Heiđursborgari Torrevieja afheiđrađur

suit-noun_4616_cc1

Nú er ég farin ađ fylgjast međ stjórnmálum á Spáni og ţá sérstaklega í bćnum Torrevieja. Ţar virđist ýmislegt hafa gengiđ á undanfarin ár.  Ég sá ađ á síđasta fundi borgarráđsins ţar í bć ţá var heiđursborgari Torrevieja sviptur titlinum og mér sýnist ţetta tengjast jakkafötum sem hann lét nokkuđ alrćmdan viđskiptajöfur borga fyrir sig. Ég kímdi nú međ sjálfri mér ţví ţessi jakkaföt minntu mig á fatakaupin hans Björns Inga sem hann skrifađi á Framsóknarflokkinn áriđ 2006. Ţá var hann í frambođi til borgarstjórnar og hann gallađi sig vel upp fyrir kosningabaráttuna. Hér er lýsing á innkaupum hans:

„Um er ađ rćđa fimm jakkaföt, 26 skyrtur, 21 bindi, tíu peysur, fjögur skópör, fjögur belti, fernar gallabuxur, níu stuttermaboli, nítján sokkapör, tvo ermahnappa, frakka, leđurjakka, útijakka, langermabol, buxur og stakan jakka.”

Ţađ getur veriđ ađ einhverjum finnist nýafstađin kosningabarátta í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2018 vera nokkuđ sviplaus en ţađ hefur alveg örugglega enginn frambjóđandi ţar slitiđ 26 skyrtum og fimm jakkafötum sem hann borgađi ekki sjálfur.

Eftir borgarstjórnarkosningar 2006 tók svo hrćđilegt kjörtímabil upplausnar og óreiđu í Reykjavík, tímabil ţar sem Björn Ingi var í lykilhlutverki og tryggđi Sjálfstćđisflokknum völd og borgarstjórastól. Kjörtímabiliđ byrjađi á ţví ađ Vilhjálmur Ţ. Vilhjálmsson  varđ borgarstjóri  og Björn Ingi Hrafnsson  formađur borgarráđs. Ţađ var svo í apríl 2007 sem kviknađi í. Ţađ kviknađi í húsinu í Austurstrćti ţar sem Jörundur hundadagakóngur hafđi haldiđ til áriđ sem hann ríkti á Íslandi hingađ studdur af sápuframleiđenda nokkrum sem var ađ leita ađ ađföngum til efnagerđar sinnar. Bruninn var eins og fyrirbođi um ţađ sem koma skyldi í Reykjavík og kveikti hjá mér minningu um Rimahverfiđ og barn sem ţar ólst upp eftir ađ hverfiđ stöđvađist í byggingu. Um ţađ hef ég ort ljóđ.

Ţađ var svo 11. október 2007 sem borgarstjórn féll út af REI-málinu og Dagur B. Eggertsson varđ borgarstjóri . Björn Ingi  sagđi af sér sem borgarfulltrúi í janúar 2008 eftir ađ mikil fjölmiđlaumrćđa varđ um fatakaup hans og fleiri mál.

villan3

Ţann 21. janúar 2008 skömmu eftir ađ  Ólafur Magnússon borgarfulltrúi kom úr veikindaleyfi ţá tilkynntu hann og Vilhjálmur ađ ţeir hefđu myndađ meirihluta og yrđi Ólafur borgarstjóri en Vilhjálmur formađur borgarráđs. Ţađ var sannkölluđ jarđarfararmynd sem birtist af borgarfulltrúum Sjálfstćđisflokksins ţegar Ólafur F. varđ borgarstjóri, ţađ var eins og ţau vćru öll mjög miđur sín og skömmuđust sín mikiđ. Öll nema Vilhjálmur.

Ég skrifađi á sínum tíma tvö blogg um jarđarfarasvipinn á Sjálfstćđismönnum:
Jarđarfararsvipur 1

Jarđarfararsvipur 2

Ég skrifađi líka um daginn sem Ólafur varđ borgarstjóri 21. janúar 2008 bloggiđ Svartur mánudagur en ţađ sem var ekki vegna borgarstjóraskiptanna ţó ţau vćru skrýtin heldur vegna fyrirbođa sem ég skynjađi ţá í fjármálalífi heimsins.  Ég skrifađi eftirfarandi:

"Alls stađar í heiminum fellur gengi hlutabréfa. Hlutabréf endurspegla vćntingar og trú á framtíđina. Hlutabréfamarkađir eru lokađir í Bandaríkjunum í dag vegna fría og ţađ verđur spennandi ađ sjá hvađ gerist ţegar ţeir opna á morgun. Ţađ er bölsýni í lofti og fjárfestar hafa ekki trú á ađ áćtlanir Bandarískra stjórnvalda bćti ástandiđ.

Sennilega er góđćriđ liđiđ hérna á Íslandi. Kannski stoppar allt í byggingu, svipađ og gerđist međ Rimahverfiđ á sínum tíma. Ţađ var skrýtiđ ađ sjá ţar heilu blokkirnar sem voru í byggingu og enginn vann lengur í ţví ađ engir keyptu. Smán saman fóru nýbyggingarnar sem aldrei neinn hafđi flutt inn í ađ líkjast rústum."

 Ástandiđ var skrýtiđ, borgarfulltrúar misnotuđu veikindi Ólafs  Öllum sem ţekkja til Ólafs er ljóst ađ hann er hćfileikamađur og hugsjónamađur og afar fćr á mörgum sviđum en líka ađ sem borgarstjóri var hann ekki heppilegur og var hann borgarstjóri í rúma 200 daga en stjórn hans sprakk rétt fyrir Hrun.

Ţá tók viđ stjórn Sjálfstćđisflokks og Framsóknar og var Hanna Birna borgarstjóri. Ţá kom Hrun og ég held ađ allir flokkar hafi ţá snúiđ bökum saman og síđasta tímabil ţess kjörtímabils hafi veriđ farsćlast.

Ţegar ég horfi í baksýnisspegilinn ţá sýnist mér ađ á ţví kjörtímabili 2006-2010 hafi sú upplausn sem núna einkennir stjórnmál hafist. Á ţví kjörtímabili voru tvö frambođ međ eingöngu einn fulltrúa í lykilađstöđu ţ.e. Björn Ingi og síđar Óskar hjá Framsóknarflokknum og Ólafur F. Magnússon hjá F-listanum. Ég held ekki ađ ţađ gerist aftur. Einfaldlega vegna ţess ađ ţađ eru svo mörg lítil frambođ og meirihlutinn núna er ekki sterkur og ekki minnihlutinn heldur. Ţađ verđur vonandi nćr ţví ađ vera stjórn ţar sem bćđi meirihluti og minnihluti vinna saman og vilji kjósenda endurspeglast ţannig í stjórnun borgarinnar.

 

En aftur ađ samlíkingunni viđ heiđursborgara Torrevieja og Reykjavíkur. Ég held ekki ađ ţađ sé líklegt ađ Björn Ingi verđi í bráđ heiđursborgari í Reykjavík ţó hann hafi leikiđ stórt hlutverk í einni tíđ og hafi veriđ ţurftafrekur á jakkaföt. Ég skođađi lista yfir heiđursborgara í Reykjavík og mér sýnist ekki líklegt ađ ţađ ţurfi ađ afheiđra einhvern á nćstu árum. 

  • Séra Bjarni Jónsson, dómprófastur og biskup 1961
  • Kristján Sveinsson, augnlćknir 1975
  • Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi Forseti Íslands 2010
  • Erró, myndlistarmađur 2012
  • Yoko Ono, myndlistarmađur 2013
  • Friđrik Ólafsson, stórmeistari í skák 2015
  • Ţorgerđur Ingólfsdóttir 2017

En ég fór ađ skođa meira ţessi spillingarmál sem Fransisco Camps fyrrum heiđursborgari í Torrevieja tengist. Hann er stjórnmálamađur í flokki íhaldsmanna sem nefnist Partido Popular (PP) og  var forseti Valencia hérađs en ţurfti ađ segja af sér vegna fjármálahneykslis sem kallađ er Gürtel máliđ. Sá hluti af málinu sem snertir heiđurborgarann afheiđrađa er kallađ "jakkafatamáliđ":

"A case involving the Valencian branch of the alleged network went to court relatively quickly. It was known in the press as the "suitgate" affair, as it involved allegations regarding suits supposedly given to prominent Valencian politician Francisco Camps "

Hér er meira um spćnska jakkafatamaliđ í El Pais. Ţess má geta ađ í málaferlum var Fransisco Camps sýknađur en svo virđist sem jakkafatamáliđ hafi eyđilagt stjórnmálaferil hans.

Ţađ hafa margar greinar birst í íslenskum blöđum um Gurtel máliđ, ég hafđi bara ekki tekiđ eftir ţví fyrr en ég gúglađi jakkafata heiđursborgarann. Máliđ snýst um ađ kaup­sýslumađur­inn Francisco Cor­rea er sakađur um ađ hafa greitt mútu­greiđslur til ađ fyr­ir­tćki hans fengju samn­inga viđ hiđ op­in­bera víđa um Spán. Orđiđ Gurtel er ţýsk útgáfa af nafni höfuđpaursins Correa og ţađ merkir belti og er sennilega skylt íslenska orđinu ađ "girđa sig" og orđinu girđing, ég held ađ ţađ hafi veriđ notađ um belti sem er krćkt saman og hafi ţannig fćrst yfir ţetta spillingarmál sem krćkti saman víđa um Spán mútuţćga stjórnmálamenn og ţá sem vildu samninga viđ stjórnvöld.

Mér sýnist Gurtel máliđ móta spönsk stjórnmál núna og velta valdhöfum. Ríkisstjórn Spánar undir forustu Rajoy féll nýlega međ bauki og bramli út af Gurtel málinu og fleiri slíkum. Ţađ voru fulltrúar Baska sem höfđu úrslitaáhrif, ţeir studdu vantraust á ríkisstjórnina vegna Gurtel  spillingarmálanna. Ţađ ţýddi  ađ andstćđingar Rajoy á ţingi urđu 180 en ţađ ţurfti 176 til ađ fá í gegnum ţingiđ  ţá vantrausttillögu sem felldi hann.

Ţađ er núna hagfrćđingurinnn Pedro Sánchez sem er forsćtisráđherra Spánar.


Hér eru nokkrar íslenskar greinar um máliđ:

Stćrsta spillingamál Spánar um árabil

Lögđu fram tillögu um vantraust

Líklegt ađ sósialistinn Sánchez komist til valda í dag (Vísir, 1. júní 2018)

Spćnska ríkisstjórnin fallin (vísir, 31. maí 2018)

Spillingarmál skekur stjórnarflokkana á Spáni (Vísir 27. maí 2018)

 

Ţađ er líka heilmikiđ í spćnskum blöđum en ég er nú ekki sleip í spćnsku ennţá:

La trama Gürtel

La trama Gurtel echa el telón

 

Jakkafatamáliđ hans Camps fyrrum heiđursborgara virđist hafa skipt máli ţó ţađ sé ekki stćrsta spillingarmáliđ. Hér er einhvers konar tímalína yfir Gurtel máliđ. 


Annars sýnist mér fjármálahneyksli halda áfram í nýju stjórninni. Maxim Huerta sem var menningarráđherra varđ ađ segja af sér eftir viku í embćtti vegna ţess ađ hann hafđi svikiđ undan skatti 2017 243.000 evrur

myndin af jakkafötum er frá nounproject eftir Adal Multin.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband