Ósagðar sögur

 Mál nr. 290 frá 2000  segir sögu af  kynferðisofbeldi gegn heyrnarlausum stúlkum. Það er áhugavert að skoða hvern þátt Stígamót átti í að það mál komst upp á yfirborðið. Það  sama á við um sögu Thelmu Ásdísardóttur. Ég hef heyrt marga segja núna um kynferðisrbrot gagnvart heyrnarlausum að það sé aðalmálið að heyrnarlausir hafi ekki mátt nota táknmál, þess vegna hafi þessar sögur verið þaggaðar. Ég held að það sé ekki rétt. Það eru margar svona sögur þaggaðar niður jafnvel þó þolendur séu fullkomlega færir að tjá sig á íslensku. Þetta hefur meira að gera með valdaleysi þolanda, á hann er ekki hversu vel sem hann tjáir sig.

Ég hugsa að ef ekki hefðu verið til svona samtök eins og Stígamót og ef ekki hefði komið til sú umræða sem femínistar hafa beitt sér fyrir varðandi kynferðisofbeldi  þá væru þetta ennþá ósagðar sögur.

Reyndar held ég að einangruð samfélög séu í meiri hættu. Ég man eftir nýlegu máli varðandi samfélagi á afskekktri eyju í Kyrrahafinu. Þar kom í ljós að kynferðisofbeldi gagnvart börnum var gífurlega algengt.  Sjá hérna:

Bloody history of empire's last outpost

Pitcairn sexual
assault trial of 2004 - Wikipedia, the free ...

 Konur á Pitcairn verja sakborninga

Það eru líka vísbendingar um að kynferðisofbeldi gagnvart börnum sé gífurlega algengt á Grænlandi.  Það eru mörg samfélög afskekkt og einangruð á Íslandi. Það er ekki ástæða til að halda að samfélag heyrnarlausra sé eina samfélagið þar sem kynferðisofbeldi er svona algengt.

 



mbl.is Tillögur um aukna ráðgjöf fyrir heyrnarlausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

þeir segja að 3 hver stúlka á Grænlandi má sæta kynferðislegu ofbeldi Heimurinn er grimmur við börn

Ólafur fannberg, 13.1.2007 kl. 19:22

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Orð í tíma töluð.Sammála þér,Stigamót hafa unnið stórvirki í þessum málum.þau hafa vakið þjóðina til meðvitundar um þessi slæmu afbrot og valdaleysi þolenda eins og þú sagðir réttilega.Þakka góðar og málefnalegar greinar. 

Kristján Pétursson, 13.1.2007 kl. 22:42

3 identicon

Þú ert frábær Salvör.
Fróðlegt og gagnlegt að fylgjast með blogginu þínu.
Athugasemd þín um að mörg samfélög séu afskekkt og einangruð á Íslandi er góður punktur og vekur mann sannarlega til umhugsunar. Það hefur líka vakið mig til umhugsunar að hlusta á frásögn heyrnalausra  sem eru að segja frá sínum upplifunum bæði sem gerendur og þolendur. Hvernig sjúkleikinn breiddist áfram innan samfélagsins. Einhvern veginn ímyndaði ég mér að þolendur myndu ekki vilja gera öðrum það sem þeim var gert. En þessar frásagnir sýna annað. En samt hef ég heyrt að þeir sem beita aðra kynferðislegu ofbeldi hafi í orðið fyrir því sjálfir. Mér finnst mjög erfitt og sorglegt að fylgjast með öllu þessu máli. Mannskepnan er ótrúlega grimm og dýrsleg.   
Kveðja Björg Vigfúsína.

Björg (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 21:27

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Gaman að heyra frá þér Björg. Það eru margar rannsóknir sem sýna að margir gerendur í kynferðisofbeldismálum hafa verið þolendur sjálfir.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 15.1.2007 kl. 17:38

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég held að Stígamót hafi árum saman staðið í vegi fyrir því að derngir sem þolendur hafi verið viðurkenndir í samfélaginu.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.1.2007 kl. 18:49

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Sigurður,´ég hef í mörg á fylgst með Stígamótum og sjálf tekið þátt í baráttunni fyrir því að sjónir beinist að kynferðisofbeldi og þetta er bara rangt. Ég hef líka fylgst með  nýlegu mjög ógeðslegu bloggi hjá þér þar sem þú leggur þig niður við að  reyna að sverta og gera tortryggilegar konur sem hafa barist árum saman fyrir réttindum þolenda ýmiss konar ofbeldis. Hafðu skömm fyrir það.

Af margra ára þátttöku í ýmis konar umræðu á Netinu þá get ég sagt þér að þetta er afar venjuleg viðbrögð karla sem vilja þagga niður þær raddir sem benda á kynbundið ofbeldi.  

Ég bið þig líka að athuga að ég nota af ásettu ráði í þessum bloggpistli orðalag eins og kynbundið ofbeldi þó ég viti reyndar vel að þetta ofbeldi gagnvart börnum bæði á  Pitcairn eyju og  á Grænlandi var ofbeldi gagnvart stúlkubörnum. Í hæstaréttarmálinu  var  líka um það að ræða að það voru bara stúlkur.   

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 16.1.2007 kl. 00:23

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Árum saman var það viðkvæðið frá Stígamótum og  jafnvel fleirum kvennahreyfingum að einungis stelpur yrðu fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum. Það hafa sagt mér margir menn að þetta hafi heft  þá við að skýra frá af ótta við höfnun. Ég varð sjálfur fyri því þegar ég sagði ákveðna sögu. Ég fékk líka skömm fyrir það. Enginn kona kom fram úr fylgsnum sínum þá og studdi mig. Ekki þú heldur. Og ég hef skrifað meira en flestir aðrir í tuttugu ár gegn kynferðislegu ofbledi. Mér finst ansi hart ef á að fara að stilla mér upp sem einhvejrum dæmigerðum manni sem reynir að þagga niður umræðu um kynferðislegt ofbeldi. Það eina sem ég hef skrifað gegn einhverjum í þessum efnum er það -  og ég stend við það- að einsýni kvenna á árum áður um það hverjir verða fyrir kynferðislegu ofbeldi gegn börnum hafi hindrað drengi í að segja frá sinni reynslu. Vænti nú þess að þú takir tillits til þess sem ég hér segi. Ég mun svo ekki ræða þessi viðkvæmu mál frekar. Ég hélt að það væri auðveldara nú en fyrir 15 árum. En það er greinilega ekki rétt. Ég tók niður umræddan pistil. Hann varð að dæma í ljósi minnar eigin reynslu. Ég tók hann niður vegna þess að ég forðast að særa fólk af ásettu ráði. Kannski að þú gætir lært af mér hvað það varðar.    

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.1.2007 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband