um 12 þúsund án vinnu á atvinnuleysisskrá en miklu fleiri án vinnu

Það var ekkert að marka ársreikninga íslenskra bólufyrirtækja fyrir Hrunið og það er hugsanlega ekkert að marka þessar atvinnuleysistölur og það alveg örugglega vitlaus tala að 12 þúsund séu án vinnu núna. Það eru miklu fleiri án vinnu, þessi tala segir eingöngu til um þá sem hafa skráð sig. Sennilega hafa margir ekki skráð sig vegna þess að þeir eiga ekki bótarétt, ef ég fer yfir þá sem ég þekki vel og eru tengdir mér og fjölskyldu minni þá er held ég 1 á atvinnuleysisskrá og 6 sem eru án vinnu en hafa ekki skráð sig, reyna að komast af og leita að íhlaupavinnu eða hafa skráð sig í nám gagngert til að sitja af sér mesta storminn. Ástæðan fyrir því að þetta fólk er ekki á atvinnuleysisskrá er sú að það hafði ekki bótarétt. Ég þekki svo miklu fleiri sem eru án vinnu og ástandið er gríðarlega slæmt hjá sumum hópum sem ekki hafa bótarétt svo sem útlendingum sem eru nýfluttir til landsins. Ég þekki reyndar til þess að fjölskyldur með ung börn séu að flytja hingað frá Eystrasaltslöndunum núna, fólk sem á engan rétt hérna en kemur hingað vegna þess að staðan er vonlaus í heimabyggð þeirra.

Þegar ég skrifa þetta þá horfi ég á  útsendingu af Evrovision í sjónvarpinu, baráttulag gegn fordómum sem Sígaunar verða fyrir. Það minnir mig á það að það er ekki nóg með að miklu meira atvinnuleysi sé núna meðal útlendinga en Íslendinga heldur verða þeir líka fyrir miklu meiri fordómum og það er hætt við að reiði og vonleysi almennings muni núna beinast að útlendingum á Íslandi og þá  þeim útlendingum sem koma hingað til að flýja ömurlegt ástand heima hjá sér.  Þannig er ástandið í öðrum löndum, í Ungverjalandi beinist reiðin að Sígaunum og vaxa nú vinsældir og áhrif stjórnmálaflokka sem gera út á sígaunahatur, vöxturinn er í beinu sambandi við hversu erfitt efnahagsástandið er núna í Ungverjalandi.

Hingað hafa komið sígaunar frá Rúmeníu. Þeir spiluðu á harmóníkkur. Þeir voru yfirheyrðir og þeim var vísað úr landi. Það kann að fara svo ef efnahagskreppan verður langvinn og slæm að hingað streymi fólk sem er að flýja heimkynni sín í örvæntingu  vegna örbirgðar og vegna ofsókna. Ekki endilega ofsókna frá stjórnvöldum heldur ofsókna frá öðrum hópum.

Þá reynir verulega á mannréttindi á Íslandi.


mbl.is Um 12 þúsund án atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Í raun þyrfti fólk að geta skráð sig atvinnulaust þó það eigi ekki rétt á bótum. Það mundi hjálpa okkur að fá gleggri sýn á stöðu mála. Atvinnulausir án bóta ættu samt að eiga rétt á ýmsum úrlausnum og fyrirgreiðslu, s.s. námskeiðum. Einnig mætti ráða atvinnulausa til að kenna öðrum atvinnulausum á námskeiðum ýmsa færni. Slíkt virkjar mannauð og stuðlar að samhjálp.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 13.5.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband