Á ferđ og flugi

Nú er ég á leiđ heim, ţegar ég skrifa ţetta ţá er ég stödd á Logan flugvelli í Boston og flýg héđan í kvöld og kem á morgni föstudagsins langa til klakans. Ţegar ég bókađi ferđina ţá passađi ég ađ stilla ferđina ţannig ađ ég kćmist nú örugglega í vinnu á föstudegi. Fattađi svo seinna ađ ţetta var ekki sv sniđugt, ég hafđi gleymt ađ föstudagurinn er helgidagur og  ţađ er víst lítiđ hćgt ađ útrétta á föstudaginn langa.

Í fyrradag heimsótti ég háskólann í Austin og skođađi háskólasvćđiđ, ég hitti Dorothy frá Taiwan sem er hér í doktorsnámi  og sem ég kynntist á ráđstefnunni í San Antoníó og hún sýndi mér háskólann. Ţađ var tilbreyting ađ ganga um í stađ ţess ađ vera alltaf á bíl. Ţađ er nánast ómögulegt ađ vera á bíl á háskólasvćđinu, ţađ er allt í lagi ađ keyra um en hvergi má leggja bíl nema hafa einhver sérstök leyfi og passa. Háskólinn rekur mikiđ almenningssamgöngukerfi sem er frítt fyrir háskólanema, ţađ heitir UT shuttle og reyna háskólanemarnir ađ taka ţessa strćtisvagna í skólann ţó ţeir eigi bíla. Ţetta léttir heilmikiđ á umferđinni í borginni og hefur Austin sérstöđu í USA ađ ţessu leyti, almenningssamgöngukerfi stćtisvagna er hér ţróađra en annars stađar. 

Ţađ er brýn nauđsyn á ţví ađ pćlt sé í samgöngumálum viđ ţá háskóla sem núna eru í Reykjavík og allar líkur eru á ađ háskólarnir ţjappist ennţá meira saman á minna svćđi sem mun setja mikinn svip á Reykjavík - Háskóli Reykjavíkur í Vatnsmýrinni, Háskóli Íslands á melunum og Listaháskólinn niđur viđ sjó.  Ţó viđ getum veriđ sammála um ađ háskólamenntun eigi ađ vera ókeypis eđa nćstum ókeypis og ađgengi ađ háskólanámi gott ţá ćtti ekki endilega ađ gilda ţađ sama um ađgengi ađ bílastćđum. Er einhver ástćđa til ađ niđurgreiđa bílastćđi fyrir háskólanemendur? Er ţađ ekki ţvert á móti alveg á móti allri umhverfishyggju ađ stuđla á ţann hátt ađ auknum umferđarţunga og nota peninga sem eru á fjárlögum eyrnamerktir fyrir menntun í eitthvađ allt annađ - eitthvađ sem er frekar ekki-menntun ţ.e. ađ venja nemendur viđ ađ gera ráđ fyrir ađ ţeir eigi rétt á ókeypis bílastćđum í miđbć Reykjavíkur og ţađ sé partur af skólagöngu ţeirra ađ taka ţátt í ađ byggja upp borg bílamenningar - í stađ ţess ađ niđurgreiđa almenningssamgöngur og hafa sérstaka háskólastrćtisvagna. Er ekki miklu skynsamlegra ađ ţađ sé frítt í strćtó fyrir háskólanema en ţeir sem kjósa ađ koma á bíl greiđi fyrir parkeringu eđlilegt verđ.

Ţ


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var í háskóla í Seattle fyrir liđlega 15 árum síđan (University of Washington). Ţar höfđu menn komiđ upp svokölluđu U-Pass kerfi sem virkađi ţannig ađ ţegar ţú skráđir ţig bauđst ţér a kaupa svona passa á fremur hagstćđu verđi, ca 2000 kr fyrir önnina, og međ honum komstu frítt í strćtu. Hluti af peningnum var notađur ađ gera háskólalóđina hjólavćna og hluti af honum var notađur til ađ greiđa niđur kostnađ viđ bílastćđi. Ţeir sem komu á bíl ţurftu ađ borga gjald - nógu hátt til ađ ţeir hugsuđu sig um en lćgra en ef ţeir voru ekki međ U-pass. Ef voru tveir í bílnum međ U-Pass ţurfti ađ borga minna fyrir ađ leggja bílnum og ef ţađ voru 3 eđa fleiri međ U-Pass í sama bíl var frítt ađ leggja. Međ ţessu móti var sáu yfir 90% nemenda sér hag í ađ kaupa kortiđ, sem ţýddi á móti ađ hćgt var ađ halda verđinu niđri. Hugsađi oft um ţetta í öllu krađakinu á bílastćđum HÍ ţegar ég var ađ vinna ţar

Auđur H Ingólfsdóttir (IP-tala skráđ) 6.4.2007 kl. 12:12

2 Smámynd: Gestur Guđjónsson

Viđ í umhverfisráđi Reykjavíkur vorum í Seattle í síđasta mánuđi og fengum kynningu á ţessu kerfi og var ţađ afar áhugavert, svo ekki sé meira sagt. Enginn háskóli í Bandaríkjunum er međ ókeypis bílastćđi, ađ sögn ţeirra sem kynntu ţetta fyrir okkur

Gestur Guđjónsson, 6.4.2007 kl. 20:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband