Háttatal hiđ minna - Sá lipri limrusmiđur

Ég er skáld. Ekkert sérstaklega afkastamikil enda eru gćđi skáldskapar ekki mćld í orđaflóđi. Ég er svona eins ljóđs skáld ţví ég hef bara birt eitt ljóđ opinberlega og ţađ er ljóđiđ Eldborg. Ţađ er tileinkađ ţjóđskáldinu Davíđ frá Fagraskógi og Rimahverfinu í Reykjavík og ţađ  er skírt eftir lođnubrćđsluskipinu Eldborg sem brann í Reykjavíkurhöfn.

En metnađur minn í skáldskap er eđa var mikill og ákvađ ég snemma ađ gera eins og Snorri Sturluson og fleiri andans stórmenni, ég ákvađ ađ semja háttatal. Afköst mín í samningu háttatalsins eru jafnmikil og í skáldskapnum - ţađ er sem sagt bara komiđ eitt erindi. Og ekki víst ađ ţau verđi fleiri. Hugmyndin var samt góđ, ég ćtlađi ađ gera háttatal ţar sem ljóđmćlandinn hrakyrti  og skammađist út í einhvern annan bragarhátt og ţađ gengi á međ bölbćnum milli bragarhátta međ meiri ofsa en Siguđur Breiđfjörđ og Jónas Hallgrímsson í sínum rímnaslag.  En hér er sem sagt Háttatal hiđ minna, bara eitt erindi og ţađ er ferskeytlan sem hefur orđiđ og bösótast út í hinn nýja siđ, limruna sem hingađ barst međ engilsaxneskum og er ađ ryđja burt öđrum háttum. 

Sá ég lipran limrusmiđ
ljóđa sníđa glingur.
Brýna í hnipri hnífinn viđ
hnjóđ, í níđi syngur.

Ţađ eru margir góđir limrusmiđir og skáld hér á Moggablogginu og í öđrum kimum íslenskra netheima, ţjóđskáldin Ţórarinn Eldjárn yrkir í dag afbragđslimru um ţćr stöllur Guđ og Djöfulina og núna ţegar fylgiđ veltur til og frá í skođanakönnunum ţá  kastar Jóna fram fyndnum og  sumarlegum limrum um landfundina hjá Samfylkingunni og Sjálfstćđisflokknum og veltinginn á Kristni H. Gunnarssyni.

Ţó ég yrki nú ekki mikiđ sjálf ţá finnst mér feiknagaman af ţví ađ  lesa og fara međ góđ kvćđi og frábćrt ađ lesa ljóđablogg. Ég ćtti kannski ađ fara ađ lćra meira um bragfrćđi, hér er   bragfrćđivefur Halls og hér er háttatal Baggalúts. Ţar eru margir nýjir bragarhćttir svo sem aulaháttur, dólgsháttur og málsháttur. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Góđ ferskeytla hjá ţér. Ég er mikiđ á ţví ađ okkar gömlu bragarhćttir megi ekki deyja út. Ţetta er eitt af ţví fáa af fornri menningu sem viđ eigum ađ yrkja stökur og ekki síst ađ kveđa ţćr. Viđ eigum einga söng- eđa dansahefđ, eingar ţúsund ára dómkirkjur eđa slíkt en ţetta eigum viđ. Eina íţróttahefđin sem viđ eigum er glíman, ámáttlegasta íţrótt sem til er. Sjálfsagt tilkomin af fátćkt, engin íţróttaáhöld til stađar. Bara buxnastrengurinn sem menn rifu í hver hjá öđrum. Ég veit einn sem komst ađeins lengra međ háttataliđ en ţú en ţađ er Sveinbjörn Beinteinsson.  Honum fannst seinlegt ađ safna dćmum í bók sína um bragarhćtti og tók sig ţví til og orti samtals 450 vísur, sína međ hverjum hćtti! Ţetta háttatal er hćgt ađ sjá á síđu Kvćđamannafélagsins rimur.is og ţađ sem meira er ţá er hćgt ađ heyra sjálfan kallinn kveđa hluta ţeirra.

Jón Bragi (IP-tala skráđ) 18.4.2007 kl. 16:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband