Facebook lexía 1

Nú er íslenska þjóðin að flytja inn í facebook. Ætli 10 % af þjóðinni séu ekki búnir að stofna aðsetur á facebook og sumir virðast alveg dottnir í það að safna sér vinum og senda þeim knús og kossa og prófa alls konar lítil verkfæri sem hægt er að hengja utan á facebook.

Ég var áðan að prófa  græju sem heitir screencast-o-matic.com þar sem auðvelt og einfalt er að taka upp það sem gerist á skjánum og tala undir. Svo vistast það á vefnum og svo á ég að geta límt upptökuna inn. Ég tók upp smásýnikennslu í hvernig ég segi facebook vinum mínum hvað ég er að baxa við hverju sinni og pósta það í leiðinni á örbloggið mitt. Svo sýni ég hvernig Microsoft office er orðin ansi steinrunnin því nú vilja flestir nota office pakka á vefnum og ég sýni hvernig hægt er að nota einn þeirra zoho online office með facebook.

Hér er upptakan, hún er 10. mínútur Facebook Lexía 1

Facebook getur verið ágæt umgjörð og lendingarpallur utan um mörg önnur verkfæri. Það er líka alveg hægt að blogga inn í facebook og senda á önnur blogg t.d. wordpress. það er líka hægt að vera með verkfærið (application) notes og það er nokkurs konar blogg.  ég hef nú ekki séð hvernig hægt er að senda úr facebook á moggabloggið en mbl.is býður reyndar upp á möguleika að senda í hina áttina þ.e. fréttir inn á facebook. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Mögnuð að venju. Kærar þakkir.

Baldur Fjölnisson, 27.9.2008 kl. 18:16

2 identicon

datt þú í hug. er að skrifa grein í tímarit ásamt einum þátttakanda í rannsókninni minni. hann er búinn að teikna upp skýringarmynd sem ég þarf að setja inn í greinina. er til eitthvert sniðugt forrit sem við getum notað? þetta er einföld mynd - en ég þarf að geta sett texta inn á myndina sem er pýramídi á hvolfi með kalli undir :)

Kristín Björnsdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 18:17

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég lét undan þrýstingi og opnaði síðu, en hún er ekkert nema nafnið. Satt að segja varð ég fyrir vonbrigðum með hvað þetta væri allt léttvæg orðræða. Þú hefur með þínu góða "fræðslumyndbandi" sýnt að þetta hefur marga sniðuga möguleika. Takk fyrir það. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.9.2008 kl. 11:46

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég tilheyri ennþá meirihlutanum. Er ekki á Fésbókinni.

Villi Asgeirsson, 28.9.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband