Wikipedia og umhverfisdagurinn

Dagur umhverfisins er í dag 25. apríl. Mogginn í dag er undirlagður af umhverfisgreinum og fréttum af  opnunum á nýjum vefsetrum. Þannig munu vefirnir co2.is og natturan.is fara í loftið í dag og kolvidur.is eftir hálfan mánuð. Þetta er ágætt tækifæri til að uppfræða Íslendinga um efnafræði og samspil og hringrás efna á jörðinni og vonandi vita núna flestir hvað kolefnisbinding er.

Ég hef reynt að leggja mitt af mörkum til að fræða almenning og skólafólk um umhverfismál en ég hef eins og við öll sem skrifum greinar á íslensku Wikipedia unnið það verk í kyrrþey. En það er upplagt einmitt í dag að vekja athygli á því að  íslenska Wikipedia er einn besti miðillinn til að miðla fróðleik um efnafræði og umhverfismál og hringrás efna - ekki síst út af þeim möguleika að tengja greinar innbyrgðis.

Hér eru nokkrar af þeim greinum sem ég hef skrifað um umhverfismál og efnafræði í íslensku Wikipedia:

Ég skrifa líka stundum greinar um einstök efni og efnafræði , ég skrifaði nýlega greinarnar   Gler og pottaska því ég var að vinna efni um glerblástur og vildi sýna nemendum mínum hvernig ég tengdi í wikipedíu. Svo skrifa ég líka greinar um ýmis dýr og jurtir t.d. grein um Fjallagrös, aðallega skrifa ég greinar sem tengjast íslensku líffríki. Ég skrifa líka stundum greinar um iðjuver og framkvæmdir af manna völdum og skrifaði greinina Hellisheiðarvirkjun

Á notendasíðu minni á is.wikipedia.org listi yfir nokkrar af þeim greinum sem ég hef skrifað á íslensku Wikipedia. Ég hef líka skrifað nokkrar greinar um umhverfismál á ensku wikipedia t.d. skrifaði ég meginpartinn í  greininni Breiðafjörður og þar er frábært að vinna í ensku wikipedia vegna þess að þar er hægt að tengja í allt nema að ég tók eftir að það vantaði grein um selalátur (haul-out) á ensku wikipedia. Hér er lítið brot úr greininni um Breiðafjörð sem sýnir hvað það er sniðugt að geta tengt í greinar um öll fyrirbæri sem nefnd eru:

The big intertideal zone is high in biodiversity and productivity and has extensive algal forests and other important habitats for fish and invertebrates. The area supports 230 species of vascular plants and around 50 breeding bird species including Common Shag, Glaucous Gull, White-tailed Eagle, Common Eider, Black Guillemot and Grey Phalarope. The area is important staging area for brent goose and Red Knot. The Common Seal and the Grey Seal have their main haul-out on the islands and skerries.

Several species of Cetaceans are commonly found including Common Porpoise, White-beaked Dolphin , Killer Whale and Minke Whale.

 Það er miklu sniðugra fyrir þá sem vilja koma fræðslu til almennings um umhverfismál að setja greinar inn í Wikipedia alfræðiritið heldur en að hafa slíka fræðslumola staðsetta í hinum ýmsu vefsetrum sem öll eru mismunandi uppbyggð. Það er líka þannig að Google leitar í Wikipedia, ég prófaði áðan að slá inn í Google leitarorðið eiturþörungar og þá fékk ég fyrst upp greinina sem ég skrifaði í Wikipedia, ekki hinn fína vef sem Hafrannsóknastofnun setti upp um vöktun eiturþörunga.

Lexían sem opinberar stofnanir sem sinna fræðslumálum geta lært af þessu er að passa að upplýsingar á wikipedia séu réttar og t.d. setja greinar inn á wikipedia sem síðan vísa í vefsetur sem heimildir eins og ég geri í wikipedia greininni um eiturþörunga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband