Svartur mánudagur

 Vísir  heldur að Ólafur sprengi til að komast í kompaní með Vilhjálmi. Ég vona að ekkert sé satt í þessu, þetta er vísir á óstjórn í Reykjavík. Það er margt ágætis fólk í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn en Vilhjálmur nýtur ekki trausts lengur og vandséð að það komi nokkurn tíma aftur.  Það er hroðalegt að hafa stjórn í Reykjavík sem bara lafir og sem nýtur ekki trausts. Ólafur er ágætur en það er ekki gott að hafa borgarstjóra sem er fulltrúi svona fárra Reykvíkinga. Ólafur er  margra hluta vegna ekki heppilegt borgarstjóraefni.

Það er ferlegt að hafa bara eins manns meirihluta. Ég held að svona sviptingar geri ekki annað en veikja stjórn borgarinnar. Ég er ágætlega sátt við það stjórnarmynstur sem núna er í ríkisstjórn þó ég styðji hvorugar flokkinn. Úrslit kosninganna voru hins vegar þannig að þetta eru stærstu flokkarnir, þeir hafa góðan meirihluta og liðstyrkur þeirra og áhrif þeirra í stjórnsýslunni endurspegla vilja landsmanna. Það er lýðræðislegt.

En það var nú reyndar ljóst að Sjálfstæðismenn myndu róa að því öllum árum að komast aftur til valda. Mér hefði fundist samt fundist skynsamlegra hjá þeim að skipta út oddvita sínum fyrst.

Nýr meirihluti boðar blaðamannafund klukkan 19:00

Fundað stíft um nýjan borgarstjórnarmeirihluta

En ég hef meiri áhyggjur af öðru... Allt er á fallanda fæti í peningaheiminum 

Eignamenn sem og launþegar sem fá borgað í íslenskum krónum eru að tapa stórt þessa daganna. Við munum öll finna fyrir því.  Kaupið okkar dugar skemur þegar gengið hefur á smátíma fallið um meira en 10% og núna er biksvart á hlutabréfamarkaðnum hérlendis sem og erlendis. Þetta er versti dagurinn  frá 11. september 2001 fyrir FTSE100 vísitöluna. 

Hér er yfirlit yfir stærstu dýfur þeirrar vísitölu

20/10/87 down 12.2%
19/10/87 down 10.8%
26/10/87 down 6.2%
11/09/01 down 5.7%
22/10/87 down 5.7%
 
Alls staðar í heiminum fellur gengi hlutabréfa. Hlutabréf endurspegla væntingar og trú á framtíðina. Hlutabréfamarkaðir eru lokaðir í Bandaríkjunum í dag vegna fría og það verður spennandi að sjá hvað gerist þegar þeir opna á morgun. Það er bölsýni í lofti og fjárfestar hafa ekki trú á að áætlanir Bandarískra stjórnvalda bæti ástandið.
 
Sennilega er góðærið liðið hérna á Íslandi. Kannski stoppar allt í byggingu, svipað og gerðist með Rimahverfið á sínum tíma. Það var skrýtið að sjá þar heilu blokkirnar sem voru í byggingu og enginn vann lengur í því að engir keyptu. Smán saman fóru nýbyggingarnar sem aldrei neinn hafði flutt inn í að líkjast rústum. 
 
 

BBC - Global shares tumble on US fears

CNNMoney: Stocks fall sharply worldwide

 


mbl.is Mikil lækkun hlutabréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ekki líst mér vel á þetta ef satt er

Katrín Ósk Adamsdóttir, 21.1.2008 kl. 18:24

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Já Salvör þetta eru áhyggjuvekjandi dýfur.

Anna Karlsdóttir, 21.1.2008 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband