Fylgst með flensunni blossa upp

Upplýsingagátt frá  TM Software sem Heilbrigðisráðuneyti Mexíkó hefur tekið í notkun  virðist vera gerð í Sharepoint hugbúnaðinum frá Microsoft. TM Software mun hafa þróað þessa lausn fyrir OCHA skrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Ég er reyndar undrandi á því að samræmingarskrifstofa Sameinuðu Þjóðanna skuli ekki hafa nota opnar hugbúnaðarlausnir, hugsa sér ef það væri línan hjá Sameinuðu þjóðunum að nota eingöngu kerfi með opnu höfundaleyfi, hugsa sér hvað það myndi þá gagnast heiminum meira. En það er gaman að lesa um að íslenskt fyrirtæki komi að upplýsingagátt fyrir flensuna. Það er nú reyndar  ekki svo að almenningur í Mexíkó hrósi stjórnvöldum neitt sérstaklega fyrir upplýsingaflæði um veikina. 

Það er áhugavert að spá í hvernig tæknin getu nýst bæði við náttúruhamfarir, stríð og  aðrar plágur m.a. til að sjá hvenær pestir blossa upp. Núna eru ekki bara alls konar aðgerðir í gangi til að koma upp um hryðjuverkahópa áður en þeir láta til skarar skríða, núna er líka til eitthvað sem heitir "biosurveillance" og það er væntanlega vöktun á lífrænni ógn svo sem mengun, eitrun og smitsjúkdómum og ætli undir það felist ekki líka að fylgjast með ágengum tegundum t.d. hættulegum býflugum sem eru smán saman að breiðast út.

Það má velta fyrir sér á vegum hvers og í hvaða tilgangi þessi rafræna vöktun er og einnig að þó að hún sé gerð í almannaþágu þ.e. upplýsingar keyptar af stjórnvöldum þá má búast við að stjórnvöld leyni fyrir okkur upplýsingum, sennilega í góðri trú til að skapa ekki óróa. Ég á við að stjórnvöld eru líkleg til að leyna því í lengstu lög að tilvik þar sem grunur er komin upp um smit ef það er ekki staðfest. ÞEtta  á m.a. rætur í því að gríðarlegir viðskiptahagsmunir eru í húfi. Við sáum í fjármálafárviðrinu hvernig íslensk stjórnvöld leyndu fyrir almenningi á Íslandi og sérstaklega fyrir erlendum kröfuhöfum hvernig ástandið væri hérna í fjármálum. Treystum við þannig stjórnvöldum til að segja okkur satt og rétt frá öllu ef hér væri að breiðast út hættuleg sýki?

Það er mjög áhugavert hvernig fyrirtæki eru að koma sér upp vöktunargræjum, fylgjast með síbyljunni á Netinu. Kannski skannar eitthvað forrit þetta blogg og finnur mynstur í orðum, finnur að hér er fjallað um sjúkdóma og ber saman við önnur blogg og býr til magntölur um hve mikið hype sé á tilteknum stað í heiminum og dregur ályktanir "something is cooking" ef eitthvað ákveðið mynstur kemur í ljós. Hér er grein um hvernig síbyljan á Netinu er greind:

Veratect, a Seattle-based biosurveillance startup, claims they alerted the Centers for Disease Control to the situation in Mexico — where health officials suspect swine flu has killed up to 149 people — on April 16, before even the Mexican health authorities declared a problem.

How’d they get ahead of the outbreak? By monitoring and analyzing the flow of social media traffic along with more official reports, the company’s CEO said.

“We started picking up the early indicators of social disruption, whether it shows up on blogs or Twitter,” said Bob Hart, the CEO of Veratect. “We can pick up the first indicators of behavioral changes.”

Hér er önnur grein um svona bio vöktun:

Experimental Flu Trends for Mexico

 


mbl.is Íslensk hugbúnaðarlausn nýtt í Mexíkó vegna flensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband