Flotkrónan

flotkrónanAlls stađar er bráđnun á fjármálatorgum heimsins. Bandarísk stjórnvöld eru djúpt sokkin í alls kyns björgunarađgerđir og hér á Íslandi er líka allt á floti. Uppistöđulóniđ viđ Kárahnjúkavirkjun rétt ađ fyllast en jöklarnir ađ bráđna og jöklabréfin orđin ađ blađsnifsum sem velkjast áfram í ólgusjó viđskipta.

Núna er ekki rétti tíminn til ađ fyllast Ţórđargleđi yfir óförum ţeirra sem eitt sinn höfđu fullar hendur fjár og núna er ekki rétti tíminn ađ leita ađ sökudólgum međal íslenskra ráđamanna og viđskiptajöfra.

Máliđ er nefnilega ţannig ađ viđ öll töpum ţegar stór fyrirtćki eđa fjárfestingarstofnanir leggjast á hliđina og upptök ţeirra erfiđleika sem nú steđja ađ íslensku efnahagslífi eru langt fyrir utan Ísland.

Vćntanlega mun ríkisstjórnin tilkynna einhverjar ađgerđir og einhver tíđindi strax í fyrramáliđ. Í besta falli verđur ţađ ađ tilkynna ađ horfiđ sé frá flotgengi. Í versta falli verđa ţađ fréttir um mjög alvarlegt ástand íslenskra banka sem riđa til falls. 

krónan glitrar

Ég stóđst nú ekki mátiđ ađ lagfćra örlítiđ eina af myndunum af forsćtisráđherra og seđlabankastjóra (mynd af DV). Ég renndi myndinni í gegnum lunapic.com og setti vatnsflaum inn á myndina sem er einn af effectunum sem hćgt er ađ velja. Svo tók ég mynd af íslenskri mynt og renndi líka gegnum lunapic og setti tvo effekta á hana, glit vegna ţess ađ glitnir er svo mikiđ í umrćđunni og svo explode af ţví ađ peningakerfiđ er viđ ađ springa - eđa bráđna og aflagast.

Mér finnst ţađ táknrćnt um ástandiđ núna ađ ráđamenn ţjóđarinnar eru ađ aka út í vatnsflaumi.


mbl.is Ráđamenn funduđu fram á nótt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurđsson

Flott mynd :)

Kjartan Pétur Sigurđsson, 29.9.2008 kl. 05:17

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Myndin af krónunum er ekki sprenging. Ţađ er eins og krónurnar séu ađ ... hvađ var íslenska orđiđ... implode. Á líka betur viđ. Ég gat ekki annađ en brosađ af vatnsmyndinni.

Ţađ er vonandi ađ ţessir menn hafi gćfu til ađ geta eitthvađ. Evran fer yfir 150 kall í dag eđa á morgun ef ţeir segja ekkert.

Smá saga un krónur og verđhćkkanir. Batteríiđ í Powerbókinni minni er orđiđ slappt. Ég sá mér leik á borđi. Ég er ađ koma hem svo ég kaupi mér nýtt á Íslandi. Kostar mig ekkert, međ svona veika krónu. Nei, ţađ er 20% dýrara heima en hér úti, sem ţýđir ađ ţau hafa sennilega hćkkađ um 40-50% í krónum á árinu. Ţetta á sennilega viđ flestar vörur. Ég get ekki séđ ađ fólk ráđi viđ svona hćkkanir.

Villi Asgeirsson, 29.9.2008 kl. 07:52

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Villi: Já, ţessi effect heitir implode en ekki explode. Nú hefur komiđ á daginn ađ ţađ var Glitnir sem allur hamagangurinn var út af og glimmeriđ passađi ţví ágćtlega. Mér finnst gaman ađ nota myndaskraut sem unglingarnir nota til ađ skreyta heimasíđur sínar til ađ búa til listaverk sem táknar stöđuna í íslensku efnahagslífi núna. Ţetta er svona hin stafrćna alţýđulist.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 29.9.2008 kl. 11:50

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Flott fćrsla Salvör mín og myndirnar skemmtilegar, sem er gott vegna ţess hve ástandiđ er dapurlegt, er gott ađ lífga ađeins upp á ţetta allt saman.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 29.9.2008 kl. 11:51

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Já Ásthildur, viđ ţurfum ađ leyfa okkur ađ bregđa á leik og föndra. Ţađ er ekki stríđ og ţađ eru ekki náttúruhamfarir. En margir eru núna ađ tapa aleigunni. Ţađ er alvarlegt mál en hins vegar kennir ţetta okkur kannski ađ peningalotterí er hljóm eitt, ţađ er ekki ţađ sem skiptir máli í lífi.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 29.9.2008 kl. 16:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband