Dauft er í sveitum, hnípin þjóð í vanda

Ég er ekki  viss um að Íslendingar átti sig á hvað er að gerast núna út í hinum stóra heimi og hvaða afleiðingar það kann að hafa hér heima á skerinu. Alla vega þá er fréttamat mbl.is ekki þesslegt. Þar er á forsíðunni fréttir eins og að ungur maður nýkominn til landsins hafi hnuplað í Smáralind. Þetta er svona ekta rauðhálsafrétt og merkingin sem lesa má milli línanna er  þessi: "Þetta útlenska pakk er ekki fyrr komið til landsins en það byrjar að stela dótinu okkar". 

Ég er heldur ekki viss um að ráðamenn okkar átti sig á alvarleika þeirrar efnahagskreppu sem nú skellur yfir heiminn , alla vega er andvaraleysi þeirra mikið þegar þeir tjá sig  í fjölmiðlum. Geir forsætisráðherra talar um að það sé ekki kreppa, bara mótvindur og aðalmálið sé að ná niður verðbólgunni. Þorgerður Katrín menntamálaráðherra var í Ísland í dag (15. sept) spurð að því hvort ríkisstjórnin hefði eitthvað rætt um hvort rætt hefði verið í ríkisstjórninni aðgerðir t.d. að ríkið taki yfir banka. Þannig leið hefði verið farið í öðrum löndum. Hún hvað það hefði ekki verið rætt. Það er mjög furðulegt að heyra ráðherrann segja þetta, ástandið er svo alvarlegt að það er mikið andvaraleysi ef stjórnvöld hafa ekki velt upp öllum möguleikum. Ástandið hér á Íslandi er sérstaklega alvarlegt vegna þess að hér er risastórt kerfi fjárfestingafyrirtækja og bankastofnana sem hafa sprota í öðrum löndum og stefnan þeirra hefur verið áhættusækin. 

Það er grafalvarlegt ástand í íslensku fjármálalífi og sennilega eru ekki öll kurl komin til sjávar varðandi tengsl fyrirtækja.

Baldur Mcqueen skrifar um íslenska efnahagsundrið This is Money - um "efnahagsundrið" út frá þessari umfjöllun sem birtist í tímaritinu This is Money í gær.

Ívar Pálsson skrifar ágætispistla um efnahagsástandið 

Þúsundir milljarða í nettóskuldir?

 Skuldir Íslendinga snarhækka


mbl.is Krónan veikist um 1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Salvör, það er grátlegt að ríkisstjórnin er bara í felum, og sópar öllu undir teppið.  Segir fólkinu að spara, en spreðar svo sjálf eins og ríkisbubbar.  En hvað ætli sé til ráða ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband