Bankaleynd, bankaleynd

Ég er orðin leið á að heyra að almenningur á Íslandi megi ekki fá að vita   hvað bankar og sparisjóðir aðhöfðust á sama tíma og við erum gapandi yfir því hvaða rugl var þar í gangi.

Ég bendi á góða pistla Sigrúnar Davíðsdóttur. Vonandi hættir Rúv þessari hryllilegu stefnu að við höfum ekki aðgang að pistlum um íslensk þjóðfélagsmál nema í tvær eða þrjár vikur. 

08.05.2009Hlusta á þátt
Meira af leynifélögum í Lúx

29.04.2009Hlusta á þátt
Leynifélögin í Lúxemborg

Það er hrein óvirðing við íslenskan almenning að við skulum ekki hafa eins mikinn aðgang og mögulegt er að upplýsingum og greiningum á stöðu íslands. Yfir hverju er verið að hilma? Það var einmitt út af þessari upplýsingaleynd og vísvitandi blekkingum sem Ísland lenti í þeirri stöðu sem við erum í núna. Það var með því að berja niður allar gagnrýnisraddir og beina umræðunni í aðrar áttir, kaupa upp raddir allra sem gátu mótmælt. Það er með ólíkindum hvaða sjálfdæmi lítill hópur manna hafði í einhvers konar spilapeningagerð hérna í gegnum íslenskt bankakerfi, spilapeninga sem síðan voru notaðir alls konar útúrvitlausar fjárfestingar. 


mbl.is Forsendur einstakra verkefna geta brugðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband