Færsluflokkur: Tölvur og tækni
4.2.2007 | 02:48
Opinn hugbúnaður fyrir framhaldsskólanema í París
Í fréttinni French students to get open-source software on USB key kemur fram að yfirvöld í Frakklandi ætla að dreifa USB minnislyklum með opnum hugbúnaði í byrjun næsta skólaárs til allra framhaldsskólanema í París. Vonandi vekur þetta áhuga íslenskra menntamála- og fræðsluyfirvalda. Þetta væri sniðugt að gera einnig hérlendis.
Það er líka líklegt að Internetsamband í París verði ókeypis í framtíðinni, ég held nú að það sé víða unnið að því í stórborgum, sums staðar eru heilu göturnar orðnir heitir reitir þar sem allir komast ókeypis í netsamband. Reyndar held ég að það yrði líka lyftistöng fyrir þorp á Íslandi að öllum bjóðist ókeypis netsamband, það er að renna upp sá tími að ferðamenn eða þeir sem hafa valið að hafa annað heimili í þorpum til að dvelja þar stuttan tíma í einu telja ómissandi að hafa alls staðar netsamband. Þorp sem eru vel tengd og bjóða aðkomufólki (ferðamönnum, útlendu farandverkafólki og fólki sem hefur þar aðsetur hluta af ári) auðveldan aðgang að Internetinu hafa forskot.
Það er mjög erfitt að sannfæra þá sem eru krossfarar fyrir markaðshyggju og frjálshyggju um gildi þess að gefa verkfæri og veita ókeypis þjónustu. En sannleikurinn er bara sá að það eru að molna niður mörg þau viðskiptalíkön sem við höfum fylgt varðandi samskiptabúnað og miðlun á upplýsingum. Í því undarlega millibilsástandi sem núna ríkir þar sem höfundarréttarlög eru alveg á skjön við veruleikann sem er í vinnu og miðlun á Netinu þá er eina vitræna leiðin fyrir skóla og þá sem vilja og verða að fylgja lögum að nota opinn hugbúnað og nota efni sem er opinn aðgangur að og leyfi til að afrita og vinna áfram með. Sem betur fer þá vex slíkt efni dag frá degi. Við stofnuðum í haust íslenskt félag áhugafólks um opinn hugbúnað í skólastarfi og við höfum reynt að vekja athygli á gildi opins hugbúnaðar. Sigurður Fjalar skrifaði bréf til Reykjavíkurborgar.
En hér er hluti af þessari frétt:
San Francisco (IDGNS) - French authorities will give out 175,000 USB memory sticks loaded with open-source software to Parisian high-school students at the start of the next school year. The sticks will give the students, aged 15 and 16, the freedom to access their e-mail, browser bookmarks and other documents on computers at school, home, a friend's house or in an Internet café -- but at a much lower cost than providing notebook computers for all, a spokesman for the Greater Paris Regional Council said Friday.
It's a way to reduce the digital divide, said spokesman Jean-Baptiste Roger.
The sticks will probably contain the Firefox 2 Web browser, Thunderbird e-mail client, an office productivity suite such as OpenOffice.org 2, an audio and video player, and software for instant messaging, he said.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 03:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2007 | 19:48
Tvær tölvur á Íslandi og Internetið (Lára og Anna rifja upp söguna)
Lára Stefánsdóttir rifjar í dag upp hvernig stjórnendur Pósts og síma litu á Internetið árið 1995 en þeir töldu það enga framtíð eiga. Það hefur nú komið á daginn að það átti nú meiri framtíð fyrir sér en Póstur og Sími sem hefur nú klofnað niður í einkavæddar eindir og pósthúsin horfið eða orðið að pakkaafgreiðslum í kjörbúðum.
Anna Kristjánsdóttir skrásetti kynni sín af tölvutækninni í Háskóla Íslands rétt eftir 1961 og þar segir hún:
Tölvan fyllti heilt herbergi, við götuðum spjöld og þeim var rennt í gegnum lesarann Það þurfti að sjálfsögðu innsýn í verkefnin til þess að sjá hvaða bylting var hér á ferð í allri vinnslu og möguleikum á nýjum viðfangsefnum. Til gamans má nefna að ekki höfðu allir þessa innsýn og háttsettur ráðamaður hélt því t.d. fram að landið þyrfti ekki fleiri tölvur en tvær fram undir aldamót, eina hjá Háskólanum og aðra úti á atvinnumarkaði.
Þegar breiðbandstenging kom í grunnskólana í Reykjavík, 100 mb tenging þá man ég eftir að hafa hlustað útvarp frá umræðum í borgarstjórn þar sem Guðrúnu Pétursdóttur æsti sig yfir því að það væri alveg fáránlegt, skólarnir myndu aldrei þurfa á svona mikilli bandbreidd að halda. Það var soldið fyndið að hlusta á hana segja það með miklum sannfæringakrafti.
Allar spár mínar um framtíðina hafa reynst rangar á þann hátt að ég hef vanmetið hversu mikil áhrif tæknin hefur og hve hratt ný tækni breiðist út. Það er ekkert fyrirsjáanlegt að það hægi á þróuninni á næstu árum, ef það gerist þá verður það vegna manngerðra þröskulda.
Tæknibreytingar hafa ekki endilega sprottið upp úr farvegi þeirra sem mestan aðgang hafa að fjármagni og tækni, það eru undirstraumar byltingartækni sem lýtur ekki sömu lögmálum og vörur sem eru verðlagðar og ganga kaupum og sölum. Stundum hefur iðja sem ekki hefur mikinn status í dag og er jafnvel ólögleg í núverandi kerfi orðið uppspretta nýrra vinnubragða sem breiðast út til allra. Ég vil hér t.d. nefna hakkaramenningu, remix listsköpun og ýmis konar neðanjarðarmenningu og samfélög sem ganga beinlínis út á að brjóta lög með ólöglegri afritun. Það stefnir líka allt í útbreiðslu á open source hugsunarhætti og einhvers konar nýrri tegund af sjálfsþurftarbúskap diy hugsunarhátt. Það minnir nú soldið á hippakúltúrinn.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.1.2007 | 15:11
Sunnudagskastljós : Svafa Grönfeldt
Ég horfði á Sunnudagskastljósið seinasta á Netinu, það var viðtal Evu Maríu við Svöfu Grönfeldt, nýjan rektor Háskólans í Reykjavík. Þetta var mjög skemmtilegt viðtal og mér fannst m.a. áhugaverð pæling um hvað mótar börn, hvort börn sem alast upp á ákveðnum stöðum (Borgarnes í þessu tilviki) og stunda keppnisíþróttir hafi þegar þau verða fullorðin forskot í ákveðnum störfum t.d.d viðskiptaumhverfi. Breskur skólamaður sagði mér einu sinni frá því að frumkvöðlar og hugsuðir breskir hefðu margir komið úr litlum sveitaskólum.
Andinn í samfélaginu skiptir miklu máli, fótboltastjörnur framtíðarinnar hafa byr með sér strax í bernsku á Akranesi og krakkar sem hafa áhuga á skíðum eiga nú auðveldar uppdráttar á Akureyri og Ísafirði en í Reykjanesbæ. Poptónlistarmenn okkar gátu hins vegar vaxið upp í Keflavík í nágrenni herstöðvarinnar. Það er gaman að pæla í hvort það var hafi haft áhrif á þá Davíð Oddsson og Þorsteinn Pálsson að þeir voru í bernsku búsettir á Selfossi og margir íslenskir stjórnmálamenn sem hafa ruggað bátnum í átt til vinstri hafa komið frá Ísafirði, þar hefur verið einhvers konar hugmyndavagga.
Jón úr Vör sagði líka í ljóðlínum sínum um Þorpið að enginn gæti flúið sinn fæðingarhrepp. Það er mismunandi kúltúr í hverju byggðalagi og það er gaman að spá hvaða áhrif það hefur á börn að vaxa upp í ákveðnu umhverfi. Ég held að frjóasta umhverfið sé þar sem eitthvað er að gerast, á straumamótum þar sem menningarstraumar mætast - það geta verið landfræðileg mót á jaðrinum þar sem borgin mætir sveitinni eða það getur verið mót í tíma þannig að ný hugsun eða stjórn eða vinnubrögð eða tækni kollvarpa því sem fyrir er eða það getur verið þannig að fólk flytji búferlum og sái menningu átthaganna í svörðinn þar sem þar staðnæmist.
Núna eru straumamótin tengd alþjóðavæðingu og erlendu fólki sem flytur til landsins, það getur verið að með tímanum vaxi upp kröftug menning á Ólafsvík eða Tálknafirði eða öðrum sjávarplássum sem byggir á þessum mótum, fólki sem hefur flutt langt að og varðveitir minningar um átthaganna og mótar samfélagið sem það staðnæmist í. Það er menningarlandslag í mótun á höfuðborgarsvæðinu og nærsveitum, þar er ekki bara hvaða spurning um hversu mikla peninga fólk hefur hvar það býr heldur líka um lífstíl.
Í Kastljósþættinum var fjallað um keppnisíþróttir og hversu góður undirbúningur þær eru fyrir líf í fjármálum og viðskiptum. Ég held að þannig félagsmótun sé ágætis undirbúningur undir það frjálshyggjusamfélag sem við höfum búið til í dag, samfélag þar sem einstaklingnum sem sigrar er hampað og þar sem markmið einstaklingsins er mjög skýrt og mælanlegt t.d. með því hversu ábatasamt í peningum einhver starfsemi er. Ég hins vegar held að það sé ekki endilega besta tegund að samfélagi sem er svoleiðis þó það sé það módel sem er haldið að okkur núna. Ég held að við séum að fara inn í tíma þar sem mikilvægt er að geta unnið með öðrum í hópum sem eru samsettir af mismunandi einstaklingum sem eru ekki allir að gera það sama og að geta greint mynstur í umhverfinu, ég hugsa að það sé alveg eins mikilvægt að taka þátt í að setja upp leikrit og að spila á hljóðfæri.
Svafa Grönfeld hefur verið nemandi á listabraut FB um svipað leyti og ég kenndi þar. Ég kenndi reyndar bara nemendum á tölvubraut. Svafa sagði í viðtalinu frá því að hún hefði misst föður sinn og mér skilst að það hafi haft áhrif á starfsval. Þetta rifjar upp fyrir mér að ég fór í viðskiptadeild HÍ beint úr menntaskóla og margar af vinkonum mínum þar voru börn ekkna, við vorum ekki margar stelpurnar þá í viðskiptafræðinni en ég held ég hafi talið að um helmingur okkar skólasystranna sem byrjuðu með mér í viðskiptafræðinni hafi verið börn ekkna. Ég sjálf valdi að fara í viðskiptafræði vegna þess að ég hafði átt barn í menntaskóla og var einstæð móðir og mér fannst þetta vera skynsamlegasta starfsvalið í mínum aðstæðum, þetta var praktískt nám, ekki mjög erfitt og atvinnuhorfur góðar eftir námið. Eftir á að hyggja þá finnst mér ég hafa gert mistök, þetta nám átti engan veginn við mig og ég kvaldist af leiðindum. Ég hef hins vegar alltaf haft áhuga á hagsögu og sérstaklega hvernig tæknibreytingar hafa áhrif á samfélag og lífskjör fólks, sá áhugi kom löngu áður en ég fór að vinna við tölvur.
En svo ég víki aftur að því hvað mótar börn þá er eitt sem mótar þau mikið og það er sú trú og vissa á hvað þau muni geta gert, þær væntingar sem eru gerðar til þeirra og þær vonir sem foreldrarnir og samfélagið hafa um þau. Sum börn hafa ekki sjéns af því að enginn býst við sigrum þeirra og enginn tekur eftir árangri þeirra og enginn hvetur þau til dáða. Ég var í framhaldsnámi í háskóla í USA. Flestar skólasystur mínar voru af asísku bergi brotnar, þær voru flestar frá Taiwan. Ég tók eftir að margar þeirra höfðu staðfasta trú á sjálfum sér sem námsmönnum m.a. vegna uppruna síns. Það kom oft fram í fjölmiðlum að asiskir námsmenn voru í fremstu röð. Það voru hins vegar oft fréttir um slakt gengi blökkumanna í bandarísku skólakerfi.
19.1.2007 | 22:22
London ..... Strætisvagn No. 26 á Hackney Road
Ég held áfram að skrá minningar mínar um erlendar stórborgir og alveg eins og New York minnir mig á lagið "I don´t like Mondays" þá minnir London mig á neðanjarðarkerfið (tube) og samgöngukerfið og verkföll. Í fyrsta skipti sem ég kom til London var að skella á verkfall. Ég vissi ekki af því. Ég beið klukkustundum saman með bakpokann minn niðri í neðanjarðarstöð og var samt heppin, ég náði síðustu lest rétt um miðnætti. Ég vissi einu sinni ekki af því að þessi neðanjarðarstöð var talin hættuleg, þetta var fyrir tíma hryðjuverka, áður en lestarstöðvar voru tæmdar af öllu ógæfufólki, þetta var á tíma þar sem helstu hætturnar voru rán og líkamsárásir glæpona og götufólks.
Iðulega þegar ég kem til London er allt í steik í samgöngukerfinu. Stundum út af einhverju smávegis eins og seinast þegar að akkúrat línan sem ég ætla að fara er lokuð en stundum er það út af einhverju alvarlegu eins og hryðjuverkaárás á neðanjarðarlestir eins og næstseinast.
London minnir mig á strætisvagn No. 26 á Hackney Road í Bethnal Green en það var sprenging í þeim vagni 21. júli 2005 einmitt á sama tíma og ég kom til London og var á leiðinni í þetta hverfi. London minnir mig á löggur og hermenn. London minnir mig á Brick Lane og karrýstaði þar sem engir viðskiptamenn koma og moskuna í Finbury Park.
En ég fann ekki á Youtube neitt lag sem passaði við minningar mínar um London.
Valdi þess vegna lag með Ralph McTell um götur London.
Have you seen the old man in the closed-down market
Kicking up the papers with his worn out shoes?
In his eyes you see no pride, hand held loosely by his side
Yesterdays papers telling yesterdays news
Have you seen the old girl who walks the streets of London
Dirt in her hair and her clothes in rags?
Shes no time for talking, she keeps right on walking
Carrying her home in two carrier bags
So how can you tell me youre lonely
And say for you that the sun dont shine?
Let me take you by the hand
And lead you through the streets of London
Ill show you something
To make you change your mind
In the all night café at a quarter past eleven
Same old man is sitting there on his own
Looking at the world over the rim of his teacup
Each tea lasts an hour, then he wanders home alone
Have you seen the old man outside the seamans mission
Memory fading with the metal ribbons that he wears?
In our winter city the rain cries a little pity
For one more forgotten hero and a world that doesnt care
Tölvur og tækni | Breytt 20.1.2007 kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2007 | 18:06
Flott að fá fleiri konur í friðargæslu
Ég er mjög ánægð með þá stefnu Valgerðar í utanríkisráðuneytinu að fá fleiri konur til starfa í friðargæsluna og ég held þetta snúist ekki bara um að rétta við kynjahlutfallið heldur um öðruvísi áherslur í friðargæslu. Ég hef fylgst með íslensku friðargæslunni í mörg ár, bæði vegna þess að ég skráði mig strax á viðbragðslista þegar það var auglýst og fór alla vega á tvö námskeið og vonaði að ég fengi tækifæri til að fara en svo varð nú ekki, sennilega vegna þess að áherslur utanríkisráðuneytisins voru ekki þannig að óskað væri eftir borgarlegum sérfræðingum með minn bakgrunn, margir sem fóru voru lögreglumenn og slökkviliðsmenn og iðnmenntaðir/tæknimenntaðir menn.
Ég fékk Magnús líka til að skrá sig á viðbragðslistann og hann fór tvisvar sinnum til Afganistan og ég setti það sem hann skrifaði heim þegar hann var úti í fyrra skiptið in á blogg á slóðinni afganistan.blogspot.com
Ég skrifaði hugleiðingu á bloggið mitt 11.9.03 um dvöl Magnúsar í Afganistan
Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan eftir New York árásina og þar kom á eftir ISAF sem er fjölþjóðlegt friðargæslulið vestrænna þjóða. Magnús fór í mars til Afganistan á vegum íslensku friðargæslunnar og kom aftur núna í byrjun september. Hann var hermaður eins og allir í friðargæsluliðinu þarna og hann var með þýskri herdeild. Nokkrum sinnum á þeim tíma sem Magnús dvaldi þarna var alvarlegt ástand vegna sprengjuárása og hryðjuverka og slysa. Dögum saman vissi ég ekki hvort hann væri óhultur. Margir ISAF hermenn dóu á þessum tíma, flestir í einu mannskæðu flugvélahrapi. Sérstaklega alvarlegt var þegar hann kom í frí heim þegar Kristín fermdist í júní og lenti þá í bráðri lífshættu því hryðjuverkamenn gerðu þá sjálfsmorðsárás og keyrðu inn í rútu sem flutti þýska hermenn út á flugvöll. Það vildi honum til happs að hermenn voru fluttir út á flugvöllinn í Kabul í tveimur hópum og hann lenti í seinni hópnum. Þegar Magnús fór til Afganistan voru aðaláhugamál hans skógrækt og útivist og gönguferðir um hálendi Íslands. Eftir hálfs árs friðargæslustörf í stríðsþjáðu landi hugsar hann mest um hermennsku og stríðstæki og hann telur öflugan og vel búinn her vera bestu leiðina til að tryggja frið á þessum slóðum nú.
Ég sé að ég hef oft skrifað um tímabilið þegar Magnús var í friðargæslunni í Afganistan inn á blogg:
- Íslenska sveitin (13.12.04)
- Magnús er kominn frá Afganistan (3.9.04)
- Magnús á heimleið (4.9.03)
- Fjölmiðladagur (10.6.03)
- Magnús hringdi (7.6.03)
- Kabúl í fréttum - Hryðjuverk (7.6.03)
- Furstinn af Íslandi (2.6.03)
- Flugvél með friðargæsluliðum ferst í Afganistan (26.5.03)
- Haglél í Afganistan og afbrigði af fegurð (24.5.03)
- Eitrað andrúmsloft - skotbardagi (23.5.03)
- Myndir og bréf frá Kabúl (22.5.03)
- Ekki vinnufriður hjá Magnúsi (9.4.03)
- Óvinir okkar voru með leiðindi 1.4.03
- Beðið eftir fréttum (31.3.03)
- Flugskeytaárás og slys (30.3.03)
- Lauksúpa í Kabúl (28.03.03)
- Saumaskapur í Afganistan (19.03.03)
- Frá herkampi í Afganistan ( 12.03.03)
- .af fyrir Afganistan ( 10.03.03)
- Bokhandleren i Kabul ( 8.03.03)
Konur í friðargæslunni sendar til Afganistan, Balkanskaga og Líberíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt 19.1.2007 kl. 07:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2007 | 17:26
Ósagðar sögur
Mál nr. 290 frá 2000 segir sögu af kynferðisofbeldi gegn heyrnarlausum stúlkum. Það er áhugavert að skoða hvern þátt Stígamót átti í að það mál komst upp á yfirborðið. Það sama á við um sögu Thelmu Ásdísardóttur. Ég hef heyrt marga segja núna um kynferðisrbrot gagnvart heyrnarlausum að það sé aðalmálið að heyrnarlausir hafi ekki mátt nota táknmál, þess vegna hafi þessar sögur verið þaggaðar. Ég held að það sé ekki rétt. Það eru margar svona sögur þaggaðar niður jafnvel þó þolendur séu fullkomlega færir að tjá sig á íslensku. Þetta hefur meira að gera með valdaleysi þolanda, á hann er ekki hversu vel sem hann tjáir sig.
Ég hugsa að ef ekki hefðu verið til svona samtök eins og Stígamót og ef ekki hefði komið til sú umræða sem femínistar hafa beitt sér fyrir varðandi kynferðisofbeldi þá væru þetta ennþá ósagðar sögur.
Reyndar held ég að einangruð samfélög séu í meiri hættu. Ég man eftir nýlegu máli varðandi samfélagi á afskekktri eyju í Kyrrahafinu. Þar kom í ljós að kynferðisofbeldi gagnvart börnum var gífurlega algengt. Sjá hérna:
Bloody history of empire's last outpost
Pitcairn sexual assault trial of 2004 - Wikipedia, the free ...
Konur á Pitcairn verja sakborninga
Það eru líka vísbendingar um að kynferðisofbeldi gagnvart börnum sé gífurlega algengt á Grænlandi. Það eru mörg samfélög afskekkt og einangruð á Íslandi. Það er ekki ástæða til að halda að samfélag heyrnarlausra sé eina samfélagið þar sem kynferðisofbeldi er svona algengt.
Tillögur um aukna ráðgjöf fyrir heyrnarlausa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt 14.1.2007 kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.1.2007 | 16:34
Tungumálakunnátta og elliglöp
Merkilegt að þeir sem eru tvítyngdir sýni merki elliglapa seinna en aðrir. Þetta er ennþá ein vísbendingin um að það sem er vefrænn sjúkdómur þ.e. Alzheimer er háður umhverfisþáttum og lífstíl. Jafnvel þó ekki sé enn sem komið er hægt að lækna sjúkdóminn og sennilega sé erfðafræðilega ákvarðað hvort fólk fær Alzheimer þá er getur ýmis konar andleg áreynsla og þjálfun tafið framgang og hvenær sjúkdómurinn gerir fólk ósjálfbjarga.
Fólk sem hefur búið í umhverfi sem krefst þeirrar andlegu áreynslu að skipta milli tungumála hefur ekki komist hjá því að reyna meira á heilann og nota mismunandi heilabrautir. Ef til vill hefur það fólk komið sér upp einhverjum varaleiðum fyrir taugaboð. Það lifir sennilega í samfélagi sem reynir meira á hugann og ef það þarf að vera viðbúið að skipta milli táknkerfa oft á dag þá er það mikil örvun fyrir heilann. Það mætti segja mér að ef gerðar væru athuganir eftir einhver ár á okkur sem höngum á Netinu þá sé það sennilega okkur í vil, það er heilmikið heilaleikfimi að æða milli vefsíðna og skanna það nýjasta á BBC og hraðlesa allt um nýjustu tækniundrin á Engadget og hlaða ínn alls konar stöffi á vélarnar okkar og prófa alltaf nýtt og nýtt.
Ég hef oftar en einu sinni heyrt fólk sem á fullorðna ættingja sem eru komnir út úr heiminum að mestu segja frá því að jafnvel þó það hafi ekki getað haft samband við ættingja sinn með venjulegu máli þá hafi það getað sungið með honum og hann munað texta og lag. Það bendir til að rytmi í tjáningu eins og söng geti farið aðrar boðleiðir en venjulegt tal.
Alzheimer sjúkdómnum var fyrst lýst árið 1906 af lækninum Alzheimer sem lýsti geðveiki konu sem var sjúklingur hans. Hún var krufin og hann fann í heila hennar kekki eða útfellingar og flækjur í taugatrefjum. Það var ekki fyrr en árið 1984 að vísindamenn fundu út að þessir kekkir í heila alzheimer sjúklinga eru skellur úr próteininu amyloid. Sú tilgáta er núna uppi að það séu svona amyloid útfellingar sem smám saman drepi heilafrumurnar þegar þetta hleðst upp í heilanum. Það gerist á 3 til 12 árum. Líkur á að fá Alzheimer aukast tvöfaldast á hverju fimm ára bili yfir 65 ára og þegar maður er orðinn 85 ára þá eru líkur á Alheimer orðnar mjög miklar. Einhvers staðar las ég að flestir sem eru með Downs heilkenni virðist fá Alzheimer.
Þeir sem þjást af offita eða sykursýki eða hafa fengið höfuðáverkar virðast frekar fá Alzheimer. Það getur verið að gott mataræði (miðjarðarhafsmataræði), mikil neysla andoxunarefna (ávextir), omega-3 fitusýra (lýsi), karrý (efnið curcumin sem finnst í turmeric), rauðvín og marijuana hafi áhrif til góðs.
Tungumálakunnátta tefur fyrir elliglöpum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2007 | 18:53
Skyldi þetta vera ofauðgun?
mynd sem ég teiknaði af ofauðgun í íslensku wikipedia.
Skyldu fiskarnir í Grundarfirði hafa dáið út af ofauðgun í sjónun? Mér sýnist það á fréttinni. Það lítur samt út fyrir að sá sem skrifaði fréttina sé ekki alveg að fatta hvað var að gerast, fyrirsögnin er að súrefnistigið mælist yfir hættustigi en svo í fréttinni sjálfri þá kemur fram að súrefni mælist mjög lágt.
Lokaverkefni mitt í háskóla í USA var tölvustudd námsefni um líf í opnu hafi. Verkefnið var nú tæknilegt og kennslufræðilegt og mestmegnis pælingar hvernig maður setti fram námsefni á tölvu. En ég þurfti að lesa mér mikið til um efnið og síðan þá hef ég alltaf haft mikinn áhuga á lífríki sjávar, bíomassahreyfingum í hafinu s.s. vorhámarki svifþörunga og hvernig lífskilyrði einnar tegundar hefur áhrif aðra og svo hvað ræður því hve mikill fiskur veiðist.
Eftir að ég fékk áhuga á Wikipedia verkefninu þá hef ég reynt að skrifa eins margar greinar og ég get um lífríki sjávar. Bæði út af því að mér finnst þetta svo áhugavert og svo finnst mér svo mikil þörf á því að Íslendingar viti eitthvað um þessa fjársjóðskistu sem þeir sitja á og finni til ábyrgðar sinnar á því að gæta silfurs hafsins og lífríkis hafsins.
Það er mikil vakning núna um náttúruna á hálendinu og vonandi mun þessi vakning halda áfram og fólk átta sig á hve íslensk náttúru í hafinu og við strendur landsins er stórmerkileg og hvað það er mikilvægt að fara að öllu með gát t.d. varðandi fiskeldi og hafnariðnað.
Ein af greinunum sem ég skrifaði á íslensku wikipedia er um ofauðgun. Ég er virkilega hreykin af þeirri grein, ekki síst vegna þess að ég vissi akkurat ekki neitt um þetta fyrirbæri þegar ég skrifaði greinina. Ég fékk bara áhuga á eitrun í sjávarlífverum og skrifaði fyrst grein um eiturþörunga í sjónum og þörungablóma í framhaldi af því þá skrifaði ég grein um ofauðgun, aðallega til að geta prófað að búa til skýringamynd í Inkscape sem er ókeypis, opinn hugbúnaður til að teikna með og virkar þrælvel fyrir svona skýringarmyndir.
Súrefnisstig sjávar í Grundarfirði mælist yfir hættustigi í slæmu veðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.1.2007 | 19:18
Föndur dagsins : Zapatista vetrarhúfur
Ég held áfram með föndurþátt á þessu bloggi og föndurhugmynd dagsins er Zapatista vetrarhúfur fyrir íslenska veðráttu. Þetta eru einkar klæðilegar flíkur og henta vel fyrir íslensk vetrarveður. Auðvelt er að prjóna svona húfur og má prjóna bæði á hringprjón og sem klukkuprjón eða garðaprjón. Svo má skreyta húfurnar með ýmsum merkjum og þær þurfa ekki endilega að vera svartar og það má gjarnan setja húfu á húfu.
Það má líka kynna sér uppruna húfunnar hérna:
Lausleg samantekt um zapatista-uppreisnina í Mexíkó og
Fleiri myndir af þessum fallegu húfum
Zapatista menningin er mjög myndræn og tíðkast að skreyta byggingar og veggi og bera borða með myndum. Zapatistar eru uppreisnarmenn sem berjast fyrir réttindum frumbyggja í Chiapas sem er fátækasta héraðið í Mexíkó.
Tölvur og tækni | Breytt 27.10.2007 kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2007 | 23:20
Ein tölva á barn - kaupa tvær
Loksins gleðileg frétt. Ég hef fylgst lengi með þróun á OLPC, (One Laptop Per Child) og held að það sé eitt það mest spennandi sem nú er að gerast í þróunarsamvinnu. Ég held hins vegar að það sé of mikið látið með tölvuna sjálfa, það sem kemur til með að stranda á varðandi notkun er ekki bara vélbúnaður heldur að það vantar kennara sem kunna að skipuleggja nám þar sem allir nemendur hafa slíka fartölvu og það vantar námsefni fyrir þessar tölvur.
- Video: Hands-on with OLPC
- BBC NEWS | Technology | $100 laptop could sell to public
- OLPC Human Interface Guidelines - OLPCWiki
- YouTube - Slightly better demo of the OLPC User Interface
- Hugmyndir N. Negroponte um skólastarf á Upplýsingaöld (pistill sem ég skrifaði árið 1998)
Sniðugt að styrkja barn í þróunarlandi með því að kaupa tvær svona. Eitt af nýársheitunum hjá mér er líka að vinna að efni fyrir ung börn sem gæti verið hluti af námspakka fyrir svona tölvur þ.e. að vinna efni sem er með CC leyfi þannig að hver sem er geti notað það áfram og breytt því.
Barnafartölva seld almenningi í góðgerðaskyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt 11.1.2007 kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)