Ađ vera skráđur í lífsins bók

Passar ekki vel ađ setja netlöggurnar sem hann  Steingrímur vill koma upp í ađ skanna í  íslensku bloggsvćđin svona eins og sagt er ađ  CIA sé ađ gera viđ  Facebook?

Facebook er vinsćlt vefsvćđi ţar sem ungmenni skrá upplýsingar um sig en ţađ er bara ekki alveg á hreinu hver geymir ţćr upplýsingar og hver notfćrir sér ţćr upplýsingar. 

Annars er gaman ađ spá í hvernig ţađ er stundum í tísku og mjög fínt ađ upplýsingar um mann séu skrásettar og nafn manns finnist, ţađ ţykir mjög flott ađ vera á skrá í Íslendingabók sem landnámsmađur og í opinberunarbók Jóhannesar ţá er margstagađ á ţví ađ ţeir sem ekki eru skrásettir í lífsins bók fái enga fyrirgreiđslu.

Ástandiđ er ţannig núna ađ ţađ ćttu ađ vera lög sem vernduđu á einhvern hátt fólk frá ţví ađ upplýsingar sem ţađ setur inn á vefsvćđi séu seldar eđa notađar í annarlegum tilgangi t.d. lög sem bönnuđu ţeim sem veita slíka ţjónustu ađ setja ţađ sem skilyrđi ađ ţeim mćttu gera hvađ sem er viđ ţađ sem inn er sett. Margar fríţjónustur á vefnum hafa einmitt svoleiđis skilyrđi og fólk tekur oft ekki eftir ţví. Ţađ er miđur ađ í samfélagi ţar sem miklu púđri er variđ í ađ verja höfundarréttarhagsmuni  ţá eru einstaklingar alveg berskjaldađir gagnvart ţví ađ upplýsingar um ţá séu seldar eđa ţeim dreift.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband