu glæsihöll tónlistarhúsið í Reykjavík. Það gæti verið að það yrði flakandi sár byggingarframkvæmda sem hefðu verið stöðvaðar. Álfyrirtækin eru markaðsdrifin. Ef verð lækkar mikið á áli og eftirspurn minnkar, af hverju þá að smíða ný álver? Ekki fæst heldur lánsfé í nýjar framkvæmdir.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 16.10.2008 kl. 10:59

3 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Álver er langtíma fjárfesting.  Það er byggt til að standa a.m.k. 40-50 ár.

Ef Rio Tinto Alcan fer af stað ímeð framkvæmdir í Straumsvík þá er það til að klára verkið.

Það birtir upp um síðir.

Tryggvi L. Skjaldarson, 16.10.2008 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband