Ofbeldi í fangelsum

Fangi  var fótbrotinn af hópi samfanga. Það er eitthvað að  eftirlitskerfi á Litla Hrauni ef svona getur gerst í fangelsinu. Það væri fróðlegt að vita hvað öryggisvarsla í fangelsinu kostar per fanga á dag og í hverju þessi öryggisvarsla er fólgin. Mér sýnist þörf á að fara ofan í það. Mikið af þeim fréttum og þeirri umræðu sem er í fjölmiðlum um hvað er að gerast í fangelsum á Íslandi er einhvers konar lobbyismi fyrir fangaverði og fangelsisyfirvöld. Það er mikið í húfi fyrir alla að þeir sem vistaðir eru í fangelsum í langan tíma fyrir alvarleg brot komi ekki stórlaskaðir og vitskertir  og miklu verri þar út. Það er mikilvægt að hlú að mönnum sem eru í fangelsi og gera þeim lífið sem bærilegast og gefa þeim kost á að bæta ráð sitt og t.d. takast á við fíkniefnavanda og sérstaklega gera þeim kleift að vera í sambandi við fjölskyldu sína, eftir því sem ég hef lesið þá eru þeir sem ná að byggja sig upp og fá til þess stuðning aðstandenda líklegastir til að halda sér á breiðu brautinni þegar þeir losna.

Það getur verið að fanginn sem var fótbrotinn hafi  framið alvarleg og viðurstyggileg afbrot. Það er þekkt að nauðgarar og kynferðisglæpamenn sæta illri meðferð í fangelsum af samföngum. Það er hins vegar þannig að allir eiga rétt á því að sæta ekki ofbeldi og pyntingum. Líka þeir sem sjálfir hafa beitt aðra ofbeldi. 


mbl.is Fótbrutu samfanga á Litla-Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað mér þykir þú ósanngjörn Salvör! 

Fyrir það fyrsta vil ég benda á það að í fangelsum landsins, og þá sér í lagi á Litla-Hrauni, eru vistaðir hættulegustu einstaklingar landsins sem teknir hafa verið úr umferð í þjóðfélaginu og settir á "hold" í tiltekinn tíma, það er enginn vistaður að ástæðulausu á L-H, þeir sem þar eru hafa verið dæmdir til þess af dómstólum landsins sem oftar en ekki eru gagnrýndir harkalega fyrir of væga dóma!  Auðvitað gengur sennilega oft mikið á á svona stöðum þar sem hættulegustu menn landsins koma saman. 
Einnig vil ég benda á að til er nokkuð sem nefnist mannréttindi og ná þau líka til einkalífs fanga þó að þeir sæti eðli málsins samkvæmt takmörkunum miðað við hinn almenna borgara, enda er fylgst vel með þeim, er það t.d. gert með eftirlitsmyndavélum, fangavörðum, takmörkunum á sendingum, heimsóknum og öðru slíku. 
Íslensk yfirvöld hafa tekið þann pól í hæðina að fylgja alþjóðlegum stöðlum um mannréttindi og einkalíf fanga, sem er vel.  Í því felst m.a. að ekki eru eftirlitsmyndavélar inni á klefum þeirra.  Ég hef fylgst nokkuð með þessu máli í fjölmiðlum og hvergi séð hvar þessi árás átti sér stað en þykist þó nokkuð viss um að hún hefur verið gerð þar sem ekki voru myndavélar -> inni á klefa eða inni á salerni!
Ég er líka gríðarlega ósammála þér þegar þú skellir skuldinni á fangaverðina og segir þá ekki standa sig í stykkinu!  Ef gæslan ætti að vera skotheld þá þyrfti einn fangavörð á hvern fanga allan sólarhringinn, þá fyrst væri hægt að tala um kostnað við þetta kerfi!

Miðað við það fjármagn og þær vinsældir sem fangelsiskerfi landsins hefur þá er ég verulega hissa á því að svona nokkuð sé ekki daglegt brauð!

Fangaverðir landsins eru hetjur sem vinna verulega vanþakklátt starf og eiga heiður skilinn!

...sjálf er ég fyrrverandi fangavörður og þekki því aðeins til málanna 

Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband