Að vera skráður í lífsins bók

Passar ekki vel að setja netlöggurnar sem hann  Steingrímur vill koma upp í að skanna í  íslensku bloggsvæðin svona eins og sagt er að  CIA sé að gera við  Facebook?

Facebook er vinsælt vefsvæði þar sem ungmenni skrá upplýsingar um sig en það er bara ekki alveg á hreinu hver geymir þær upplýsingar og hver notfærir sér þær upplýsingar. 

Annars er gaman að spá í hvernig það er stundum í tísku og mjög fínt að upplýsingar um mann séu skrásettar og nafn manns finnist, það þykir mjög flott að vera á skrá í Íslendingabók sem landnámsmaður og í opinberunarbók Jóhannesar þá er margstagað á því að þeir sem ekki eru skrásettir í lífsins bók fái enga fyrirgreiðslu.

Ástandið er þannig núna að það ættu að vera lög sem vernduðu á einhvern hátt fólk frá því að upplýsingar sem það setur inn á vefsvæði séu seldar eða notaðar í annarlegum tilgangi t.d. lög sem bönnuðu þeim sem veita slíka þjónustu að setja það sem skilyrði að þeim mættu gera hvað sem er við það sem inn er sett. Margar fríþjónustur á vefnum hafa einmitt svoleiðis skilyrði og fólk tekur oft ekki eftir því. Það er miður að í samfélagi þar sem miklu púðri er varið í að verja höfundarréttarhagsmuni  þá eru einstaklingar alveg berskjaldaðir gagnvart því að upplýsingar um þá séu seldar eða þeim dreift.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband