Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref

aIMG_4870

Hér eru myndir sem ég tók niðri í bæ í dag. Tók líka vídeó af ræðu forseta ASÍ. Einkennilegt hvað mín sýn á hvað er að gerast í samfélaginu er mikið öðruvísi en fjölmiðla svo sem  mbl.is og RÚV.

Mogginn á Netinu flytur þá frétt helsta að það sé allt fullt af atvinnulausu fólki að svindla inn á sig atvinnuleysisbótum og RÚV flytur okkur fréttir af útifundinum á Austurvelli þar sem tæknimenn hafa sett einhvern sniðugar filter og hljóðdeyfir á hljóðnemann hjá Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ. Ekkert heyrist í útsendingu RÚV af úum og púum og bauli sem yfirgnæfði ræðuna. IMG_4862

Maður gæti haldið ef maður vissi ekki betur að RÚV væri að leyna fyrir almenningi á Íslandi að ekki var gerður góður rómur að ræðu Gylfa.  Það var Ú-að og það var Ú-að og pú-að. En auðvitað vakti það ekki fyrir RÚV, hvernig læt ég, þar eru menn fjórða valdið og fimmta valdið og tjaldið utan Ísland, tjaldið utan um blekkinguna um skjaldborgina.

Svo var eitthvað seiðandi og segjandi um alla löggubúninganna sem runnu eftir skjánum (sjá fréttina  hérna Bað um hærri laun lögreglumanna og fangavarða )og óminn úr lögreglukórnum í bakgrunni og upplestur af fréttinni um þegar Magga Frímanns fangelsisstjóri sagði í messu í morgun að löggur og fangaverðir ættu að hafa nokkrum launaflokkum hærri laun, hefðu staðið sig svo vel á þessum erfiðu tímum.  Þetta er æðaslátturinn á Íslandi 1. maí 2009. Það hefur verið skipt um ríkissjórn... hei.. ekki beint skipt... frekar svona útskipt flokkum... Samfylkingin sem var í vanhæfu ríkissjórninni, munið þessari með "trausta efnahagsstjórn" er ennþá í brúnni og komin ennþá meira í brúnna og stýrir núna og núna lúta fjölmiðlar og verkalýðshreyfing nýjum herrum og við heyrðum forseta ASÍ í dag taka rispu dauðans í sjokkkapítalisma og troða inn á okkur ESB í ræðu undir úi og púi.

IMG_4852

Fréttin um löggumessuna var snilld. Kom inn messa, karlakór, lögreglur, fangaverðir. Hærri laun fyrir lögreglumenn og fangaverði, elta betur alla þessa atvinnuleysingja sem eru að svíkja út bætur. Fréttir með hljóðdeyfi. Svona eru fjölmiðlar núna eftir Hrunið mikla, svona er sannleikurinn sem borinn er fyrir almenning.

Svona er veruleikinn búinn til.

IMG_4866

Það var áberandi margir núna að krefjast einhverra endurbóta varðandi flóttamenn og hælisleitendur. Þau buðu okkur að smakka framandi mat.

IMG_4876

Það er nú svolítið nostalgía að sjá Þorvald þarna í Austurstræti vígbúinn og baráttuglaðan. Hér fyrir nokkrum áratugum gat maður alltaf gengið að því vísu á hverjum föstudegi þá væri Þorvaldur að selja einhver barátturit í Austurstræti, þarna við andyrið á Eymundsson. Einar Már og Birna Þórðardóttir voru  líka stundum að selja svoleiðis rit. Þetta hafa sennilega verið einhver Æskulýðsfylkingaskrif eða kannski nýjasta línan frá Hoxa í Albaníu.

aIMG_4840

Fleiri myndir má sjáí þessu myndaalbúmi 1. maí 2009 á Austurvelli.

Hér er það sem ég hef áður skrifað um 1. maí ár:

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASI ekki að meika það

Borgaralega skylda, ekki brottrekstrarsök!


mbl.is Fjölmenni í kröfugöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk fyrir góða grein og frábærar myndir. Best var myndin af skúffufyrirtækinu! Það er greinilegt að fjölmiðlarnir segja ekki frá hlutunum eins og þeir eru. Geturðu ekki fengið vinnu hjá mogganum svona í hjáverkum?

Guðmundur St Ragnarsson, 2.5.2009 kl. 01:28

2 identicon

frábær umfjöllun - svona er veruleikinn búinn til - fólk, í öllum bænum slökkvið á sjónvarpinu og kveikið á heilanum aftur.

Bendi á færslu frá Birni Heiðdal, matvælaverð er hærra í Evrópu !

Það er svo eins og er - bónus og félagar hafa greinilega sniðið álagninguna að samfélaginu hér eftir hrun.  Þetta sýnir að við þurfum ekkert evrópusamband til að lögga okkur til - við þurfum bara að hafa vilja til að móta samfélagið, að refsa fyrir okur, verðlauna það sem vel er gert

...og í öllum bænum - ekki láta fjölmiðlana segja ykkur hvað sé gott og vont!

Matarverð í ESB hærri en á Íslandi?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband