14.5.2009 | 17:04
Enn eitt spor í átt að lögregluríki, franska ríkisstjórnin og bæjarstjórn Árborgar fylgjast að
Hinn nýi stafræni heimur er á fleygiferð í kringum okkur og það eru gríðarlegir fólksflutningar, ef til vill ennþá frá sveitum til borgarsamfélaga en mestu flutningarnir núna eru inn í netsamfélögin. Þessi samfélög eru í fyrstu eins og Villta vestrið eða Ísland þegar fyrstu landnemarnir komu hingað, engin lög og engar reglur. En eins og í öllum samfélögum manna þá myndast samskiptareglur og þessar reglur verða að eins konar lögum, lögum sem gilda bara innan landamæra þessara samfélaga.
Yfir sumum netsamfélögum er drottnari eins og kóngur í ríki sínu. Á hans vegum er samfélagið sett upp og það er hann sem ræður hverjum er hampað og hvaða mannvirðingar og völd hver fær innan samfélagsins. Oft er markmið þeirra sem drottna yfir netsamfélögum að selja einhverja vöru eða selja upplýsingar eða raka saman upplýsingum um þegnana, upplýsingum sem eru dýrmætar fyrir aðra og upplýsingar sem geta verið skiptivara í viðskiptum. Þannig hefur Morgunblaðið það væntanlega í huga með sínu netsamfélagi, samfélagi fréttaveitu og moggabloggara að beina athyglinni að fjölmiðlinum og láta umræðuna magna upp áhrif fréttamiðlsins. Facebook samfélagið er í einkaeigu og sennilega er tilgangur að búa til samfélag þar sem einhver viðskiptamódel virka, þar sem hægt er að kortleggja markhópa og selja beint til ákveðinna notenda. Second Life er líka netsamfélag sem byggir á viðskiptamódeli, notendur kaupa aðgang.
Mörg þau netsamfélög sem ég ver tíma í og tek þátt í byggja ekki á viðskiptamódeli. Það eru mörg opin samfélög, opin í þannig skilningi að flæði upplýsinga og aðgangur að efni er ekki takmarkaður a af þeim skorðum sem höfundarréttarlög setja. Þessi samfélög eru ekki stjórnlaus þó í fyrstu virðist svo þó þau lúti ekki sams konar pýramídastjórnskipulagi og við þekkjum og þó þar gildi ekki hefðbundinn lögverndaður eignaréttur á hugverkum. Það má segja að rauði þráðurinn í þeim samfélögum sé að allir hafi leyfi til að breyta öllu, allir hafa leyfi til að blanda og endurblanda og nota efni frá öðrum í sín verk og að upplýsingar eigi að vera frjálsar og öllum aðgengilegar og helst alveg ókeypis fyrir alla. Líka að samvinna og samlegðaráhrif fjöldans séu líklegri til að búa til aðstæður þannig að allir græði heldur en kerfi sem byggir á markaðshyggju, einstaklingssjónarmiðum og hámörkun einhvers peningalegs ágóða.
En það er ekki skilningur út í samfélaginu hjá stjórnvöldum á hve gríðarlega miklar breytingar eru að verða á samfélagsgerð okkar þegar nánast allir þegnarnir eru fluttir, fluttir inn í netsamfélaög og farnir að skilgreina sjálfan sig sem einhvers konar vélveru.
Franska ríkisstjórnin hefur ekki skilning á þessu, ekki skilning á því að það borgar sig ekki að eltast við ólöglegt niðurhal ef í leiðinni er búið til lögregluríki sem vaktar hvert skref þegnanna, það er miklu betra að eyða púðrinu í að skilgreina höfundarrétt öðruvísi og styðja við þannig umhverfi að fólk þurfi ekki að nota efni sem er varið af hefðbundnum höfundarrétti, einfaldlega vegna þess að miklu betra og meira efni er til með opnum höfundarleyfum. Þannig er ástandið að verða með suman notendahugbúnað og þannig gæti ástandið líka orðið með t.d. tónlist ef nógu mikið magn af efni verður gefið út með CC-by-sa leyfi. Þannig er ástandið líka með suma tegund af þekkingu t.d. alfræðiritið wikipediu en ég reyni að taka virkað þátt í því samfélagi og byggja upp þekkingu í samvinnu við aðra.
En það er ekki bara stjórnvöld í Frakklandi sem ég hef áhyggjur af, Bæjarstjórn Árborgar heimilar kaup á Internetsíu
og á þessum síðustu og verstu tímum þá vill bæjarstjórnin eyða þremur milljónum í að vakta starfsmenn og skrúfa fyrir notkun á alls konar óæskilegu dóti eins og facebook. Nú hugsa ég að sveitarfélagið Árborg sé eins og önnur sveitafélög áhyggjufull yfir hvaða atvinnu íbúar hafa, ekki síst hvaða atvinnu ungt fólk í dag mun hafa í Árborg þegar tímar líða fram.
Mér finnst dáldið áhugavert hvernig sveitarfélagið Árborg skilgreinir nýsköpun og hvers konar umhverfi menn þar á bæ halda að kalli á nýsköpun. Halda þeir að í sveitarfélagi þar sem lögð er áhersla á að blokkera öll netsamfélög muni vera frjóakur sem fyrirtæki eins og CCP eða önnur nýmiðlunarfyrirtæki þrífast í? Halda þeir að það auki vellíðan og traust starfsmanna á stjórnendum að vita af því að sveitarfélagið telur rafræna vöktun nauðsynlega og svona sikti á hvað má skoða.
Umdeild netlög samþykkt í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.5.2009 | 13:58
Yfir 13 % karla á höfuðborgarsvæðinu atvinnulausir
Tölurnar yfir atvinnuleysi eru geigvænlegar og atvinnuleysi hjá sumum hópum er langt yfir 10 %. Þannig er sláandi hvað margir atvinnulausir karlar eru á höfuðborgarsvæðinu og hvað atvinnuleysi er ofboðslega mikið hjá bæði körlum og konum á Suðurnesjum. Af 10.835 körlum á atvinnuleysisskrá þá eru 7.665 á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuleysi meðal karla á höfuðborgarsvæðinu var 11.6 % af mannafla í apríl en þá voru 6.740 karlar atvinnulausir. Þetta hlýtur að þýða að mannafli er um 58100 og miðað við að það hafi ekki breyst milli mánaða (sem getur reyndar verið ef margir eru að flytja úr landi) þá er atvinnuleysi meðal karla á Reykjavíkursvæðinu komið yfir 13 %.
Svona mikið atvinnuleysi bæði í Reykjavík og á Suðurnesjum er mikið samfélagsböl. Samfélögin eru mjög misvel í stakk búin til að taka á þessu máli. Reykjanesbær er ein rjúkandi rúst, ég get ekki séð hvernig það sveitarfélag getur liðsinnt þegnum sínum þegar búið er að spreða öllum eignum sveitafélagsins í einhverju einkavæðingar- outsourcing æði. Sennilega standa Hafnarfjörður og Kópavogur líka afar illa, þar hefur verið mikið byggt og mikið tekið af erlendum lánum. Ástandið núna er þungur baggi fyrir Reykjavík en sem betur fer þá virðist mér einkavæðingaræðið ekki hafa gengið eins langt þar og núna miklu meiri ráðdeild þar í öllu starfi.
Samkvæmt tölum aprílmánaðar voru 2104 erlendir ríkisborgarar atvinnulausir, þar af voru 1562 á höfuðborgarsvæðinu. Í apríl voru 1540 erlendir karlar og 564 erlendar konur atvinnulausar. Atvinnuleysi er sem sagt afar, afar mikið meðal erlendra karla á höfuðborgarsvæðinu.
Það er gríðarlega áríðandi að strax verði tekið á þessu og það er ekkert vit í að koma ekki á stað atvinnubótavinnu í stað þess að hafa stóran hóp fólks iðjulausan. Það er hins vegar heldur ekkert vit í atvinnubótavinnu sem bæði skemmir fyrir möguleikum til afkomu hér á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni og sem kallar auk þess á meiri kostnað. Þar vara ég sérstaklega við að fólk hendi sér út í að byggja og byggja. Það er margt sem bendir til að Reykjavík og nágranni muni ekki vaxa neitt á næstu árum, það er ofgnótt af húsrými bæði fyrir fólk og fyrirtæki og það er ekkert sem bendir til að atvinnufyrirtæki sem hér munu blómstra þurfi mikið húsrými, meira en nú þarf. Þvert á móti er líklegt að húsnæðisþörf ýmis konar reksturs minnki vegna breyttra framleiðsluhátta.
Það að byggja og byggja sérstaklega á verðmætum lóðum sem eru miðsvæðis er sennilega til þess fallið að eyðileggja til lengdar atvinnumöguleika Reykvíkinga. Þannig er að borg þarf að vera hlýleg og byggileg til að fólk vilji búa þar og starfa. Það þurfa að vera mikið af grænum svæðum og einkenni og styrkur Reykjavíkur er tengsl við náttúruna. Það verður best gert með því að nota tækifærið núna í kreppuna að endurskipuleggja sum svæði og hætta við að byggja þar amk um sinn og breyta þeim í græn svæði. Það er mikilvægt að horfa ekki á vandamálið eins og vandamál augnabliksins, ekki eyðileggja möguleika og lífsgæði í borginni í dauðans ofboði við að útvega deyjandi byggingarmarkaði atvinnu. Það getur vel verið að við þurfum að búa okkur undir að það verði ekkert hús byggt nýtt í Reykjavík í nokkur ár. Þá það. Þá er eins gott að byrja endurskólun byggingarmarkaðarins strax.
Það er mikilvægt fyrir okkur á höfuðborgarsvæðinu að horft verði til umhverfis borgarsamfélagsins. Umhverfi er meira en þjóðgarðar og umhverfi er meira en hálendi Íslands. Framtíð Reykjavíkur mun ráðast af því hve falleg og umhverfisvæn og græn borgin er, það mun draga að fólk sem vill búa í slíkum borgum og rekstur sem vill staðsetja sig í fallegri og vistvænni menningarborg. Þar skipta torg og náttúruleg svæði og almenningsgarðar og útivistarsvæði og heilnæm og mengunarlaus borg meira máli en t.d. glerhallir eins og tónlistarhúsið sem nú virðist aðalatvinnubótavinnan í Reykjavík. Mengun er meira en eiturúði frá verksmiðjustrompum, mengun er líka hávaði og ljótleiki verksmiðjuhverfa og samgönguvirkja sem brjóta sundur borgarhverfi eins og ófær jökulfljót og mengun er líka hættuleg borg sem dregur að dópdílera og glæpalýð og svindlara og mengun er líka drasl sem fýkur um allt og grotnandi og skítug borg.
Það er eitthvað ský fyrir augun á fólki á Íslandi í dag, fólki sem sér ekki að það er eitthvað verulega bilað í samfélagi sem borgar 17 þúsund manns atvinnuleysisbætur á meðan höfuðborgin blómstrar með plastdræsum í hverjum runna, á hverju vori.
Stjórnvöld verða að taka á fjöldaatvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu á skynsaman hátt. Ekki með því að setja í gang atvinnubótaverkefni sem fela í sér framkvæmdir sem eyðileggja borgina, heldur með því að umskóla fólk, það er ekkert sem bendir til að sá byggingariðnaður sem hérna var muni eiga vaxtarmöguleika í framtíðinni. En það þarf fólk í ýmis konar framkvæmdir, í endurbætur og breytingar á húsum, í að breyta heildarásýnd gatna og hverfa, í framkvæmdir sem eru umhverfismannvirki og geta borginna umhverfisvænni. Það gætu t.d. verið framkvæmdir varðandi léttlestir ekki síst á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur.
Það er aðeins spurning um tíma hvenær slíkar lestir verða fýsilegar og það er mikilvægt að hanna leiðarkerfið þ.e. koma með hugmyndir um hvar þær ættu að liggja.
Það er líka mikilvægt fyrir okkur að vita hvenær atvinnuleysistryggingasjóður tæmist miðað við þetta atvinnuleysi og hvað á þá að gera?
Atvinnuleysi mælist 9,1% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 21:03
Aven Romale - Söngur Sígaunanna
Ég horfi á þessa mynd af Roma fjölskyldu sem tekin var núna í maí, það var varpað heimatilbúinni sprengju á húsið þeirraí Vítkov í Norður-Moravíu (sjá fréttina hérna Roma family recounts arsonist attack
Sígaunakona heldur á yngra barninu en amman sýnir mynd af barninu sem brenndist og er ennþá á spítala. Það voru sennilega nágrannar þeirra sem brenndu og sprengdu húsið þeirra, sennilega er þetta hatursglæpur sem beinist gegn Roma fólkinu sem er víða fyrirlitið og kennt um glæpi.
Ég horfi á svipinn á konunni og hugsa hvað hann líkist svipnum á barninu, barninu sem heitir María og er á þessari mynd hér fyrir neðan sem er frá Þýskalandi árið 1943, mynd af stelpu sem er þá 9 ára, fædd árið 1935. Þetta er ítalskur upplýsingavefur um Roma og ég skil ekki ítölsku, ég veit ekki hvers vegna þessi mynd var tekin en mig grunar það þetta barn hafi verið sent í fangabúðir, útrýmingabúðir Nasista eins og tíðkaðist með Roma fólk á þeim tímum. Gyðingar voru sendir í útrýmingarbúðir en líka pólitískir andstæðingar Nasista og líka samkynhneigðir og líka Roma fólkið. Líka fatlað fólk. Allir voru drepnir.
Það eru hroðalegar fréttir sem núna berast frá stöðum eins og Ungverjalandi. Þar er kreppan einna dýpst og allt í kaldakolum, núna í mars lá við að bankarnir fuðruðu upp. Öfgahreyfing sem gerir út á hatur á Roma fólki eflist og vex dag frá degi.
Lagið sem Sígaunarnir syngja komst ekki áfram í Eurovision.
En hérna er lag og texti.
AVEN ROMALE
They use to call me Gipsy, hello there.
It means no problem to me, I don´t care.
Till I´ve got microphone making you act.
I love to be that gipsy rat.
Rap 1:
Word ain't key to me.
I can't think that eazly.
If you keep that energy.
Gipsy sounds like symphony.
Hate me or love me Baby.
Speed up from null to eighty.
In next three seconds music turns you to slave it.
Ref:
Aven Romale!
If you really wanna understand, just sing it with me, dadada.
Aven Romale.
I can make you really feel like Gipsy.
A da da da
Aven Romale!
If you really wanna understand, just sing it with me, dadada.
Aven Romale.
I can make you really feel like Gipsy.
Music is that miracle.
Rhytm is the mirror.
That's right. (Česko in da house!)
It's truth that Gipsies are just everywhere.
I means no problem to me, I don't care.
Listen the song and free your frozen mind.
And let the colours all behind.
I (can make feel like)
Gipsy (let color behind).
Free (your Gipsy inside of your music soul to be like).
Oh (and what the wonder).
Truth (you got it inside).
Aven Čech, Jágr, Pivo, come together once more.
Rap 2:
Aven Romale!
Ma ker the un man more!
Listen and don't matter where you from.
I'll make you jump, say it.
Aven Romale!
Praha Brno Normale.
Čeí ví my name is Gee, so everybody rock with me, please.
Ref:
I feel something wrong made us separate the world on pieces,
we got eyes and we still stay all so blind.
Ísland komið áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2009 | 19:32
um 12 þúsund án vinnu á atvinnuleysisskrá en miklu fleiri án vinnu
Það var ekkert að marka ársreikninga íslenskra bólufyrirtækja fyrir Hrunið og það er hugsanlega ekkert að marka þessar atvinnuleysistölur og það alveg örugglega vitlaus tala að 12 þúsund séu án vinnu núna. Það eru miklu fleiri án vinnu, þessi tala segir eingöngu til um þá sem hafa skráð sig. Sennilega hafa margir ekki skráð sig vegna þess að þeir eiga ekki bótarétt, ef ég fer yfir þá sem ég þekki vel og eru tengdir mér og fjölskyldu minni þá er held ég 1 á atvinnuleysisskrá og 6 sem eru án vinnu en hafa ekki skráð sig, reyna að komast af og leita að íhlaupavinnu eða hafa skráð sig í nám gagngert til að sitja af sér mesta storminn. Ástæðan fyrir því að þetta fólk er ekki á atvinnuleysisskrá er sú að það hafði ekki bótarétt. Ég þekki svo miklu fleiri sem eru án vinnu og ástandið er gríðarlega slæmt hjá sumum hópum sem ekki hafa bótarétt svo sem útlendingum sem eru nýfluttir til landsins. Ég þekki reyndar til þess að fjölskyldur með ung börn séu að flytja hingað frá Eystrasaltslöndunum núna, fólk sem á engan rétt hérna en kemur hingað vegna þess að staðan er vonlaus í heimabyggð þeirra.
Þegar ég skrifa þetta þá horfi ég á útsendingu af Evrovision í sjónvarpinu, baráttulag gegn fordómum sem Sígaunar verða fyrir. Það minnir mig á það að það er ekki nóg með að miklu meira atvinnuleysi sé núna meðal útlendinga en Íslendinga heldur verða þeir líka fyrir miklu meiri fordómum og það er hætt við að reiði og vonleysi almennings muni núna beinast að útlendingum á Íslandi og þá þeim útlendingum sem koma hingað til að flýja ömurlegt ástand heima hjá sér. Þannig er ástandið í öðrum löndum, í Ungverjalandi beinist reiðin að Sígaunum og vaxa nú vinsældir og áhrif stjórnmálaflokka sem gera út á sígaunahatur, vöxturinn er í beinu sambandi við hversu erfitt efnahagsástandið er núna í Ungverjalandi.
Hingað hafa komið sígaunar frá Rúmeníu. Þeir spiluðu á harmóníkkur. Þeir voru yfirheyrðir og þeim var vísað úr landi. Það kann að fara svo ef efnahagskreppan verður langvinn og slæm að hingað streymi fólk sem er að flýja heimkynni sín í örvæntingu vegna örbirgðar og vegna ofsókna. Ekki endilega ofsókna frá stjórnvöldum heldur ofsókna frá öðrum hópum.
Þá reynir verulega á mannréttindi á Íslandi.
Um 12 þúsund án atvinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2009 | 07:20
Ofbeldi gagnvart konum í Noregi og í Afganistan
Hamfarapressa og æsifréttastíll nútíma fjölmiðlunar með sínum flennifyrirsögnum er stundum eins og ofurskær geisli sem upplýsir svo mikið einn þátt sögunnar að annað sveipast hulu og verður grátt og út úr fókus. Geislinn er alltaf á blóð og ofbeldi og voðaverk og þann sem beitir ofbeldi. Geislinn sýnir gerandann sem eins konar hetju sögunnar, sagan er sögð af honum, frá sjónarhóli hans og með honum.
Sumir glæpir og raðmorð eru beinlínis framin til þess að baðast þessum máttuga geisla. Skólamorðin þar sem ungir karlmenn ganga berserksgang og skjóta sem flesta eru dæmi um það. Mörg hryðjuverk eru líka dæmi um það. Tilgangurinn með sumum ódæðum er þá ekki að myrða og pynda fólk heldur einmitt að það verði fluttar blóði drifnar hryllingsfréttir um ódæðið í fjölmiðlum heimsins, helst svo hryllilegar að þær sendi skilaboð út yfir gröf og dauða og hræði þá sem hlýða á fréttirnar. Þetta er einhvers konar stjaksetning til að sýna hvernig fer fyrir þeim sem gera eða gera ekki ákveðna hluti. Vald yfir fólki er líka fólgið í óttanum og liður í því er að sviðsetja ódæðisverkið og þolendur þess.
Fjöldamorðið á Neseyju var ofbeldi gagnvart konum, ofbeldi sem átti rætur að rekja til hvernig eigum er skipt. Konan sem var myrt mun hafa óskað eftir skilnaði við manninn fyrir mörgum árum og það var útkljáð í mörgum dómsmálum hvernig sameiginlegum eigum þeirra var skipt, henni var dæmt helmingur af sameiginlegu húsi þeirra og innbúinu. Maðurinn myrti hana og dóttur hennar. Hér er úr grein í Aftenposten:
"Etter det Aftenposten erfarer, har ekteparet stått oppe i flere rettstvister de fire siste årene fordi hun ønsket skilsmisse. Eiendommen striden sto om ble kjøpt av paret i oktober 1999, men etter skilsmissen skal striden også ha dreid seg om hvem som hadde skutt inn mest av kjøpesummen.
Ifølge VG ble det i fjor klart at ekskona skulle tilkjennes halve huset og innboet, etter at striden hadde vært oppe i to rettsinstanser. Striden skal også dreie seg om verdien på selve huset. Politiet undersøker nå om motivet for dobbeltdrapet kan ligge her.Fleiri greinar um málið:
Deathdealer: Kvinnen det annet Kjønn?
Víða um heim eru konur og stúlkubörn ekki óhult út af ofbeldi í umhverfi þeirra. Noregur er eitt ríkasta land í heimi og réttur kvenna er þar tryggður með ótal lögum og konur geta sótt mál sitt gegn dómstólum ef þær telja á sér brotið. Það gerði þessi kona sem var myrt.
Ef við förum aðeins lengra austur á leið og skoðum stöðu kvenna í löndum eins og Afganistan þá er ástandið þannig núna að í orði kveðnu geta stúlkur farið í skóla og fé hefur verið varið til að opna stúlknaskóla. En þar í landi getur það verið beinlínis hættulegt fyrir stelpur að fara í skóla og læra að lesa, margar árásir hafa verið gerðar á stúlknaskóla, sjá t.d. þessa frétt frá því í gær Gasangreb på pigeskole i Afghanistan
Þrjú látin eftir skotárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2009 | 09:58
Er Alþingi sem valdalaus kjaftasamkoma og stimplunarmaskína?
Hrunið á Íslandi sýndi þjóðinni hve innviðir fjármálalífs og stjórnsýslu í kringum það voru feysknir. Hrunið afhjúpaði djúpa og inngróna spillingu sem teygði sig í öll skúmaskot, spillingu sem var svo inngróin að þeir sem tóku þátt og úthlutuðu sér og sínum gæðum tóku ekki eftir því að neitt athugavert væri við athafnir sínar eða það kerfi sem gerði þær mögulegar.
Hrunið sýndi líka hve valdalaust Alþingi Íslendinga er og þar með hve lítið vald almenningur hefur gegnum kjörna fulltrúa sína. Alþingi kýs eftir flokkslínum og Alþingismenn tjá sig eftir flokkslínum alveg eins og það sé heilög skylda skráð í stjörnurnar og það skiptir þá öllu máli hvernig ríkisstjórn er samansett, í ríkisstjórninni liggja völdin. Stjórnarþingmenn sem ekki sitja sjálfir í ríkisstjórn eru meira segja valdalausari en stjórnarandstöðuþingmenn, það tíðkast ekki að þeir tjái sig á móti því sem er vilji ríkisstjórnarinnar. Þingmenn stjórnarandstöðu geta tjáð sig og þannig komið öflugri gagnrýni á framfæri. Þeir geta líka tjáð sig með einhvers konar skrípalátum eins og málþófinu í lok nýafstaðins þings og þannig komið afkáraskap sínum á framfæri.
Í ljósi þess að við tökumst nú á við kerfishrun sem á upptök sín í því stjórnkerfi sem ennþá er við lýði, stjórnkerfi valdníðslu þar sem sem fámennastur hópur reynir og tekst að hrifsa til sín sem mest völd og komast í úthlutunaraðstöðu - er þá ekki rétt að við stöldrum við og hugleiðum hvort þetta sé skynsamleg og réttlát leið til að velja þá sveit sem á að stjórna landinu. Af hverju er ekki í svona fámennu landi hægt að láta almenning velja ríkisstjórn beint með einhverjum hætti í stað þess að við fáum eingöngu að velja þingmenn og það sé gríðarlega mikið misvægi í atkvæðamagni og undarlegar og óskiljanlegar og ósanngjarnar reglur um uppbótarþingmenn. Síðan ráðist það í alls konar hrossakaupum fyrst milli flokka og síðan milli þingmanna einstakra flokka hvernig ráðherra skipan verði. Það má jafnframt spyrja hvaða þörf er á að halda uppi fjölmennu liði þingmanna ef þingið er ekki annað en stimplunarstofnun fyrir frumvörp sem ekki einu sinni ríkisstjórnin ræður, frumvörp sem koma beint frá EBE og eru þýdd hérna? Það er vissulega mikilvægt það hlutverk sem stjórnarandstaðan hefur á Alþingi, það er kannski það mikilvægasta sem gerist á Alþingi.
Það er bara hressandi að einhverjir þingmenn Vinstri grænna hafi lýst því yfir að þeir muni ekki styðja tillögu ríkisstjórnarinnar um EBE aðild, það er þó alla vega eitt tákn um að stjórnarþingmenn ætli ekki að vera algjörlega valdalaust verkfæri og kóari með öllu sem þessi ríkisstjórn ætlar að gera. Það er sjálfsagt mál að það séu átök í þingheimi um svona mikilvægt mál. Sumir láta sem svo að það að fara í aðildarviðræður sé eitthvað sem hægt er að bakka út úr, sé ekki meiri binding en að tékka á því hvaða kjör bjóðist, svona eins og að leita tilboða um einhverja vöru. Þannig er málið ekki, það að óska eftir aðildarviðræðum er grátbeiðni um inngöngu og það er mikilvægt að fólk átti sig á því og ræði það gaumgæfilega. Það er hins vegar svo klemmd staða sem Ísland hefur núna í samfélagi þjóðanna að það er ekki í sjónmáli önnur skynsamlegri leið.
Þingmenn lýstu yfir andstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.5.2009 | 00:55
Upplegg ríkistjórnarinnar er lítið og loðið plagg
Forseti ASI virðist afar ánægður með plagg ríkisstjórnarinnar. Það er hið besta mál að góð sátt sé milli þeirrar ríkisstjórnar sem nú tekur við og stórra verkalýðsfélaga, björgun úr rústasvæðunum á Íslandi getur ekki gengið nema með samstilltu átaki margra. Hvarvetna er sviðin jörð og hvergi nokkurs staðar örlar á þeim frjóöngum sem geta gert þetta land byggilegt aftur, engin nýsköpun kviknar og engin atvinna getur risið undir þeim ofboðslega háu vöxtum sem núna eru hérna ásamt því að hafa tapað öllu eigin fé í fjármálahruni síðustu mánaða.
Atvinnuleysi stefnir hratt í 10 % á þéttbýlissvæðinu kringum Reykjavík.
Það er því stórundarlegt að forseti verkalýðsfélags skuli sjá úr stjórnarplagginu að "það er komið að því að taka stórar ákvarðanir og keyra hlutina í lausnir. Málið er að það plagg sem ríkisstjórnin leggur fram er lítið og loðið og það er svo sannarlega ekki lausnamiðað. Það er ómögulegt að sjá hvað ríkisstjórnin ætlar að gera, eina sem er fast í hendi að ríkisstjórnin ætlar að byrja sinn feril með að skapa störf. Skapa störf fyrir fleiri ráðherra svo það sé ennþá nákvæmara. Það eru einu nákvæmu magnmælikvarðarnir í litla loðna plagginu að það eigi að byrja með 12 ráðherrum og enda með 9 ráðuneyti.
Ég get reyndar alls ekki skilið hvernig Gylfi getur verið trúr félagsmönnum í ASÍ, sérstaklega félagsmönnum sem núna hafa misst vinnuna eða eru að missa vinnuna ef hann kallar ekki eftir skýrari aðgerðum til að sporna við atvinnuleysi.
Það er ein aðferð alveg borðleggjandi til að minnka atvinnuleysi. Það er sú aðferð að deila betur vinnunni og besta leiðin til þess er að minnka vinnuvikuna. Miklu fleiri fá vinnu ef vinnuvikan væri styttri. Það er gríðarlega hættulegir tímar að fara í hönd þannig að það er líklegt að nýliðar á vinnumarkaði fái ekki vinnu. Hefur forseti ASÍ engar skyldur gagnvart því fólki, ungu fólki sem ætlaði sér í störf en fær ekki vinnu núna vegna þess að allir hafa sett stopp á ráðningar?
það eru til margar þekktar lausnir við svoleiðis aðstæður. Ein er sú að bjóða fólki að fara í orlof gegn því að einhver af atvinnuleysisskrá verði ráðinn í staðinn. Þetta gerðu Svíar og þá inn í verkefni sem hét "Kunskapslöftet" og gekk út á að hækka menntunarstig þeirra sem höfðu ekki mikla menntun fyrir.
Það eru raunar þannig aðstæður í samfélaginu að þær kalla á jöfnun í launakjörum og þar með töluverða lækkun launa og hlunninda hjá þeim sem hafa haft þau ómæld núna. Það þarf að jafna kjör og það þarf að deila vinnunni. Það þarf líka að jafna kjör milli þeirra sem eru í föstum störfum og þeirra sem eru faraldverkafólk nútímans, fólkið sem er núna "frílans" eða lausráðið í ýmis konar verkefnavinnu. Það er það mikilvægasta þangað til rofar til.
Trúverðugt plagg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2009 | 19:56
12 ráðherrar, 9 ráðuneyti, atvinnuleysi, lánleysi og kreppa
Ég óska nýju ríkisstjórninni velfarnaðar í starfi. Þetta eru merk tímamót, fyrsta lýðræðislega kjörna stjórnin eftir kerfishrun á Íslandi, þessa stjórn hefur næstum helming íslenskra kjósenda á bak við sig og leikreglurnar í stjórnkerfi okkar eru þannig að þau geta virt að vettungi fulltrúa þeirra rúmlega rúmlega 50 % þjóðarinnar sem ekki kusu þessa stjórn og þau kjósa að gera það. Ég læt hér fylgja með skrípó sem ég gerði af því hvað mér fannst standa upp úr þegar þau kynntu nýju stjórnina og hver ég held að örlög hennar verði.
Einn ágætur þingmaður Vinstri Grænna Atli Gíslason vildi að hér yrði reynt að mynda þjóðstjórn og ég held raunar að það hefði verið eina vitið, þau vandamál sem Ísland stendur frammi fyrir núna er ekki hvenær Ísland eigi að ganga í Efnahagsbandalagið og hvernig sé hægt að gera það án þess að Steingrímur foringi Vinstri grænna missi andlitið, þau vandamál eru miklu meiri og dýpri og snúa að ástandinu hérna innanlands og þeim kröfum sem erlendir aðilar gera nú á íslenska ríkið.
Það er runninn einhver hofmóður á þá sem eru í forustu og núna skipta með sér ráðherrasætum. Það er ekki langt síðan Steingrímur J. Sigfússon sagði að þjóðstjórn væri besti kosturinn, það var í janúar síðastliðinn. Hefur ástandið batnað eitthvað síðan þá? Er ekki ennþá jafnmikil ástæða til að sem flestir ráði fram úr þessari ömurlegu stöðu íslensku þjóðarinnar? Framsóknarmenn hafa reynt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að tryggja að hér yrði ekki algjör upplausn og vörðu stjórn VG og Samfylkingar vantrausti til að hér loguðu ekki eldar á torgum og götubardagar væru ekki við lögreglu af reiðum almenningi.
Er ekki full ástæða fyrir þessa nýju stjórn að horfast í augu við stöðuna í stað þess að eyða sínu púðri í að planta eins mörgum og hægt er inn í ráðherraembætti með tilheyrandi hlunnindum. Reyndar trúi ég ekki öðru en að ráðherrarnir nýju afsali sér þingfararkaupi og ýmsum hlunnindum eins og einkabílstjórum og ráðherrabílum. Það er rosalega mikið 2007 og ekki samboðið þessari stjórn að spreða fé í ráðherra en lofa svo að leggja niður ráðuneyti... bara ekki strax.
Ríkisstjórnin verður að hlusta á fólk eins og Atla Gíslason og Lilju Mósesdóttur, hún verður að skilja að hér er lamað atvinnulíf og þjóðfélag í upplausn. Það var bara brandari að lækka stýrivexti hérna um einhver prósent, eftir sem áður eru vextir hérna brjálæðislega háir og engir að taka lán nema þeir sem eru fastir í lánagildru og þurfa að endurfjármagna eldri lán. Engin lán eru tekin til nýsköpunar, engin nýsköpun á sér stað á Íslandi í dag. Hér eru fjölskyldur og atvinnulíf þar sem allt eigið fé er uppurið vegna kerfishruns. Það þarf margháttaðar aðgerðir við svona aðstæður og ekki þær aðgerðir helstar að fjölda ráðherrum. það skapar ekki vinnu, það skapar bara aukavinnu handa fólki sem þegar hefur vinnu.
Ný ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.5.2009 | 12:57
Bankaleynd, bankaleynd
Ég er orðin leið á að heyra að almenningur á Íslandi megi ekki fá að vita hvað bankar og sparisjóðir aðhöfðust á sama tíma og við erum gapandi yfir því hvaða rugl var þar í gangi.
Ég bendi á góða pistla Sigrúnar Davíðsdóttur. Vonandi hættir Rúv þessari hryllilegu stefnu að við höfum ekki aðgang að pistlum um íslensk þjóðfélagsmál nema í tvær eða þrjár vikur.
08.05.2009
Meira af leynifélögum í Lúx
07.05.2009 Sparisjóðabankinn í Flórída |
06.05.2009 Grettis saga hin nýja |
05.05.2009 Thatcher-upprifjun |
Leynifélögin í Lúxemborg
Það er hrein óvirðing við íslenskan almenning að við skulum ekki hafa eins mikinn aðgang og mögulegt er að upplýsingum og greiningum á stöðu íslands. Yfir hverju er verið að hilma? Það var einmitt út af þessari upplýsingaleynd og vísvitandi blekkingum sem Ísland lenti í þeirri stöðu sem við erum í núna. Það var með því að berja niður allar gagnrýnisraddir og beina umræðunni í aðrar áttir, kaupa upp raddir allra sem gátu mótmælt. Það er með ólíkindum hvaða sjálfdæmi lítill hópur manna hafði í einhvers konar spilapeningagerð hérna í gegnum íslenskt bankakerfi, spilapeninga sem síðan voru notaðir alls konar útúrvitlausar fjárfestingar.
Forsendur einstakra verkefna geta brugðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2009 | 10:43
Örblogg með Twitter
Hér er grín um Twitteræðið í heiminum. Margt frægt fólk er núna með twitter og reynir að safna að sér áhangendum (kallast followers á twittermállýsku)
Það er mikið twitter æði í heiminum þessa daganna. Twitter er míkróblogg eða örblogg og getur hver sem er gerst áskrifandi. Það er hægt að skrifa mest 140 stafi í einu. Þetta er svona svipað og uppfæra statuslínu í Facebook. Svona örblogg eru óðum að taka við sem útbreiddasta gerðin af bloggi, þau henta betur til margra hluta, ekki síst fyrir fréttir og ábendingar t.d. ábendingar um greinar eða blogg. En Twitter örbloggin eru öðruvísi en önnur blogg að því leyti að þau eru oft skrifuð úr símum, sérstaklega er algengt að iphone notendur sendi á Twitter. Twitter hentar þannig fyrir samfélag sem er orðið það sítengt að fólk er tengt alltaf, ekki bara þegar það er við tölvu eða situr með fartölvu.
Þessar takmarkanir á Twitter að geta bara haft 140 stafi eru líka eins konar sía, Twitter virkar eins og sía á upplýsingar, hægt er að fylgjast með twitterstraumum og smella á slóðir sem bent er á ef það virkar áhugavert og maður treystir þeim sem bendir á. Það er líka ein ný notkun sem núna er komin á twitter og það er leitin. Hún er orðin mjög öflug ef maður er að leita að einhverju sem er einmitt að gerast hér og nú, leita í gegnum umræðu heimsins um t.d. eitthvað verkfæri eða það nýjasta nýtt um svínaflensuna. Ef maður t.d. fer á leitina á http://search.twitter.com og slær inn leitarorð eins og swineflu eða h1n1 þá getur maður fylgst með því nýjasta, oft ábendingum frá heilbrigðisaðilum víða um lönd en líka alls fólki að blogga út í loftið. Það er líka algengt að fólk sannmælist um að nota merkingar á twitter boðin sín og nota þá hash merkið. Það er algengt þegar fólk t.d. er á ráðstefnum eða uppákomum og tekur þátt í einhverjum viðfangsefnum. Segnum að ég vildi fylgjast með hvað verið væri að skrifa um opinn hugbúnað. Það má t.d. sjá hvað fólk hefur merkt með #opensource með því að slá þetta inn í leitargluggann í twitter leit.
Það er líka núna að þróast ýmis konar samræða með twitter, margar vefslóðir bjóða upp á að senda beint á twitter eins og facebook og svo eru ýmis verkfæri að þróast sem nota twitter til ýmis konar samskipta t.d. til að gera skoðanakannanir. Hér er ég að prófa að setja upp hugmyndasamkeppni á twitter, það er mjög einfalt að setja upp og taka þátt í svona samkeppnum:
Samkeppni um nafn á nýju ríkisstjórninni
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)