20.6.2018 | 13:16
Áriđ sem Lúlli litli var sex ára
Áriđ sem Lúlli litli var sex ára vildi Katrín taka ađ sér ţriggja ára stelpu frá Austurríki en pabbi hans Lúlla sagđi nei. Og hann réđ öllu. Ţví hann var forsćtisráđherra. Hét Hermann Jónasson. Fjölskylduađstćđur telpunnar voru eins og margra gyđingabarna á ţessum tíma. Fađirinn kominn í fangabúđir og móđirin á leiđ í fangabúđir og leitađi nú í örvćntingu ađ koma barninu úr landi. Telpan átti ađ koma međ hópi "hrakhólabarna" en mannvinir reyndu ađ koma svoleiđis flóttabörnum til ríkja sem ekki voru undir nazistastjórn, vitandi ađ ţeim var bráđur bani búinn í heimkynnum sínum. Hvergi nema á Íslandi tálmuđu stjórnvöld ţví ađ flóttabörn kćmu. Og á Íslandi var bara einn mađur sem stóđ í vegi fyrir ţví. Ţađ var Hermann Jónasson. Hvađ honum gekk til og hvers vegna hann sýndi svona mikla grimmd vitum viđ aldrei. En minning um Hermann lifir í gerđum hans eins og ţćr eru skráđar hérna í frásögn Katrínar frá 1939, Mannúđ bönnuđ:
Önnur lönd tóku viđ börnum sem eins var ástatt fyrir og litlu stúlkunni sem Katrín vildi veita skjól. Ţetta er ađgerđ sem nefnd hefur veriđ Kindertransport.
Hér eru tenglar og frćđsluefni um "hrakhólabörnin" eđa Kindertransport
- Kindertransport (grein á ensku Wikipedia)
- Kindertransport (Jewish Virtual Library)
- 6 stories of the Kindertransport
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:30 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.