Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Lesið úr tölum - Lýst eftir 100 milljón konum

Ég var að skoða frétt á mbl.is um að fóstureyðingalyf hefði verið bannað í einu héraði í Kína til þess að rétta við kynjahlutfallið.  Inntak greinarinnar og það sjónarhorn sem hún sýnir er súmmað upp í þessari setningu: "Samkvæmt rannsókn sem franska lýðfræðirannsóknarstofnunin hefur gert munu 25 milljónir kínverskra karla verða einhleypir og án vonar um að eignast konu árið 2015 ef fer fram sem horfir."

Það er skrýtið hvað fólk getur lesið út úr statistík. Það er aðalatriði í þessari frétt hvaða spá hún felur í sér um konuvöntun í framtíðinni og þolendurnir eru samkvæmt fréttinni einhleypir karlmenn. Þessi frétt breiðir yfir grimmd og morð þar sem fóstur eru deydd í móðurkviði og meybörnum slátrað. Það er ekki gert einu sinni og ekki tvisvar. Það bendir allt til þess að það sé gert mörg hundruð milljón sinnum.  Ég skrifaði 12. maí 2006 eftirfarandi  pistil Það vantar 100 milljón konur :

 uno-svenson1
Fyrir nokkrum árum fór ég á sýningu á verkum listamannsins Uno Svenson (Svíi númer eitt) í menningarmiðstöðinni í heimabæ hans Ronneby. Þar hreifst ég mest af málverkum hans af fóstrum - málverkum af mistökum í fósturframleiðslu og úrgangi í framleiðsluferli sem framleiðir menn, málverkum af fóstrum og barnslíkum sem kastað er í ruslið. Á sama tíma og ég horfði á verk Unos þá heyrði ég í lúðrasveit eða hljómsveit, svo þusti inn í sýningarsalinn stelpnahópur í skærrauðum búningum, glaðar og háværar litlar stelpur í með sprota í hendi. Í huga mér tengist stelpnahópurinn við hryllingsmyndirnar af tæknivæddri mannaframleiðslu sem Uno Svensson brá upp og minnir mig á hverju er helst kastað burt úr mannaframleiðslunni. (Mynd: Sænskar stelpur fyrir framan verk Uno Svenson, Ronneby 2001)

Í gærkvöldi horfi ég á þáttinn Saknas: 100 milljoner kvinnor í sænska sjónvarpinu. Það var frönsk heimildarmynd gerð af Manon Loizeau á ferðalögum í Indlandi, Pakistan og Kína. Í sumum héruðum Indlands svo sem Punjab og Haryana eru miklu fleiri karlmenn en konur, já miklu fleiri en tölfræðin myndi áætla. Skýringin er sú að stúlkubörnum er slátrað þegar í móðurkviði. Í hverju þorpi eru einkareknar sónarstöðvar sem geta skoðað fóstur og sagt til um hvort það er strákur eða stelpa og ein vinsæl auglýsing slíkra stöðva er slagorðið "Borgaðu 500 rúpíur núna í dag - sparaðu 50000 rúpíur í framtíðinni", auglýsing sem við skiljum ekki en vísar til þess að í indversku samfélagi er víða litið á stúlkubörn sem bagga og fjölskyldur eru hræddar við að eiga ekki fyrir heimanmundi (dowry) þegar stúlkur giftast.

Tölur sem nefndar voru í myndinni eru að af sex milljónum fóstureyðinga í Indlandi á ákveðnu tímabili þá eru 90 % þeirra deyðing á kvenkyns fóstrum. Í þættinum var viðtal við mæður í sveitahéruðum sem lýstu því hvernig þær höfðu drepið meybörn með því að svelta þau, blanda tóbaki og öðru eitri við mjólk eða kæfa þau. Það var líka sýnt inn í þorp piparsveina - sveitaþorp þar sem unga fólkið er næstum eingöngu ungir karlmenn og það var viðtal við unga menn sem hafa enga möguleika á því að kvænast - það eru engar konur. Það var líka fylgst með samtökum sem reynir að greina hvaða stúlkubörn eru í hættu á að vera drepin og vanrækt til dauða, fjölskyldan er heimsótt og reynt að styðja við móðurina og fá hana hana til að annast barnið.

Kvikmyndagerðarmaðurinn ferðaðist líka til Pakistan og fylgdi eftir manni sem safnar saman barnslíkum og reynir að finna ungabörn á lífi - hann finnur um 20 börn á mánuði, allt stúlkubörn. Svo var líka fjallað um Kína en þar vantar bara 50 milljón konur. Þar eru munaðarleysingjahælin full af stelpum, strákar eru ekki bornir út nema þeir séu bæklaðir.

Það eru margar skýringar gefnar á útburði meybarna og hvers vegna meyfóstur eru deydd í móðurkviði. Í Kína er skýringin sögð eins barns stefna stjórnvalda - það að fjölskyldur megi ekki eiga nema eitt barn en í Indlandi er skýringin sögð barnmargar fjölskyldur og fátækt, í Pakistan er það allsleysi og örbirgð.

uno-svenson2Útburður meybarna og deyðing meyfóstra er langt í frá neitt nýtt í mannkynssögunni, á gendercide.org er grein um útrýmingu meybarna. Í sögum af bernsku tveggja persóna í biblíunni eru talað um útrýmingu sveinbarna. Þannig var Móses lagður í reyrkörfu og fleytt út á Níl vegna þess að slátra átti sveinbörnum og Jesús hafður í felum út af Heródesi sem ætlaði að aflífa öll nýfædd sveinbörn. Ef til vill eru sögurnar sannar og ef til vill var þetta vopn sem herraþjóð beitti. En það getur líka verið að þessar sögur hafi orðið til vegna þess að það var svo sjaldgæft að aflífa sveinbörn - og þessi tilhugsun að slátra sveinbörnum hafi gert sögurnar áhrifameiri og fest þær í minni samfélaga sem undursamlega og guðdómlega björgun.


Hér er ein af myndum Uno Svenson af úrkastinu úr framleiðslu manna.

 


mbl.is Fóstureyðingarlyf bönnuð í kínversku héraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjötugsafmæli Saddams

Handshake300Ég tók púlsinn á bloggumræðunni í heiminum í gær, allir ræddu um aftöku Saddams. Nánast öll blogg sem ég las fordæmdu hana,  og vönduðu ekki bandarískum stjórnvöldum kveðjurnar.

Það er  ekki hægt að breiða fjöður yfir að Bandaríkjamenn studdu hann á ýmsan hátt til valda, hér er mynd af því þegar Don Rumsfeld heilsaði upp á hann um árið og lesa má hérna um gæsku Bandaríkjamanna við Saddam gegnum tíðina: Top Ten Ways the US Enabled Saddam Hussein.

Ég hef samt engan einasta heyrt láta hlýlega orð falla um Saddam. Hann var illur harðstjóri og enginn virðist  á móti því að hann þyrfti að svara til saka fyrir voðaverk sín. Það sem fólki finnst að er hvernig staðið var að réttarhöldunum og hvern þátt Bandaríkjamenn áttu í þeim og reyndar líka hvert viðhorf fólks er til dauðarefsinga.  Ég hef velt fyrir mér hvers vegna lá svona mikið á og hvers vegna Saddam var sakfelldur eingöngu fyrir  hluta af þeim morðum og stríðsglæpum sem hann er talinn hafa átt hlut að. Hugsanleg skýring er að þetta tengist því hvernig USA persónugerir stríðsrekstur sinn. Ráðist var inn í Afganistan til að finna Bin Laden og Írak til að hrekja Saddan frá völdum. Kannski skiptir miklu máli að klára málið og það verður ekki gert nema hrósa sigri yfir líkum andstæðinga sinna og brenna þá ímynd inn í huga þeirra að sjá hinn sigraða liggja í duftinu, það hefur verið gert frá örófi alda, margar sagnir eru af því í mannkynssögunni. Kannski stendur til að snúa sér að einhverju öðru t.d. Norður-Kóreu. Kannski skipti líka miklu máli að Saddam hefði orðið sjötugur eftir nokkra mánuði og eftir því sem ég hef lesið þá er ekki hægt að dæma menn yfir sjötugt til dauðarefsingar í þeim lögum sem hann er dæmdur eftir. Sem sagt, ef réttarhöldin hefðu dregist og verið ítarlegri þá hefði ekki verið hægt að taka Saddam af lífi. Þetta er kannski aðalástæðan fyrir því sem sumir hafa kallað kengúruréttarhöld.

Hér eru nokkur  blogg sem  fjalla um Saddam:

Where Were the Mass Graves?

Bloggarinn Cenk Uygur segir frá því að í útsendingum frá dauða Saddams var hamrað á því aftur og aftur að þarna færi fjöldamorðingi og það væru til fjöldagrafir. Allt að 300.000 hefðu verið drepnir í stjórnartíð hans. En Saddam  var  ákærður fyrir 148 látna í Dujail. Bloggarinn vitnar í fræga tilvitnun úr Nurnberg réttarhöldunum "We must never forget that the record on which we judge these defendants is the record on which history will judge us tomorrow." og Cenk Uygur segir:

"Við þurfum að hafa mannkynsöguna á okkar bandi hérna. Munið að við réðumst inn í landið og settum allt á hvorf vegna þess að Saddam var vondur gæi. Þess vegna væri flott að sýna það og sanna. Réttarhöldin virðast þriðja flokks hroðaverk. Ef til vill vegna þess að allt er í klessu í Írak og þau eru framkvæmt af þeim sömu aðilum og settu allt á hvolf.

Hlífið mér við ruglinu um að Írak sé sjálfstætt ríki og þeir sjái um réttahaldið og við komum þar hvergi nærri. Saddam olli dauða hundruða þúsunda fólks þegar hann hóf stríð við Íran. Það kom ekki fram í réttarhöldunum. Ég er viss um að sú staðreynd að USA studdi hann  og  Don Rumsfeld seldi honum vopn til að nota í því stríði skipti alls engu máli um hvort að það dregið fram  í réttarhöldunum ... sem Írakar stýrðu."

 Another Dead Iraqi 

Silencing Saddam

There Is No Victory in Saddam's Execution

What is evil?

 NRO.

Americans played key role in case


Passíusálmur númer 51

Ég fylgist með fréttum í dag og ég man í svipinn ekki á hvaða öld ég er. Er ég stödd í miðri hryllingsmynd þar sem sögusviðið eru hinar  myrku miðaldir og  aðalskemmtanir almúgans eru opinberar hengingar eða er ég að spila netleik þar sem ég flakka milli tilverustiga og er núna í svipinn föst á borðinu Helvíti þar sem ofbeldi og vald er dýrkað.  

Í greininni Metaphor and War, Again eftir George Lakoff fjallar hann um hvernig táknmyndir eru notaðar til að réttlæta stríð. Hann bendir á hvernig utanríkisstefna Bandaríkjanna notar einn mann sem tákn fyrir þjóð, hvernig Saddam  Hussein er tákn fyrir óvininn.

Ég velti fyrir mér hvernig Lakoff myndi útskýra  þá atburðarás sem nú er teiknuð upp fyrir okkur í fréttum. Hér eru tvær skjámyndir sem sýna þá mynd af atburðum sem Morgunblaðið heldur að okkur, fyrsta fréttin af aftökunni og svo aftakan í máli og myndum og vídeóklippum.

saddamaftaka

saddamaftaka2

Skáldið Steinn Steinarr orti þennan Passíusálm um aftöku og áhorfendur.

Á Valhúsahæðinni er verið að krossfesta mann
og fólkið tekur sér far með strætisvagninum
til þess að  horfa á hann

það er sólskin og hiti og sjórinn er sléttur og blár
þetta er laglegur maður með mikið enni
og mógult hár

og stúlka með sægræn augu segir við mig
skyldi manninum ekki leiðast að láta
krossfesta sig?

 


mbl.is Skiptar skoðanir um aftöku Saddams Hussein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fanginn Saddam tekinn af lífi

SaddamHussein_2004July01_croppedÉg hrökk upp áðan, það hringdi einhver útlendingur á slaginu þrjú um nótt. Það var skakkt númer, hann spurði eftir einhverri  Moniku heyrðist mér en símhringingin hljómaði eins og sú líkhringing sem núna er send út um heimsbyggðina. Ég sé að nú er komin á forsíðu BBC frétt um að Saddam hafi verið hengdur rétt fyrir kl. 3 eins og áður hafði verið tilkynnt.

Ég vona að Saddam hafi verið sýnd virðing á dauðastund hans en ég er ekki allt of vongóð um það. Í fréttum gærdagsins kom fram að til stæði að kvikmynda líflát Saddams til að tryggja að ekki kæmust á kreik sögur um hetjudauða hans. Á dauði Saddams að vera til sýnis? Er það í samræmi við alþjóðasamþykktir um réttindi fanga? 

Ég rifja upp það sem ég hef skrifað á blogg  undanfarin ár um Saddam. Ég skrifaði um Saddam þegar fréttir bárust af handtöku hans: 

"...... Og það allra mikilvægasta er að beina fólki að því að velta sér ekki upp úr ógæfu annarra og niðurlægingu - í gær var Saddam  handtekinn og ég hef sá á ótal breiðbandsstöðvum sömu niðurlægjandi senuna af handtöku hans - lúsaleit og svokallaða læknisskoðun. Samt er þetta brot á alþjóðasamþykktum um meðferð fanga, þeir eiga ekki að vera til sýnis á niðurlægjandi hátt. Ég heyrði líka marga ágæta menn íslenska tala af lítilsvirðingu um manninn sem hefur verið handtekinn, ég heyrði forsætisráðherra tala um kallinn í holunni, ég heyrði Jón Orm tala og ég las blogg Hr. Muzak um málið:"..... Sitjandi á botni þriggja metra djúprar holu, skítugur og skeggjaður, auðmjúkur og aumingjalegur með 750.000 dollara í ferðatösku... Hversu lágt leggjast menn? Hversu aumingjalega er hægt að enda feril sinn sem harðstjóri? Hann gat ekki einu sinni sýnt þann dug að skjóta sig í hausinn..."

Þarna er verið að tala um beygðan mann sem hefur þolað mikið mótlæti undanfarið, synir hans hafa verið drepnir og hann hefur ennþá ekki verið dæmdur. Ég held ekki að Saddam sé góður maður og hann lét fremja voðaverk í stjórnartíð sinni en ég held að við séum ekki á réttri braut ef við látum blindast af hefndarþorsta og múgæsingu. Það var vestrænum fjölmiðlum til skammar hvernig fréttaflutningur var af handtöku Saddams og það var til skammar þessi líksýning af sonum hans á sínum tíma. Herra Muzak skrifar nokkrum dögum áður í bloggið sitt undir yfirskriftinni Verðug áminning þar sem hann vitnað í óhappasöguna hans Togga. Sú frásögn lætur engan ósnortinn og látum frásögn Togga verða verðuga áminningu - ekki bara um eitthvað sem gerðist í fortíðinni - heldur um að réttlát og manneskjuleg umfjöllun á líka að vera um allt fólk sem er handsamað fyrir glæpi. Jafnvel þó okkur finnist þeir glæpir viðurstyggilegir og við teljum að viðkomandi sé hættulegur. Fólk telst líka saklaust þangað til það hefur verið dæmt af dómstólum. En fólk sem hefur verið dæmt fyrir glæpi og afplánað refsingu sína á heldur ekki að sæta eilífri útskúfun. 

15.12.2003 hugleiðing  um fréttir sem nútímaþjóðsögu

Skrýtið hvað fólk heldur að fréttir séu mikill sannleikur... eiginlega er það rétt að þessi handtaka var einhvers konar opinber aftaka... og var einhvers skonar goðsaga - svona hraðsoðin nútíma þjóðsaga - sögð frá sjónarhóli vestrænna fjölmiðla. Sagan af manni sem sem var lítill í sér, var svona moldbúi og grafinn niður í jörðina, sagan af hvernig hann sveik og ætlaði að svíkja (peningarnir), sagan af því hvernig hann var svikinn (uppljóstrunin) og af hverjum hann var svikinn (meðlimi úr eigin fjölskyldu). Kannski var tilbúningur á þessari þjóðsögu ekki verk eins manns... en það var óhugnanlegt að fylgjast með hvað hún var tekin fljótt upp og með hve miklum leifturhraða hún barst um heimsbyggðinni.

7.4.03  Táknmyndir og stríð

Í greininni Metaphor and War, Again eftir George Lakoff fjallar hann um hvernig táknmyndir eru notaðar til að réttlæta stríð. Hann bendir á hvernig utanríkisstefna Bandaríkjanna notar einn mann sem tákn fyrir þjóð, hvernig Saddam  Hussein er tákn fyrir óvininn og hvernig stríðið sem nú er háð felur alla aðra Íraka sem þjást í stríðinu

5.4.03 Stemming í stríðinu
Sé á fréttavefjum að nú er hart barist í Bagdad. Allir eru að frelsa íröksku þjóðina. Eftir fréttamiðlunum að dæma finnst fólki þar mjög gaman að láta frelsa sig. Ég sá myndskeið með Saddam þar sem hann er umkringdur fullt af fólki og rífandi stemming hjá þeim og þeir voru glaðir og sigurhreifir í bragði. Ég sá líka myndskeið af þegar hersveitir USA fara inn í bæi og glaður og fagnandi almúginn vinkar þeim á götunum í svona 17 júní stemmingu.Svo voru líka í DV í gær myndir af amerískum hjúkrunarliða í einni hersveitinni með nýfætt barn í fanginu og yfirskriftin var Hermenn koma barni í heiminn. Allir eru sem sagt að hjálpa öllum og allir velkomnir.

Er stríðið svona? Eða er stríðið sprengjuregn og eldglæringar og götubardagar? Eða er stríðið fyrir flesta seta fyrir framan fréttamiðlanna bíðandi eftir fréttum og metandi áreiðanleika þeirra


mbl.is Segir Saddam verða tekinn af lífi í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10 þúsund týndar skopmyndir eftir Sigmund - Veit einhver um þær?

Þann  15. desember 2004 keypti íslenska ríkið 10 þúsund teikningar eftir Sigmund og hugðist gera þær aðgengilegar á Netinu. Ég finn þær hvergi. Eða er það einhver misskilningur hjá mér? Ég er alveg sammála Guðmundi Magnússyni að það vantar uppsláttarrit um íslenska skopmyndateiknara en ég held ekki að það sé best að gera bók um þá. Ég held að Wikipedia og reyndar ýmis önnur wikikerfi  sé besta verkfærið fyrir svoleiðis ritverk í dag og ég er reyndar byrjuð að skrifa greinar um fjóra íslenska skopmyndateiknara á Wikipedia. Hérna eru þessar greinar:

 Svo bjó ég til flokkinn Íslenskir skopmyndateiknarar 

Vonandi taka aðrir undir þetta framtak og bæta við  greinarnar eða búa til nýjar greinar um skopmyndateiknara sem vantar. Hér eru leiðbeiningar frá mér um hvernig á að setja inn greinar um persónur á Wikipedia.

Ég vona að þess verði gætt að skopmyndirnar eftir Sigmund verði með einhverju höfundarleyfi CC þannig að það megi nota þær t.d. í Wikipedíu. 

Hér er greinin hjá Guðmundi Magnússyni:

Við þurfum bók um sögu skopteikninga 

Þess má geta að það sem sett er inn í Wikipedia er eitthvað sem allir mega nota og ekki þarf að spyrja neinn um leyfi. Ég skrifaði greinina um Sigmund eftir að hafa flett upp í gagnasafni Morgunblaðsins og fleiri ritum en svo sé ég að Vestmannaeyjavefurinn heimaslóð.is  hefur tekið efni úr  greininni minni  á Wikipedíu  inn á sinn vef.  Þetta er skemmtilegt dæmi um notkunargildi Wikipedia, mér finnst gaman að það sem ég hef sett inn á Wikipedia um Vestmanneyinginn Sigmund sé tekið upp á upplýsingavef um Vestmannaeyjar.

 


Hver má blogga hjá RÚV?

sigmarbloggÍ Fréttablaðinu í dag er þessi klausa um blogg (sjá skjámynd hér til hliðar) og því haldið fram að RúV hafi skipulega lagst gegn því að starfsfólk bloggaði nema með takmörkunum (sjá blogg Páls Ásgeirs)

Akkúrat núna þá er mikil gróska í bloggi um samfélagsmál. Ég held að það sé ekki síst fyrir tilstilli moggabloggsins, það er prýðis vettvangur því bloggkerfið er einfalt og tengist  Morgunblaðsvefnum og fréttaumfjöllun þar auk þess sem bloggarar geta auðveldlega haft yfirsýn yfir önnur blogg á moggavefnum. Það er allt öðru hópur sem núna þyrpist á blog.is miðað við folk.is á sínum tíma. Það er miklu ráðsettara fólk á blog.is og margir virðast blogga af alefli og líta á bloggið sem öflugt tæki til að koma sér á framfæri í stjórnmálum. Moggabloggið  hefur  einnig fært bloggurum, alla vega þeim sem eru svo heppnir að komast í valin blogg marga lesendur, miklu fleiri en bloggarar eru vanir að hafa.  

 Moggabloggið er núna í augnablikinu  heitasti reiturinn í netumræðu um þjóðfélagsmál á Íslandi. Ég hugsa að vefrit eins og deiglan.com og umræðuvettvangar eins og malefnin.comséu í daufara lagi, sennilega lesa fáir deiglupistlana. Það er til marks um velgengni Moggabloggsins að bloggkóngur Íslands sem ríkir á útskeri nokkru sem kaninka heitir endar núna alla pistla sína með formælingum út í moggabloggið.

Skrifin á moggablogginu eru miklu hógværari og kurteislegri en ég hef vanist hingað til á bloggi. Það er helst að fólk missi stjórn á sér þegar verið er að ata pólitíska andstæðinga aur.  En þó skrifin séu hógværari þá er það svo að miklu fleiri lesa núna þessi skrif og mjög líklega þeir sem um er rætt. Eitt eftirlætis orð margra sem vilja afla sér vinsælda í bloggheimum er sögnin að skúbba og nafnorðið skúbb. Ýmsir keppast við að vera fyrstir með fréttir, væntanlega í von fleiri lesendur og meiri athygli og þá völd samfara því. Sérstaklega virðast þeir sem einhvern tíma hafa unnið á fjölmiðlum hafa gaman að þessum skúbbleikum. 

Það er gaman að fylgjast með því að fyrirtæki eru núna að prófa blogg sem miðil t.d. Brimborg. Hugsanlega eru líka stjórnmálaflokkar og ýmis félagasamtök markvisst að nota blogg í sinni baráttu og það er líklegt að það sé í verksviði þeirra sem kynningar- og ímyndarmál heyra undir að fylgjast með bloggumræðu um vörur og þjónustu.

En allt þetta vekur umræður um siðferðismál og starfsmannastefnu og blogg.  Sjaldan hefur verið brýnna en núna að ræða um það.  Geta fyrirtæki bannað starfsmönnum að blogga? Geta fyrirtæki sett reglur um blogg starfsmanna sinna? Að vissu leyti geta þau það.  Í mörgum tilvikum þá er ætlast til þagmælsku af starfsmönnum um málefni sem tilheyra starfi þeirra og að starfsmenn fylgi ákveðnum vinnureglum. Ef um opinbera starfsmenn er að ræða þá verða þeir að hlýða reglum og lögum sem gilda um opinbera starfsmenn og þar er m.a. tiltekið að ekki megi tala niðrandi um starfsgreinina. Í mörgum störfum þá þarf að vinna með fólk og starfsfólk kemst að ýmsu. Má skrifa það á blogg? Hvað ef ég væri að vinna á dvalarheimili fyrir aldraða? Má ég blogga um starfið mitt? Mega foreldrar blogga um börnin sín og viðkvæm vandamál og veikindi þeirra?  


Fangelsið Ameríka - topplistar hjá Time.

Ég skoðaði listana hjá Time yfir hvað markverkt hefði gerst á árinu, bestu vefina o.fl. Ég hrökk við þegar ég las listann yfir ekki-fréttir ársins, listann yfir það sem ekki hefði ekki náð neinni athygli. Ein af þeim fréttum var að metfjöldi Bandaríkjamanna situr núna í fangelsum. Kastljósið hefur beinst að fangabúðum fyrir hryðjuverkamenn og fangaflutningum.  Fjöldi í fangelsum í Bandaríkjunum hefur áttfaldast síðan 1975. Þetta er sterk vísbending um að það  einhverju sé verulega áfátt í bandarísku samfélagi.

Hér er fréttin:

 RECORD NUMBER OF AMERICANS JAILED
The Justice Department reported in November that a record 7 million people — or one in every 32 adults in the U.S. — were behind bars, on probation or on parole at the end of last year. Some 2.2 million Americans were in prison or jail on Dec. 31. 2005, but there was little coverage of this population's 2.7% rise from the previous year or of its eight-fold increase since 1975. Nor was there much discussion of overcrowding (the federal prison system is operating at 34% over capacity) or of the cost associated with keeping so many people behind bars (it costs more than $20,000 per year for every person incarcerated).

Aðrar fréttir sem Times telur mikilvægar en sem ekki náðu athygli eru þessar:

  • Islamistar taka yfir stjórnina í Sómalíu
  • Berklar verða hættulegri
  • Leyniþjónustan eflist
  • Ennþá neyðarástand í Kongó
  • Ráðist á óbreytta borgara í  írak
  • Ekki eftirlit með uppbyggingarstarfi í Afganistan
  •  Föngum fjölgar í USA
  • Atvinnuhermennn í USA
  • Órói og skærur í Indlandi (Naxalites)
  • Miðstéttarhverfi minnka í USA 

 Ég skoðaði líka listann yfir 10 bestu vefina. Þeir eru:

 Einnig skoðaði ég listann yfir   fimmtíu svölustu vefina.

Á þessum lista hef ég notað eftirfarandi: 

  • Jumpcut
  • YouTube
  • MySpace
  • Google Spreadsheets
  • Digg

Ég sá reyndar nokkra vefi sem vöktu áhuga minn

 Time birti líka lista yfir topp tíu podcasts. Skráði þá hér inn til minnis. Það er gott fyrir Íslendinga sem vilja auka orðaforða sinn í ensku að hlusta á podcast.


Bakslag? Getur það orðið verra?

Það verður ekki gaman að fylgjast með heimsfréttunum ef allt verður vitlaust í Írak þegar og ef Saddam Hussain verður tekinn af lífi. Það er sorglegt að fylgjast með ástandinu í þessu forna menningarríki, þarna eru miklar náttúruauðlindir og góð skilyrði til mennta og þroska og  þarna ætti að ríkja velmegun og friður.

Saddan er vissulega ekki góður maður og stjórn hans var ógnarstjörn og það voru framin óhæfuverk gagnvart Kúrdum í stjórnartíð hans.  En það breytir því ekki að mannréttindi eru fyrir alla, líka óþokka og þá sem ekki hafa né eru líklegir til að virða mannréttindi annarra.  Það gildir nú reyndar líka um frelsi og ekki síst tjáningarfrelsi. Það er mjög auðvelt að vera fylgjandi því að þeir sem maður er hvort sem er sammála og sem ganga í takt við það sem maður telur rétta breytni hafi frelsi til að tjá sig og frelsi til  athafna.

If we don't believe in freedom of expression for people we despise, we don't believe in it at all.
  -- Noam Chomsky (b. 1928)



mbl.is Bandaríkjaher býr sig undir bakslag í kjölfar aftöku Saddams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vargafélagið

HaförnMaður var nýlega sýknaður af ákæru um brot á lögum um vernd og friðum á villtum fuglum. Maðurinn var sakaður um að koma fyrir gasbyssu á eyju á Breiðafirði og hleypa af henni í þeim tilgangi að fæla erni frá hreiðurstæði í hólmanum og hindra þá í að verpa þar.  

Mesta útrýmingarherferð gegn örnum á Íslandi var við Breiðafjörð og Húnaflóa í kringum 1890. Svo langt var gengið að örnum var nánast  útrýmt um aldamótin 1900. Það var félag æðarræktenda sem gekk harðast fram í að hvetja til arnardrápsins og félag þeirra var kallað Vargafélagið en það veitti verðlaun fyrir hvern drepinn örn. Örn var friðaður á Íslandi með lögum sem  gengu í gildi 1. janúar 1914. Fuglaverndarfélag Íslands  var stofnað 1963 og var helsta markmið þess að beita sér fyrir verndun arnarins.  Sjá nánar í grein í gagnasafni Mbl.

Það hefur ekki mikið unnist þrátt fyrir alfriðun í 90 ár. Eiginlega grunsamlega lítið og það er mjög líklegt að steypt sé undan vargfugli hvar og hvenær sem fólk kemst að varpi þeirra og beitt sé aðferðum til að fæla ránfugla frá á öllum þeim stöðum þar sem hagsmunir æðarræktenda eru í veði. Arnarstofninn er ekki nema 65 pör í dag.  Fólk kemst ennþá upp með aðferðir eins og þessar gasbyssur. Maðurinn var sýknaður og það verður eflaust mörgum öðrum fordæmi til að koma upp gasbyssum á næsta ári á öðrum eyjum. Breiðafjörður er ein af náttúruperlum Íslands og vonandi verður þar einhvern tíma í framtíðinni stofnaður þjóðgarður bæði eyjar og fjörðurinn sjálfur. 

Vissulega  er réttur æðarræktenda mikill og nýting æðarvarps er gott dæmi um samspil dýrategunda þar sem báðir hafa hag af. Það má hins vegar ekki vera á þann veg í náttúrunni að einn aðilinn fái svo mikil völd og vopn að hann geti útrýmt og flæmt burt alla aðra en þá fugla sem skila honum tekjum. 

Það er flott að nota orðið Vargafélagið yfir alla þá sem taka þátt í að flæma burt villta fugla og alla þá sem láta átölulausa slíka hegðun. Það hefur ekkert breyst á einni öld nema okkur er núna ljósara hver er mesti vargurinn í náttúru landsins. Það er maðurinn. 


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir að koma fyrir gasbyssu á Breiðafjarðareyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísafold velur Íslending ársins

Flott val hjá Ísafold að útnefna Ástu Lovísu sem Íslending ársins. Bloggið hennar Ástu Lovísu er http://www.123.is/crazyfroggy

Ásta Lovísa og fjölskylda hennar takast núna á við mikla erfiðleika. Bloggið hennar er sennilega hugsað fyrst og fremst fyrir hana og nánustu fjölskyldu en ég vil þakka henni fyrir að leyfa okkur að fylgjast með baráttu sinni og hugrenningum.  Frá síðu Ástu Lovísu er vísað í síður annarra sem eru í erfiðum krabbameinsmeðferðum ens og http://aslaugosk.blog.is en það er blogg móður langveiks barns. 


mbl.is Ísafold velur Ástu Lovísu Íslending ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband