Fylgst með flensunni blossa upp

Upplýsingagátt frá  TM Software sem Heilbrigðisráðuneyti Mexíkó hefur tekið í notkun  virðist vera gerð í Sharepoint hugbúnaðinum frá Microsoft. TM Software mun hafa þróað þessa lausn fyrir OCHA skrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Ég er reyndar undrandi á því að samræmingarskrifstofa Sameinuðu Þjóðanna skuli ekki hafa nota opnar hugbúnaðarlausnir, hugsa sér ef það væri línan hjá Sameinuðu þjóðunum að nota eingöngu kerfi með opnu höfundaleyfi, hugsa sér hvað það myndi þá gagnast heiminum meira. En það er gaman að lesa um að íslenskt fyrirtæki komi að upplýsingagátt fyrir flensuna. Það er nú reyndar  ekki svo að almenningur í Mexíkó hrósi stjórnvöldum neitt sérstaklega fyrir upplýsingaflæði um veikina. 

Það er áhugavert að spá í hvernig tæknin getu nýst bæði við náttúruhamfarir, stríð og  aðrar plágur m.a. til að sjá hvenær pestir blossa upp. Núna eru ekki bara alls konar aðgerðir í gangi til að koma upp um hryðjuverkahópa áður en þeir láta til skarar skríða, núna er líka til eitthvað sem heitir "biosurveillance" og það er væntanlega vöktun á lífrænni ógn svo sem mengun, eitrun og smitsjúkdómum og ætli undir það felist ekki líka að fylgjast með ágengum tegundum t.d. hættulegum býflugum sem eru smán saman að breiðast út.

Það má velta fyrir sér á vegum hvers og í hvaða tilgangi þessi rafræna vöktun er og einnig að þó að hún sé gerð í almannaþágu þ.e. upplýsingar keyptar af stjórnvöldum þá má búast við að stjórnvöld leyni fyrir okkur upplýsingum, sennilega í góðri trú til að skapa ekki óróa. Ég á við að stjórnvöld eru líkleg til að leyna því í lengstu lög að tilvik þar sem grunur er komin upp um smit ef það er ekki staðfest. ÞEtta  á m.a. rætur í því að gríðarlegir viðskiptahagsmunir eru í húfi. Við sáum í fjármálafárviðrinu hvernig íslensk stjórnvöld leyndu fyrir almenningi á Íslandi og sérstaklega fyrir erlendum kröfuhöfum hvernig ástandið væri hérna í fjármálum. Treystum við þannig stjórnvöldum til að segja okkur satt og rétt frá öllu ef hér væri að breiðast út hættuleg sýki?

Það er mjög áhugavert hvernig fyrirtæki eru að koma sér upp vöktunargræjum, fylgjast með síbyljunni á Netinu. Kannski skannar eitthvað forrit þetta blogg og finnur mynstur í orðum, finnur að hér er fjallað um sjúkdóma og ber saman við önnur blogg og býr til magntölur um hve mikið hype sé á tilteknum stað í heiminum og dregur ályktanir "something is cooking" ef eitthvað ákveðið mynstur kemur í ljós. Hér er grein um hvernig síbyljan á Netinu er greind:

Veratect, a Seattle-based biosurveillance startup, claims they alerted the Centers for Disease Control to the situation in Mexico — where health officials suspect swine flu has killed up to 149 people — on April 16, before even the Mexican health authorities declared a problem.

How’d they get ahead of the outbreak? By monitoring and analyzing the flow of social media traffic along with more official reports, the company’s CEO said.

“We started picking up the early indicators of social disruption, whether it shows up on blogs or Twitter,” said Bob Hart, the CEO of Veratect. “We can pick up the first indicators of behavioral changes.”

Hér er önnur grein um svona bio vöktun:

Experimental Flu Trends for Mexico

 


mbl.is Íslensk hugbúnaðarlausn nýtt í Mexíkó vegna flensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svarið kallinu, póstið myndbönd á youtube um kreppuna

Hans J. Lysglimt   talar á vídeóinu hér fyrir ofan og stingur upp á því að Íslendingar boði heiminum nýjan fögnuð, segi sögu sína  á youtube vídeoum (setji sem svör við hans vídeó) og segi hvers vegna þeir hafi ekki tekið eftir að það var hérlendis kerfi sem gekk ekki upp, segi frá því hvernig þeir kljást við kreppuna, segi frá hvernig gengur núna.  Hans heldur því fram að önnur ríki muni hrynja á sama hátt og Ísland. Þetta er góð hugmynd hjá þessum manni, ég held við ættum að taka hann á orðinu og hefja samræðu við umheiminn, samræðu sem er ekki milli Gordons Browns og Geir Haarde, samræðu sem er milli einstaklinga þar sem við reynum að uppfræða umheiminn um ástandið hérna í því augnamiði að gefa eitthvað til alþjóðasamfélagsins.

Hans þessi sem ég veit nú lítil deili á er nú samt ansi (smá)borgaralegur hagfræðingur  og að mér virðist í frjálshyggjugír, hann leyfir sér að fullyrða að Íslendingar hefðu átt að kaupa gull og silfur til að bjarga verðmætum sínum. Það er frekar erfitt að hlusta á þetta vídeó, Hans þessi er afar, afar yfirlátsfullur. Þetta virðist líka vera afar viðvaningsleg greining á Íslandi, alla vega er ekki sannfærandi að maður sem kallar sig hagfræðing meti aðstæður á Íslandi miðað við hvað hann þurfti að borga mikið fyrir gistingu þegar hann var túristi hér fyrir nokkrum árum á hagfræðingaráðstefnu.  En ég held að þetta sé góð hugmynd með youtube kreppuvídeó á ensku, ágætt fyrir okkur að segja umheiminum frá okkar sjónarhorni og það getur líka verið ágæt kreppuminningabók fyrir okkur síðar.

Hér annað vídeó frá þessum Hans:

 


mbl.is Kikna undan skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norræn velferðarstjórn - íslensk skrípamynd

Þegar bankarnir á Íslandi hrundu þá  keypti ég mér rautt hjól, ég átti þá nálægt milljón á bankareikning því ég hafði verið að safna fyrir bíl.  Ég taldi nánast öruggt að ég myndi tapa þeim peningum og það var þá ekki um neitt annað að velja en skipta yfir í hjól og strætó. En þá var tilkynnt að öll innlán í íslenskum bönkum yrðu tryggð fyrir þá sem hefðu íslenska kennitölu. Á sama tíma hrundi bílamarkaður, allt yfirfylltist af bílum sem fólk gat ekki borgað af lengur. Ég gat því tekið út peningana í bankanum og  keypt nánast nýjan bíl á hálfvirði. Núna ek ég þess vegna um á nýjum rauðum kreppubíl en hjóla ekki um á rauðu kreppuhjóli. 

Ríkisstjórn Íslands sló vissulega skjaldborg í kringum þegna sína með neyðarlögum og með því að borga út úr peningasjóðum úr bönkum. En sú skjaldborg var bara í kringum suma þegna, bara í kringum þá sem áttu innistæður í bönkum og innistæður í peningamarkaðssjóðum, bara í kringum fjármagnseigendur. Það er ekki ónýtt að  sleppa svona vel þegar kerfishrun verður að eiga alla peningana sína og allt í kringum mann er orðið miklu ódýrara, það er hægt að kaupa bíla og hús og fyrirtæki á slikk í dag miðað við hvað verðið var fyrir hrun.  Það var mjög fallegt af ríkisstjórninni að passa upp á að ég gæti keypt bíl en þyrfti ekki að notast við hjól og strætó.

Margar vörur hafa  hrapað í verði, olía og ál kostar bara brot af því sem verðið var fyrir hrun fjálmálamarkaða heimsins. Þetta er því mikil gósentíð fyrir þá sem eiga peninga og íslenska ríkisstjórnin var örlát við fjármagnseigendur og gaf og gaf  og fylgdi  "gakktu í sjóðinn nr. 9 og sæktu þér hnefa" stefnu þegar borgað var út úr íslenskum peningamarkaðssjóðum.

Sumir fjármagnseigendur hafa hugsanlega tekið peninga sína úr landi til að geta svo komið með þá aftur hingað þegar allt hefur lækkað ennþá meira hérna með hruni gengis og almennu hruni. Þeir geta þannig margfaldað ágóða sinn af kerfishruninu, kannski alveg á löglegan hátt og með með aðstoð og góðvilja íslensku ríkisstjórnarinnar.

En það búa fleiri á Íslandi en fjármagnseigendur.
Satt að segja þá er flest ungt fólk og flestir sem reka fyrirtæki frekar skuldarar en fjármagnseigendur. Fyrirtæki hafa um langt skeið verið rekin þannig að ekkert eigið fé er í fyrirtækjum, allar vélar, húsnæði og bílar eru á kaupleigu og það gefur augaleið ef allir kostnaðarliðir hækka skyndilega um 25 % út af gengisfalli og verðbólgu á sama tíma og verðhrun og sölutregða verður á afurðum þá eru nánast engin fyrirtæki sem lifa af svoleiðis aðstæður.

Það varð kerfishrun, ekki bara á Íslandi heldur í öllum heiminum. Gjaldmiðlar. ekki bara íslenska krónan heldur allir gjaldmiðlar heimsins eru ekki að virka í því samfélagi sem við búum í og með þeim eru búnar til alls konar  bólur og froða sem á sér enga stoð í raunverulegum verðmætum. Það er skrýtið að í þannig kerfi sé helgasta eignin peningar í banka. Reyndar er kreppan skýrð eftir þessu, kölluð "lausafjárkreppa" og  sögð hafa verið hrint af stað af "undirmálslánum". 

Undirmálslánin eru glötuð lán, lán sem verður að afskrifa. Þau ganga kaupum og sölum í hinu kapítalíska kerfi, stundum er verðið fyrir lánapakkana ekki nema 10 % af upphæð lánanna. En í alveg kapítalísku kerfi þá ganga lánapakkarnir kaupum og sölum í bankaheiminum og fjármálaheiminum án tillits til þess hvað gerist þegar gengið er af lánunum. Þau hafa verið afskrifuð af því að gert er ráð fyrir að þegar bíllinn er tekinn aftur af kaupleigufyrirtækinu og húsið er tekið yfir af bankanum þá fáist ekki nema lítið brot fyrir þetta á uppboði.

En á meðan þetta gerist þá eru milljónir gerðar heimilislausar og settar á vergang. Lánin eru ekki afskrifuð á þessar fjölskyldur, lánin eru afskrifuð í viðskiptum um viðskipti um viðskipti í einhverju alþjóðlegu bólu- og froðukerfi sjokkkapitalista. Við horfum upp á þetta gerast í Bandaríkjunum og íslenska ríkisstjórnin fylgir sama módeli, bara kallar þetta hérna  norræna velferðarstjórn.

Hér er íslenski viðskiptaráðherrann í viðtali um norrænu velferðarstjórnina á Íslandi, þið vitið, þessa sem slær skjaldborg utan um fjármagnseigendur og tjaldborg utan um skuldara.

8abf7104dd7a1da


mbl.is „Viljum hafa fast land undir fótum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref

aIMG_4870

Hér eru myndir sem ég tók niðri í bæ í dag. Tók líka vídeó af ræðu forseta ASÍ. Einkennilegt hvað mín sýn á hvað er að gerast í samfélaginu er mikið öðruvísi en fjölmiðla svo sem  mbl.is og RÚV.

Mogginn á Netinu flytur þá frétt helsta að það sé allt fullt af atvinnulausu fólki að svindla inn á sig atvinnuleysisbótum og RÚV flytur okkur fréttir af útifundinum á Austurvelli þar sem tæknimenn hafa sett einhvern sniðugar filter og hljóðdeyfir á hljóðnemann hjá Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ. Ekkert heyrist í útsendingu RÚV af úum og púum og bauli sem yfirgnæfði ræðuna. IMG_4862

Maður gæti haldið ef maður vissi ekki betur að RÚV væri að leyna fyrir almenningi á Íslandi að ekki var gerður góður rómur að ræðu Gylfa.  Það var Ú-að og það var Ú-að og pú-að. En auðvitað vakti það ekki fyrir RÚV, hvernig læt ég, þar eru menn fjórða valdið og fimmta valdið og tjaldið utan Ísland, tjaldið utan um blekkinguna um skjaldborgina.

Svo var eitthvað seiðandi og segjandi um alla löggubúninganna sem runnu eftir skjánum (sjá fréttina  hérna Bað um hærri laun lögreglumanna og fangavarða )og óminn úr lögreglukórnum í bakgrunni og upplestur af fréttinni um þegar Magga Frímanns fangelsisstjóri sagði í messu í morgun að löggur og fangaverðir ættu að hafa nokkrum launaflokkum hærri laun, hefðu staðið sig svo vel á þessum erfiðu tímum.  Þetta er æðaslátturinn á Íslandi 1. maí 2009. Það hefur verið skipt um ríkissjórn... hei.. ekki beint skipt... frekar svona útskipt flokkum... Samfylkingin sem var í vanhæfu ríkissjórninni, munið þessari með "trausta efnahagsstjórn" er ennþá í brúnni og komin ennþá meira í brúnna og stýrir núna og núna lúta fjölmiðlar og verkalýðshreyfing nýjum herrum og við heyrðum forseta ASÍ í dag taka rispu dauðans í sjokkkapítalisma og troða inn á okkur ESB í ræðu undir úi og púi.

IMG_4852

Fréttin um löggumessuna var snilld. Kom inn messa, karlakór, lögreglur, fangaverðir. Hærri laun fyrir lögreglumenn og fangaverði, elta betur alla þessa atvinnuleysingja sem eru að svíkja út bætur. Fréttir með hljóðdeyfi. Svona eru fjölmiðlar núna eftir Hrunið mikla, svona er sannleikurinn sem borinn er fyrir almenning.

Svona er veruleikinn búinn til.

IMG_4866

Það var áberandi margir núna að krefjast einhverra endurbóta varðandi flóttamenn og hælisleitendur. Þau buðu okkur að smakka framandi mat.

IMG_4876

Það er nú svolítið nostalgía að sjá Þorvald þarna í Austurstræti vígbúinn og baráttuglaðan. Hér fyrir nokkrum áratugum gat maður alltaf gengið að því vísu á hverjum föstudegi þá væri Þorvaldur að selja einhver barátturit í Austurstræti, þarna við andyrið á Eymundsson. Einar Már og Birna Þórðardóttir voru  líka stundum að selja svoleiðis rit. Þetta hafa sennilega verið einhver Æskulýðsfylkingaskrif eða kannski nýjasta línan frá Hoxa í Albaníu.

aIMG_4840

Fleiri myndir má sjáí þessu myndaalbúmi 1. maí 2009 á Austurvelli.

Hér er það sem ég hef áður skrifað um 1. maí ár:

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASI ekki að meika það

Borgaralega skylda, ekki brottrekstrarsök!


mbl.is Fjölmenni í kröfugöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASI ekki að meika það

Þetta var ekki dagurinn sem Gylfi Arnbjörnsson sló í gegn.  Það var erfitt að hafa heimil á sér og taka ekki undir baulið og púið á Austurvelli sem yfirgnæfðu ræðu Gylfa. Hér er vídeó sem ég tók:

Hér er annað vídeó með seinni partinum af ræðu Gylfa. Það er hann að tala fyrir aðild að Efnahagsbandalaginu. Gylfi er undarlega upptekinn af að ganga erinda Samfylkingarinnar. Ég er algjörlega fylgjandi því að hér verði þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB en ég á samt erfitt með að sjá að það sé brýnasta hagsmunamál íslensks verkalýðs á tímum þegar ríkið er tæknilega gjaldþrota og margar íslenskar fjölskyldur fara á vonarvöl ef ekki verður gripið strax til róttækra ráðstafana. Þær ráðstafanir eru ekki að æða inn í ESB með eins miklum hraði og hægt er, það er Sjokk kapítalismi af verstu sort og það er ömurlegt að heyra forseta eins stærsta verkalýðsfélagsins ganga erinda fjármagnseigenda heimsins á þennan hátt.

Ég sárvorkenndi Gylfa, það er svo sannarlega erfitt að halda ræðu þegar maður er svo púaður niður. En það sem Gylfi sagði og greinin eftir hann í Vinnunni sem fylgdi með Morgunblaðinu í dag er ekki trúverðugt.


mbl.is Nýjan sáttmála um stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgaralega skylda, ekki brottrekstrarsök!

Ég hef oftast farið niður í gönguna á 1. maí, báðar dætur eru aldar upp þannig að maígangan var einn af viðburðum ársins.  Síðustu árin hef ég tekið mynd af göngunni, sérstaklega af þeim skiltum sem haldið er á lofti hverju sinni og svo gerði ég líka vef um 1. maí.

Ég man eftir að ein af skemmtunum varðandi gönguna var að velja skilti til að ganga undir.  Þegar Kristín Helga sem núna er 1. ára var eins eða tveggja ára þá man ég að við völdum að ganga undir skiltinu "Gefum ekki ríkisfyrirtækin". Ég man það vegna þess að það birtist mynd af okkur í göngunni með Kristínu Helgu  í einhverju verkalýðsblaði, sennilega BSRB tíðindum.

Núna fylgir með Morgunblaðinu í dag blað frá öðru verkalýðsfélagi. Það er blað ASÍ, tímarit Alþýðusamband Íslands og á fremstu síðu er ávarp forseta ASÍ Gylfa Arnbjörnssonar. Grein hans sem er heilsíðugrein með stórri mynd af honum ber yfirskriftina "Byggjum réttlátt þjóðfélag"

Fyrir mér er þessi grein og mynd af Gylfa Arnbjörnssyni jafnömurleg og auglýsingin frá Sjálfstæðisflokknum um trausta efnahagsstjórn, þetta er jafnmikil skrumskæling á veruleikanum. Grein Gylfa er einhvers konar auglýsing frá Samfylkingunni og lofgjörð um Evru og svo þjónkun við ríkjandi stjórnvöld. Greinin klikkir út með að segja um ástandið á Íslandi í dag:

"Lífskjör eru hér betri en víðast hvar á byggðu bóli, atvinnuleysi sáralítið og mannlíf allt í blóma. Verkalýðshreyfingin á sinn stóra þátt í því að Ísland er jafn góður staður að búa á og raun ber vitni".

Á hvaða plánetu er þessi maður?
Og talandi um það sem yfirskrift greinar hans "Byggjum réttlátt þjóðfélag" hvernig getur þessi maður litið frama í íslenska þjóð eftir að hann rak starfsmann ASÍ Vigdísi Hauksdóttur þegar hún  tók sæti á lista okkar Framsóknarmanna fyrir nýafstaðnar Alþingiskosningar. Það var skorað á Vigdísi að gefa kost á sér á listann og hún var kosinn með meirihluta atkvæða á kjördæmaráðsfundi okkar. Ástandið var þannig að Framsóknarflokkurinn hafði ekki neina þingmenn í Reykjavíkurkjördæmunum og fyrir hálfu öðru ári var fylgi Framsóknarflokksins að mælast í 2 % í Reykjavík. Það var svo sannarlega ekki miklar líkur að sæti Vigdísar á framboðslistandum tryggði þingsæti. Vigdís mun hafa beðið um launalaust leyfi en þá fengið þau svör að það að hún tæki sæti á listanum jafngilti uppsögn. 

Hvernig skýrir Gylfi Arnbjörnsson aðkomu sínu að brottrekstri Vigdísar Hauksdóttur úr starfi frá ASí vegna þess að hún kaus að taka þátt í stjórnmálum? Hvernig getur hann horft framan í íslenskan almenning og logið að okkur. Logið að okkur um ástandið á Íslandi og logið að okkur að hann sé að byggja upp réttlátt þjóðfélag.  

Réttlátt þjóðfélag er þjóðfélag þar sem almenningur tekur þátt í stjórnun landsins og reynir að hafa árhrif  og þar sem það er borgaraleg skylda að leggja því lið, ekki brottrekstrarsök.

 


mbl.is Bæturnar misnotaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnutækifæri fyrir lögfræðinga og aðra háskólamenntaða á næstu árum

Allt stefnir í að íslenska ríkið verði að vasast í dómsmálum vegna Hrunsins næstu áratugina. Það verður stemming eins og í í Njálu, endalaus málarekstur um alls konar lagaákvæði í samfélagi sem einkennist af glundroða, stjórnleysi og upplausn.

Það eru margir nemendur í lögfræðinámi í þessu örsmáa samfélagi hérna. Það þarf alla vega ekki svo marga þurfi til að reka mál fyrir dómstólum og lögfræðinemar eins og aðrir hljóta að vera uggandi um atvinnuhorfur sínar á næstu árum. Mér sýnist hins vegar allt stefna í eilífan málarekstur, skiptingar þrotabúa, innheimtur á kröfum og að halda við kröfum á skuldara. Það verður sennilega nóg að gera fyrir hundruðir lögfræðinga næsta áratug við að vinna við afleiðingar Hrunsins. Það stefnir allt í endalaus málaferli gegn ríkinu og gegn hinum og þessum. Ríkið þarf líka að ráða hóp lögfræðinga til að verja það sem það hefur gert og ætlar að gera.

Það eru lögfræðideildir við nokkra háskóla á Íslandi. Það er nú reyndar ekki furða að háskólar setji upp lögfræðideildir, lögfræðinám er eins og viðskiptanám er afar ódýrt frá sjónarhóli þess sem býður fram námið, það er ekki mikið af aðföngum og búnaði sem svoleiðis nám þarnast miðað við t.d. tannlækningar og lyfjafræði.  Reyndar er lögfræðinám og sú  innsýn sem þannig nám veitir inn í leikreglur samfélagsins ágætis grunnur fyrir fólk á ýmsum sviðum, ekki síst fólk sem ætlar að starfa við opinberar stofnanir.  Það er nú reyndar von mín að innan lögfræði í mörgum löndum muni verða einhver vakning, þar muni fara fram umræða og rannsóknir á þeirri umgjör sem lög og réttur setja og hvernig þær leikreglur sem við búum við núna m.a. hvernig við skilgreinum eignarrétt og hvernig við skilgreinum sameiginleg gæði og hvernig við höfum byggt upp kerfi sem að sumu leyti hamlar nýsköpun. 

Viðskiptanám er eins og lögfræðinám ódýrt í uppsetningu fyrir háskóla og byggir mestan partinn á innlendum aðföngum, það þarf ekki rándýrar rannsóknarstofur. Það hefur verið sprenging í viðskiptanámi á undanförnum árum í mörgum háskólum. Ég held að stór hluti ef ekki stærsti hluti nemenda við Háskóla Reykjavíkur séu í einhvers konar viðskiptanámi

Það er áhugavert að sjá hvernig ásókn nemenda í viðskiptanám og lögfræðinám hefur breyst undanfarin ár og mun breytast næstu misseri. Hvað rekur nemendur í slíkt nám, hvaða væntingar hafa nemendur og hvaða vinnu fá nemendur að námi loknu? 

Það er áhugavert að eftir að netbólan sprakk í kringum 2000 þá fækkaði nemendum hlutfallslega í ýmis konar tölvutengdu námi, ég hef ekki á reiðum höndum tölur um hvernig ástandið er núna. Á sama hátt getum við búist við að mjög fækki þeim sem núna hyggja á viðskiptanám, nemendur sjá einfaldlega ekki fyrir sér atvinnutækifæri að námi loknu.

Nám er skynsamur kostur til að sitja af sér kreppuna. Það er alveg öruggt að það mun rofa til í heiminum og mjög sennilega verður staða Íslands góð svo fremi það náist að semja um viðunandi niðurfellingu á skuldum þjóðarbússins. Það eru raunar bara tveir möguleikar í stöðunni, annað hvort að semja um niðurfellingu á stórum hluta skulda í sátt við erlenda kröfuhafa eða fara hörðu leiðina, neita að greiða skuldir sem af einhverjum undarlegum orsökum hrundu yfir venjulega Íslendinga þegar kerfi heimsins hrundi. 

En það skiptir máli í hvers konar námi fólk situr af sér kreppuna. Viðskiptanám verður sennilega vanmetið á næstu misserum, fólk mun forðast slíkt nám. Hugsanlega verður nám eins og lögfræði ofmetið, vissulega þarf lögfræðimenntað fólk en það er ekki mikil verðmætasköpun ef menntakerfið menntar bara fólk sem er sérfræðingar í einhvers konar samfélagsreglum, það þarf líka fólk sem skapar og umbreytir og dreifir verðmætum og býr til umhverfi, ekki bara umhverfi laga og reglna,  heldur líka raunverulegt umhverfi s.s. matinn sem við borðum, fötin sem við klæðumst, farbrautirnar og farartækin sem við notum til að ferðast um, hýbýli okkar og vinnuumhverfi og þau áhöld og verkfæri og búnað sem við þurfum í lífi okkar.


mbl.is Á fjórða hundrað vilja stefna bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svínaflensuleikur og svínaflensutíska

 Neyðarástand í Californíu og Texas. Viðbúnaðarstig 5. Það er runnið svínaflensuæði á heiminn. Hér er svínaflensuleikurinn swinefighter.com

Ný  andlitsgrímutíska  sprettur upp  í Mexíkó.

flu-mask-moutache_1392579i

 Swine flu masks


Japanir hafa langa hefð í svona andlitsgrímum:

swine-flu-masks

Meira um tískuna á götum Mexíkóborgar. og svo um hátískuna í svínaflensuklæðnaði.

Annars er undarlegt að landlaeknir.is skuli ekki uppfæra strax vefinn þegar breytt er viðbúnaðarstigi í heiminum. Ekki heldur á vefnum almannavarnir.is.

Á vef landlæknis stendur þetta núna efst:

"Aðgerðir hér á landi vegna svínainflúensu og staðfest tilfelli

Fréttatilkynning frá sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Staðan í dag 29.4. 2009

Í gær hækkaði WHO viðbúnaðarstig sitt yfir á stig 4 og  hér á landi var í kjölfarið viðbúnaðarstigið fært af óvissustigi og yfir á hættustig."

Það eru núna margar klukkustundir síðan viðbúnaðarstig í heiminum var hækkað upp í 5. Hvers lags almannavarnakerfi og upplýsingakerfi til almennings er á þessu landi? 

Á ég að vera róleg og trúa því að allt sé undir styrkri stjórn á Íslandi, við almenningur þurfum ekkert að hafa áhyggjur. Tja... ég hef frekar slæma reynslu af því að treysta íslenskum stjórnvöldum og fjölmiðlum. 


mbl.is Viðbúnaðarstig 5 vegna flensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

H5N1 eða H1N1 Viðbúnaðarstig 5

Vonandi eigum við ekki eftir að sjá H5N1 faraldur, þessi H1N1 faraldur er nógu slæmur.

Bendi á svínaflensugreinina á ensku wikipedia, það er ein besta upplýsingaveitan í svona málum. Áhugavert að fylgjast með hvernig greinin er skrifuð, hún er að verða mjög góð þó hún sé glæný og margir að skrifa hana saman, ég tók agnarlítinn þátt í því, ég bætti við tengingu í íslensku greinina sem ég er rétt byrjuð á. Vonandi hjálpa einhverjir til við að skrifa þá grein. Nú er til svínaflensugrein á 51 tungumáli á wikipedia og þær tengjast hver í aðra.

Twitter örbloggið er alveg að tjúllast, núna á nokkrum sekúndum þá eru komin 1500 fleiri blogg sem fjalla um svínaflensu, engin getur fylgst með þessu en það er gaman að prófa þessa leit

Þetta er samt ágæt leið fyrir fjölmiðlafólk að finna það nýjasta sem er að gerast.Nú er bara tímaspursmál hvenær Who auglýsir viðbúnaðarstig númer 5. Reyndar fullyrða margir á twitter núna að þegar sé komið viðbúnaðarstig 5 en ég sé það ekki á BBC.

Schwarzenegger bloggar um flensuna í Californiu, hvenær fer Jóhanna að nota Twitter fyrir skilaboð frá ríkisstjórninni? Hvaða gælunafn fær nýja stjórnin?

Nokkrar hugmyndir:

* Svínka
* Svínaflensustjórnin
* H1N1
* Flensustjórnin
* Grisjan (þ.e. ef við byrjum öll að ganga með grisjur áður en stjórnin verður mynduð)
* Vírussjórnin
* Veiran

Ekkert að því að hafa flensunafn á þessari stjórn,hún verður ekki verri fyrir það. Síðasta stjórn var kennd við Þingvelli en það hjálpaði ekkert, í hugum almennings heitir hún alltaf bara "vanhæf ríkisstjórn" og fólk heyrir kliðinn af búsáhaldataktinum.Það mætti kannski líka kalla stjórnina Mótlæti eða Mótefni eftir því hvernig hún tekur á málum.

Það er líka áhugavert að lesa hve mikið er núna lagt upp úr að nefna þetta nýja fyrirbæri sem núna gengur undir nafninu svínaflensufaraldur. 

Norskur influensuwikivefur

Blogg um fuglaflensu og svínaflensu


mbl.is Flensan heitir nú 2009 H1N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barn lést úr svínaflensu í USA, 91 tilfelli

Þetta er sorglegt, lítið barn lést í Texas og er það fyrsta andlátið í USA af völdum svínaflensunnar, sjá hérna: US reports first swine flu death og hérna First swine flu death in U.S. reported

Ég byrjaði á greininni svínaflensa á íslensku wikipedia í gær. Svo byrjaði ég líka á grein um H1N1 afbrigðið af inflúensu A.  Mér skilst að við getum þakkað fyrir að faraldurinn núna er bara H1N1 en ekki H5N1, þá myndu miklu fleiri deyja. En af hverju er Mexíkóafbrigðið svona miklu alvarlegra heldur en sýkingar sem upp koma annars staðar?

Í greininni um svínaflensufaraldurinn á ensku wikipedia er yfirlit sem er um hversu margir eru sýktir  skv. staðfestum opinberum tölum.Það er líka komin sérstök grein um tímalínu faraldursins og líka sérstök grein sem sýnir útbreiðsluna eftir löndum.


mbl.is Barn sem lést í Texas var frá Mexíkó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband