Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Vargafélagið

HaförnMaður var nýlega sýknaður af ákæru um brot á lögum um vernd og friðum á villtum fuglum. Maðurinn var sakaður um að koma fyrir gasbyssu á eyju á Breiðafirði og hleypa af henni í þeim tilgangi að fæla erni frá hreiðurstæði í hólmanum og hindra þá í að verpa þar.  

Mesta útrýmingarherferð gegn örnum á Íslandi var við Breiðafjörð og Húnaflóa í kringum 1890. Svo langt var gengið að örnum var nánast  útrýmt um aldamótin 1900. Það var félag æðarræktenda sem gekk harðast fram í að hvetja til arnardrápsins og félag þeirra var kallað Vargafélagið en það veitti verðlaun fyrir hvern drepinn örn. Örn var friðaður á Íslandi með lögum sem  gengu í gildi 1. janúar 1914. Fuglaverndarfélag Íslands  var stofnað 1963 og var helsta markmið þess að beita sér fyrir verndun arnarins.  Sjá nánar í grein í gagnasafni Mbl.

Það hefur ekki mikið unnist þrátt fyrir alfriðun í 90 ár. Eiginlega grunsamlega lítið og það er mjög líklegt að steypt sé undan vargfugli hvar og hvenær sem fólk kemst að varpi þeirra og beitt sé aðferðum til að fæla ránfugla frá á öllum þeim stöðum þar sem hagsmunir æðarræktenda eru í veði. Arnarstofninn er ekki nema 65 pör í dag.  Fólk kemst ennþá upp með aðferðir eins og þessar gasbyssur. Maðurinn var sýknaður og það verður eflaust mörgum öðrum fordæmi til að koma upp gasbyssum á næsta ári á öðrum eyjum. Breiðafjörður er ein af náttúruperlum Íslands og vonandi verður þar einhvern tíma í framtíðinni stofnaður þjóðgarður bæði eyjar og fjörðurinn sjálfur. 

Vissulega  er réttur æðarræktenda mikill og nýting æðarvarps er gott dæmi um samspil dýrategunda þar sem báðir hafa hag af. Það má hins vegar ekki vera á þann veg í náttúrunni að einn aðilinn fái svo mikil völd og vopn að hann geti útrýmt og flæmt burt alla aðra en þá fugla sem skila honum tekjum. 

Það er flott að nota orðið Vargafélagið yfir alla þá sem taka þátt í að flæma burt villta fugla og alla þá sem láta átölulausa slíka hegðun. Það hefur ekkert breyst á einni öld nema okkur er núna ljósara hver er mesti vargurinn í náttúru landsins. Það er maðurinn. 


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir að koma fyrir gasbyssu á Breiðafjarðareyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fann ég á fjalli fallega steina

Það er brosleg sagan af konunni sem skilaði íslenskum hraunmolum aftur  því hún óttast reiði guðanna. Ég tíndi eini sinni marga steina í árvatni í  Landmannalaugum og bar með mér til byggða. Bláir litatónar steinanna hrifu mig þar sem þeir glitruðu í vatninu en svo varð ég fyrir vonbrigðum þegar heim var komið. Steinarnir voru bara fallegir í vatninu, þeir breyttu um lit, urðu móskulegir og óhrjálegir þegar þeir urðu þurrir. Ég setti steinanna  í krukku og gleymdi þeim. Svo var það eina sumarnótt fyrir fimm árum, ég var að búa mig undir að fara  snemma morguns af stað í ferðalag að ég fann þessa steina aftur og langaði til að sjá aftur bláa litinn sem heillaði mig svo ég setti steinana á botninn í skál, fyllti skálina af vatni og setti nokkur flotkerti ofan á. Setti svo skálina á eldhúsborðið. Þetta var mjög fallegt, eins og helgitákn. Atburðarásina eftir það skráði ég á bloggið mitt í  eftirfarandi bloggfærslu Blautur morgunn 3.08.01:

Eldsnemma í morgun byrjaði vatn að leka í eldhúsinu hjá mér. Fossa reyndar frekar en leka. Ég var inn í stofu og heyrði skrýtin hvæshljóð úr eldhúsinu, fór fram til að athuga og þá var hrikalega mikill kraftur á vatni og það fossaði um allt. Það hefur pípulagningamaður verið að vinna í húsinu en ég hafði ekki númerið hjá honum og var ein heima og vissi ekki hvar kaldavatnsinntakið í húsið var. Datt ekkert í hug nema hringja í 112 og þeir sendu björgunarsveit á staðinn. Held að það hafi verið nokkrir lögregluþjónar og svo fólk með öfluga vatnssugu inn í eldhúsinu hjá mér í morgun. það var nokkurra sentimetra pollur í eldhúsinu og byrjað að leka í önnur herbergi. Lexía: Kynna mér eftirleiðis alltaf hvar vatnsinntakið er í húsum sem ég bý í og hvernig á að skrúfa fyrir vatnið ef eitthvað gerist. En ég er þakklát fyrir aðstoð frá neyðarlínunni, þetta er virkileg björgunarsveit.

Þetta blogg er nú reyndar gott dæmi um sögu í sögu og hvernig lesa verður blogg á milli línanna. Bloggið  fyrir fimm árum endar á mjög skynsamlegri lexíu um hve mikilvægt sé að kynna sér hvar vatnsinntakið er í húsum. Það var samt reyndar aldrei aðalatriðið sem ég lærði af þessari lífsreynslu. Ég lærði að alveg eins og brennt barn forðast eldinn þá forðast sá sem hefur vaðið vatnselginn í eigin eldhúsi allar særingar með vatn, kerti og steina sem kalla á vatn.

Gaman að svo skrýtnum og fyndnum sögum um túrista og hindurvitni. Það er alltaf hægt að brosa að þessu Smile


mbl.is Óttaðist reiði guðanna og skilaði hraunmolunum aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísafold velur Íslending ársins

Flott val hjá Ísafold að útnefna Ástu Lovísu sem Íslending ársins. Bloggið hennar Ástu Lovísu er http://www.123.is/crazyfroggy

Ásta Lovísa og fjölskylda hennar takast núna á við mikla erfiðleika. Bloggið hennar er sennilega hugsað fyrst og fremst fyrir hana og nánustu fjölskyldu en ég vil þakka henni fyrir að leyfa okkur að fylgjast með baráttu sinni og hugrenningum.  Frá síðu Ástu Lovísu er vísað í síður annarra sem eru í erfiðum krabbameinsmeðferðum ens og http://aslaugosk.blog.is en það er blogg móður langveiks barns. 


mbl.is Ísafold velur Ástu Lovísu Íslending ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upp á hól stend ég og kanna

Litla stafræna myndavélin mín býður upp á það að ég get tekið lítil vídeó með tali. Ég tók nokkrar æsispennandi senur í jólaboðinu og setti saman í þessa stuttmynd sem ég frumsýni nú hér á Netinu. Þetta er seiðmögnuð samfélagssaga,  heimildarmynd um jólahald fjölskyldu á Íslandi. Myndir er um 100 sekúndur að lengd.

Söguþráður:

Fyrst er röð stillimynda af afkvæmi mínu með jólapakka, svo færist sögusviðið í hangikjötsveislu í eldhúsi mínu. Allt er þetta umvafið  snjókornum sem falla til jarðar og jólatónlist dunar. Hríðinni slotar svo þegar líður á matarveisluna og við skyggnumst inn í stofu  þar sem fullorðnir ræða nýjar og gamlar túlkanir á kvæðinu "Upp á stól stendur mín kanna". Unglingsstúlka er spurð af því hvað hún fékk í jólagjöf. Börnin spila. Hríðarveðrið skellur aftur á í lok myndarinnar. 

Ég íhuga nú að gera  heimildarmynd um gerð þessarar heimildarmyndar. Margar tæknibrellur eru í myndinni. Það sniðugasta er að láta snjóa í eldhúsinu hjá mér, það kalla ég fram með sérstökum effect "snowflakes" sem er inn í MovierMaker hjá mér. Ég reyni að nota bara ókeypis og opinn hugbúnað við alla vídeóvinnslu.  Moviemaker er eitt einfaldasta forritið til að klippa til eigin vídeó og það hentar mjög vel fyrir börn og unglinga. Tónlistin sem heyrist í útvarpinu í bakgrunni er að ég held Gunni og Felix og Ellý Vilhjálms.

Leiðbeiningar fyrir þá sem vilja setja lítil vídeóklipp á Netið:

* Hér eru leiðbeiningar  (10. mín vídeó) sem ég tók saman um Moviemaker  

* Reyndu að nota bara tónlist sem þú hefur leyfi til að nota og endurblanda. Þú getur fundið þannig tónlist á  Creative Commons Christmas Songs

Ég vistaði myndina  hjá mér í Moviemaker í High Quality Broadband og var hún 37 mb. Síðan þegar ég flutti hana yfir í Moggabloggið þá varð hún 5 mb. Moggabloggið virkar sennilega eins og Youtube þ.e. breytir vídeóklippi í svokallað flash video. 

Vonandi get ég öðru hverju komið með hérna á blogginu ábendingar hérna til þeirra sem vilja gera eigin vídeó. Þetta er skemmtilegt tómstundagaman og skapandi iðja. 


Jólaboð 2. í jólum - myndir

Gestir komu í jólahangikjöt til okkar frá Hvanneyri og Kópavogi, fimm börn og sjö fullorðnir. Ég bætti myndunum í jólaalbúmið.

jólaboð 1jólaboð 2

jólaboð 6jólaboð 3

jólaboð 4jólaboð 5

 


Jól í Bolungarvík

Hanhóll - JólatréðÉg fékk í tölvupósti myndir frá systur minni af jólahaldi þeirra á Hanhóli við Bolungarvík og bætti þeim í jólaalbúmið. Það er auðvelt að setja margar myndir í einu inn í albúmið. Ég er mjög ánægð með hve einfalt er að setja inn myndir og myndbönd á moggabloggið og svo tengja í þetta í bloggum. Fæstir bloggarar  virðist þó nota þetta, eins og er þá virðast flest blogg eingöngu vera texti og svo tengingar í myndir sem fólk finnur annars staðar á vefnum.

Það er sniðugt ef ættfólk er víða um land að senda svona myndir til að fylgjast með börnum. Ég sakna þess mikið að hitta ekki litlu frænkur mínar oftar. Elsta systirin er nú komin í nám í Reykjavík þannig að ég sé hana oft.

Hér eru nokkrar myndir af heimasætunum frænkum mínum á Hanhóli í Bolungarvík. 

 

 

Hanhóll - Magnea Gná með jólagjafir

Hanhóll - systur

 


Ferðalag keisaramörgæsanna

KeisaramörgæsirÉg horfði í gær á Ferðalag keisaramörgæsanna  en það var ein sagnanna sem komu úr jólapökkum. Myndin er leikin heimildarmynd og sjónrænt listaverk. Ég er margs vísari um ferðalag keisaramörgæsanna og lífsbaráttu þeirra.  

Svona bíómassahreyfingar lífsins á jörðinni hafa alltaf heillað mig, alveg sama hvort það eru göngur ála milli Þangshafsins og íslenskra áa eða hvort það er flug margæsa yfir Grænlandsjökulinn eða það sem lífríkið og búsældin í hafinu við Ísland byggir á - þessar fæðugöngur og hrygningargöngur loðnunnar

 Myndin er ljóðræn og tilfinningaþrungin, mörgæsir eru manngerðar, kven- og karlraddir tala fyrir mörgæsirnar eftir því hvort fjallað er um kvenfugl eða karlfugl.  Svona frásögn snertir okkur, við þekkjum sjálfa okkur í mörgæsum svona svipað  eins og í barnateikningum þegar  barn  teiknar hús eins og mannsandlit, tveir gluggar eins og augu, dyr eins og munnur, þak eins og hár. Það er samt eins konar skynvilla að skilningur sé fólginn í samsvörun við eitthvað form eða ferli sem við þekkjum. Svona lífrænar hreyfingar eins og göngur fugla, fiska og annarra dýra eru kannski hluti af einhverjum rythma heimsins sem við greinum ekki, við vitum reyndar að þetta er háð birtu og hitastigi og þar með gangi jarðar um sólu en hugsanlega er það hamlandi fyrir einn skilning að líta f á líf mörgæsa með augum þess umhverfis sem við þekkjum meðal mamma - að líta á mörgæsir eins og faðir, móðir, barn í kjarnafjölskyldu.


Úðuð list

Veggskreytingar og götulist er oft unnin með svona tækni þar sem lit er úðað yfir fleti úr úðabrúsum og notuð eru ýmis konar skapalón og tækni til að beina úðanum í ákveðnar áttir og svo er oft rispað eða þurrkað af síðasta litalag til að fá sérstaka áferð.  Það væri gaman að prófa svona.

Hérna eru nokkur videóklipp frá Google video um svona úðun.

Videó 1
Videó 2
Videó 3


Jólamyndir - pakkaupptaka

Hvað er í pakkanumÉg skrásetti pakkaupptöku dætra minna í myndum og setti í þetta jólamyndaalbúm. Yngri dóttirin stýrði að vanda pakkaupptöku. Hér er mynd af henni við þau skyldustörf. Upp úr pökkum komu borvélar og bækur, geisladiskar og dvd diskar,  dúkahnífar, náttföt, skartgripir, olíulitir og strigi, heimagerð spil, farsími og  dvd spilari. Ásta með rafhálsmenHér er eldri dóttirin með rafhálsmen sem ég gaf henni. Það keypti ég út í Póllandi í sumar. 

 


Gleðileg jól

Austurvöllur - Oslótréð

Gleðileg jól 2006!

Set hér inn mynd af uppljómuðu Oslójólatrénu á Austurvelli. Dómkirkjan og Alþingishúsið í baksýn. En af því það er auð jörð núna og mér finnst flottara að hafa snjó þá bætti ég snjó inn á myndina. Það er hægt að gera við hvaða mynd sem er á Lunapic


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband