2.10.2008 | 14:57
Meiri mótvindur
Fyrir hálfum mánuði sagði forsætisráðherra vor að það væri engin kreppa, það væri bara mótvindur. Það verður athyglisvert að heyra í stefnuræðu hans í kvöld hvað hann metur mörg vindstig núna.
Það getur verið að það sé svo slæmt óveður að það sé hvergi siglingarhæft og það eina sem gildi sé að leita vars og bíða þangað til veðrinu slotar.
Annars er ég orðin leið á bankamönnum og stjórnmálamönnum sem eru að blöffa og eru eins og maður sem tekið er viðtal við fyrir framan hús sem stendur í ljósum logum og maðurinn segir "Hva, þetta er bara smáreykur, slökkviliðið er löngu búið að ná tökum á þessu".
Það er stundum gott að blöffa. Það er stundum hægt að tala gengið upp og það er stundum hægt að róa viðskiptavini með því að tala eins og ekkert sé að. En það er bara hægt ef eitthvað traust er til staðar. Viðskipti byggjast á trausti. Það traust hefur rokið út í veður og (mót)vind.
Mínar fyrri færslur um efnahagsmálin síðasta hálfa mánuðinn:
Næðingur á toppnum - Geir í mótvindi
Dauft er í sveitum, hnípin þjóð í vanda
Týndi biskupssonurinn snýr aftur
Hver er Mohammed Bin Khalifa Al-Thani? Hvaðan kemur auður hans?
Að losa peninga - Raufarhafnarstemming hjá Helga Hjörvar
Hvaða áhrif hefur greiðslustöðvum Stoða á íslenska fjölmiðla?
Stefnuræða forsætisráðherra flutt í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.