Móðurmálið og föðurlandið

Orðalagið hjá Sahlin um að það þurfi konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum hreyfir við mörgum.  Skondið að lesa að sumir pirrast og taka þetta sem mógðun til allra karlmanna og segja sem svo að það hefði allt orðið vitlaust ef þetta hefði verið á hinn veginn - ef Sahlin hefði sagt að það þyrfti karlmann til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum. 

Ég veldi fyrir mér hvort það þeir sem pirrast yfir þessu orðalagi séu þeir sömu sem hafa eins lengi og elstu menn muna tekið þátt í að hylla karlveldið og halda karlmönnum við völd og hvort það séu þeir sömu og hafa skoðað lista yfir forsætisráðherra Islands og pælt í því hvort ekki sé soldið skrýtið að allir þeir 36 aðilar sem hafa leitt ríkisstjórnir á Íslandi eru karlmenn.... Já, nú man ég, þessir pirruðu hafa svar á reiðum höndum við því.  Það er svarið um að þetta sé nú allt að koma, þetta hafi verið voða slæmt í den áður en menn föttuðu jafnréttið en núna sé þetta allt að koma og þetta sé allt að jafna sig bara ef við látum markaðinn ráða og "hæfasti einstaklingurinn" muni þá sjálfkrafa veljast til forustu. 

Við þá sem ekki þola svona umbúðalaust tal um að það þurfi konur við stjórnvölinn til að einhvers konar jöfnuður ríki á Íslandi vil ég segja að það mun ekkert þokast áleiðis nema með baráttu og frekjulátum  femínista í orðum sem eiga að nota hvert tækifæri til að hamra á því að við búum í  óréttlátu samfélagi þar sem karlmenn hafa völdin og eiga landið  og konur hafa ekkert nema málið og engin völd nema að kalla eftir rými í orðræðunni. 

Ég er að skrifa þetta blogg til að prófa að senda sjálfkrafa afrit af moggablogginu mínu (rss feed)  inn á tumblr.com bloggkerfið en ég bjó til blogg þar  http://salvor.tumblr.com/

 


mbl.is „Það þarf konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er reiðbúinn að samsinna því að eiginlega hafur það ævinlega verið hlutverk konunnar að koma heimilinu í skorður þegar við karlarnir erum búnir að ríða þar nokkra hringi á skaflajárnuðum klárnum.

Árni Gunnarsson, 14.4.2007 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband