Færsluflokkur: Tölvur og tækni
16.4.2007 | 08:00
Allt sem er grænt, grænt finnst mér vera fallegt
From framsokn |
Nú er kosningavélin að fara í gang hjá Framsókn. Það er gaman að fylgjast með því hvað þar er vel og skipulega unnið. Ég mætti á opnun á kosningamiðstöðinni í Kópavogi á laugardaginn og á sunnudagskvöldið þá mætti ég á fund frambjóðenda Framsóknarflokksins í Reykjavík enda tek ég það mjög hátíðlega að vera í framboði. Ég er nefnilega í sautjánda sæti á lista Framsóknar í Reykjavík suður sem með örlítilli bjartsýni má kalla baráttusætið
En hérna er myndasafn frá fundunum tveimur. Kosningamiðstöðin í Reykjavík verður opnuð á sumardaginn fyrsta. Ég var að prófa að búa til myndaalbúm á vefnum í picasa en það er einkar handhægt kerfi til að laga til myndir og setja á vefinn. Google gefur manni líka 1 gígabæti af ókeypis vefsvæði fyrir svona myndaalbúm. Það er hægt að skoða myndirnar með því að smella á litlu myndina hér fyrir neðan. Mér finnst picasa hins vegar ekki neitt sérstaklega þægilegt kerfi til að setja myndir inn á blogg.
From framsokn |
framsokn |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2007 | 00:21
Ný tölva með Windows Vista
Ég var að fá nýja tölvu í vinnunni í dag og er núna búin að vera marga klukkutíma að setja upp dót og prófa upptökumöguleika. Þessi tölva er með Windows Vista og nú er ég í fyrsta skipti með tvo skjái, vinnuumhverfið er orðið svoleiðis núna að það þarf mikið rými á skjá því oftast er maður að vinna í mörgum kerfum á sama tíma.
Það var búið að setja upp mörg forrit, allan office 2007 pakkann, photoshop, mind manager, camtasia og macromedia og visual studio og expression.
Fyrsta forritið sem ég hlóð sjálf niður var náttúrulega Firefox 2. Ég hef ekkert á móti Internet Explorer og Windows umhverfinu en ég vil hafa val og vera ekki háð einum aðila. Svo finnst mér Firefox skemmtilegur vafri og það er til alls konar skemmtilegar viðbætur við hann því hann er opinn hugbúnaður með öflugt notendasamfélag.
Ég var heillengi að brölta við að fá fréttaupptökurnar á Rúv.is og vídeóklippin á mbl.is til að spilast rétt, það kom alltaf að það vantaði plug in (windows media player). Það var þrátt fyrir að ég var búin að virkja nýjasta Windows media player og allt spilaðist fínt í Internet Explorer.
Ég held að þetta sé eitthvað plott hjá Microsoft til að gera fólki erfiðara um vik að nota Firefox, ef fólk fær ekki vídeóklipp til að spilast í vafranum sínum þá nennir enginn að nota svoleiðis vafra. En ég fann lausnina hérna:
http://kb.mozillazine.org/Windows_Media_Player#Missing_plugin
Það var nú ekki fyrir kristinn mann að botna í hvað ætti að gera en ég fylgdi bara leiðbeiningunum eins og páfagaukur. Það sem ég gerði var hlaða niður þessum þremur dll skrám:
- npdsplay.dll: http://www.dlldump.com/download-dll-files_new.php/dllfiles/N/npdsplay.dll/3.0.2.629/
- npwmsdrm.dll: http://www.dlldump.com/download-dll-files_new.php/dllfiles/N/npwmsdrm.dll/9.00.00.3250/
- npdrmv2.dll: http://www.dlldump.com/download-dll-files_new.php/dllfiles/N/npdrmv2.dll/9.00.00.32508/
Svo setti ég þessar þrjár skrár í möppuna C:\Program Files\Mozilla Firefox\plugins
Og allt virkar þrælvel núna, ég get horft á spaugstofuna á Rúv og ég get horft á fréttaskotin á Rúv.
Það eru sennilega margir í þessum sömu sporum núna - að skipta úr Windows XP í Windows Vista og það hjálpar kannski einhverjum sem lendir í sömu vandræðum og ég að sjá hvernig ég leysti málið.
Ég setti nokkrar viðbætur inn í Firefox. Þar á meðal þessar:
(ég sótti líka lítið forrit á netinu Winsnap til að taka svona skjámyndir. Útgáfunúmer minna en 2 af winsnap er ókeypis. Það má hlaða niður hérna.
Svo fékk ég með nýju tölvunni svona vídeóauga sem ég hengi á skjáinn og svo get ég bara talað. Ég varð að prófa það.Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 03:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.4.2007 | 17:30
Blogg og stjórnmál í Víðsjá
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2007 | 23:37
Á ferð og flugi
Nú er ég á leið heim, þegar ég skrifa þetta þá er ég stödd á Logan flugvelli í Boston og flýg héðan í kvöld og kem á morgni föstudagsins langa til klakans. Þegar ég bókaði ferðina þá passaði ég að stilla ferðina þannig að ég kæmist nú örugglega í vinnu á föstudegi. Fattaði svo seinna að þetta var ekki sv sniðugt, ég hafði gleymt að föstudagurinn er helgidagur og það er víst lítið hægt að útrétta á föstudaginn langa.
Í fyrradag heimsótti ég háskólann í Austin og skoðaði háskólasvæðið, ég hitti Dorothy frá Taiwan sem er hér í doktorsnámi og sem ég kynntist á ráðstefnunni í San Antoníó og hún sýndi mér háskólann. Það var tilbreyting að ganga um í stað þess að vera alltaf á bíl. Það er nánast ómögulegt að vera á bíl á háskólasvæðinu, það er allt í lagi að keyra um en hvergi má leggja bíl nema hafa einhver sérstök leyfi og passa. Háskólinn rekur mikið almenningssamgöngukerfi sem er frítt fyrir háskólanema, það heitir UT shuttle og reyna háskólanemarnir að taka þessa strætisvagna í skólann þó þeir eigi bíla. Þetta léttir heilmikið á umferðinni í borginni og hefur Austin sérstöðu í USA að þessu leyti, almenningssamgöngukerfi stætisvagna er hér þróaðra en annars staðar.
Það er brýn nauðsyn á því að pælt sé í samgöngumálum við þá háskóla sem núna eru í Reykjavík og allar líkur eru á að háskólarnir þjappist ennþá meira saman á minna svæði sem mun setja mikinn svip á Reykjavík - Háskóli Reykjavíkur í Vatnsmýrinni, Háskóli Íslands á melunum og Listaháskólinn niður við sjó. Þó við getum verið sammála um að háskólamenntun eigi að vera ókeypis eða næstum ókeypis og aðgengi að háskólanámi gott þá ætti ekki endilega að gilda það sama um aðgengi að bílastæðum. Er einhver ástæða til að niðurgreiða bílastæði fyrir háskólanemendur? Er það ekki þvert á móti alveg á móti allri umhverfishyggju að stuðla á þann hátt að auknum umferðarþunga og nota peninga sem eru á fjárlögum eyrnamerktir fyrir menntun í eitthvað allt annað - eitthvað sem er frekar ekki-menntun þ.e. að venja nemendur við að gera ráð fyrir að þeir eigi rétt á ókeypis bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur og það sé partur af skólagöngu þeirra að taka þátt í að byggja upp borg bílamenningar - í stað þess að niðurgreiða almenningssamgöngur og hafa sérstaka háskólastrætisvagna. Er ekki miklu skynsamlegra að það sé frítt í strætó fyrir háskólanema en þeir sem kjósa að koma á bíl greiði fyrir parkeringu eðlilegt verð.
Þ
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2007 | 11:18
Baráttukvöld Bríetar 8. mars - Konan með hýjunginn undir höndunum
Femínistar brugðu á leik á baráttukvöldi Bríetar í gærkvöldi á Laugaveg 22.
Hér eru myndir sem ég tók á gleðinni
Þær má líka skoða sem "slideshow" hérna
Ég tók líka myndir í fyrra:
Myndir frá 8. mars 2006
Margir voru í skemmtilegum búningum, skreyttir límmiðum og með svuntur. Mér fannst skemmtilegasti búningurinn um hinn loðna femínista en eins og allir vita þá verður maður kafloðinn og dýrslegur um leið og maður gengur femínismanum á hönd. Annars orti meistari Megas einu sinni ljóð "Konan með hýjunginn undir höndunum". Ég þarf að finna þann texta. Kannski það sé hægt að syngja hann á svona femínistablótum með klassískum femínistalögum eins og "Sísí saumar á Susuki" og Svarthvíta hetjan mín og "Þori, vil ég get ég".
2.3.2007 | 23:42
Að vera skráður í lífsins bók
Passar ekki vel að setja netlöggurnar sem hann Steingrímur vill koma upp í að skanna í íslensku bloggsvæðin svona eins og sagt er að CIA sé að gera við Facebook?
Facebook er vinsælt vefsvæði þar sem ungmenni skrá upplýsingar um sig en það er bara ekki alveg á hreinu hver geymir þær upplýsingar og hver notfærir sér þær upplýsingar.
Annars er gaman að spá í hvernig það er stundum í tísku og mjög fínt að upplýsingar um mann séu skrásettar og nafn manns finnist, það þykir mjög flott að vera á skrá í Íslendingabók sem landnámsmaður og í opinberunarbók Jóhannesar þá er margstagað á því að þeir sem ekki eru skrásettir í lífsins bók fái enga fyrirgreiðslu.
Ástandið er þannig núna að það ættu að vera lög sem vernduðu á einhvern hátt fólk frá því að upplýsingar sem það setur inn á vefsvæði séu seldar eða notaðar í annarlegum tilgangi t.d. lög sem bönnuðu þeim sem veita slíka þjónustu að setja það sem skilyrði að þeim mættu gera hvað sem er við það sem inn er sett. Margar fríþjónustur á vefnum hafa einmitt svoleiðis skilyrði og fólk tekur oft ekki eftir því. Það er miður að í samfélagi þar sem miklu púðri er varið í að verja höfundarréttarhagsmuni þá eru einstaklingar alveg berskjaldaðir gagnvart því að upplýsingar um þá séu seldar eða þeim dreift.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2007 | 12:10
Reykkofi í Götusmiðjunni
Ég hélt að það væri 1. apríl eða einhver gabbfrétt á síðu 4 í Mogganum í dag. Þar segir frá pólskum arkitekt sem vildi láta gott af sér leiða eftir dvöl hér á landi og þetta góða var að byggja fíkniefnaafdrep fyrir krakka sem eru vistuð í Götusmiðjunni. Þetta framtak var svo styrkt af Bykó og segist arkitektinn hafa haft samband við Barnaverndaryfirvöld til að komast að því hvar neyðin er stærst.
Er neyðin virkilega stærst varðandi það að koma upp aðstöðu til reykinga á meðferðarheimilum sem rekin eru af ríkisstyrk? Tóbak er hættulegt eitur og það er alveg forkastanlegt að því sé tekið vel og veitt aðstaða til að koma upp eiturefnaúðunarklefa á meðferðarheimilum sem rekin eru með ríkisstyrk.
Ég hvet fólk til að skrifa til Barnaverndarstofu og Götusmiðjunnar og lýsa andúð á þessu háttalagi.
Reykingar drepa.
Hmmm.... ég fór í smávegis rannsóknarbloggmennsku á Netinu og fann þá þetta á Netinu um rekstur Götusmiðjunnar á Akurhóli:
Þau 16 meðferðarrými sem til staðar eru á Akurhóli skiptast á eftirfarandi hátt:
- 12 rými fyrir ósjálfráða nemendur
- 2 rými fyrir 18 til 20 ára nemendur
- 2 rými fyrir neyðarinntöku og -endurkomu og vikudvalir
Það er sem sagt þannig að langflest meðferðarrýmin eru fyrir ósjálfráða unglinga og það er forkastanlegt að það skuli vera unnið hörðum höndum að því að stuðla að því að þau séu í harðri neyslu stórhættulegra efna á meðan þau eru ósjálfráða vistuð á stofnun sem rekin er af ríkisstyrk. Þetta er skömm og svívirða.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
28.2.2007 | 10:44
Óðal fyrr og nú
Það er hægt að taka púlsinn á samtímanum með að skoða einn lítinn blett í Reykjavík og hvernig hann breytist. Einn af þeim blettum sem ég skoða er Óðal, skemmtistaðurinn sem ég hékk á þau ár sem ég taldi helgum best varið í að sitja að sumbli á öldurhúsum. Núna er Óðal staður þar sem karlmenn koma til að "have some quality time with balanced music , soft lighting and fabulous ladies." eins og stendur á vefsíðu þessa staðar. Þessi mynd hérna er af vefsíðu þeirra og ég held hún segi til um hvernig þjónusta er veitt á staðnum. Þar stendur líka:
Club Odal is proud to have hosted some of the hottest feature acts in the world. Our feature Entertainers have appeared in major men's magazines, films, videos, TV shows, and been the winners of many contests around the world, such as Miss Nude USA and Miss Nude World.
Saga Óðals er þyrnum stráð. Sú starfsemi sem þar fer fram núna er lítilsvirðing við konur. Fyrir aldarfjórðung tröðkuðu eigendur Óðals líka á mannréttindum en þá með því að meina samkynhneigðum aðgang að staðnum og vísa á dyr öllum sem sýndu af sér einhverja hegðun sem gæti túlkast sem samkynhneigð. Ég man vel eftir þessum tíma á Óðali og varð oftar en einu sinni vitni að því að fólki var vísað á dyr fyrir að faðmast og kyssast og halda hvort utan um annað.
Guðrún Rögnvaldardóttir skrifar greinina "Ég er í Samtökunum '78" í Morgunblaðið í gær. Hún byrjar greinina svona:
Kvöld eitt fyrir 25 árum stóð ég í biðröð til að komast inn í Óðal, sem þá var einn af helstu skemmtistöðum borgarinnar. Með mér í för var kærastinn minn, síðar eiginmaður. næstir á eftir okkur í röðinni voru þáverandi formaður Samtakanna '78 og sambýlismaður hans. Eftir um hálftíma tíðindalausa bið var röðin komin að okkur að vera hleypt inn. Ég og kærastinn gengum inn, en síðan hrintu dyraverðirnir sambýlismanni formannsins frá, kipptu formanninum inn fyrir, fleygðu honum á grúfu í góllfið, settust ofan á hann og lömdu hann og létu svívirðingarnar dynja á honum - sögðust ekki vilja sjá hans líka inni á staðnum, og honum væri fyrir bestu að hætta að reyna að sækja staðinn.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.2.2007 | 13:30
Youtube njósnadæmi
Orð eins og "anti-piracy technologies" er bara falleg umorðun á einhvers konar sjálfvirkri njósnun á stafrænu efni. Youtube verður að fara að lögum og margt efni þar er ólöglegt m.a. mikið af hljómböndum. En líklega finna hakkarar strax glufur til að komast fram hjá svona njósnum og sennilega bitnar þetta mest á þeim sem ekki hafa nein lögbrot í hyggju : "Protecting copyrighted material is likely to involve an endless cat-and-mouse game to keep pace with hackers bent on breaking such security tools."
YouTube to 'Lose Popularity' After Google Filters Content
YouTube anti-piracy software policy draws fire
YouTube ætlar að loka á höfundarréttarvarið efni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2007 | 09:46
Nettruflanir
Ég velti fyrir mér hvað unglingarnir sem ganga berserksgang þegar tölvusambandið er tekið af þeim svo kalla verður til lögreglu til að skakka leikinn hafi verið að gera. Hvað er það sem var svo spennandi að þeir sinntu engu öðru? Hvers vegna líka þeir á það sem svona óhemjulega mikla árás á sig að tengill þeirra við umheiminn sé tekinn úr sambandi? Og eru þetta unglingar sem hefðu lent í einhverju ámóta ryskingum niðri í bæ og komið tættir og rifnir heim eftir áflog þar en fá núna útrás á Internetinu og tryllast þegar tengið við þann heim er rofið.
Ég reyni að setja mig í spor unglinganna. Ég myndi taka því afar illa ef allt í einu væri klippt á Internetstrengi mína og umheimsins, ég hugsa að ég yrði ekki mönnum sinnandi. Ég myndi bölsótast mikið út í þann sem klippti en þrauka það af ef faraice strengur hefði verið nagaður sundur af nagdýrum eða klipptur sundur af togurum. En vei þeim sem skrúfaði fyrir aðganginn minn og stæði svo ógnandi fyrir framan mig og hótaði mér, segðist ráða yfir mér og mínu sambandi við heiminn. Ég hugsa að unglingarnir hafi verið í þeim sporum.
Ég held að lífstíll og félagsmunstur sumra unglinga sé orðið þannig að þeim finnst þau vera fangar í einangrunarvist ef tenging þeirra við Internetheiminn er rofin. Ef til vill var klippt úr sambandi einmitt helgina þegar stórt leikjamót var og ef til vill var unglingurinn að spila í liði með einhverjum sem búa annars staðar á hnettinum og sem honum fannst hann hafa skuldbindingar við.
Stympingar vegna tölvunotkunar unglingspilts á höfuðborgarsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |