Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Wikipedia og umhverfisdagurinn

Dagur umhverfisins er í dag 25. apríl. Mogginn í dag er undirlagður af umhverfisgreinum og fréttum af  opnunum á nýjum vefsetrum. Þannig munu vefirnir co2.is og natturan.is fara í loftið í dag og kolvidur.is eftir hálfan mánuð. Þetta er ágætt tækifæri til að uppfræða Íslendinga um efnafræði og samspil og hringrás efna á jörðinni og vonandi vita núna flestir hvað kolefnisbinding er.

Ég hef reynt að leggja mitt af mörkum til að fræða almenning og skólafólk um umhverfismál en ég hef eins og við öll sem skrifum greinar á íslensku Wikipedia unnið það verk í kyrrþey. En það er upplagt einmitt í dag að vekja athygli á því að  íslenska Wikipedia er einn besti miðillinn til að miðla fróðleik um efnafræði og umhverfismál og hringrás efna - ekki síst út af þeim möguleika að tengja greinar innbyrgðis.

Hér eru nokkrar af þeim greinum sem ég hef skrifað um umhverfismál og efnafræði í íslensku Wikipedia:

Ég skrifa líka stundum greinar um einstök efni og efnafræði , ég skrifaði nýlega greinarnar   Gler og pottaska því ég var að vinna efni um glerblástur og vildi sýna nemendum mínum hvernig ég tengdi í wikipedíu. Svo skrifa ég líka greinar um ýmis dýr og jurtir t.d. grein um Fjallagrös, aðallega skrifa ég greinar sem tengjast íslensku líffríki. Ég skrifa líka stundum greinar um iðjuver og framkvæmdir af manna völdum og skrifaði greinina Hellisheiðarvirkjun

Á notendasíðu minni á is.wikipedia.org listi yfir nokkrar af þeim greinum sem ég hef skrifað á íslensku Wikipedia. Ég hef líka skrifað nokkrar greinar um umhverfismál á ensku wikipedia t.d. skrifaði ég meginpartinn í  greininni Breiðafjörður og þar er frábært að vinna í ensku wikipedia vegna þess að þar er hægt að tengja í allt nema að ég tók eftir að það vantaði grein um selalátur (haul-out) á ensku wikipedia. Hér er lítið brot úr greininni um Breiðafjörð sem sýnir hvað það er sniðugt að geta tengt í greinar um öll fyrirbæri sem nefnd eru:

The big intertideal zone is high in biodiversity and productivity and has extensive algal forests and other important habitats for fish and invertebrates. The area supports 230 species of vascular plants and around 50 breeding bird species including Common Shag, Glaucous Gull, White-tailed Eagle, Common Eider, Black Guillemot and Grey Phalarope. The area is important staging area for brent goose and Red Knot. The Common Seal and the Grey Seal have their main haul-out on the islands and skerries.

Several species of Cetaceans are commonly found including Common Porpoise, White-beaked Dolphin , Killer Whale and Minke Whale.

 Það er miklu sniðugra fyrir þá sem vilja koma fræðslu til almennings um umhverfismál að setja greinar inn í Wikipedia alfræðiritið heldur en að hafa slíka fræðslumola staðsetta í hinum ýmsu vefsetrum sem öll eru mismunandi uppbyggð. Það er líka þannig að Google leitar í Wikipedia, ég prófaði áðan að slá inn í Google leitarorðið eiturþörungar og þá fékk ég fyrst upp greinina sem ég skrifaði í Wikipedia, ekki hinn fína vef sem Hafrannsóknastofnun setti upp um vöktun eiturþörunga.

Lexían sem opinberar stofnanir sem sinna fræðslumálum geta lært af þessu er að passa að upplýsingar á wikipedia séu réttar og t.d. setja greinar inn á wikipedia sem síðan vísa í vefsetur sem heimildir eins og ég geri í wikipedia greininni um eiturþörunga.


Vídeóblogg 17, 18 og 19 apríl

Ég er að gera tilraun með vídeódagbók úr lífi mínu, ég er með litla vefmyndavél og reyni að taka upp á hverjum degi eina til tvær mínútur. Ég er að prófa ýmis kerfi og það er sniðugt að núna getur maður tekið beint in á vefinn m.a. í photobucket og youtube. Ég prófaði að setja vídeódagbókina mína frá 17 til 19 apríl inn á photobucket og setja þetta saman í eina myndasýningu með umgjörð sem ég valdi. En það er ekki hægt að líma þetta hérna inn í moggabloggið, hérna er tengingin.

 

 

Brunakvæði

Það er einkennilegt að einmitt um þá mund að bruninn kom upp í miðbæ Reykjavíkur þá var ég  að skrifa blogg. Að skrifa blogg um bragfræði. Kveikjan að því bloggi var ágæt limra Þórarins Eldjárns um Guð og Djöfulina sem hann birti á moggablogginu. Það er kannski ekki mikið samband milli bragfræði og eldsvoða í Reykjavík, það samband er bara í mínum huga vegna þess að ég var að rifja upp ljóðið Eldborg, mitt eina birta ljóð, ég las það aftur og ætlaði að setja það á bloggið sem ég var að skrifa en hætti við. Ég rifjaði upp það sem ég hafði áður skrifað um þetta ljóð og tengdi í bloggfærsluna þegar ég birti ljóðið, ég birti það á bloggi út af því að það birtist ekki strax á ljod.is. En einmitt þegar ég hafði skrifað ljóðið á bloggið  þá varð mér litið út um gluggann, ég vann þá  í miðbænum og sá að það þyrlaðist reykjarmökkur upp úr Reykjavíkurhöfn og margir brunabílar voru á vettvangi. Ég sá svo í fréttavef stuttu síðar að það var loðnuskip að brenna, loðnuskip sem bar nafnið Eldborg. Ég breytti þá bloggfærslunni og bætti við athugasemd um brunann og endurskírði þetta eina ljóð mitt, ég skírði það Eldborg. 

Ljóðið Eldborg fjallar um eldsvoða og borg sem hrekkur upp við bruna. Ljóðið fjallar líka um brennuvarg og líka um hugmyndir sem kvikna og samfélagsbreytingar og  baráttu. Ef til vill fjallar það líka um hryðjuverk. En það var upphaflega samið um lítinn sex ára strák í Rimahverfinu sem kveikti í öllu, það var samið daginn sem hann byrjaði í skóla. Ég held að þetta sé galdraljóð sem kemur í huga minn án þess að ég stjórni því. Sérstaklega þegar eitthvað er að brenna upp. 


Háttatal hið minna - Sá lipri limrusmiður

Ég er skáld. Ekkert sérstaklega afkastamikil enda eru gæði skáldskapar ekki mæld í orðaflóði. Ég er svona eins ljóðs skáld því ég hef bara birt eitt ljóð opinberlega og það er ljóðið Eldborg. Það er tileinkað þjóðskáldinu Davíð frá Fagraskógi og Rimahverfinu í Reykjavík og það  er skírt eftir loðnubræðsluskipinu Eldborg sem brann í Reykjavíkurhöfn.

En metnaður minn í skáldskap er eða var mikill og ákvað ég snemma að gera eins og Snorri Sturluson og fleiri andans stórmenni, ég ákvað að semja háttatal. Afköst mín í samningu háttatalsins eru jafnmikil og í skáldskapnum - það er sem sagt bara komið eitt erindi. Og ekki víst að þau verði fleiri. Hugmyndin var samt góð, ég ætlaði að gera háttatal þar sem ljóðmælandinn hrakyrti  og skammaðist út í einhvern annan bragarhátt og það gengi á með bölbænum milli bragarhátta með meiri ofsa en Siguður Breiðfjörð og Jónas Hallgrímsson í sínum rímnaslag.  En hér er sem sagt Háttatal hið minna, bara eitt erindi og það er ferskeytlan sem hefur orðið og bösótast út í hinn nýja sið, limruna sem hingað barst með engilsaxneskum og er að ryðja burt öðrum háttum. 

Sá ég lipran limrusmið
ljóða sníða glingur.
Brýna í hnipri hnífinn við
hnjóð, í níði syngur.

Það eru margir góðir limrusmiðir og skáld hér á Moggablogginu og í öðrum kimum íslenskra netheima, þjóðskáldin Þórarinn Eldjárn yrkir í dag afbragðslimru um þær stöllur Guð og Djöfulina og núna þegar fylgið veltur til og frá í skoðanakönnunum þá  kastar Jóna fram fyndnum og  sumarlegum limrum um landfundina hjá Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum og veltinginn á Kristni H. Gunnarssyni.

Þó ég yrki nú ekki mikið sjálf þá finnst mér feiknagaman af því að  lesa og fara með góð kvæði og frábært að lesa ljóðablogg. Ég ætti kannski að fara að læra meira um bragfræði, hér er   bragfræðivefur Halls og hér er háttatal Baggalúts. Þar eru margir nýjir bragarhættir svo sem aulaháttur, dólgsháttur og málsháttur. 


Annað líf í Netheimum

Það gekk ekki þrautalaust að setja upp Second Life á vinnutölvunni. Ég var búin að hlaða því inn heima í gærkvöldi og búa til kall sem sprangaði um í sýndarheimi og það gekk bara vel. Svo puntaði ég kallinn og klæddi hann í bleika skó og hvítar nærbuxur og grænt vesti og gerði hann massaðan og álfslegan. Ég tók eftir að þeir sem voru að reika um í Second Life á sama tíma og ég í gær voru líka mikið að klæða upp kallana eða kellingarnar sínar og máta þau við  ýmis konar gervi í þessum gerviheimi. Stundum klæddu þeir verurnar úr fötunum og svo breytist karlmaður skyndilega í konu og kona í karl. Það tók dáldinn tíma að læra að hreyfa vélveruna (avatar) í þessum heimi og ég festist í gær inn í einhverjum hellisskúta.

Einn af þeim sem reikaði um gaf sig á tal við mig og það kom í ljós að við vorum bæði þarna í fyrsta skipti svo ég notaði bara tækifærið og gerði hann að vini mínum. Það er áríðandi í nýjum og framandi heimi að koma sér strax upp vinaneti og þeir sem eru í sömu sporum eru ágætir vinir - í fyrstu átti ég ekkert sameiginlegt með neinum nema vera bæði nýkomin inn í heiminn.  Svo gerði ég smátilraunir með eitthvað sem heitir Teleport en það þýðir að maður getur galdrað sig á milli staða. Ég gerði þessa tilraun með nýja Second Life vini mínum, vinir geta boðið manni á einhvern stað, það er sniðugt ef hópur ætlar að hittast og halda samkomur í netheimum.

Klukkan fimm í dag ætlaði ég í leiðangur í Second Life með öðrum áhugamönnum um netleiki í skólastarfi en það gekk illa því að ég fékk Second Life ekki til að tengjast á vinnutölvunni. Ég hélt fyrst að það væri út af Windows Vista en svo fann ég upplýsingar á Netinu um eitthvað sem heitir "proxy tunneling" og mig grunaði að það væri vandamálið að tengingarnar í háskólum hérna séu þannig að ekki gangi að tengjast netleikjum/netumhverfi eins og Second Life og World of Warcraft.  Ég  fann upplýsingar um Second Life through a proxy

og þegar ég var búin að hlaða niður öllu því dóti sem þarna er sagt , skrá mig inn á freedom.net og stilla alls konar dót þá ræsti ég Second Life aftur og þá virkaði það fínt. Reyndar ekki með miklum hraða því þessi hjáleið byggir á bandvíddinni hjá vélunum sem maður tengist og maður fær ekki nema litla bandvídd. 

Það er alltaf oftar og oftar sem lokaða tölvuumhverfið í skólunum er orðið til trafala.  


Vídeóblogg frá sextánda apríl - Netveröld og hópleikir á Netiu

Í vídeóblogginu segi ég frá námskeiði sem ég er í Virtual Worlds and Serious games, ég segi líka frá Tvitter og tvittervision.com og hvernig ég gerðist íbúi í Second Life í dag. Já og frá voðaverkunum í Virginíu háskólanum.

Allt sem er grænt, grænt finnst mér vera fallegt

From framsokn

Nú er kosningavélin að fara í gang hjá Framsókn.  Það er gaman að fylgjast með því hvað þar er vel og skipulega unnið. Ég mætti á opnun á kosningamiðstöðinni í Kópavogi á laugardaginn og á sunnudagskvöldið þá mætti ég á fund frambjóðenda Framsóknarflokksins í Reykjavík  enda tek ég það mjög hátíðlega að vera í framboði. Ég er nefnilega í sautjánda sæti á lista Framsóknar í Reykjavík suður sem með örlítilli bjartsýni má kalla baráttusætið Grin  

En hérna er myndasafn frá fundunum tveimur. Kosningamiðstöðin í Reykjavík verður opnuð á sumardaginn fyrsta.  Ég var að prófa að búa til myndaalbúm á vefnum í picasa en það er einkar handhægt kerfi til að laga til myndir og setja á vefinn. Google gefur manni líka 1 gígabæti af ókeypis vefsvæði fyrir svona myndaalbúm. Það er hægt að skoða myndirnar með því að smella á litlu myndina hér fyrir neðan. Mér finnst picasa hins vegar ekki neitt sérstaklega þægilegt kerfi til að setja myndir inn á blogg. 

From framsokn
framsokn

Teljarablogg: Abu Mohammad og kona hans

Ég er haldin einhvers konar teljaraþráhyggju á háu stigi. Ég þarf alltaf að vera að telja og mæla allt sem fyrir ber eða sem ég les í blöðum. Ég má ekki sjá svani á flugi, gæsir í túni eða lóur í móa án þess að byrja að áætla hvað það séu margir fuglar.

Svo hef ég oft þörf fyrir að telja það sem alls ekki er ætlast til að maður telji - svona eins og til að leita að földum mynstrum í orðræðu og skynjunarheimi okkar. Þetta háir mér verulega, ég gat til dæmis ekki alveg lifað mig að fullu inn  í raunir fjölskyldu Abu Mohammad sem stjörnublaðamaðurinn Davíð Logi segir okkur frá vegna þess að ég var alltaf að telja. Ég var að telja hversu oft Davíð Logi nefnir  heimilisfaðirinn á nafn og hversu hann nafngreinir  eiginkonuna. Í vídeóklippinu á mbl.is hef ég fundið það út að eiginmaðurinn  Abo Mohammad er er nafngreindur 5 sinnum  (að ég held á sömu mínútu) en eiginkonan  er einu sinni nefnd  og þá hefur hún ekkert nafn, til hennar er vísað með orðalaginu "kona hans".  

Svo mikil er þráhyggja mín að ég stóðst ekki mátið og taldi líka hversu oft  eiginmaðurinn og eiginkonan eru nefnd á nafn í Morgunblaðsgreininni á blaðsíðu 14.  Mér telst til að eiginmaðurinn Abu Mohammad sé þar nafngreindur 18 sinnum en eginkonan Abd Al-Yima einu sinni  í fyrirsögninni.  Síðan er þrisvar sinnum í löngu greininni vísað til hennar sem "konan hans". Svo mikið er lagt upp úr að nafngreina manninn að við fáum að vita um tvö nöfn á honum  við fáum að vita  "Dhia a Hammoodi sem jafnan er kallaður Abo Mohammad".

Þetta er ekki saga af írakskri fjölskyldu. Þetta er hetjusaga af karlmanninum Abu Mohammad og saga sögð út frá sjónarhóli hans og lýsir væntingum hans  og viðhorfum og hugsunum vel.

Þetta er ekkert verri saga fyrir það. Hinar sögurnar þarf bara að segja líka. Þær eru oftast ósagðar sögur.

 Mér líður miklu betur með þessa teljaraþráhyggju núna þegar ég er búin að sjá á moggablogginu að ég er ekki ein með þetta vandamál. Sérstaklega virðast aðrir femínistar líka vera í talningunum og svo eru einstaka aðrir farnir að telja.

blog-katrin

blog-herdis

 



mbl.is Tvær milljónir Íraka hafa flúið land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný tölva með Windows Vista

Ég var að fá nýja tölvu í vinnunni í dag og er núna búin að vera marga klukkutíma að setja upp dót og prófa upptökumöguleika. Þessi tölva er með Windows Vista og nú er ég í fyrsta skipti með tvo skjái, vinnuumhverfið er orðið svoleiðis núna að það þarf mikið rými á skjá því oftast er maður að vinna í mörgum kerfum á sama tíma. 

Það var búið að setja upp mörg forrit, allan office 2007 pakkann, photoshop, mind manager, camtasia og  macromedia og visual studio og expression.

Fyrsta forritið sem ég hlóð sjálf niður var náttúrulega Firefox 2. Ég hef ekkert á móti Internet Explorer og Windows umhverfinu en ég vil hafa val og vera ekki háð einum aðila. Svo finnst mér Firefox skemmtilegur vafri og það er til alls konar skemmtilegar viðbætur við hann því hann er opinn hugbúnaður með öflugt notendasamfélag.

Ég var heillengi að brölta við að fá  fréttaupptökurnar á Rúv.is og vídeóklippin á mbl.is  til að spilast rétt, það kom alltaf að það vantaði plug in (windows media player). Það var þrátt fyrir að ég var búin að virkja nýjasta Windows media player og allt spilaðist fínt í Internet Explorer.

Ég held að þetta sé eitthvað  plott hjá Microsoft til að gera fólki erfiðara um vik að nota Firefox, ef fólk fær ekki vídeóklipp til að spilast  í vafranum sínum þá nennir enginn að nota svoleiðis vafra. En ég fann lausnina hérna:

 http://kb.mozillazine.org/Windows_Media_Player#Missing_plugin

Það var nú ekki fyrir kristinn mann að botna í hvað ætti að gera en ég fylgdi bara leiðbeiningunum eins og páfagaukur. Það sem ég gerði var hlaða niður þessum þremur dll skrám:

Svo setti ég þessar þrjár skrár í möppuna C:\Program Files\Mozilla Firefox\plugins
Og allt virkar þrælvel núna, ég get horft á spaugstofuna á Rúv og ég get horft á fréttaskotin á Rúv.

Það eru sennilega margir í þessum sömu sporum núna - að skipta úr Windows XP í Windows Vista og það hjálpar kannski einhverjum sem lendir í sömu vandræðum og ég að sjá hvernig ég leysti málið.

Ég setti nokkrar viðbætur inn í Firefox. Þar á meðal þessar:

(ég sótti líka lítið forrit á netinu Winsnap til að taka svona skjámyndir. Útgáfunúmer minna en 2 af winsnap er ókeypis. Það má hlaða niður hérna

 firexox-addon

Svo fékk ég með nýju tölvunni svona vídeóauga sem ég hengi á skjáinn og svo get ég bara talað. Ég varð að prófa það.

Móðurmálið og föðurlandið

Orðalagið hjá Sahlin um að það þurfi konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum hreyfir við mörgum.  Skondið að lesa að sumir pirrast og taka þetta sem mógðun til allra karlmanna og segja sem svo að það hefði allt orðið vitlaust ef þetta hefði verið á hinn veginn - ef Sahlin hefði sagt að það þyrfti karlmann til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum. 

Ég veldi fyrir mér hvort það þeir sem pirrast yfir þessu orðalagi séu þeir sömu sem hafa eins lengi og elstu menn muna tekið þátt í að hylla karlveldið og halda karlmönnum við völd og hvort það séu þeir sömu og hafa skoðað lista yfir forsætisráðherra Islands og pælt í því hvort ekki sé soldið skrýtið að allir þeir 36 aðilar sem hafa leitt ríkisstjórnir á Íslandi eru karlmenn.... Já, nú man ég, þessir pirruðu hafa svar á reiðum höndum við því.  Það er svarið um að þetta sé nú allt að koma, þetta hafi verið voða slæmt í den áður en menn föttuðu jafnréttið en núna sé þetta allt að koma og þetta sé allt að jafna sig bara ef við látum markaðinn ráða og "hæfasti einstaklingurinn" muni þá sjálfkrafa veljast til forustu. 

Við þá sem ekki þola svona umbúðalaust tal um að það þurfi konur við stjórnvölinn til að einhvers konar jöfnuður ríki á Íslandi vil ég segja að það mun ekkert þokast áleiðis nema með baráttu og frekjulátum  femínista í orðum sem eiga að nota hvert tækifæri til að hamra á því að við búum í  óréttlátu samfélagi þar sem karlmenn hafa völdin og eiga landið  og konur hafa ekkert nema málið og engin völd nema að kalla eftir rými í orðræðunni. 

Ég er að skrifa þetta blogg til að prófa að senda sjálfkrafa afrit af moggablogginu mínu (rss feed)  inn á tumblr.com bloggkerfið en ég bjó til blogg þar  http://salvor.tumblr.com/

 


mbl.is „Það þarf konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband