Komið að skuldadögunum

Ég hef aftur fengið áhuga á hagfræði. Það er svo mikið að gerast í fjármálaheiminum núna og það hefur sennilega áhrif á alla jarðarbúa - líka á þá sem vita ekkert af því hvað er að gerast og fylgjast ekkert með fréttum. Nú er ég að stúdera "carry trade" sem útleggst á íslensku sem vaxtamunaviðskipti og það er nú líklegasta ástæðan fyrir hve íslenskt fjármálalíf stendur illa núna.

Hér eru greinar um þetta fyrirbæri:

Carry (investment) - Wikipedia, the free encyclopedia

Why is the carry trade so dangerous? - MoneyWeek

Bara fordómar og misskilningur Economist?

Það er meira en aldarfjórðungur síðan ég útskrifaðist úr því sem þá hét þjóðhagskjarni í viðskiptadeild HÍ. Þar stúderaði ég alls kyns reiknilíkön og kenningar sem mér virtust hafa þá engan snertiflöt við íslenskt samfélag og enga tengingu í önnur félagskerfi mannanna. 

 Það er líka áhugavert að sjá söguna um hvað er að gerast spinnast fram úr ýmsum áttum og sérstaklega að sjá hvað útskýringar sem koma frá hagsmunaaðilum í næsta umhverfi okkar eru ótrúverðugar.  Eiginlega finnst mér margir núna tala svo mikla steypu að ég held að heilt samfélag sé alveg ráðvillt og enginn viti hvað eigi að gera.  Reyndar held ég að það eigi við um heimsbyggðina, það hugsa allar fjármálastofnanir um að bjarga eigin hag til skamms tíma og safna sjóðum  og eðlileg viðskipti fá ekki lánsfjármagn.

En það ástand sem er á Íslandi er sennilega alvarlegra en víða erlendis og þá sérstaklega vegna umfangs bankastofnana hérna. Í myndböndunum sem hér eru fyrir neðan þá er þeirri skoðun haldið fram að íslenska efnahagsundrið í útlöndum sé til komið vegna álagsviðskipta eða vaxtamunaviðskipta  "carry trade" þannig að tekin voru lán með mjög lágum vöxtum í sterkum gjaldmiðlum eins og japönskum jenum og þau lán síðan notuð til að fjárfesta í löndum þar sem annar gjaldmiðill var í gildi og þar sem vextir voru hærri.  Svona virkaði sem sagt íslenska útrásinog þau miklu fjármálaundur sem fólust í skuldsettum yfirtökum þar sem skyndilega einhverjir urðu ríkir í gegnum einhvers konar díla.

Það er komin tími til að við horfumst í augu við að íslenska fjármálaútrásin var byggð á sandi.

Hér er ágætis greining og útskýringar KB banka  frá október 2005 um þessa ógnarmiklu peninga sem þá streymdu inn til Íslands vegna hávaxtanna sem þá voru hér.

 

Ókeypis hádegisverður á skuldabréfamarkaði?

 Í þessari greiningu stendur m.a. :

Útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum hófst í lok síðasta ágústmánaðar. Útgáfurnar hafa flestar verið á höndum erlendra verðbréfafyrirtækja, þó innlendir bankar hafi aðeins komið að slíkri útgáfu, sem hafa síðan selt til erlendra fjárfesta. Það sem einkennir allar þessar útgáfur er hins vegar að ávöxtunarkrafa útgefinna bréfa er töluvert fyrir neðan það sem þekkist á þeim skuldabréfum sem íslenska ríkið hefur gefið út hérlendis. Það þýðir að endafjárfestar hefðu að sjálfsögðu getað komið beint til Íslands og fjárfest hér á hærri vöxtum en þeim bauðst í erlendu skuldabréfaútgáfunum. En í heimi ófullkominna upplýsinga hlýst töluverður viðskiptakostnaður í því að kynna sér og fjárfesta í fyrsta skiptið í smáu og lítt þekktu hagkerfi. Í kjölfarið myndast viðskiptatækifæri fyrir milliaðilana við að greiða fyrir viðskiptunum og taka vaxtamun fyrir viðvikið.

-----------------------
Útgefandinn gefur út skuldabréf í íslenskum krónum sem boðin eru endafjárfestum, þeir greiða fyrir bréfin t.d. með evrum. Útgefandinn hefur ekki áhuga á því að skulda í krónum, enda vextir háir, og því gerir hann vaxtaskiptasamning við íslenskan aðila. Sá samningur er gerður í því augnamiði að fá tekjuflæði í krónum og verja þar með vaxtaáhættuna sem fólst í útgáfunni. Útgefandinn er því ekki í raun að fjármagna sig í krónum, heldur einungis að búa til viðskiptin og hirða vaxtamun sem af þeim hlýst, sem honum er kleift í krafti trausts lánshæfismats og þekkts nafns. T.a.m. eru flestir útgefendurnir með AAA einkunn frá Moodýs. Í kjölfarið er það því endafjárfestirinn sem tekur á sig áhættu í krónum (gengisáhættu) og fær í staðinn háa vexti á sitt fjármagn þar sem vaxtamunur við útlönd er um þessar mundir í kringum 7,7 prósent.
---------------
Íslenskir vextir eru mjög háir í erlendum samanburði, enda eru vextir í helstu nágrannalöndum í sögulegu lágmarki. Nú er nafnvaxtamunur við útlöndum um 7,7% og raunvaxtamunur verðtryggðra bréfa um 2,2%. 

 

 Hér eru tvö myndbönd sem eru á Youtube um Carry Trade og Íslenskra fjármálahrunið

Það er sárt fyrir Íslendinga að horfa á þessi myndbönd, myndin sem dregin er upp af Íslendingum er að þeir séu algjör ginningarfífl og meira segja  er myndin af vormönnum Íslands, þeim sem eiga að erfa landið  dregin upp sem nokkrir sauðdrukknir unglingar  í trúðsgervi sem láta trúðslega og bulla,  sennilega hefur myndatökumaðurinn hitt  á dimmission hjá einhverjum framhaldsskóla.


mbl.is Lánshæfiseinkunn Kaupþings skuldabréfa endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband