Seiðandi söngur evrunnar

Lausafjárkreppan hefur afhjúpað hve illa óháðir gjaldmiðlar standa í svona fárviðri. Danir og Bretar hafa staðið utan myntbandalagsins. Danski forsætisráðherrann vill taka upp evru og segir að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla um það 2011. Í Bretlandi er pundið og þar velta menn líka fyrir sér hvort þeir hefðu betur tekið upp evru.

Hagfræðingar skrifa greinina  This is no time to listen to the siren call of the euro

þar sem þeir segja að lausafjárkreppan muni sýna hvort sameiginlegur gjaldmiðill virki þótt hann sé notaður í mismunandi þjóðlöndum. Þeir benda á að það se mismunandi trú á stjórnvöld, meiri trú á að þýsk stjórnvöld geti staðið við skuldbindingar sínar heldur en spænsk eða grísk. 

Þeir benda á að mikil ójafnvægi hafi skapast á evrusvæðinu. Lág laun í Þýskalandi og Niðurlöndum og lítil framleiðni í löndum eins og  Spáni og Ítalíu.  Spánn, Grikkland og Írland hafa safnað peningaskuldum   en peningaeignir hlaðist upp í Þýskalandi, Niðurlöndum og Austurríki. 

Nú í kreppunni þá geta hins vegar lönd eins og Ítalía og Spánn ekki mætt áföllum með því að lækka gengið. Eina sem hægt er að gera er að lækka kaupið hjá vinnandi fólki og launakostnaður er að falla í þýskalandi. 

Núna í þessari kreppu mun koma í ljós hvort lönd innan evrusvæðisins græða á sameiginlegum gjaldmiðli eða hvort ójafnvægi í framleiðni milli landa brýst fram í stöðnun og kyrrstöðu á einhverjum svæðum.

Sennilega er einn hluti af kreppunni sem nú skellur yfir heiminn tilkominn vegna þess að gjaldmiðlarnir eru eitt tólið til að búa til peninga sem ekki eru til.

En eitt er víst. Dagar krónunnar virðast taldir og það eru ekki margir kostir í stöðunni fyrir Ísland. Reyndar bara tveir að ég sé. Annars vegar er það evra og það þýðir inngöngu í Efnahagsbandalagið, það er alveg ljóst og það er ekki gert á einum degi. Hins vegar er það að reyna að  ná samningum við Norðmenn að nota norskar krónur hérna. Það er frekar fýsilegur kostur og eins og Þórólfur Matthíasson hagfræðingur segir þá gæti það verið Plan B. 


mbl.is Fogh Rasmussen: Ókostur að vera ekki í myntbandalaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband