Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Nýr Youtube spilari

Nú er hægt að búa til sinn eigin spilara á Youtube. Ég bjó til spilara fyrir þau vídeoblog sem ég hef sett þar inn. Ef allt virkar eins og það á að gera þá koma sjálfkrafa öll video sem sem ég set hér eftir inn í Youtube í spilalista (playlist) sem ég kalla Salvor videoblog inn í þennan spilara.

 


Elsku frænka

litlafrænka 1

 

 

 

 

 

 

 


Hér er litla frænka fyrsta daginn í lífi sínu. Í gær var hún veik. Hún er núna á vökudeild.

Ég get ekkert gert nema beðið.

 


Kona myrt í Keflavík - morðinginn gengur ennþá laus

AshleyTurnerHermaðurinn Ashley Turner var myrt í herstöðinni í Keflavík þann 14. ágúst 2005. Hún fannst liggjandi á gólfi í líkamsræktaraðstöðu í íbúðarhúsnæði á varnarliðssvæðinu og hafði verið barin og stungin. Það féll strax grunur á annan hermann Calvin Eugene Hill en hann hafði stolið fé af Ashley og átti að rétta í því máli nokkru eftir að Ashley var myrt. Það er ýmislegt sem bendir á sekt hans. Það hvarf hnífur frá þáverandi ástkonu hans og hún bar að Hill hefði þóst vera að fara á fund með yfirmanni sínum og horfið á braut einmitt þegar morðið var framið og svo komið til baka og farið beint í að þvo fötin sín. Það fannst blóð á skónum hans og það passaði við DNA úr Ashley og annar fangi  bar að hann hefði játað morðið í samræðum þeirra.

Sjá hérna:

A knife used to prepare dinner for Hill’s then-girlfriend, Vannee Youbanphout, is missing. And testimony from Youbanphout, a citizen of Iceland, suggested Hill faked a meeting with a supervisor, slipped out for an hour while they were watching “Top Gun” and washed his clothes when he returned.

Investigators later found a spot of blood on one of Hill’s shoes.

Furthermore, they told jurors, Hill confessed all this to a bunkmate during his pretrial incarceration at an Army prison in Mannheim, Germany.

Það er ömurlegt að lesa framburð samfanga Hill sem segir að hann hafi hælt sér af morðinu og hvernig hann hefði falið slóð sína og fengið íslensku stúlkuna Vannee to að staðfesta frásögn hans. Í yfirheyrslunni kemur þetta fram:

On May 2, the trial’s sixth day, prosecutors introduced their most damning witness yet: a discharged soldier who claims Hill told him he beat a girl with a weight and stabbed her in the neck.

Cyrus Hughes, 20, was jailed last year in Mannheim, Germany, for drunkenly crashing a rented Jaguar and going AWOL. Hill slept in the same 15-man cell. Hughes told jurors Hill admitted to the murder twice. Hill even bragged about “covering his tracks” by pushing his girlfriend, an Icelander of Thai descent named Vannee Youbanphout, to vouch for his whereabouts, Hughes said.

 

Hill var sýknaður vegna þess að talið var að ekki hefði verið rannsakað nógu vel hverjir aðrir hefðu getað framið morðið. Sérstaklega vegna þess að eitthvað kort var notað til að komast inn í híbýli Ashley eftir þann tíma sem talið var að hún hefði verið myrt á. Aðrir sem grunaðir eru um morðið er kærasti hennar sem var eiturlyfjaneytandi og eiturlyfjasali og átti líka að mæta fyrir rétti út af því og það bera vitni að þau höfðu rifist í nálægri krá kvöldið áður og svo maður sem fann hana, það er maður sem nýkominn var í herstöðina og hann er talinn hafa hegðað sér undarlega þegar hann sá hreyfingarlausa manneskju á gólfinu.

Morðingi Ashley gengur ennþá laus. Það getur verið að lagt hafi verið kapp á að  sýna að vafi leiki á sekt Hills vegna þess að Ashley er hvít en Hill er blökkumaður. það er viðkvæmt í Bandaríkjunum að blökkumaður sé sakfelldur fyrir að myrða hvíta konu, það er horft vel á alla slíka dóma og stór hluti bandaríska hersins eru blökkumenn . Það getur einnig verið að heryfirvöld hérna hafi verið of fljót að skoða Hill sem hinn eina mögulega morðingja vegna þess. Eitt er víst að það er ekki í þágu bandarískra hermálayfirvalda að svartur hermaður þar sé dæmdur fyrir morð, bæði vekur það upp ólgu meðal blökkumanna í hernum ef hinn minnsti vafi er talinn leika á sekt hans og svo vill herinn örugglega ekki vera í kastljósi fjölmiðla út af morðum og aftöku morðingja en ef Hill hefði verið fundinn sekur þá hefði hann verið tekinn af lífi. það er undarlegt að foreldrar og systkini Ashley fengu engar upplýsingar um dauðdaga hennar og vissu fyrst  að hún hefði verið myrt  í gegnum íslenskt dagblað sem þau fundu á Internetinu.  

Morðinginn gengur ennþá laus. Samt eru ekki margir sem koma til greina og morðið var framið í samfélagi sem ætti að hafa góð tök á að rannsaka glæpi.

Stars and Stripes: What happened to Ashley Turner?

Murder Trial Possibly moved to Iceland

Attorneys for Hill point to alternate suspect

 Airman cleared in Iceland murder case


mbl.is Fyrrum varnarliðsmaður sýknaður af morðákákæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já-menn Jóhannesar

Ég er afar ósátt við aðfarir Jóhannesar í Bónus þar sem hann auglýsir grimmt fyrir kosningar í því augnamiði að hafa áhrif á mannaráðningar í dómskerfinu og koma höggi á og ófrægja þá embættismenn sem hafa unnið að dómsmálum sem hann er ósáttur við hvernig fari. Ég hef áður lýst skoðun minni á þessari auglýsingu í blogginu Brjáluð kona hringir í RÚV um hánótt

Auglýsingar Jóhannesar eru grímulaus aðför að íslensku réttarríki. Leikreglur í íslensku samfélagi eru ekki settar til að það henti Jóhannesi í Bónus sem best, það væri illa komið fyrir okkur ef auðmenn gætu plantað sínum já-mönnnum í allar stöður og tryggt þannig að allar ákvarðanir, lög og dómar verði þeim í hag, gætu stýrt hverjir verða ráðherrar, hverjir  verða saksóknarar og heimtað alla þá embættismenn út af borðinu sem fella dóma eða rannsaka mál á þann hátt að það sé viðkomandi auðmönnum í óhag. Ég tel að gott dómskerfi og réttarkerfi eigi að gæta hagsmuna almennings og ekki síst vernda almenning fyrir ofríki auðhringja eða valdablokka.  

Mér finnst fólk ekki átta sig á alvöru þessa máls. Ef til vill er svo stutt liðið frá auglýsingunum að umræðan er ekki hafin. En ég vona svo sannarlega að fólk vakni við þetta og spái í hverjir ráða íslensku samfélagi og hvaða verkfæri þeir hafa til þess. Ég vil taka fram að ég tel að það megi gagnrýna ýmislegt í dómskerfinu og mannaráðningum þar og ég hef sjálf oft gert það, sjá t.d. þetta nýlega blogg hjá mér:  Laumulegar starfsauglýsingar og eins og aðrir femínistar þá er ég mjög ósátt við dóma fyrir kynferðisofbeldi og hve fáar konur starfa í löggæslu og dómskerfi. Það má vel gagnrýna dómskerfið en þessi aðför Jóhannesar er heiftúðug og virðist eingöngu gagnrýni til að þjóna einkahagsmunum hans og hans fyrirtækis. 

Mér finnst þessi kafli í yfirlýsingu Björns sérstaklega góður: 

Það þjónar almannahagsmunum, að óháðir, opinberir aðilar fylgist með hvernig stjórnendur og ráðandi hluthafar almenningshlutafélaga fara með þau verðmæti, sem þeim er fyrir treyst. Með árásum á mig og ákæruvaldið er Jóhannes að gera veika stöðu almennra fjárfesta á Íslandi enn verri gagnvart stóreigendum. Hér ráða einkahagsmunir ferð en ekki virðing fyrir rétti annarra. Takist með opinberum, persónulegum árásum að hræða lögreglu og aðra eftirlitsaðila frá því að sinna skyldum sínum er vegið að hagsmunum fleiri en þeirra, sem árásunum sæta.

Í framhaldi af auglýsingunni kemur á óvart, að almennt hafa stjórnmálamenn og álitsgjafar látið eins og hún sé næsta eðlilegt ef ekki sjálfsagt nýmæli.

Um svipað leyti og Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri/grænna, kveinkaði sér undan því, að ungir framsóknarmenn hefðu birt af sér skopmyndir, lýsti hann skilningi á framtaki Jóhannesar. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, hlakkar yfir því, að ég lækka á þingmannalista. Egill Helgason álitsgjafi segir: „Í alvörunni. Þetta er ein aðferð kjósenda til að segja skoðun sína - það næsta sem við komumst persónukjöri í þingkosningum. Það á að taka mark á slíkum skilaboðum. Annars eru stjórnmálamenn að gefa kjósendum langt nef.“

Ég lýsi áhyggjum yfir þróun stjórnmálastarfs og raunar réttarríkisins sjálfs, sé talið sjálfsagt og eðlilegt að beita ofríki í krafti auðs í því skyni, að tryggja sér viðhlæjendur á þingi, í réttarsalnum og hjá ákæruvaldinu. Er ekki tímabært að stalda við og líta á alvöru málsins?


mbl.is Björn lýsir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritskoðun hjá Rebekku gerir allt vitlaust á digg og flickr

Það er mikill atgangur búinn að vera út af myndunum hennar Rebekku á digg.com og flickr.com. Fyrst út af því að myndirnar hennar voru afritaðar og seld plaköt með þeim en síðan út af því að flickr.com sem er eitt vinsælasta myndakerfið í heiminum tók út allar myndirnar sem útskýrðu höfundarréttarbrotin hjá only-dreeming  og líka alla sem tengdu í þær myndir á bloggi.

Flickr útskýrði ritskoðunina á myndum svohljóðandi í bréfi til Rebekku:

“Flickr is not a venue for to you harass, abuse, impersonate, or intimidate others. If we receive a valid complaint about your conduct, we will send you a warning or
terminate your account.”

Rebekka bloggaði um þessa ritskoðun  hérna: Freedom of Expression - Telling the truth 

Núna hefur flickr.com beðist afsökunar á þessu, kallar þetta mistök og það er komin sérstakur umræðuhópur á flickr um þetta mál.

Þetta er mjög neikvætt fyrir ímynd flickr, allir tölvunördar heimsins hanga á digg.com og fylgjast með hvað er að gerast og greiða atkvæði um hvað þeim finnst merkilegar fréttir. Fréttin flickr=censorship er  á toppnum núna með yfir 3500 digg.

 

comic-strip-doctor Ég hef reyndar lent sjálf í ritskoðun hjá flickr og reyndar líka hjá Myspace. Hjá Myspace var það út af greinum sem ég skrifaði út af því að ég var svo pirruð að geta ekki sett youtube myndbönd inn á myspace. Þá var youtube bara lítið þekkt vefþjónusta og þeir tóku bloggin mín og birtu á forsíðunni hjá sér og sennilega hefur ekkert blogg hjá mér verið lesið af eins mörgum. En þá lokaði Myspace svæðinu mínu þar og eyðilagði stuðninghóp sem í voru kominn nokkur hundruð manns.

Ég svaraði með að senda nokkrar áróðursmyndir inn á flickr og það hefur hugsanlega þess vegna gerst að flickr svæðið mitt var merkt þannig að það fannst ekki í leit. Ég uppgötvaði það ekki fyrr en seinna og þurfti töluvert stapp til að fá því breytt, ég þurfti að fara í gegnum allar mínar myndir.

 Hér skrifaði ég um málið Flickr Censorship 

og þar lýsi ég öllu veseninu, fyrst að skrifa mörg bréf til flickr sem ekki var svarað og svo að finna bara út úr vandamálinu sjálf. Best ég bæti í allar 180 athugasemdirnar á digg minni sögu um ritskoðun á flickr. 

Hmm... það eru margar ruddalegar athugasemdir um brjóst t.d. svona "Very sad, but really, how down can she really be with such a cracking pair of tits? That's gotta cheer you up.". Sem betur fer þá getur maður greitt atkvæði um athugasemdir og ef þær eru mínusaðar nógu mikið þá birtast þær ekki. Best að mínusa allar ruddalegar og klámfengnar athugasemdir. Svo eru athugasemdir eins og þessar sem fjalla um Rebekku: "the fact that she is a little pretty and takes a lot of self portrait showing her breasts make for 70% of her fame". Þetta gæti ekki verið meiri lygi, Rebekka tekur myndir og vinnur þær þannig að sjónarhornið verður einstakt og heillandi, sérstaklega hestamyndirnar hennar. Sjá vefinn hennar hérna
http://rebekkagudleifs.com/index.php


Tap Framsóknar

Það kemur ekki á óvart þó flestir vilji samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar. Sú stjórn myndi hafa afar mikil magn kjósenda á bak við sig og vera sennilega jafnstöðug og núverandi stjórn hefur verið. Þegar úrslit lágu fyrir þá vorum við margir Framsóknarmenn fullvissir um að Framsókn yrði í stjórnarandstöðu næsta kjörtímabil og reyndum að sjá það besta út úr þeirri stöðu. Það er tækifæri til að byggja upp og breyta vinnubrögðum og það eru nú nokkur sannindi í þeim orðum að allt vald spillir. 

Það er samt augljóslega fyrsti besti kostur Sjálfstæðisflokksins að vinna áfram í núverandi stjórnarmynstri en fækka framsóknarráðherrum. Það eru skiptar skoðanir í Framsóknarflokknum á áframhaldandi stjórnarsamstarfi. Framsóknarflokkurinn galt mikið afhroð í þessum kosningum  á höfuðborgarsvæðinu og missir þar helming fylgis síns. Framsóknarflokkurinn tapar reyndar alls staðar en ekki næstum eins mikið í öðrum kjördæmum.  

 Atkvæði Framsóknar eftir kjördæmum 2003 og 2007

         2003                       2007

nv     4057     21,7 %     3362     18,8 %
na     7722     32,8 %      5726     24,6 %
s      5934     23,7 %      4745     18,7 %
sv     6387     14,9 %      3250     7,2 %
rs     4185     11,3 %      2080     5,9 %
rn     4199     11,6 %      2186     6,2 %

 


mbl.is Flestir vildu stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjö mínútur af Kastljósi Helgi Seljan versus Jónína

Setti  inn  á Youtube 7. mín. af viðtalinu í Kastljósinu seinasta þegar Helgi Seljan ræddi við Jónínu Bjartmarz.  Reyndar bara talið en það má hlusta á Kastljósið inn á vef RÚV.  Ég er búin að hlusta nokkrum sinnum á þetta viðtal  til að reyna að greina það  og  spá í hvers konar orðræða eigi sér stað. Það sem ég heyri  er  yfirmáta hrokafullur og  ruddalegur og óupplýstur fjölmiðlamaður sem  ekki hefur unnið heimavinnuna sína að ræða við reyndan, kurteisan og orðvaran lögfræðing og alþingismann um málefni sem tengjast fjölskyldu hennar og biðja hana að opinbera í sjónvarpi  persónulegar upplýsingar um fjölskyldumeðlim, upplýsingar sem hún á ekki að hafa aðgang að nema bara vegna fjölskyldutengsla. 

Þetta er fádæma ruddalegt tilræði við stjórnmálakonu og ég held að sumt af þeim tilburðum sem Helgi Seljan leyfir sér í viðtalinu sé af því að hann talar við konu. Ég hugsa að hann hefði aldrei leyft sér að tala svona til t.d. Davíðs Oddssonar eða Geirs Haarde. Helgi talar margoft til Jónínu í skipandi og niðrandi tón. 

Ég vil taka fram að mér finnst ekkert að því að fjölmiðlar velti upp máli sem þessu og gagnrýni eða leiti svara við hvers vegna eða hvort afgreiðsla erinda sem tengjast fjölskyldu ráðamanna hljóti einhverja sérmeðferð í kerfinu. Það að gera það á þennan hátt er hins vegar skrípaleikur og RÚV til háborinnar skammar. Það er alveg ljóst að Jónína tók ekki þátt í að velja á lista þá sem fengu undanþágu, það gerði sérstök undirnefnd alsherjarnefndar (Bjarni Ben., Guðjón Ólafur og Guðrún Ö.) og það er sú nefnd ein sem fékk að sjá gögnin sem umsækjendur lögðu fram.  Eina sem eðlilegt er að spyrja Jónínu um í þessu máli er 1) hvers vegna hún tók þátt í atkvæðagreiðslu á Alþingi og hvort og hvers vegna henni hafi þótt það viðeigandi og 2) hvort hún hafi reynt að hafa áhrif á nefndarmenn sem völdu á listann.

Helgi Seljan tönglast margoft á því að í viðtalinu að Jónína verði að svara hvaða sérstöku ástæður það eru sem valda því að þessi stúlka fékk ríkisborgararétt. Það er ekki Jónínu að lýsa því og ég hugsa reyndar að það sé brot á lögum um persónuvernd að upplýsa opinberlega um viðkvæm einkamálefni og það muni alsherjarnefnd (Bjarni, Guðjón Ólafur og Guðrún Ö.) ekki gera, ég hugsa að margar þær aðstæður sem fólk sem sækir um undanþágur séu einmitt viðkvæm persónuleg atriði.  Reyndar vissi ég ekki að það væri einhver hraðbraut fyrir afreksfólk í íþróttum að fá ríkisborgararétt, það þarf svo sannarlega að skoða þessi mál og verklagsreglur, það er óumdeilanlegt. Það er áhugavert að Helga Seljan virðist ekki setja neitt spurningamerki við þessa afreksíþróttadýrkun heldur öskar á Jónínu spurningum eins og "Er hún afrekskona í íþróttum?" alveg eins og það hefði verið eitthvað úrslitaatriði.

En það verður að vera krafa okkar til fjölmiðlamanna að þeir spyrji þá sem taka ákvarðanirnar og sem fjölluðu um málið en yfirheyri ekki  ráðamenn út af persónulegum málefnum fjölskyldna þeirra nema að því leyti að það sé grunur um að eitthvað óheiðarlegt eigi sér stað. Það að þessi umræða kemur núna rétt fyrir kosningar er þar að auki afar gróft tilræði við þingmann og það er ekki nema eðlileg og sjálfsögð krafa okkar hlustenda að RÚV upplýsi þetta mál á hlutlausan og vandaðan hátt og leyfi Jónínu og öðrum sem tengjast málinu að koma sjónarmiðum sínum á framfæri án þess að vera púaðar niður af fjölmiðlamanni eins og Helga Seljan.

 En ég hripaði niður hjá mér svolítið úr orðræðu Helga Seljan. Það verður samt að hlusta á Kastljósið til að átta sig á hversu gífurlega lítilsvirðandi og ruddaleg orðræða hans er:

leyfðu mér nú að spyrja Jónína
þetta er ekki rétt sem þú ert að segja

svaraðu spurningunn
svaraðu spurningunni
hvaða sérstöku ástæður
veistu ekki á hvaða ástæðum hún sótti um
er það rétt, er þetta eins og mál Bobby Fishers?
hlustaðu nú Jónína
er ekki þa
Mergurinn málsins er að þið eruð

Af hverju getur þú ekki útskýrt fyrir mér hvaða sérstöku ástæður ..

svaraðu spurningum
það er ég sem er að spyrja Jónína
svaraðu spurningum
finnst þér óeðlilegt að þú sért spurð um það

finnst þér óeðlilegt að þú sért spurð að þessu
finnst þér óeðlilegt að þú sérð spurð að þessu
leiðbeindir þú stúlkunni?
hverjar eru þessar aðstæður Jónína?
þú vilt ekki svara
þú segist hafa leiðbeint henni með að fara með þetta inn í nefndina
hverjar voru þessar aðstæður
þú hefur ekki sagt mér hvernar þessar aðstæður eru
þú verður að svara


Teljarablogg: Sjaldgæfasta einkenni stjórnmálaleiðtoga á Íslandi

Í síðustu viku var í Fréttablaðinu umfjöllun um sýningu listakonunnar Sigríðar  og það birtist þessi stafræna mynd sem hún gerði af  formönnum stjórnmálaflokkanna á Íslandi 2007. Svona listrænar myndir fá mann til að hugsa öðruvísi og ef til vill meira um heildina heldur einstaklingana. Myndin dregur líka fram ákveðin einkenni á stjórnmálaleiðtogum á Íslandi og ég náttúrulega með mína teljara og tölfræði þráhyggju byrjaði strax að telja og reikna.

hvað eru margir sköllóttir? 2 af 6

hvað eru margir með gleraugu? 3 af 6

Hvað eru margir með bindi? 3 af 6

Hvað eru margir með skegg? 3 af 6

Hvað eru margir yfir fimmtugt? 6 af 6

Hvar eru margir karlmenn? 5 af 6

Hvað eru margar konur?  1 af 6

Það var ekki nóg með að ég rýndi í myndina og reyndi að telja allt sem mér datt í hug heldur reyndi ég líka að bera saman úrtakið (þýðið) og  heildina og giska á hvaða eiginleikar samsvöruðu sem mest heildinni og spá í hversu vel formenn stjórnmálaflokkanna endurspegluðu heildina. 

Mér sýnist langsjaldgæfasta einkennið hjá stjórnmálaleiðtogum á Íslandi að vera kona. Algengasta einkenni þeirra er að vera komnir á sextugsaldur. 

Svipur stjórnmálamanna

Teljarablogg: Grænir kallar fara áfram: Fjórir karlar, ein kona

Núna  er komin ný stjórn hjá Landsvirkjun. Framsókn yngdi upp sinn mann í stjórninni en kynjahlutfallið er það sama. Það eru fjórir karlar og ein kona í nýju stjórninni. Bæði stjórnarformaður og varaformaður eru karlmenn.

graenn-kallgraenn-kallgraenn-kallgraenn-kall

graenn-kall-bleikur


mbl.is Páll Magnússon stjórnarformaður Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annað líf í Netheimum

Það gekk ekki þrautalaust að setja upp Second Life á vinnutölvunni. Ég var búin að hlaða því inn heima í gærkvöldi og búa til kall sem sprangaði um í sýndarheimi og það gekk bara vel. Svo puntaði ég kallinn og klæddi hann í bleika skó og hvítar nærbuxur og grænt vesti og gerði hann massaðan og álfslegan. Ég tók eftir að þeir sem voru að reika um í Second Life á sama tíma og ég í gær voru líka mikið að klæða upp kallana eða kellingarnar sínar og máta þau við  ýmis konar gervi í þessum gerviheimi. Stundum klæddu þeir verurnar úr fötunum og svo breytist karlmaður skyndilega í konu og kona í karl. Það tók dáldinn tíma að læra að hreyfa vélveruna (avatar) í þessum heimi og ég festist í gær inn í einhverjum hellisskúta.

Einn af þeim sem reikaði um gaf sig á tal við mig og það kom í ljós að við vorum bæði þarna í fyrsta skipti svo ég notaði bara tækifærið og gerði hann að vini mínum. Það er áríðandi í nýjum og framandi heimi að koma sér strax upp vinaneti og þeir sem eru í sömu sporum eru ágætir vinir - í fyrstu átti ég ekkert sameiginlegt með neinum nema vera bæði nýkomin inn í heiminn.  Svo gerði ég smátilraunir með eitthvað sem heitir Teleport en það þýðir að maður getur galdrað sig á milli staða. Ég gerði þessa tilraun með nýja Second Life vini mínum, vinir geta boðið manni á einhvern stað, það er sniðugt ef hópur ætlar að hittast og halda samkomur í netheimum.

Klukkan fimm í dag ætlaði ég í leiðangur í Second Life með öðrum áhugamönnum um netleiki í skólastarfi en það gekk illa því að ég fékk Second Life ekki til að tengjast á vinnutölvunni. Ég hélt fyrst að það væri út af Windows Vista en svo fann ég upplýsingar á Netinu um eitthvað sem heitir "proxy tunneling" og mig grunaði að það væri vandamálið að tengingarnar í háskólum hérna séu þannig að ekki gangi að tengjast netleikjum/netumhverfi eins og Second Life og World of Warcraft.  Ég  fann upplýsingar um Second Life through a proxy

og þegar ég var búin að hlaða niður öllu því dóti sem þarna er sagt , skrá mig inn á freedom.net og stilla alls konar dót þá ræsti ég Second Life aftur og þá virkaði það fínt. Reyndar ekki með miklum hraða því þessi hjáleið byggir á bandvíddinni hjá vélunum sem maður tengist og maður fær ekki nema litla bandvídd. 

Það er alltaf oftar og oftar sem lokaða tölvuumhverfið í skólunum er orðið til trafala.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband