Takk allir

Takk allir sem lögðust á eitt við verja landið fyrir klámhundunum. Sérstaklega hinum ötulu femínistum sem tóku málið upp og höfðu hátt.  Enn og aftur sýnir þetta okkur að umræðan hefur áhrif. Þetta var bara besta lausnin. Að gera fólki í svona bransa lífið leitt. 

Ég var nú ekki búin að sjá neins staðar að SAS hótelið ætlaði ekki að hýsa fólkið. Ég er samt dáldið hugsi yfir hvort ekki eigi að vera reglur um hvort fyrirtæki sem bjóða þjónustu sé ekki skylt að veita hana öllum.  Þegar ég bjó í Iowa City í USA þá voru þar húsaleigulög sem bönnuðu þeim sem voru að leigja að gera upp á milli leigenda og handpikka fólk sem það vildi inn í íbúðir, það var vegna þess að blökkumenn í Bandaríkjunum hafa mætt miklu misrétti og mismunun og verið sniðgengnir í húsnæði í ákveðnum hverfum.  Sama gildir um útlendinga og nýbúa hér á Íslandi. Þeir sæta mismunum þegar kemur að því að finna sér húsaskjól. Við erum svo vön svona mismunun að við tökum ekki eftir því að hún er mannréttindabrot.

Það er ágætt að prófa á eigin skinni hvernig er að vera í þessum sporum. Ég var einu sinni í Osló og var húsnæðislaus og hringdi og hringdi vikum saman í allar auglýsingar. Það var alltaf búið að leigja bara þegar ég gat stunið upp einni setningu, þrátt fyrir að ég sæti um að hringja um leið og dagblöðin komu út.  Það var ótrúlega margar sögur sem fólk sagði til að losna við mann úr símanum. Það náttúrulega heyrðist eins og skot í símanum að ég var útlendingur. Svo gaf frænka mín mér ráð, hún sagði mér að byrja samtalið strax með því að segja að ég sé Íslendingur í námi þarna. Ég fór eftir því og það brá svo við að eftir það voru allar íbúðir lausar sem ég spurðist fyrir um  og allir vildu fá mig til að leigja hjá sér, þurftu ekkert að vita meira um mig og ekkert að sjá mig, það nægði bara að vita þjóðernisuppruna. Það var sárt að uppgötva hvað fólk var að blekkja mig mikið þegar það hélt að ég væri nýbúi frá fjarlægri menningu og kannski öðruvísi en Norðmenn á litinn.

Oft þarf maður í lífinu að gera upp á milli tveggja viðhorfa og lífsýnar - stundum stangast á það sem ég vil sem femínisti og þar sem ég vil sem talsmaður þess að mannréttindi allra séu virt, líka þeirra sem stunda iðju sem ég fyrirlít og vil ekki sjá nálægt mér.  Það er kúnst í lífinu að kunna að samræma og forgangsraða hvaða sjónarmið eru ofar. Femínismabarátta er mannréttindabarátta og það er líka mannréttindabarátta að fólki sé ekki úthýst neins staðar úr gistingu. Þetta er nú ekki alveg glænýtt vandamál, þetta er yfir tvö þúsund ára vandamál sem er lesið fyrir okkur í jólaguðspjallinu á hverju ári. Ætli það hafi verið raunverulega þannig að öll gistihúsin í Betlehem hafi verið full á aðfangadagskvöld.... eða var þetta mismunun vegna uppruna þeirra og kannski vegna starfa þeirra, þjóðernisuppruna og stöðu  Jóseps og Maríu í lífinu? 


mbl.is Hætt við klámráðstefnu hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Ágætu bloggarar - Hugum að þessu HÉR í kvöld

Júlíus Garðar Júlíusson, 22.2.2007 kl. 15:52

2 identicon

Þar sem ég er mjög tengd Noregi þá verð ég að segja að mér þykir þetta nú ekki vera það sama dæmið. Því þar stríðir oft mikill ófriður á milli innflytjenda (Indverja, Sómala, Pakistana, Pólverja, Tyrkja o.fl.) og síðan Norðmanna. Einnig er mikið um það að múslimir fremji "sæmdarglæpi" til þess að verja heiður fjölskyldu sinnar og annað í þeim dúr. Menning þessara landa er mjög ólíkt þeirri sem ríkir í Noregi.  Þar af leiðandi finnst mér það nokkuð skiljanlegt að þeir séu ekki tilbúnir að leigja hverjum sem er.

stefania (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 16:11

3 identicon

Hvað varð eiginlega um uppreisn hippakynslóðarinnar gegn smáborgarahugsun foreldranna?

grímnir (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 17:15

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þetta er svartur dagur í sögu Íslands. Við höfum skipað okkur á bekk með ríkjum þar sem mannréttindi eru ekki fyrir alla. Ef einhver heldur að koma hópsins hafi verið slæm landkyning þá gerir fólk sér ekki grein fyrir því hvað við vorum að enda við að gera. Þetta er eins og málið með hommana í Færeyjum. Þar töldu menn sig vera að hefja upp siðleg gildi. 

Fannar frá Rifi, 22.2.2007 kl. 18:15

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þjóðerni og litarháttur eru ekki val, en að vera klámhundur er hins vegar sjálfvalið, enginn neyðir neinn til þess að verða slíkur. Hins vegar er fullt af konum og börnum í heiminum sem eru neydd út kynlífsþrælkun og fá ekki rönd við reist.

Greta Björg Úlfsdóttir, 22.2.2007 kl. 18:24

6 identicon

Svartur dagur í sögu frelsis í þessu landi.

Og ég sem hélt að fasismi hafði farið úr tísku árið 1945.

Greinilega ekki. 

Ómar (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 19:02

7 identicon

Ég sem hélt að þjóðin væri svo frjálslynd og nútímaleg, greinilega margfalt íhaldssamari en ég hélt. Oft gerum við grín að öfgatrú/öfgasiðferði sem finnst í suðurríkjum Bna, en erum svo sjálf ekkert skárri. Þetta viðbjóðslega ástand virðist tengjast þeirri forsjárhyggju og bannæði sem hefur farið vaxandi seinustu árin. Það eru tugir þúsunda fasista hér á landi sem sjá ekkert að því að þröngva eigin siðferði yfir aðra,

Svo finnst mér furðulegt að engir pólitíkusar þori að taka afstöðu með ráðstefnunni (eða einfaldlega afstöðu með eðlilegu ferðafrelsi fólks). Það eru örugglega einhverjir þingmenn sem hafa leynilega gaman af klámi, hlutföllin eru allavega slík að það er mjög ólíklegt að þeir séu allir á móti því. En hræðslan við pólitíska rétthugsun er mikil, sérstaklega rétt fyrir kosningar. 

 Gréta Björg: Það er val að vera feministi :) Bönnum feminisma!

Geiri (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 19:44

8 identicon

Nú hefur Síminn sjálfur dreift klámi í gegnum heimasíðu sína www.hugi.is/kynlif til lengri tíma.

Þar fá börnin okkar aðgang að klámi og öðrum viðbjóð... 

 Af hverju setur enginn út á það?

HÞS (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 20:04

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég legg til að þú takir það mál að þér, HÞS!

Greta Björg Úlfsdóttir, 22.2.2007 kl. 21:34

10 identicon

www.hugi.is/kynlif er ekkert klám. Þess má geta að til þess að skrá sig á hugi.is þá þarf að skrá inn sína kennitölu. Síðan er aldurinn sem kennitalan gefur upp notaður til að sía út þá sem hafa ekki leyfi til að komast á www.hugi.is/kynlif. Það þarf að vera 14 ára til að komast inn á hugi.is/kynlif.

Á hugi.is/kynlif eru margar umræður um hluti sem kemur okkur öllum við. Þarna er ekkert klám á ferð. Þangað fer fólk með spurningar og pælingar og deila reynslu sinni.

Ég verð að viðurkenna það að segja að Síminn sé að dreifa klámi og öðrum "viðbjóði" gegnum hugi.is/kynlif er bara fáfræði og ekkert annað. Kynntu þér málið áður en þú ferð að staðhæfa eitthvað svona rugl.

Hugi.is er bara eitt stórt samfélag þar sem fólk á öllum aldri kemur saman og skrifar um sín áhugamál. 

Hvað varðar klámráðstefnuna þá tel ég að við höfum bara gert okkur að fífli með að meina þessu fólki að koma hingað. - Fólk vill oft ruglast á klám og erótík, þetta er ekki sami hluturinn. Klám ætti að vera skilgreint sem atferli þar sem einn aðili eða fleiri eru ekki samþykkir því að stunda kynlíf fyrir framan myndavél.
Erótík hins vegar öfugt, fólkið stundar kynlíf fyrir framan myndavélar og hefur það að atvinnu og er samþykkt því. 

Guðlaugur Ellert (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 22:20

11 identicon

Ég heirði í dag eitt um þetta mál og er það eftirfarandi.

Guð skapaði manninn og konuna, svo skapaði hann kynlífið "klámið" til að fjölga okkur. Svo til að hafa mótvægið þá skapaði hann femínista!!!

Í mínum huga segir þetta allt sem segja þarf, spurningin sem eftir situr er sú hvor muni hafa betur, mannkyninu fjölgar nú ekki satt?

Þetta voru mistök að koma í veg fyrir þessa ráðstefnu því þarna hefði fólki getað gefist tækifæri til að fræðast virkilega um það sem það er á móti.

kveðja Kaldi.....     http://www.kaldi.is

Kaldi Stormsson (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 22:42

12 identicon

Finnst þetta algjör hræsni að leyfa ekki þessa ráðstefnu hérna. Hér eru seldar "klámmyndir" í þónokkrum búðum, við kaupum þær, ríkið græðir á þeim....en svo má þetta fólk ekki koma hingað, halda nokkra fundi og njóta þess á Íslandi sem við erum stolt af, Bláa Lóninu, Gullfoss og Geysi svo dæmi séu tekin.  Pólitíkusar og feministar voga sér svo að bendla þau við barnaklám og mansal.....er ekki í lagi? Finnst réttast að þetta fólk verði beðið afsökunar á barnalegri og bjánalegri umfjöllun um þetta mál.

Ólafur Haukur (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 23:28

13 identicon

Elísabet Ronaldsdóttir; ekki eigna klámiðnaðinum afrek móralska meirihlutans

grímnir (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 01:15

14 identicon

það verður gaman að sjá hvað feministar segja ef að aðrir öfgahópar færa sig uppá skaftið og vilja fá sínu framgengt eins og þeir hér...

www.sbs.is (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 01:59

15 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þess má þó geta hér að þeir sem reka þetta hótel þ.e Bændasamtökin tóku ákvörðunina og það er fagnaðarefni að ákvarðanataka sem slík sé loksins til og hlustað sé og hlýtt á sjónamið þau sem fram koma og hljóta að vera hluti af samfélaginu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.2.2007 kl. 02:38

16 identicon

Ég tel að Salvör sé klámhundur hinn mesti. Vísum henni úr landi, sendum hana til Jan Mayen.

Ananrs er pistill Salvör dæmi um það kjaftæði sem hefur vaðið uppi í feminstum síðustu daga og orðið þjóðinni til skammar á alþjóðavettfangi.  

Jón Frímann (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 03:41

17 identicon

Að mínu mati er þetta myrkur dagur í sögu Íslands og þú og aðrir sem mótmæltu komu fólks, sem hafði það eitt á stefnuskránni að skemmta sér og styrkja sambönd og vináttu, ættuð að skammast ykkar.

Hans Orri Straumland (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband