Upplegg ríkistjórnarinnar er lítið og loðið plagg

Forseti ASI virðist afar ánægður með plagg ríkisstjórnarinnar. Það er hið besta mál að góð sátt sé milli  þeirrar ríkisstjórnar sem nú tekur við og stórra verkalýðsfélaga, björgun úr rústasvæðunum á Íslandi getur ekki gengið nema með samstilltu átaki margra. Hvarvetna er sviðin jörð  og hvergi nokkurs staðar örlar á þeim frjóöngum sem geta gert þetta land byggilegt aftur, engin nýsköpun kviknar og engin atvinna getur risið undir þeim ofboðslega háu vöxtum sem núna eru hérna ásamt því að hafa tapað öllu eigin fé í fjármálahruni síðustu mánaða.

Atvinnuleysi stefnir hratt í 10 % á þéttbýlissvæðinu  kringum Reykjavík. 

Það er því stórundarlegt að forseti verkalýðsfélags skuli sjá úr stjórnarplagginu að  "það er komið að því að taka stórar ákvarðanir og keyra hlutina í lausnir.“ Málið er að það plagg sem ríkisstjórnin leggur fram er lítið og loðið og það er svo sannarlega ekki lausnamiðað. Það er ómögulegt að sjá hvað ríkisstjórnin ætlar að gera, eina sem er fast í hendi að ríkisstjórnin ætlar að byrja sinn feril með að skapa störf. Skapa störf fyrir fleiri ráðherra svo það sé ennþá nákvæmara. Það eru einu nákvæmu magnmælikvarðarnir í litla loðna plagginu að það eigi að byrja með 12 ráðherrum og enda með 9 ráðuneyti. 

Ég get reyndar alls ekki skilið hvernig Gylfi getur verið trúr félagsmönnum í ASÍ, sérstaklega félagsmönnum sem núna hafa misst vinnuna eða eru að missa vinnuna ef hann kallar ekki eftir skýrari aðgerðum til að sporna við atvinnuleysi.

Það er ein aðferð alveg borðleggjandi til að  minnka atvinnuleysi. Það er sú aðferð að deila betur vinnunni og besta leiðin til þess er að  minnka vinnuvikuna. Miklu fleiri fá vinnu  ef vinnuvikan væri styttri.  Það er gríðarlega hættulegir tímar að fara í hönd þannig að það er líklegt að nýliðar á vinnumarkaði fái ekki vinnu. Hefur forseti ASÍ engar skyldur gagnvart því fólki, ungu fólki sem ætlaði sér í störf en fær ekki vinnu núna vegna þess að allir hafa sett stopp á ráðningar?

það eru til margar þekktar lausnir við svoleiðis aðstæður. Ein er sú að  bjóða fólki að fara í orlof gegn því að einhver af atvinnuleysisskrá verði ráðinn í staðinn. Þetta gerðu Svíar og þá inn í verkefni sem hét "Kunskapslöftet" og gekk út á að hækka menntunarstig þeirra sem höfðu ekki mikla menntun fyrir. 

Það eru raunar þannig aðstæður í samfélaginu að þær kalla á jöfnun í launakjörum og þar með töluverða lækkun launa og hlunninda hjá þeim sem hafa haft þau ómæld núna. Það þarf að jafna kjör og það þarf að deila vinnunni. Það þarf líka að jafna kjör milli þeirra sem eru í föstum störfum og þeirra sem eru  faraldverkafólk nútímans, fólkið sem er núna "frílans" eða lausráðið í ýmis konar verkefnavinnu. Það er það mikilvægasta þangað til rofar til. 


mbl.is Trúverðugt plagg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Bíddu við ...? Í hvaða flokki ert þú?...bara svona miðað við aðstæður?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.5.2009 kl. 01:13

2 identicon

Góður pistill og vel skrifaður.  Og flokkur skiptir þar engu. 

EE elle (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 01:31

3 identicon

Það er stór kostur við þessa ríkisstjórn að Framsókn getur nú farið í innhverfa íhugun ásamt hinum ábyrgðarflokknum að uppskrift hrunsins.

Líka vegna þess að í sársaukafullum aðgerðum sem fram undan eru mega ekki sitja flokkar beintengdir við auðjöfraklíkuna í útrásarbönkunum og gjafakvótakerfinu.

Allar góðar óskir fylgja síðan þeirri ríkisstjórn sem nú er að taka við.

Sverrir (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 05:46

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Sverrir: Hver er "beintengdur við auðjöfraklíku í útrásarbönkunum og gjafakvótakerfinu"? Alla vega ekki ég. Ég á  að vísu hlutabréf í Hb Grandi þar sem ég ákvað á sínum tíma að reyna að eignast hlut og ítök  í sjávarútvegsauðlindinni í gegnum þá einu leið sem var fær þ.e. með að kaupa hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum. Ég reyndar líka líka á Hb Granda sem Bæjarútgerð okkar Reykvíkinga. Ég bauð mig fram í stjórn Hb Granda til að koma öðrum sjónarmiðum þar að en þar eru stórir eigendur og ekki mögulegt fyrir litla hlutafjáreigendur að hafa áhrif. Ég hef reynt eins og ég get á mínu bloggi að benda á réttleysi og valdaleysi íslensks almennings varðandi sjávarútvegsmál og raunar líka tjáð mig mikið á bloggi um málefni bankanna og þá alltaf í andstöðu við hvernig þeim hefur verið stjórnað. Ef þú getur fundið einhverja tengingu milli þeirra sem núna skipa efstu sætin á lista Framsóknarflokksins og þeirra afla sem þú telur upp, endilega tilgreindu það. En ekki ausa svívirðingum yfir fólk sem á það ekki skilið.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 11.5.2009 kl. 09:07

5 identicon

Framsóknarflokkurinn er ábyrgur fyrir einkavæðingu og aðhaldsskorti bankanna að sínum hluta. Að því stóðu þingmenn Framsóknar sem enn sitja á þingi. Þeir hafa jafnframt staðið vörð um gjafakvótakerfið sem Halldór Ásgrímsson fyrrverandi formaður Framsóknar var einn höfunda að. Þetta kalla ég beintengingu við þessar gjörðir.

Veit ekki til að flokkurinn að beðist velvirðingar á sínum hlut að þessu. Að þetta megi kallast svívirðingar er þitt mat. Ég tók ekki þannig til orða.

Sverrir (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 18:17

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Alltaf gaman að vera "ignoreruð"...segir svo margt. Finnst bara skrítið að Salvör skuli ámælast við nýja stjórn um þaðsem xD hafði 18 ár til að gera? (...silly me).

PS: Takk Salvör fyrir margar fínar færslur um menntunarmál! Hef notað það og haft bak við eyrað!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.5.2009 kl. 23:11

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gaman væri að fá rétta prósentu á bak við hvern íslenskan haus?...

 sbr...

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

minni á að núverandi ríkisstjórn hefur 49.7% kjósenda á bak við sig. spurning hversu lýðræðislegt og réttlátt það er að þeir kjósendur (við) hafi ekkert að segja í hvernig landinu er stjórnað.

það er ekkert sem segir að ný ríkisstjórn eigi að hegða sér eins og fyrri ríkisstjórnir og raða sér á garðana.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 10.5.2009 kl. 23:41

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Salvör ...er þetta rétt? ...ég meina í ljósi vægi atkvæða?

Allavega vil ég bara segja að ef Bjarni Ben, Þorgerður Katrín og Sigmundur Davíð ætla að kjósa á Alþingi skv. EIGIN SAMVISKU, þá verða þau að kjósa viðræður!

Hvað er annars hættulegt við að tala við ESB?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.5.2009 kl. 00:28

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.5.2009 kl. 23:18

8 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Anna: Þú spyrð í hvaða flokki ég er. Ég ætlaði nú ekki að ignorera neina spurningu, hélt að þetta væri brandari því ég hef nánast eingöngu bloggað um Framsóknarmálefni undanfarna mánuði og bloggið mitt heitir núna "Manngildi ofar auðgildi" sem er eitt þekktasta kjörorð okkar Samvinnumanna. Svo var ég í framboði, ég var í fjórða sæti í Framsókn í Reykjavík suður.

Varðandi EBE viðræður þá er ekkert að því að hefja viðræður að undangenginni umræðu hér í samfélaginu og þá auðvitað á Alþingi. Það er að mínu mati óhjákvæmilegt að hefja viðræður við EBE en ég vara eindregið við að hoppa inn í eitthvað og verða fórnarlamb "shock capitalism".

Varðandi atkvæðavægi þá er statistikin hjá mér tekin frá Gesti Guðjónssyni flokksbróður mínum, vísa í blogg hans

Minnihlutastjórn í undirbúningi - gesturgudjonsson.blog.is

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 12.5.2009 kl. 09:31

9 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Sverrir: Framsóknarflokkurinn er vissulega eins og margir aðrir ábyrgur fyrir einkavæðingu bankanna og skorti á aðhaldi fjármálafyrirtækja. Það hefur farið fram og er í gangi uppgjör við fortíðina í Framsóknarflokknum sem m.a. hefur birst þannig að allir sem tengdir voru þessari fortíð voru felldir í kosningum eða drógu sig í hlé. Siv Friðleifsdóttir er eini þingmaður Framsóknar sem hefur setið í ríkisstjórn og hún var þar umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra.  Hún er eini þingmaður flokksins sem einhverja fortíð hefur í þessu máli. Hins vegar vita allir sem fylgst hafa með Framsóknarflokknum að hún var svo sannarlega ekki í samhljómi við forustu Halldórs Ásgrímssonar og reynt var ítrekað að velta henni úr sessi og koma í veg fyrir pólitískan framgang hennar.  Siv bauð sig ekki fram til formanns að ég tel vegna þess að hún mat að samfélagið kallaði á breytingar og nýtt fólk og hún tapaði í kjöri til varaformanns. Þetta var einfaldlega afar sterkt kall á breytingar.  Persónulegar vinsældir hennar eru hins vegar miklar og fólk treystir henni eins og sást í hennar kjördæmi og hún kemur sterk til þings með endurnýjað umboð frá sínum kjósendum. Reyndar sorglegt að vegna kosningalaga skuli ekki vera tveir þingmenn framsóknar í Suðvesturkjördæmi  því Helga Sigrún hefði verið þar öflugur fulltrúi með Siv en það er bara bíða til næstu kosninga.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 12.5.2009 kl. 09:46

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sorry Salvör

Þú átt venjulega frábæra pisla og það er það sem skiptir máli!

Les þá reglulega...Takk.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.5.2009 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband