Flott að fá fleiri konur í friðargæslu

Ég er mjög ánægð með þá stefnu Valgerðar í utanríkisráðuneytinu að fá fleiri konur til starfa í friðargæsluna og ég held þetta snúist ekki bara um að rétta við kynjahlutfallið heldur um öðruvísi áherslur í friðargæslu.  Ég hef fylgst með íslensku friðargæslunni í mörg ár, bæði vegna þess að ég skráði mig strax á viðbragðslista þegar það var auglýst og fór alla vega á tvö námskeið og vonaði að ég fengi tækifæri til að fara en svo varð nú ekki, sennilega vegna þess að áherslur utanríkisráðuneytisins voru ekki þannig að óskað væri eftir borgarlegum sérfræðingum með minn bakgrunn, margir sem fóru voru lögreglumenn og slökkviliðsmenn og iðnmenntaðir/tæknimenntaðir menn.

Ég fékk Magnús líka til að skrá sig á viðbragðslistann og hann fór tvisvar sinnum  til Afganistan og ég setti það sem hann skrifaði heim þegar hann var úti í fyrra skiptið in á blogg á slóðinni afganistan.blogspot.com

 Ég skrifaði hugleiðingu á bloggið mitt 11.9.03 um dvöl Magnúsar í Afganistan

Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan eftir New York árásina og þar kom á eftir ISAF sem er fjölþjóðlegt friðargæslulið vestrænna þjóða. Magnús fór í mars til Afganistan á vegum íslensku friðargæslunnar og kom aftur núna í byrjun september. Hann var hermaður eins og allir í friðargæsluliðinu þarna og hann var með þýskri herdeild. Nokkrum sinnum á þeim tíma sem Magnús dvaldi þarna var alvarlegt ástand vegna sprengjuárása og hryðjuverka og slysa. Dögum saman vissi ég ekki hvort hann væri óhultur. Margir ISAF hermenn dóu á þessum tíma, flestir í einu mannskæðu flugvélahrapi. Sérstaklega alvarlegt var þegar hann kom í frí heim þegar Kristín fermdist í júní og lenti þá í bráðri lífshættu því hryðjuverkamenn gerðu þá sjálfsmorðsárás og keyrðu inn í rútu sem flutti þýska hermenn út á flugvöll. Það vildi honum til happs að hermenn voru fluttir út á flugvöllinn í Kabul í tveimur hópum og hann lenti í seinni hópnum. Þegar Magnús fór til Afganistan voru aðaláhugamál hans skógrækt og útivist og gönguferðir um hálendi Íslands. Eftir hálfs árs friðargæslustörf í stríðsþjáðu landi hugsar hann mest um hermennsku og stríðstæki og hann telur öflugan og vel búinn her vera bestu leiðina til að tryggja frið á þessum slóðum nú.

Ég sé að ég hef oft skrifað um tímabilið þegar Magnús var í friðargæslunni í Afganistan inn á blogg: 


mbl.is Konur í friðargæslunni sendar til Afganistan, Balkanskaga og Líberíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband