Svartur mánudagur

Þetta verður minnistæður dagur á verðbréfamörkuðum, þetta verður svartur mánudagur. En hversu svartur hann verður kemur ekki í ljós fyrr en bandaríski hlutabréfamarkaðurinn opnar.  En menn búast við hinu versta, það er strax búið að nefna daginn Meltdown Monday  og sagt er að dagurinn snúist um að þrauka af: "For most investors and bankers anywhere in the world, today will be a day to endure and survive."

Frændur okkar Danir eru eins og aðrir uggandi yfir ástandinu og það er panik í bankakerfinu þar og það er hávær krafa um að ríkisstjórnin verði að taka í taumana.  

Hvað með íslensku ríkisstjórnina? Geir forsætisráðherra kallar kreppuna mótvind og gerir lítið úr efnahagserfiðleikum. Er íslenska ríkisstjórnin eins konar hagrænn veðurviti sem situr  í núna í Stjórnarráðinu og mælir mótvindinn  og spáir nokkrum vindstigum meira í dag en í gær?   Eða er ríkisstjórnin núna á hugarflugsfundi að finna ný skrauthvörf fyrir orð svo ekki þurfi að nefna hlutina sínum réttum nöfnum? 

Það er erfitt núna í hringiðu atburða að átta sig á því hvað er að gerast. Það er þó eins og alltaf reynt að finna blóraböggla og fjármálamarkaðir undanfarinna ára hafa verið eins og matador spilaborð þar sem ekki eru endilega neinar raunverulegar eignir á bak við fjárfestingar. Sjá þessa grein  sem birtist í Jótlandspóstinum í ágúst (á dönsku):  Det Store Ejendomsspil

 Ég held að það umrót sem núna er á fjármálamörkuðum sé eins konar fjörbrot eða hamskipti og afleiðing af því landamæralausa og óhefta flæði fjármagns sem einkennt hefur undanfarin ár. Ef það eru einhver verðmæti á bak við fjármagn þá hefur það góð áhrif á arðsemi fjárfestingar ef hægt er auðveldlega að flytja til og stokka upp og beina fé þangað sem mest arðsvon er. En ef fjármálakerfið er orðið yfirvaxið og er farið að búa sjálft til verðmæti til að versla með innan kerfisins með því að verða einhvers konar risavaxinn pýramídaviðskiptahringur og það eru engin raunveruleg verðmæti á bak við fjármagnið sem fært er til og frá þá kemur að því að kerfið hrynur.


mbl.is Skjálfti á fjármálamörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

... ef fjármálakerfið er orðið yfirvaxið og er farið að búa sjálft til verðmæti til að versla með innan kerfisins með því að verða einhvers konar risavaxinn pýramídaviðskiptahringur og það eru engin raunveruleg verðmæti á bak við fjármagnið sem fært er til og frá þá kemur að því að kerfið hrynur.

Fyrir nokkrum árum var mér boðið að kaupa hlutabréf sem ég hafði ekki efni á. Díllinn var sá að ef ég keypti fyrir t.d. þúsund dali, gæti ég keypt mig inn í vogarafl tífalts þeirrar upphæðar (eða þannig). Ég spurði útibústjórann minn að því hverskonar viðskipti þetta væru. Hann sagði mér að með þessu gengi ég í ábyrgð fyrir allri súpunni ef hún færi niður, s.s. kaup mín sinnum það sem þau áorkuðu (margfeldi). Nánar um það í Wikipediu um Leverage

Í morgun heyrði ég svo að þessi háttur á að stunda viðskipti hafi aldeilis "bakkfýrað" núna (BBC). Ofþensla án innistæðu.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 16:57

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Minni á Isaac Newton.......það sem fer upp......

Haraldur Davíðsson, 15.9.2008 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband