Skyldi þetta vera ofauðgun?

 500px-Eutrophication2.svg
mynd sem ég teiknaði af ofauðgun í íslensku wikipedia.

 Skyldu fiskarnir í Grundarfirði hafa dáið út af ofauðgun í sjónun? Mér sýnist það á fréttinni. Það lítur samt út fyrir að sá sem skrifaði fréttina sé ekki alveg að fatta hvað var að gerast, fyrirsögnin er að súrefnistigið mælist yfir hættustigi en svo í fréttinni sjálfri þá kemur fram að súrefni mælist mjög lágt.

Lokaverkefni mitt í háskóla í USA var tölvustudd námsefni um líf í opnu hafi. Verkefnið var nú tæknilegt og kennslufræðilegt og mestmegnis pælingar hvernig maður setti fram námsefni á tölvu. En ég þurfti að lesa mér mikið til um efnið og  síðan þá hef ég alltaf haft mikinn áhuga á lífríki sjávar, bíomassahreyfingum í hafinu s.s. vorhámarki svifþörunga og  hvernig lífskilyrði einnar tegundar hefur áhrif aðra og svo hvað ræður því  hve mikill fiskur veiðist. 

Eftir að ég fékk áhuga á Wikipedia verkefninu þá hef ég reynt að skrifa eins margar greinar og ég get um lífríki sjávar. Bæði út af því að mér finnst þetta svo áhugavert og svo finnst mér svo mikil þörf á því að Íslendingar viti eitthvað um þessa fjársjóðskistu sem þeir sitja á og finni til ábyrgðar sinnar á því að gæta silfurs hafsins og lífríkis hafsins.  

Það er mikil vakning núna um náttúruna á hálendinu og vonandi mun þessi vakning halda áfram og fólk átta sig á hve íslensk náttúru í hafinu og við strendur landsins er stórmerkileg og hvað það er mikilvægt að fara að öllu með gát t.d. varðandi fiskeldi og hafnariðnað.

Ein af greinunum sem ég skrifaði á  íslensku wikipedia er um ofauðgun. Ég er virkilega hreykin af þeirri grein, ekki síst vegna þess að ég vissi akkurat ekki neitt um þetta fyrirbæri þegar ég skrifaði greinina. Ég fékk bara áhuga á eitrun í sjávarlífverum og skrifaði  fyrst grein um eiturþörunga í sjónum og þörungablóma  í framhaldi af því þá skrifaði ég grein um ofauðgun, aðallega til að geta prófað að búa til skýringamynd í Inkscape sem er ókeypis, opinn hugbúnaður til að teikna með og virkar þrælvel fyrir svona skýringarmyndir.

 


mbl.is Súrefnisstig sjávar í Grundarfirði mælist yfir hættustigi í slæmu veðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ofnauðgun - er þá ofsetið hafa - of mikið af fiski - fiskurnn klárar súrefnið. Þrír þættir geta takmarkað stækkun fiskistofna í hafinu - eða í fiskeldi fæðuskortur, úrefnisskortur og plássleysi. auðvitað er líka hægt að teyja lopann í "víðtæku kjaftæði á breiðum grundvelli" og þykjast vita eitthvað annað - en vita það ekki - eins og Hafrannsóknarstofnun gerir. Offriðun á fiski og hvölum - virðist vera að skapa vistkerfiskreppu.  Svom lemur þetta "í vondu veðri" bla bla bla.  Það er viðbót. Breiðarfjörðurinn hefur verið ofsetin í áratugi. Friðunardellan er að rýra stórlega afrsktur fiskistofna hérlendis. Það er sannleikurinn. Fiskeldið þarna hefði verið í lagi - ef hafið hefði ekki verið ofsetið af síld og þorki - allt um kring. Svona tel ég þetta vera.

Kristinn Péturssin (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 01:37

2 Smámynd: www.zordis.com

Mjög áhugaverð grein og eins gott að kunna að fara með og varðveita fjársjóðina sem við teljum okkar.  Skemmtileg ferilsmynd sem þú gerðir fyrir Wikipedia.  Þarna skín listamaðurinn fram í þér

www.zordis.com, 13.1.2007 kl. 09:30

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

tek fram að greinin sem ég skrifaði í wikipedia er endursögn og endurskrifun á öðrum greinum sb. heimildir. Eins er skýringamyndin sem ég teiknaði byggð á annarri mynd sem birtist í kennslubók.  Það er ekki ætlast til að frumrannsóknir eða frumgagnaöflun sé í Wikipedia, það er staður fyrir efni sem þegar hefur verið birt annars staðar í viðurkenndum ritum vísinda og fræðimanna.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 13.1.2007 kl. 16:09

4 Smámynd: www.zordis.com

Nákvæmlega, Wikipedia er orðabók heimsins .... flott og flott.

Endurskrifun er væntanlega með tilfifnningu tala nú ekki um þegar myndefnið kemur  frá viðkomandi! 

www.zordis.com, 13.1.2007 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband