Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Áfram kristmenn, krossmenn

Hvaða liði heldur Jesús með í írak? Er hann kannski  í fjöllunum í Írak og veifar ameríska fánanum eins og ameríski söngvarinn syngur um í þessu lagi:


Teiknarinn Ward Sutton dregur dár að amerískri stjórnsýslu og stríðsrekstri

schlockDec25top




Ólukkupunktar

friday13thÍ dag er föstudagurinn 13.  Dagur sem er eftirlæti hryllingsmyndahöfunda og tengdur ýmis konar hjátrú og hindurvitnum. Ekki að ég trúi neitt á það að 13 sé eitthvað sérstök óhappatala, sei, sei, nei. Ég að vísu í gamla daga í frystihúsinu í Grindavík með strák sem hafði misst framan af tveimur fingrum. Hann var bara nokkur góður í að nota þessa fingurstubba svo ég pældi ekkert í því og hætti að taka eftir þessu.  En svo var það í einni puttaleitinni í frystihúsinu - það kom öðru hverju fyrir að bjallan hringi og við hættum allar að leita að ormum í þorskinum og fórum að leita að puttum sem strákarnir á vélunum höfðu misst. Það var víst hægt að græða þá á ef þeir fundust nógu snemma.  En sem sagt í einni puttaleitinni þá spyr ég strákinn að því hvernig hann missti sína putta og hvort ekki hafi verið hægt að græða þá á. Hann sagðist hafa unnið í sápugerð, það var framleiðsla á sérstakri sótthreinsunarsápu og lent í vélinni sem stimplaði vörumerkið á hvert sápustykki, stimplaði það á báða puttana sem hann missti. Sápugerðin hét 13 13.

Annars skrifa ég þetta blogg til að varpa fram hugmynd sem gæti bjargað mannslífum. Það er að merkja sérstaklega með skilti alla staði á þjóðvegum Íslands það sem slys eða árekstrar hafa orðið. Þetta hef ég séð gert í Noregi og þar merkir orðið ulykke sama og slys svo skiltin þar segja að þar sé slysastaður en ég les það alltaf sem ólukkupunktur - einhver staður þar sem ógæfa safnast í. Það er mjög sniðug leið sem hefur verið notuð í ævintýrum í þúsundir ára að búa til sögur sem vara fólk við hættum, sérstaklega börn. Sögurnar um tröllin undir brúnni eru hugsanlega sögur til að vara fólk við að fara yfir brýr, það þarf sérstaka aðgát þar.

Það er sennilega besta leiðin til að minna ökumenn á hve stutt bil er á milli lífs og dauða og á hvaða staðir eru hættulegir að setja upp merki sem sýna hætturnar, hvað hafa margir dáið eða slasast þarna, hvaða staðir eru svartir blettir og ólukkupunktar. Sumir af þessum stöðum eru einmitt þannig fyrir tilverkan mannanna, það eru krappar beygjur, blind horn og sérstaklega einbreiðar brýr.  Einn af hættulegustu vegum landsins er vegurinn um Óshlíðina til Bolungarvíkur, þar hafa mörg slys orðið. Á leiðinni eru krossar þar sem fólk hefur látið lífið og þar eru alltaf blóm til minningar um ástvin sem lést. Ég hugsa að þessi tákn eigi sinn þátt í að fækka sumum slysum á þessari leið, auðvitað ekki slysum af orsökum sem mennirnir ráða ekki við svo sem snjóflóðum. En ég hugsa að þessi minningatákn um þá sem hafa látið lífið á þessari leið fái ökumenn til að hugsa um hve hættuleg þessi leið er og að hafa meiri vara á sér.

Ég held að þessar hryllingsmyndaauglýsingar frá umferðaryfirvöldum séu ekki alveg að skila sér, sjónvarpsauglýsingarnar um ungmennin sem eru öll látin í bílnum. Ég held að hryllingsmyndamentalitet hafi ekki mikil áhrif á ungmenni á Íslandi í dag, þau eru umvafin slíku efni  í ýmis konar formi, efni sem er miklu, miklu óhugnanlegra en auglýsingar umferðarráðs. Ég held að raunalegar sögur af raunverulegum atburðum sem hafi átt sér stað og sögur með yfirnáttúrulegu ívafi um ólukkupunkta í vegakerfinu geti skilað sama árangri. Sennilega verður mikil ferðahelgi á Íslandi núna. Vonandi verða engin alvarleg umferðarslys. 


Við ströndina í Brighton og sól í Brekkuskógi

Ég er núna í strandbænum Brighton í Suður Englandi. Það er fallegt sjávarútsýni úr herberginu hér á hótelinu og hér er þráðlaust Internetsamband.

 

Hvað getur maður beðið um meira. Jú, kannski væri ágætt ef hér væri sama blíðan og í Brekkuskógi í fyrradag, hér er miklu kaldara en var í Reykjavík. Enda náttúrulega ekki eftir neinu að slægjast að yfirgefa Ísland yfir hásumarið, þá er það dýrlegasti staður á jarðríki. En ég er að fara á ráðstefnu hér í nágrenninu á morgun. Hér er myndband sem ég tók áðan út um gluggann á hótelinu á litlu stafrænu myndavélina mína. Það er ágætt að það sé bara gluggaveður, ég heng þá hér inni á Netinu eins og ég er vön. Það er samt tilbreyting að sjá ekki trén í Sigtúni heldur suðurströnd Englands. Ég fór með Kristínu Helgu og Hóffý á sunnudaginn að heimsækja systur mína og fjölskyldu í sumarbústað í Brekkuskógi. Hér held ég á Salvöru Sól. 032

Fleiri myndir úr heimsókn í Brekkuskóg má sjá hérna.


Hlustað á Live Earth á Netinu

Ég er núna að hlusta á beina útsendingu á Live Earth  tónleikunum á Netinu 

 

Mér finnst flott að alls staðar í heiminum sé fólk að gera það sama og helgi þennan dag tónlist og  íhugun um jörðina. Svona ritúalar styrkja samkenndina.  


mbl.is Live Earth tónleikarnir byrjaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vídeoblogg - Síðasta vika

Ég hef ekki verið nógu dugleg að taka upp á netmyndavélina. Ég ætla núna að reyna að taka upp stutt vídeóblogg helst einu sinni í viku. Hér er síðasta víka

 


Gæsluvarðhald yfir meintum nauðgurum

Ég er hugsi yfir eftirfarandi pistli sem mun hafa verið póstaður á bloggi lögfræðings sem var málsvari mannsins sem var ákærður fyrir nauðgun á kvennaklósetti Hótel Sögu. Það blogg er ekki lengur aðgengilegt en ég tek hérna upp smábrot úr því vegna þess að beint er spurningu til okkar á Moggablogginu, spurningu sem ég ætla að svara fyrir mitt leyti.

Ákærði hefur nú verið sýknaður af ákæru. Samt hefur hann mátt dúsa í fangelsi í 4 mánuði, þar af drjúgan tíma í einangrun, þar sem fangar hafa veist að honum, þar sem hann hefur verið á barmi þess að stytta sér aldur og hefur veitt sjálfum sér áverka. Sérfræðingur sem vann með hann taldi að þetta mætti hugsanlega rekja til þess að hann væri í fangelsi hafður fyrir rangri sök. Hefur ákærði verið í miklum sálarháska.

Finnst fólki í lagi að svipta einstakling frelsi í 4 mánuði án þess að dómur gangi í máli? Er þetta réttlætið sem bloggverjar vilja? Ef þið bloggverjar á moggablogginu hefðuð verið verið uppi í Ameríku á tímum villta vestursins hefðuð þið verið í þeim hópi sem alltaf var til í að hengja menn án dóms og laga. (úr pistli sem var á blogginu sveinnandri.blog.is)

Mér finnst mjög undarlegt að maður skuli þurfa að vera í einangrun í fangelsi í 4 mánuði án þess að réttað sé í máli hans. Ég er ekki lögfræðingur og ég hélt að það væru ákveðnar strangar reglur um hvenær má beita gæsluvarðhaldsvist og sakborningar geti alltaf kært úrskurð um gæsluvarðhald. Ég hélt t.d. að ef það að viðkomandi sé ekki líklegur til að spilla gögnum í málinu eða sé ekki talinn hættulegur þá sé ekki ástæða til að hafa viðkomandi í gæsluvarðhaldi.

Ég vil benda á hliðstæðu í öðru máli þar sem þrír unglingspiltar voru ákærðir fyrir að nauðga saman stúlku. Í því tilviki þá voru piltarnir settir í gæsluvarðhald í einangrun einhvern tíma (einn dag?) þrátt fyrir að þeir væru börn. Það var mjög undarlega staðið að því og það er mikilvægt að við séum á varðbergi fyrir þegar börn og útlendingar eru handtekin og hneppt  í fangelsi, þetta eru hópar sem standa höllum fæti gagnvart réttarkerfinu og þurfa sérstaka málsvara. 

Meðferð á sakborningi  breytir hins vegar ekki því hversu sekur mér finnst umræddur maður vera. Ég efast ekki um að það sé satt sem þú segir um sálarástand mannsins fremur en ég efast um að það sé satt sem sálfræðingar og starfsfólk neyðarmótttöku vegna nauðgana segja um sálarástand stúlku sem var nauðgað á klósetti í Hótel Sögu af ókunnum manni sem elti hana inn á kvennaklósett, læsti hana þar inni  með sér og notfærði sér ölvunarástand og úrræðaleysi hennar til að svala kynfýsnum sínum á líkama hennar. 

Mér finnst maðurinn vera sekur um gróft kynbundið ofbeldi og mér finnst dómurinn einkennilegur að því leyti að maðurinn er sýknaður af því að hafa beitt ofbeldi m.a. vegna þess að hann hafi ekki vitað að stúlkan vildi ekki láta hann nauðga sér.  Ástand stúlkunnar (ölvunarástand), vettvangurinn (kvennaklósett), viðkynning (ókunnur maður sem elti ölvaða stúlku inn á klósett) og margvísleg gögn og frásögn vitna (áverkar, öryggismyndavélaupptökur, frásögn vitna) styðja allt við að þetta var nauðgun og misþyrming á hjálparlausri manneskju. Þetta hefði manninum átt að vera ljóst.

 


Drukkin stúlka fer á klósettið

Það er ekki í frásögur færandi að fólk sem situr að drykkju á vínveitingastöðum í Reykjavík fari á klósettið. Á veitingahúsinu Hótel Saga er klósettið niðri í kjallara og þarf að fara tröppur til að komast inn á það. Það er nú reyndar alþekkt á veitingastöðum að klósettin eru í kjallaranum og á fínum stöðum eins svona lúxus hóteli er náttúrulega allt mjög smart og fyllsta öryggis gætt. Það eru öryggismyndavélar sem mynda fólkið þegar það fer niður stigann. Þegar drukkin stúlka spurði hvar klósettið var og var sagt það og fór niður stigann inn á klósettið þá fylgdi henni eftir maður sem hún þekkti ekki og hafði aldrei séð áður. Það sést á öryggismyndavélum.  Það var önnur kona fyrir á kvennaklósettinu og hún varnaði þessum manni inngöngu á kvennaklósettið en hann mun hafa komið inn þegar sú kona var farin upp og nauðgar þá drukknu stúlkunni sem er stjörf af hræðslu og getur ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar.

Hér má lesa  dóm héraðsdóms Reykjavíkur í þessu máli. 

Það er mjög einkennilegt að það sé ekki ofbeldi af hendi karlmanna að læðast á eftir drukknum konum inn á kvennaklósett, læsa þær þar inni og rúnka sér á líkama þeirra og nauðga þeim. í þessu tilviki eru vitni, það eru upptökur úr eftirlitsmyndavélum og það eru áverkar á líkama stúlkunnar sem leitaði til neyðarmóttöku vegna nauðgunnar. 

Það er mjög einkennilegt að héraðsdómur skuli sýkna manninn á þeirri forsendu að honum hafi ekki verið ljóst að konan vildi ekki hafa samræði við hann.

Sumt er stórfurðulegt í þessu máli og maður hefur á tilfinningunni þegar maður les dóminn að það skipti einhverju máli að maðurinn sem nauðgaði konunni á klósettinu eru pólskur, það hafi verið tekið á málinu  með einhverjum silkihönskum út af því og mikið lagt upp úr því að manninum hafi ekki verið ljóst að hann var að nauðga stúlkunni. Mikið er gert úr tungumálaörðugleikum. En við dómarana og aðra vil ég segja að það gildir það sama á Póllandi og á Íslandi, það er alls, alls ekki í lagi að fara á eftir drukkinni stúlku inn á klósett, læsa hana þar inni og nauðga henni. Fólk í þeim aðstæðum sem stúlkan var í er mjög varnarlaust. En það er áhugavert að sjá hvað fólki finnst mikilvægt að komi fram í dómnum eins og t.d. þessi orð sem höfð eru eftir móður pólska mannsins þar sem hún er að verja son sinn með því að segja að hann hafi ekki verið æstur eins og maður sem sé nýbúinn að nauðga stúlku heldur sé maður sem líti niður á íslenskar stúlkur. Vitnisburður móðurinnar um að  að manninum þyki íslenskar stúlkur heimskar virðist notaður til að sýna fram á að maðurinn hafi talið að ókunn dauðadrukkin íslensk stúlka vilja þýðast hann og hafa við hann mök ef hann króaði hana af inn á  klósettklefa á kvennaklósetti.

Svona er þetta í dómnum:

Þegar hún sótti hann þangað hafi hann virst eðlilegur í útliti og fari.  Hafi hann sagt að hann hefði viljað koma heim af því að hann nennti ekki að skemmta sér lengur.  Hafi hann sagt að eldri bróðir hans hefði rétt fyrir sér í því að íslenskar stelpur væru heimskar.  Hefði hann þurft að slást út af einni þeirra.

Verður því ekki séð að ákærði hafi, fram til þess að þau fóru inn í salernisklefann, haft ástæðu til að halda að hún væri honum andhverf. 

Svo eru þessi orð í dómnum alveg nægileg til að láta alla femínista froðufella af reiði:

Ef byggt er á frásögn X af því sem gerðist eftir orðaskipti þeirra inni á snyrtingunni lítur dómurinn svo á, að það að ákærði ýtti X inn í klefann, læsti klefanum innan frá, dró niður um hana, ýtti henni niður á salernið og síðan niður á gólf, geti, hlutrænt séð, ekki talist ofbeldi í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, eins og það hugtak hefur verið skýrt í refsirétti og í langri dómaframkvæmd.  Nægir þetta eitt til þess að ákærði verði sýknaður af ákærunni.

Í því sambandi ber sérstaklega að hafa í huga að hún reyndi ekki að kalla á hjálp þegar hún heyrði að einhver kom inn á snyrtinguna.  Þá er að einnig að líta til þess að X þykir, fram til þess að þau fóru inn á salernisklefann, ekki hafa gefið ákærða ástæðu til að halda það að hún væri honum andhverf.   Þegar allt þetta er haft í huga álítur dómurinn að ákærða hafi ekki hlotið að vera það ljóst að samræðið og kynferðismökin væru að óvilja X. 

 Ég vona að stúlkan kæri þetta mál til Hæsta réttar.

Baldur R. skrifaði  þetta í athugasemd við  blogg.

Í niðurstöðu dómsins  er vitnað í 194. gr. hegningarlaga:

"[Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti." (Leturbreyting mín).

Samt "...lítur dómurinn svo á, að það að ákærði ýtti X inn í klefann, læsti klefanum innan frá, dró niður um hana, ýtti henni niður á salernið og síðan niður á gólf, geti, hlutrænt séð, ekki talist ofbeldi í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, eins og það hugtak hefur verið skýrt í refsirétti og í langri dómaframkvæmd." (Leturbreyting mín).

 Fyrir utan að ýta stúlkunni inn klefa og læsa honum innan frá þá get ég ekki skilið hvers vegna það hafði ekki áhrif hvert ástand stúlkunnar var og á hvaða stað verknaðurinn átti sér stað. Ég hélt að það væru sérstök ákvæði í lögum að ekki mætti notfæra sér eymd annarra (í þessu tilviki að stúlkan var dauðadrukkin) og svo var maðurinn klárlega að ryðjast inn á svæði þ.e. kvennaklósett þar sem konur eiga að vera óhultar fyrir nauðgurum (reyndar eru einmitt kvennaklósett vettvangur margra nauðgunarsena í bíómyndum) vegna þess að karlmenn eiga ekki að hafa þar aðgang.


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofbeldi í fangelsum

Fangi  var fótbrotinn af hópi samfanga. Það er eitthvað að  eftirlitskerfi á Litla Hrauni ef svona getur gerst í fangelsinu. Það væri fróðlegt að vita hvað öryggisvarsla í fangelsinu kostar per fanga á dag og í hverju þessi öryggisvarsla er fólgin. Mér sýnist þörf á að fara ofan í það. Mikið af þeim fréttum og þeirri umræðu sem er í fjölmiðlum um hvað er að gerast í fangelsum á Íslandi er einhvers konar lobbyismi fyrir fangaverði og fangelsisyfirvöld. Það er mikið í húfi fyrir alla að þeir sem vistaðir eru í fangelsum í langan tíma fyrir alvarleg brot komi ekki stórlaskaðir og vitskertir  og miklu verri þar út. Það er mikilvægt að hlú að mönnum sem eru í fangelsi og gera þeim lífið sem bærilegast og gefa þeim kost á að bæta ráð sitt og t.d. takast á við fíkniefnavanda og sérstaklega gera þeim kleift að vera í sambandi við fjölskyldu sína, eftir því sem ég hef lesið þá eru þeir sem ná að byggja sig upp og fá til þess stuðning aðstandenda líklegastir til að halda sér á breiðu brautinni þegar þeir losna.

Það getur verið að fanginn sem var fótbrotinn hafi  framið alvarleg og viðurstyggileg afbrot. Það er þekkt að nauðgarar og kynferðisglæpamenn sæta illri meðferð í fangelsum af samföngum. Það er hins vegar þannig að allir eiga rétt á því að sæta ekki ofbeldi og pyntingum. Líka þeir sem sjálfir hafa beitt aðra ofbeldi. 


mbl.is Fótbrutu samfanga á Litla-Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vefur 2


VideoJug: Stephen Fry: Web 2.0

Ennþá eitt myndbandið um vefumhverfið



Krakkamalt, krakk, dóp og drykkjustemming á Netinu

Við föla fólkið leitum í skuggann og  höngum á Netinu þó að sólin skíni úti. Ég er núna að prófa ýmislegt sem ég hef ekki haft tíma til í vetur m.a. ýmsa möguleika í miðlun á hljóði og vídeó á Netinu og fylgjast með hvernig netsamfélög þróast. Ég prófa ýmsar ókeypis netþjónustur eins og útsendingar á Operator11 og  myndblöndun og klippingu á vídeói á photobucket - hvort tveggja spennandi vísbendingar um í hvaða átt netheimur mun þróast. En þó ég reyni að forðast alla vefi með vafasamt inntak og sé eingöngu að prófa mig áfram með nýja tækni þá svamla ég í efni sem er stútfullt af áfengisauglýsingum og áróðri fyrir ýmis konar fíkniefnum og vímuefnum. Í gærkvöldi  var ég að fylgjast með útsendingu á  netinu og þau sem sendu þá útsendingu út virtust vera í vímu og tal þeirra gekk  m.a. út á að upphefja kókaínneyslu. Núna áðan var ég að hlaða inn myndum á photobucket, það er mynda- og myndskeiðabanki á Netinu sem margir unglingar nota, ekki síst til að geyma myndefni sem birtist á facebook og myspace. Það er Adobe fyrirtækið sem á photobucket.

Þetta er ókeypis vefþjónusta og löðrandi í auglýsingum eins og Myspace. Mér brá hins vegar að sjá að það eru engar takmarkanir á hvað er auglýst og það er greinilegt að markmiðið er að leiða ungmenni út í drykkju með því að auglýsa drykki eins og Smirnoff Ice.

Hér er skjámynd af auglýsingunum sem  birtust hjá mér rétt áðan:

 afengisauglysing-photobucket

afengisauglysing-photobucket2

Nú segir einhver að það sé allt í lagi að þekkt vörumerki eimaðra drykkja eins og Smirnoff séu að auglýsa svona, Smirnoff Ice sé svona alcopop drykkur svona eins konar maltöl fyrir unglinga. En það er bara ekki þannig, hér er brot úr grein sem lýsir hættunni við alcopops:

Alcopops are a commonly overlooked threat to keeping teens, especially girls, sober. Drinks like Smirnoff Ice, Mikes Hard Lemonade, and Sparks are made and marketed to get young teens started drinking. Because they taste similar to soda, deliberately masking the taste of alcohol from the taste buds, they go down easily. Young teens unaccustomed to the taste of beer and alcohol can get started without even thinking about it. Just as threatening, because they do not taste the alcohol many inexperienced drinkers often do not realize the alcohol’s effects until they are too tipsy to make clear decisions.   Alcopops that include large amounts of caffeine, like Sparks, are especially risky—not only because the caffeine gets the alcohol into their blood stream even quicker, but also because the combination of the two makes for a hyperactive drunk who is even more likely to keep up the energy for reckless acts.

Parents should not need the plethora of pointed studies to see what the alcohol companies are up to. The advertisements feature attractive young women getting what they want socially, and are aired during TV programs counting on a teen audience. These companies know that if they can get girls to drink at an earlier age the guys will not hesitate to get alcohol for them. Even more appalling, if young teens can get alcopops, they can get cheap strong liquor. It doesn’t take long to move from the gateway drinks to the hard stuff. Just mix it with soda and it is like an Alcopop, but three times as strong.

 

 hér er líka brot úr fréttabréfi hjá renzcenter.com sem berst fyrir að litið verði á alcopops eins og eimaða drykki og barist verði gegn þessari markaðssetningu hættulegra vímuefna til unglinga.

 

renzcenter1Hér á Íslandi virðist vera algjört andvaraleysi við þessari þróun  og  þessari óhemjuöflugu markaðssetningu á áfengi til unglinga bæði á sjónvarpsstöðvum  og  á ýmsum vinsælustu vefsvæðum landsins, þar af mörgum vefsvæðum sem börn sækja. Hér er dæmi um hvernig forsíðan á vefnum pose.is er í dag 3. júlí, allt löðrandi í áfengisauglýsingum fyrir krakka. Þess má geta að sömu aðilar virðast standa að krakkavefnum leikjaland.is og pose.is og virðast auglýsingar svipaðar þó ekki séu svæsnar áfengisauglýsingar á leikjalandi heldur frekar vísað í pose.is og 69.is

pose-juli3-07

Kannski ætti að kalla alcopops drykki krakkamalt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband