Nettruflanir

Ég velti fyrir mér hvað unglingarnir sem ganga berserksgang þegar tölvusambandið er tekið af þeim  svo kalla verður til lögreglu til að skakka leikinn hafi verið að gera. Hvað er það sem var svo spennandi að þeir sinntu engu öðru? Hvers vegna líka þeir á það sem svona óhemjulega mikla árás á sig að  tengill þeirra við umheiminn sé tekinn úr sambandi? Og eru þetta unglingar sem hefðu lent í einhverju ámóta ryskingum niðri í bæ og komið tættir og rifnir heim eftir áflog þar en fá núna útrás á Internetinu og tryllast þegar tengið við þann heim er rofið.  

Ég reyni að setja mig í spor unglinganna. Ég myndi taka því afar illa ef allt í einu væri klippt á Internetstrengi mína og umheimsins, ég hugsa að ég yrði ekki mönnum sinnandi. Ég myndi bölsótast mikið út í þann sem klippti en þrauka það af ef faraice strengur hefði verið nagaður sundur af nagdýrum eða klipptur sundur af togurum. En vei þeim sem skrúfaði fyrir aðganginn  minn og stæði svo ógnandi fyrir framan mig og hótaði mér, segðist ráða yfir mér og mínu sambandi við heiminn. Ég hugsa að unglingarnir hafi verið í þeim sporum.

Ég held að lífstíll og félagsmunstur sumra unglinga sé orðið þannig að þeim finnst þau vera fangar í einangrunarvist ef tenging þeirra við Internetheiminn er rofin. Ef til vill var klippt úr sambandi einmitt helgina þegar stórt leikjamót var og ef til vill var unglingurinn að spila í liði með einhverjum sem búa annars staðar á hnettinum og sem honum fannst hann hafa skuldbindingar við.


mbl.is Stympingar vegna tölvunotkunar unglingspilts á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Eins og Púkinn segir hér, þá veðjar hann á WoW leikinn, sem er gífurlega vinsæll hérlendis og mjög "vanabindandi". 

Púkinn, 22.2.2007 kl. 10:00

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er sammála því að þetta er ekki rétta aðferðin til að taka á tölvufíkn, ekkert frekar en að hella niður víni fyrir alkohólistanum. Aðrar aðferðir eru stórum líklegri til árangurs.

Greta Björg Úlfsdóttir, 22.2.2007 kl. 10:37

3 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Góður pistill. Að skrúfa fyrir netið er örugglega ekki besta lausnin.

Steinn E. Sigurðarson, 22.2.2007 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband