Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.1.2007 | 20:00
Plögg fyrir álver hjá Dorrit forsetafrú og Ríkisútvarpinu
Kastljósið í gær var viðtal Evu Maríu við Dorrit Moussaieff forsetafrú. Ég berst við að láta Dorrit njóta sannmælis og spái í hvort ég hafi fordóma gagnvart útlendingum, fordóma gagnvart skartbúnu ríku fólki sem vill umgangast frægt og áhrifamikið fólk eða fordóma gagnvart fólki í viðskiptum. Ég held það geti alveg verið og ég er ekkert að fegra sjálfa mig en mér fannst þetta viðtal við Dorrit vera í algjörri falsettu og laust við einlægni. Ég held að Dorrit sé kjarnorkukona og hún er örugglega dugleg í viðskiptum. En það eru nokkur tilvik sem fylla mig tortryggni gagnvart því hversu einlægt það er sem hún segir.
Guðmundur Magnússon hefur bent á að það er sama almannatengslafyrirtækið sem vinnur fyrir álverið og forsetaembættið. Þetta innslag í þættinum var eins og ímyndarauglýsing fyrir álverið. Nú er ég alls ekki að tala sem hatrammur vinstri grænn álversandstæðingur, ég styð uppbyggingu á atvinnulífi og finnst ekkert að áliðnaði fremur en öðrum iðnaði svo fremi sem það sé ekki mengandi og lífshættuleg iðja en ég vil fá að taka afstöðu án þess að Ríkisútvarpið og forsetafrúin gangi erinda þeirra afla sem hafa auðmagn og hafa hagsmuna að gæta.
Svo fannst mér innslag forsetafrúannar um stjórnmál í heiminum vera afar seinheppið. Það er henni ekki til sóma hvernig hún hegðaði sér á ísraelskum flugvelli og það hefði verið meiri háttar diplómatamál nema af því um er að ræða svona mikið dvergríki eins og Ísland. Svo fannst mér í þessum Kastljósþætti hún viðhafa taktleysi í umræðu um alþjóðamál en mér finnst eins og það sé ekki heit einlæg ósk hennar með þessum yfirlýsingum að vinna að friði heldur vaki bara fyrir henni klekkja á Ísrael, ef hverju byrjar hún núna að tala opinberlega um að Jerúsalem eigi að vera alþjóðleg borg og að lýsa andstöðu sinni á Írak og upphefja lífið í Írak á tímum Saddams? Er það út af því að það passar núna þegar hún hefur verið niðurlægð af ísraelskum yfirvöldum og hefur afsalað sér ríkisborgarrétti þar? Við erum sennilega núna flestir Íslendingar sannfærðir um að innrás Bandaríkjanna í Írak hafi verið mistök en það hljómar ekki sannfærandi eða diplómatiskt að forsetafrú sem á harma að hefna við náinn bandamann Bandaríkjanna mæli þetta fram. Dorrit segir í rökum sínum: "You dont fight people that do not harm you". Þýðir það þá að hún hafi haft sömu skoðun á innrásinni í Afganistan? Átti ekki að ráðast inn í Afganistan af því að þar voru Talibanar sem ekki voru ógn við Vesturlandabúa?
Það var líka falskur tónn í því hvernig Dorrit talaði um hve peningar og veraldleg gæði eru einskís virði og hún lýsti andstöðu á neysluhyggju. það eru allt of margar myndir af henni sem holdgervingi þessarar sömu taumlausu neysluhyggju sem hafa birst af ýmsum tilefnum.
Ég veit reyndar ekki hvort sú manngæska og samúð fyrir lítilmagnanum og þeim sem hafa brotið allar brýr að baki sér birtist í lífi Dorritar, í Kastljósþættinum þá segist hún bera kjör þeirra fyrir brjósti. Á flestum myndum sem maður hefur séð í pressunni þá er hún ekki í hópi þeirra hrjáðu og smáðu heldur að baða sig í sviðsljósinu í hópi þeirra sem líka eru í framlínu viðskipta og auðæva og þjóðhöfðingja og að mæta eins og drottningarfulltrúi eða verndari samtaka við hátíðleg tækifæri, svona sem "first lady of Iceland".
Ef hún hefur gert eitthvað til að bæta kjör þeirra sem eru hrjáðir og smáðir þá hefur það farið fram hjá mér en það má vera að hún styrki ýmis konar mannúðarstarfsemi í kyrrþey og hjálpi persónulega illa stöddu fólki að fóta sig aftur í lífinu, ég vona það.
Svo er alls ekkert sannfærandi þegar hún talar um að hún vilji forðast fréttaflutning af lífi sínu, flestir Íslendingar muna ennþá eftir því tilfinningalega svigrúm sem Ólafur forseti bað um á sínum tíma í tilhugalífinu og svo senunni þegar hann handleggsbrotnaði í einhverri hestaferð með Dorrit og það var óvart ljósmyndari frá einhverju erlendu tímariti staddur með í þeirri ferð til að taka svona myndir af ástarævintýrinu á norðurhjara væntanlega til að birta í einhverju útlendu glanstímariti.
En ég held að það sé einlægt þegar Dorrit talar um Ísland eins og viðskiptafyrirtæki og hún sé í eins konar almannatengslum fyrir landið "market Iceland abroad" eins og hún orðar það. Ég held líka að Ólafur Ragnar vinni heilmikið í því. Það sem mér gremst hins vegar er að ég held að þau vinni bæði frekar fyrir þá sem sem hafa fjármálaleg völd í landinu og tengjast stórfyrirtækjum í útrás og alþjóðlegum fyrirtækjum sem eru að tryggja ítök sín hérlendis heldur en hinn almenna Íslending.
Ef til vill er þetta nútíminn, við höfum núna forsetapar sem er fulltrúar alþjóðavæðingarinnar og hinnar ríku sem eru að verða ríkari og óhefts flæðis fjármuna milli landa. Það er náttúrulega við hæfi, það hefur samfélagið á Íslandi gengið út á síðustu misseri. En kannski verður það ekki endilega í framtíðinni.
Viðbót 16. janúar - Dorrit og samsæriðSigmar skrifar pistilinn Dorrit og samsærið þar sem hann fjallar um þennan bloggpistil og ef rýnt er mjög vandlega og djúpt í texta hans þá má greina merki um að hann sé ekki hrifinn af minni orðræðu en Sigmar segir :
Er til of mikils mælst að fólk hugsi pínulítið áður en það vegur að fjölmiðlafólki með svona bulli? ....Það er oftast vit í því sem Salvör segir en þessi pistill er vanhugsaður.Í honum má greina þekkingarleysi á störfum ritstjórna og andúð í garð forsetafrúarinnar.
Eins og vanalega þá tek ég vel gagnrýni frá svona miklum andans jöfrum og beygi mig í auðmýkt og reyni að gera iðrun og yfirbót. Ég klóra samt soldið í bakkann og skrifaði þessa athugasemd áðan við bloggið hjá Sigmari:
Takk fyrir að benda mér á að ég ruglaði saman álverinu og járnblendinu, ég hef tekið það út. Einnig hef ég lagfært og mildað það sem ég segi um álversinnslagið. Það var ekki ætlun mín að vega að fjölmiðlafólki og mér finnst Eva María vera frábær fjölmiðlamaður. Það kann að vera að umsjónarmönnum Kastljóss sárni gagnrýnin umræða um að hugsanlega sé reynt að planta þar inn einhverju efni.
Þetta er nú samt sá fjölmiðlaveruleiki sem ég hef lifað við á Íslandi síðan ég byrjaði að fylgjast með fjölmiðlum og er þar RÚV ekki undanskilið. Stjórnmálamenn reyna að hafa áhrif á fjölmiðlaumræðu og hér á árum áður þá horfði maður á hvern fréttatímann á fætur öðrum sem var bara samsett úr ráðherraviðtali eftir ráðherraviðtal. Ráðningar á fjölmiðla hafa farið eftir flokkspólitiskum línum og þeir sem hafa verið lengst við völd (lesist Sjálfstæðismenn) hafa reynt að tryggja heiðbláan lit á fréttastofu RÚV og áttað sig vel á því að þarna væri útungunarstöð fyrir pólitíkusa framtíðarinnar, skjáþokki og þjálfun í sjónvarpsumræðu hefur verið góð leið til að ná til fjöldans.
Það sem hefur breyst er að það hefur fjarað undan stjórnmálamönnum og þeir hafa ekki sama tangarhald á fjömiðlum, flokksblöðin gufað upp og ítökin á RÚV orðið lausari. En það hafa aðrir tekið við völdum og leggja sama ofurkappið á að miðla sínum sannleika og sinni heimssýn til almennings. Núna eru valdamestu gerendur í íslensku þjóðlífi auðmenn og viðskiptajöfrar í útrás og erlend stórfyrirtæki í innrás. Það þarf að vera blindur til að sjá ekki hvaða ofurkapp slíkir aðilar leggja á að tryggja sér aðgang að fjölmiðlum á Íslandi.
Það er einmitt út af þessu sem ég er eindreginn stuðningsmaður Ríkisútvarps. Ég tel mig alveg geta gagnrýnt það sem einn af eigendum þess (á einn hlut á móti þrjú hundruð þúsund öðrum) og ég tel skyldu mína að vera vakandi yfir því að það endurspegli sjónarmið allra íbúa á Íslandi og þar sé ekki slagsíða á einhver ákveðinn viðhorf sem valdamiklir aðilar vilja halda að okkur. Ég hætti alveg á það að orðræða mín sé sögð vanhugsuð og byggð á þekkingarleysi á hvernig ritstjórnir vinna og andúð á forsetafrú. Ég reyni ekki að breiða yfir að ég er hvorki aðdáandi forsetafrúarinnar né forsetans og ég tel þau ekki vera neitt að vinna fyrir almenning á Íslandi. Ég tel líka að ég hafi fordóma gagnvart forsetafrúnni m.a. vegna þess að hún kemur úr umhverfi sem er mér framandi og ég kann ekki að meta og skil ekki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.1.2007 kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
15.1.2007 | 17:12
Illa farið með fé í Byrginu, illa farið með örorkubætur óreglufólks
Það virðist hafa verið mikil fjármálaóreiða hjá Byrginu og samkrull á fjármálum forstöðumanns og fjármálum meðferðarheimilis. Mér virðist hins vegar á því sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar að ekki sé ástæða til að ætla að þarna sé einhver vísvitandi að féfletta skjólstæðinga og opinbera aðila , frekar virðist þetta dæmi um rassvasabókhald manns sem skilur ekki á milli persónulegs lífs síns og þess reksturs sem hann hefur með höndum og fylgir ekki góðum verkreglum við bókhald og reikningshald.
Það er nú þannig að sá drifkraftur sem forstöðumaður Byrgisins hafði og starfsemin byggðist á var hvorki tilkominn vegna reikningshaldskunnáttu né fagþekkingar heilbrigðisstétta á meðhöndlun á áfengis- og eiturlyfjafíkn. Það er erfitt að skilja hvers vegna starfsemi sem rekin var svona skrýtilega fékk mikið fé frá opinberum aðilum fyrir einhvers konar umönnun og meðferð á mjög veiku fólki.
Sennilega hefur ástand þess fólks sem Byrgið sinnti bara verið svo alvarlegt að það hefur verið allt gert til að taka fólkið af götunni og koma því á staði eins og Byrgið. Það sem mér finnst reyndar verst er að það skuli hafa verið eina úrræðið sem var í boði fyrir mjög langt leidda fíkla að verða ofurseldir einhvers konar ofsatrú og þá á ég nú ekki bara við Byrgið. Það er nú ekki þannig að ég viti ekki að trúarinnlifun hjálpar sumum við svona aðstæður heldur frekar það að mér finnst fólk í þessum erfiðu aðstæðum ekki hafa haft neitt val. Var einhver annar staður sem bauð sams konar þjónustu og sinnti sama hópi og Byrgið?
Það hins vegar verður að gera eitthvað í málefnum skjólstæðinga Byrgisins og það er ekki víst að það sé neitt gott að loka þeim stað eða láta starfsemina þar fjara út.
í fréttablaðinu í dag var þessi klausa sem vakti mig til umhugsunar:
"Jóhann Vísir Gunnarsson og Sævar Ciesielski, sem eru fastagestir Gistiskýlisins segja mikla þörf á úrbótum. Þeir vilja að yfirvöld bregðist við af alvöru og setji fram lausnir sem miði að því að gera heimilislaust fólk að þátttakendum í samfélaginu."
Ég er alveg sammála þessu. Það er skammarlegt hvernig yfirvöld standa sig í þessum málaflokki. Það er líka afar einkennilegt hvernig yfirvöld og allt samfélagið kóar með fíklum og ógæfufólki og viðheldur eymd þessa hóps með ýmsum hætti. Ég hugsa að stór hluti óreglufólks sé á opinberum bótum sem það notar ekki sér til framfærslu heldur til að viðhalda fíkn sinni.
![]() |
Innlegg úr söfnun fóru jafnóðum inn á persónulegan bankareikning forstöðumanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2007 | 18:53
Skyldi þetta vera ofauðgun?
mynd sem ég teiknaði af ofauðgun í íslensku wikipedia.
Skyldu fiskarnir í Grundarfirði hafa dáið út af ofauðgun í sjónun? Mér sýnist það á fréttinni. Það lítur samt út fyrir að sá sem skrifaði fréttina sé ekki alveg að fatta hvað var að gerast, fyrirsögnin er að súrefnistigið mælist yfir hættustigi en svo í fréttinni sjálfri þá kemur fram að súrefni mælist mjög lágt.
Lokaverkefni mitt í háskóla í USA var tölvustudd námsefni um líf í opnu hafi. Verkefnið var nú tæknilegt og kennslufræðilegt og mestmegnis pælingar hvernig maður setti fram námsefni á tölvu. En ég þurfti að lesa mér mikið til um efnið og síðan þá hef ég alltaf haft mikinn áhuga á lífríki sjávar, bíomassahreyfingum í hafinu s.s. vorhámarki svifþörunga og hvernig lífskilyrði einnar tegundar hefur áhrif aðra og svo hvað ræður því hve mikill fiskur veiðist.
Eftir að ég fékk áhuga á Wikipedia verkefninu þá hef ég reynt að skrifa eins margar greinar og ég get um lífríki sjávar. Bæði út af því að mér finnst þetta svo áhugavert og svo finnst mér svo mikil þörf á því að Íslendingar viti eitthvað um þessa fjársjóðskistu sem þeir sitja á og finni til ábyrgðar sinnar á því að gæta silfurs hafsins og lífríkis hafsins.
Það er mikil vakning núna um náttúruna á hálendinu og vonandi mun þessi vakning halda áfram og fólk átta sig á hve íslensk náttúru í hafinu og við strendur landsins er stórmerkileg og hvað það er mikilvægt að fara að öllu með gát t.d. varðandi fiskeldi og hafnariðnað.
Ein af greinunum sem ég skrifaði á íslensku wikipedia er um ofauðgun. Ég er virkilega hreykin af þeirri grein, ekki síst vegna þess að ég vissi akkurat ekki neitt um þetta fyrirbæri þegar ég skrifaði greinina. Ég fékk bara áhuga á eitrun í sjávarlífverum og skrifaði fyrst grein um eiturþörunga í sjónum og þörungablóma í framhaldi af því þá skrifaði ég grein um ofauðgun, aðallega til að geta prófað að búa til skýringamynd í Inkscape sem er ókeypis, opinn hugbúnaður til að teikna með og virkar þrælvel fyrir svona skýringarmyndir.
![]() |
Súrefnisstig sjávar í Grundarfirði mælist yfir hættustigi í slæmu veðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.1.2007 | 18:38
Fjárhættuspil er fátækraskattur
Það er ljótt að stela frá þeim sem eru vitlausir og fákunnandi og það er ljótt að nýta sér veikleika fáráðlinga til að féfletta þá. Ríkisrekið fjárhættuspil er ekki annað en skattur á fátæklinga. Það þýðir nú samt ekki að lausnin sé að einkavæða þannig rekstur og leyfa einhverjum skrýtnum netfyrirtækjum að féfletta fáráðlinga á Íslandi og flytja hagnaðinn inn á eigin reikninga í erlendum skattaparadísum til að geta staðið undir munaðarlífi sínu. Það er ljótt að sjá að fjármálafyrirtæki, dagblöð og háskólar á Íslandi tengist spilavítisrekstri sb. þennan pistil hjá Steingrími Sævari: Veðmál inn á sjálfu Morgunblaðinu
Vilhjálmur borgarstjóri stendur sig vel að vilja ekki fjárhættuspilasali í Reykjavík.
Það er einhver smíðagalli í mannkyninu varðandi fjárhættuspil og áhættuhegðun með peninga. Sennilega kemur það sér vel í lífsbaráttunni út í náttúrunni að taka einhverja áhættu og prófa þó það heppnist ekki nema endum og eins. Í viðskiptum og á umróts og breytingatímum þarf fólk sem er tilbúið til að prófa breytingar og heldur ótrautt áfram þó þær mislukkist stundum.
Það eins með spilafíkn og fíkn í áfenga drykki og önnur vímuefni, þessi vandamál hafa fylgt mannkyninu í mörg árþúsund og valdið svo miklu böli að víðast hvar hefur verið gripið til ýmis konar ráðstafanna svo sem boða og banna opinberra aðila og fordæmingar á fjárhættuspili af trúarástæðum.
Ég hef alltaf verið á móti fjárhættuspili, mér finnst það viðbjóðslegt og ganga út á að blekkja fólk og fá það til að ráðstafa fé sínu á fávíslegan og siðlausan hátt. Peningar eru skiptimynt vöru og þjónustu sem fólk framleiðir og flæði peninga um samfélagið í gegnum viðskipti er mikilvægt til að lífskjör okkar séu sem best. En þegar við erum farin að líta á peninga sem verðmæti í sjálfu sér og farin að stunda iðju sem gengur út á að skipta þeim fram og til baka án þess að einhver verðmæti séu bak við það þá erum við búin að tapa áttum.
Því miður þá virðist mér íslenskt samfélag hafa tapað áttum í þessu fyrir guðslifandi löngu og skýrasta dæmi um það er hvað er boðið upp á dýrasta auglýsingatíma á "prime time" í íslensku sjónvarpi. Það eru lottóauglýsingar og lottóúrdrættir. Ég hef fyrir reglu að þusa alltaf yfir þessu og æsa mig yfir lottókúltúrnum í sjónvarpinu dætrum mínum til sárrar gremju en ég hætti ekki því ég trúi á mátt endurtekningarinnar og vona að mér takist að innræta þeim sömu andúð á þessari iðju með því að endurtaka þetta nógu oft.
Það má rifja upp að einn þekktur jólasveinn á Íslandi, forsetaframbjóðandinn Ástþór rak svona spilavíti á Netinu.
Stundum er rætt um útgerð spilavíta sem arðbæra iðju og ég yrði ekki hissa þó einhver ruglarinn komi með tillögu um að leyfa spilavíti á Íslandi og gera út á erlenda aðila sem koma hingað af því hérna sé allt leyfilegt. Þannig eru spilavíti rekin víða um heim t.d. í Bandaríkjunum. Þar eru spilavíti rekin í fylkjum sem eru bara eyðimerkur og sem hafa lög sem leyfa spilavíti og svo í fljótabátum og svo síðast en ekki síst á verndarsvæðum Indjána. Það var ömurlegt að ferðast um svæði Indjána í suðurríkjum Bandaríkjanna, alls staðar var verið að setja upp spilavíti og það virtist vera aðalatvinnugreinin. Þetta er út af því að verndarsvæðin mega hafa eigin lög og fólk úr nærliggjandi byggðum kemur á verndarsvæðin til að spila fjárhættuspil sem er bannað í fylkinu nema á verndarsvæðunum.
Það er ofsagróði af þessum Indjánaspilavítum en þessi gróði er tilkominn vegna þess að það eru ekki fleiri um hituna og vegna takmarkana annars staðar. Ef engar hömlur væru á fjárhættuspilarekstri þá myndi sennilega enginn spila á verndarsvæðunum.
Ég skrifaði þetta á blogg um Indjánaspilavíti fyrir fimm árum:
16.5.02
( 9:23 AM ) Salvor GissurardottirSpilavíti á verndarsvæðum Indjána
Það var í fyrrakvöld danskur fræðsluþáttur í sjónvarpinu um Indjána í Ameríku. Í þættinum var fjallað um hve Indjánar væru að sækja í sig veðrið, legðu áherslu á að sækja rétt sinn með lögum og legðu rækt við menningararf sinn. Þetta er alveg rétt og það er ekki bundið við þá sem rekja ættir sínar til Indjána að hafa áhuga á þessari arfleifð. Bandaríkjamenn eru stoltir af þessum menningararfi og saga Ameríku hófst ekki þegar Cólumbus gekk þar á land, hluti af sögu Bandaríkjanna er t.d.Anasazi fólkið sem bjó í New Mexíkó.
The Anasazi - DesertUSA
Sipapu
Anasazi Site Planning
Það stakk mig samt að í þessum þætti var farið mjög lofsamlegum orðum um það framtak Indjána að byggja spilavíti á verndarsvæðum sínum. Ég var á ferð í suðurríkjum Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum og fór um mörg verndarsvæði. Alls staðar þar sem þau lágu að stórum borgum eða samgönguæðum höfðu verið sett upp spilavíti. Þetta er vegna þess að verndarsvæðin lúta ekki fylkislögum og þarna er glufa til að bjóða upp á þjónustu sem er bönnuð í nærliggjandi fylkjum
Það er núna stórt hneykslismál í Bandaríkjunum varðandi almannatengslamanninn Jach Abramoff sem vann við að sannfæra stjórnmálamenn um ágæti spilavíta á verndarsvæðum Indjána. Það tengist stjórnmálaflokkum í USA sem munu hafa fengið 5 milljónir dollara til að liðka til fyrir lögum um spilavíti Indjána. Repúblikanari fengu 2/3 af fénu, Demókratar 1/3 þannig að smurningsolían virðist hafa verið borin á alla.
Vonandi er þetta bettson spilavíti í eigu íslenskra aðila ekki að spreða fé í íslenska stjórnmálaflokka.
En þetta er áhugaverð saga um hinn spillta Jach Abramoff og fall hans, sjá hérna:
Jack Abramoff lobbying and corruption scandal
![]() |
Hafði næstum spilað mig til bana" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2007 | 02:21
Ekki tilbúinn til að deyja
Ég lenti í Stansted London 21. júlí 2005 og við tókum rútu niður í bæ. Það fannst einhver bakpoki sem enginn kannaðist við í sæti í rútunni og farþegar urðu áhyggjufullir, þetta var jú bara tveimur vikum eftir sprengjurnar í London. Einhver fór með bakpokann út úr rútunni. Þegar komið var niður í bæ var ekki hægt að fá leigubíl og þá heyrðum að einmitt meðan við vorum í rútunni hefði verið reynd hryðjuverkaárás á nokkrum stöðum og hverfið í Austur London sem við vorum að fara í var lokað vegna sprengju í strætisvagni þar. Sem betur fer sprungu sprengjurnar ekki í þessari árás út af einhverjum tæknilegum málum. Ég var í London í nokkrar vikur og allan þann tíma var krökkt af lögreglufólki við allar samgönguæðar og mörgum sinnum á dag þá sá maður tilsýndar hópa af lögreglumönnum eða hermönnum vera að handtaka eða stöðva þá sem þeim fannst grunsamlegir. Þessir sem þóttu grunsamlegir virtust eiga það sameiginlegt að vera ungir menn, dökkir yfirlitum og sennilega af arabískum uppruna. Það var allt samfélagið gegnsósa af gífurlegri tortryggni og ég man eftir að menn af arabískum uppruna fygdu sérstökum reglum þegar þeir fóru í neðanjarðarlestirnar, þeir pössuðu sig að hafa enga tösku og vera að lesa dagblað og lögðu sig í glíma við að líta út fyrir að vera friðsamlegir og hættulausir.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las söguna af Shahawar Matin Siraj hefur verið sakfelldur af dómstól í Bandaríkjunum og dæmdur í í 30 ára fangelsi fyrir áform um hryðjuverk. Það er ítarleg frásögn hérna: Anatomy of a Foiled Plot
Þó ég hafi alveg skilning á því að yfirvöld reyni hvað sem þau geta til að koma upp um hryðjuverk þá finnst mér skrýtið að yfirvöld noti þá aðferð að búa til hryðjuverkahópa og afvegaleiði við það grunnhyggna, auðginnta og vitskerta unga menn og tæli þá til voðaverka.
Yfirvöld höfðu fylgst með Siraj mánuðum saman í bókabúð sem hann vann í en ákváðu svo að fá uppljóstrarann Dawadi til starfa og hann nær vináttu Siraj og þykist vera að leggja á ráðin um hryðjuverk. Siraj og Elshafay vinur hans eru upptendraðir í þessari nýju vináttu og hatri á USA. Það verður ekki séð að um sé að ræða harðsvíraða glæpona
Hér er frásögn af því þegar Dawadi er að vinna trúnað piltanna áður en hann vélar þá til hryðjuverkaáforma:
"During the first six or seven months of the operation, Dawadi would hang around the bookstore, hed occasionally drive Siraj home after work, and they would have long conversations about Islam. There was some radical talk, but nothing beyond banal, mostly boilerplate hostility. But the urgency of the rhetoric and the momentum for acting on it picked up dramatically when Siraj introduced Dawadi to his friend James Elshafay in April.
Only 19, Elshafay is the American-born product of an Irish-American mother and an Egyptian father, who split up when he was very young. Overweight, sloppy-looking, and on medication for anxiety, Elshafay has been treated for psychological problems. (A comic moment on police-surveillance video, taken the day the suspects conducted their reconnaissance of the subway, shows him standing in the rain after emerging from the station, eating a falafel with the filling oozing out the sides and onto his hands.)
Cops describe him as lost: not in school, not working, and in some state of turmoil about his identity. His only friend other than Siraj seemed to be his mother, who, cops say, coddled him and drove him everywhere."
Það virðist hins vegar ekki hafa gengið allt of vel hjá uppljóstranum Dawadi að búa til glæpinn og plana hryðjuverkin með harðsvíruðum sjálfsmorðsaröbum. Siraj talaði meira en hann vildi framkvæma og vildi svo ekkert vera með í lokasenunni sb. þessa frásögn:
"In the midst of the session, Siraj, who had from the beginning been the most vocal about his desire to commit an act of terror and had tried to project the façade of a tough guy, seemed to get cold feet. Suddenly, he told his companions he didnt want to handle the bombs. He would help with the planning, he would go with them to 34th Street, but he didnt want to actually go down into the subway with the explosives. I am not ready to die, he said."
Siraj var handtekinn og dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir hryðjuverkaáform.
![]() |
Dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir hryðjuverkaáform |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2007 | 23:55
Dvergakast og femínisk fyndni
"Þeir sem skrifa illmælgi um andstæðinga sína gera lítið úr sjálfum sér, þetta verður ekki til að sannfæra neinn um að orðræða þeirra sé yfirveguð og hófstillt, þvert á móti þá virkar svona orðræða eins og frumstæð tilraun til særinga og kukls - eins og fólk haldi að með því að gera lítið úr andstæðingnum, smætta hann og berja hann saman í dverg þá muni hann hverfa eða minnka niður í ekki neitt.
Það er mjög auðvelt að kljást við svona orðræðu og auðvelt að henda þetta á lofti og henda aftur í þann sem segir - alveg eins og búmerang hjá frumbyggjum Ástralíu. Það er hallærislegt að stunda dvergakast hvort sem það er í verkum eða orðum."
Þessi skrif hér fyrir ofan er ekki pistill frá mér um Múrverjagrín um Margréti Frímanns en það er sjálfsagt að endurnýta svona meitlaða speki í hvert sinn sem einhver reynir dvergakast.
Ég skrifaði þetta árið 2005 sem innlegg í umræðu um skrif sem þá höfðu birst á vefriti ungra jafnaðarmanna politik.is um Ísrael-Palístínumálið og þar var í byrjun þessi setning: "Í gær hitti líkamlegi dvergurinn Ariel Sharon andlega dverginn George W. Bush í arfaskógi þess síðarnefnda í Texas." Umræðan var á bloggi eoe.is ,sjá hérna mögnuð skrif á pólitik.is
Núna er mikil beiskja hjá Vinstri Grænum út af ævisögu Margrétar Frímannsdóttur en hún mun ekki bera Steingrími J. Sigfússyni formanni Vinstri Grænna vel söguna. Vonandi mun Steingrímur bráðlega svara gagnrýni Margrétar á málefnalegan hátt. Kappsfullir Vinstri Grænir sem halda úti vefritinu Múrinn reyndu þá baráttuaðferð sem ég hef kallað dvergakast til að gera lítið úr orðræðu Margrétar. Það hefur kastast heldur betur aftur til baka til þeirra og loga nú blogg af hneykslan yfir athæfi þeirra. Þessi brandari þeirra er svohljóðandi: "Bók ársins: Minnislausa stelpan frá Stokkseyri. Margrét Frímannsdóttir heimfærir endurminningar Thelmu Ásdísardóttur upp á sjálfa sig."
Kvenfyrirlitning og brandarar
Í framhaldi af þeim áhuga sem kviknað hefur í bloggheimi og fjölmiðlum um femíniska kímni þá vil ég skjóta hér inn hugleiðingu og frásögn sem ég skrifaði árið 2005 á málefnavefinn og femínstavefinn um brandara og kvenfyrirlitningu:
"Ég vil tengja umræðuna almennt við hvernig brandarar á samkomum endurspegla oft þá kvenfyrirlitningu sem ríkir í samfélaginu. Brandarar eru góð leið til að dylja fordóma og þeir eru svona stutt og hnitmiðuð frásögn sem oft er notuð til að þjappa saman hópum og styrkja þá í einhverri sameiginlegri sýn á hvernig þeir sem eru utan hópsins eru og hvernig rétt sé að meðhöndla þá.
Ég held að húmor sé eitt af þeim tækjum sem notuð eru til að halda fólki utangarðs og lítillækka fólk. Þannig eru rasistabrandarar og þannig eru margir brandarar um konur. Ég var á þorrablóti um seinustu helgi upp í Hvalfirði og í rútunni á heimleiðinni þá gripu nokkrir karlar hljóðnemann til að syngja og segja brandara. Einn sagði nokkra mjög grófa og klámfengna brandara sem fengu mig til að kippast við. Svo sagði hann dáldið brjóstumkennanlega í hljóðnemann eftir að kona í rútunni hafði bent honum á að hann hefði farið yfir strikið: "Ég kann bara ekki öðruvísi brandara". Þetta var opinberun. Það sem þessum manni fannst fyndið og það sem hann gat haft eftir sem brandara var bara einhverjir hrákapakkar af kvenfyrirlitningu.
En einu sinni fyrir nokkrum árum var ég á árshátíð. Heiðursgesturinn sem er þekktur stjórnmálamaður flutti ræðu og sagði nokkra brandara. Þeir voru þess eðlis að við konurnar litum hver á aðra stjarfar og hugsuðum allar "Hvernig dirfist hann??? ", ég man þessa brandara ekki alla en t.d. var einn um nunnur sem þótti voða gaman að láta nauðga sér.
En svo hitti ég konu sem hafði verið á árshátíð annars fyrirtækis nokkru áður. Og þar var þessi sami ræðumaður með þessa sömu brandara og kannski svipaða ræðu. Og hún hafði nákvæmlega sömu sögu að segja. Hún var bálreið og hugsaði "Hvernig dirfist hann?" á meðan ræðumaðurinn lét móðan mása og ruddi út úr sér einhverjum sögum um kynferðisofbeldi og klám og kvenfyrirlitningu og kallaði það brandara.
En af hverju þegjum við yfir þessu og sitjum undir svona bröndurum?
Af hverju stöndum við ekki upp með látum?
Þess má geta að heiðursgesturinn sem um ræðir var Árni Matthíasson sem þá var sjávarútvegsráðherra en er nú fjármálaráðherra og árshátíðin var árshátíð stjórnarráðsins. Þorrablótið sem ég tala um í þessum pistli var þorrablót Framsóknarfélagana í Reykjavík.
Nú hafa margir tjáð sig í mikilli hneykslan um smekklausan brandara Múrverja. Ég hef fylgst með þeirri umræðu og ég fagna því að svo margir áhrifamiklir og ritfærir menn hafi áhuga á femíniskri fyndni og hvernig konur eru niðurlægðar í nafni gríns og jafnvel grínast með kynferðislegt ofbeldi. Það er hógvær bón mín til þeirra sem hafa skrifað um femíniska fyndni undanfarið að þeir kynni sér brandarann sem Árni Matthíasson sagði (skámynd af DV grein um þessa brandara er hérna)sem heiðursgestur á árshátíð og hugleiði hvaða heimssýn og viðhorf til nauðgana og kynferðislegs ofbeldis og kvenna kemur fram í slíkum bröndurum. Ég vil taka fram að ég er ekki að gera lítið úr Árna, hann mun örugglega ekki segja svona brandara í framtíðinni á opinberum samkomum og ég geri fastlega ráð fyrir að Múrverjar hafi lært lexíu á þessu þó þeir hamist við að halda kúlinu.
En hér er dæmi um orðræðu hina meðvituðu femínisku fyndnisbloggara.
Berja hausnum við Múrinn Pétur Gunnarsson segir:
"Þetta þótti mörgum fréttnæmt enda furðulegt að varaformaður flokks sem kennir sig við femínisma grínist með reynslu eins og þá sem Thelma Ásdísardóttir lýsti í bók sinni í tilraun sinni til að gera lítið úr þeim lýsingum á andlegu ofbeldi og kvenfyrirlitningu sem Margrét Frímannsdóttir lýsti að hún hefði búið við af hálfu Steingríms J. og fleiri kalla í þingflokki Alþýðubandalagsins."
BjörnIngi bloggar og bloggar um femíniska fyndni:
Ummæli Katrínar og Múrverja standa enn
Björn Ingi segir:
"En fjölmiðlar þegja annars. Halda menn virkilega að stjórnmálamenn á borð við Halldór Ásgrímsson, Davíð Odsson eða Björn Bjarnason hefðu getað látið hafa slíkt eftir sér án þess að fjölmiðlar hefðu gert úr því stórfréttir? Og kannski hefði verið efnt um umræðna í þinginu utan dagskrár?
En þegar um er að ræða varaformann VG, sem setur á prent ótrúlega smekklaus ummæli um merka stjórnmálakonu í landinu og tengir hennar málefni við þrautir landskunnar baráttukonu með þeim hætti að mann setur hljóðan, þá heyrist ekki neitt.
Í þessu tilfelli er þögnin svo sannarlega ærandi."
Össur hefur þetta að segja:
"Femíniski" flokkurinn og múr heiftarinnar
Björn Bjarnason dregur saman umræðuna og er sammála öllum nema Vinstri Grænum í þessum pistli:
Skrifglaðir yngri sjálfstæðismenn eins og Stefán Fr og Tómas tjá sig af krafti um femíniska fyndni. Þeim verður tíðrætt um það sem þeir kalla tæknilega iðrun og líkja yfirsjón Múrverja við yfirklór Árna Johnsen.
Tómas skrifar:
Tæknileg iðrun Múrsmanna
Stefán skrifar:
Svandís ver ekki skrifin á Múrnum
Það sést sífellt betur að þessi skrif eru að verða mikið fótakefli og vandræðabarn fyrir VG. Hvernig getur femínisti sem á að taka alvarlega í stjórnmálaumræðu gert grín að lífsreynslusögu Thelmu, sem varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi í æsku sinni, og ekki beðið viðkomandi afsökunar á misheppnuðum brandaranum? Það er ekki furða að Svandís leggi ekki í að verja skrifin, enda eru þau óverjandi.
Gremja vinstri grænna í garð Möggu Frímanns
Þessi femíniski húmor þeirra á Múrnum meikar engan sens og flestir sitja eftir hristandi hausinn yfir þeim á Múrnum sem berja hausnum við sjálfan múrinn. Afsökunarbeiðni þeirra á Múrnum er í undarlegri taginu að mínu mati, sem og fleiri, þar er sagt að hér hafi verið "djókað" með Jón Baldvin og ummæli hans um heimilisofbeldið sem Margrét þurfti að þola innan Alþýðubandalagsins frá flokkseigendafélaginu. Ekki botnar maður í því.
Finnst þeim á Múrnum virkilega fyndið að bera pólitísk söguskrif Margrétar saman við skelfilega lífsreynslu Thelmu Ásdísardóttur? Þessi afsökunarbeiðni virkar frekar hol og innantóm eins og galtóm tunna. Það liggur við að maður líti á þetta sem jafn innantóma iðrun og Árni Johnsen sýndi um daginn sjálfstæðismönnum sem veittu honum annan séns. Er þetta kannski tæknileg iðrun á Múrnum?
Stefán Friðrík ber skrif Múrverja saman við orðræðu Árna í 2. sæti í Suðurkjördæmi um tæknileg mistök og talar um tæknilega iðrun. Virðist á þessu sem Stefán leggi þetta að jöfðu. Hvað ætli Stefán Fr. þyki um brandara eins og Árni í 1. sæti sagði um árið?
Það er áhugavert að sjá þá hneykslun StebbaFr málverja og Tómasar á óhæfu Múrverja og hugleiða hversu hneykslaðir þeir hljóta þá að vera yfir þeim bröndurum sem forustumenn Sjálfstæðisflokksins segja á tyllidögum sem heiðursgestir á árshátíðum. Ég bíð spennt eftir skrifum þeirra um það.
Þetta var ósmekklegur brandari á Múrnum en árásirnar á Múrverja og alla Vinstri græna eru harðari en efni standa til og það eru ómaklegar árásir á Katrínu Jakobsdóttur út af þessu. Múrinn er ekki opinbert málgagn Vinstri Grænna, ekki frekar en Deiglan er málgagn Sjálfstæðisflokksins. Múrinn er reyndar þrælfínt vefrit og þar hafa birst góðar greinar og beittar greinar um ýmis samfélagsmál. Ef til vill er árásir á Katrínu Jakobs partur af einhvers konar ómeðvitaðri tilhneigingu til að tala niður konur. Ég var rétt áðan að skoða bloggin til að þræða umræðuna um þetta og skoðaði bloggið hjá Stefáni Fr. sem ég hef alltaf tekið sem dæmi um málverja og bloggara sem skrifar um stjórnmál á kurteislegan hátt, laus við rætni. Ég hef nú einmitt hælt Stefáni Friðrik fyrir þetta. Nú þegar ég var að blaða í gegnum bloggin hans þá sýnist mér hann leggja sig í glíma við að tala niður konur. Dæmi umyrirsagnir á bloggum hjá honum eru svona:
- Blæs ekki byrlega fyrir Valgerði Sverrisdóttur
- Er að molna undan Ingibjörgu Sólrúnu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.1.2007 kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
6.1.2007 | 16:06
Hatursblogg - útlendingahatur
Ég var að leita á minnsirkus.is áðan og þar fann ég þetta blogg, löðrandi af útlendingahatri.
Hér er dæmi um orðræðuna í þessu bloggi:
" djö helv pólverjar hata þessa djö útlendinga skratta. það á að henda þeim öllum í hrísey og brenna hana..... og kýldur af pólverja djöfli sem kunni sko að hlaupa hehe shit hvað hann var hræddur........ djö útlendindingar hatið þið þá ekki þeir koma hérna og ræna og rupla og nauðga litlum stelpum þessir djöflar. kill them al"
Þetta yfirgengilega ruddalegt og lögbrot samkvæmt íslenskum lögum, það eru lög um að ekki má níða fólk vegna þjóðernis, trúar eða kynhneigðar. Ég vona að bloggþjónustur landsins taki sig saman um einhvers konar siðareglur.
5.1.2007 | 21:11
Fengitíð hjá Steingrími
Margir femínistar eru æfir út af orðræðu Steingríms J. Sigfússonar í Kryddsíldarþættinum á Stöð 2 á gamlársdag. Hér er tveggja mínútu vídeóskrípó, það er upptaka úr þættinum með þremur skrípamyndum sem ég gerði.
Steingrímur var kokhraustur að vanda og vildi að stjórnmálamenn töluðu skýrt um hvað þeir vildu eftir kosningar en svo þegar gengið var á hann og hann beðinn að tala skýrt sjálfur um hver ætti að leiða hjörðina eftir kosningar þá jarmaði hann bara og sneri talinu upp í fengitíð hjá sauðfé. Sagði líka að sá flokkur sem ynni stóra kosningasigra ætti visst tilkall.... þetta var nú bara dáldið broslegt að heyra hann fagna kosningasigri nokkrum mánuðum fyrir kosningar og útnefna sjálfa sig til forsætisráðherraefni út af framtíðarsigri sínum svona í beinni.
Ég hefði nú brosað meira ef ég hefði ekki pirrast svona mikið af því að sjá þarna Ingibjörgu Sólrúnu málefnalega og kurteisa að vanda milli Steingríms formanns hjá Vinstri Grænum og Guðjóns formanns Frjálslynda og þeir sýndu henni báðir lítilsvirðingu og svo er nú þannig að þó þeir standi fyrir andstæða póla í íslenskum stjórnmálum þá eiga þeir báðir það sameiginlegt að hafa yfirgefið flokka af því þeir töpuðu baráttum þar sem konur komust þeim ofan. Guðjón gekk á sínum tíma úr Sjálfstæðisflokkum á Vestfjörðum og fór í sérframboð af því að konur þar gerðu kröfu um kona væri ofar honum á lista.
Ef það er satt sem stendur í ævisögu Margrétar Frímannsdóttur þá er Steingrímur í sauðagæru í sínum femíniska flokki. Það hefði nú verið skemmtilegra að horfa á Margréti Sverrisdóttur og Kolbrúnu Halldórsdóttur ráðslaga þarna með Ingibjörgu Sólrúnu. Jón Sigurðsson og Geir Haarde voru kurteisir og málefnalegir.
Það væri nú ágætt að heyra Steingrím tjá sig um hvernig Margrét Frímannsdóttir lýsir samskiptum þeirra. En á meðan hann hefur ekki rekið af sér það orð sem af honum fer í þeirri bók og gasprar svona eins og í Kryddsíldinni þá er það ekkert sérstaklega sannfærandi þessi femíníska áhersla hjá Vinstri Grænum.
Hér má horfa á Kryddsíldarþættina:
Bryndís Ísfold, Björn Ingi og Nýkratar lýstu líka yfir vandlætingu sinni á Steingrím:
Þarf Steingrímur aldrei að svara?
p.s. setti smábrot úr upptökunni hér inn sem videóklipp vegna þess að það virkar ekkert hjá mér að setja inn hljóðskrár. Setti þrjár myndir með til að skreyta. Vann það í Inkscape. Ég er að gera tilraunir með það forrit.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.1.2007 kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2007 | 09:33
Koddaenglar og foreldrar þeirra
Ég var að skoða vefsíðu sem foreldrar 9 ára fatlaðrar stúlku settu upp. Slóðin er http://ashleytreatment.spaces.live.com/
Þar er lýst meðferð og aðgerðum sem stúlkan fór í sem miða að því að stöðva vöxt og kynþroska. Hún er talin hafa þroska á við 3 mánaða barn. Foreldrarnir virðast hafi skoðað mjög vandlega hvernig þau gætu búið dóttur sinni sem best lífsskilyrði og unnið í samráði við lækna og gætt þess að fara að lögum og fá úrskurði frá siðanefndum spítala. Á vefsíðu foreldranna er fjallað um hinar ýmsu röksemdir með og á móti. Það virðist hafa verið tekin ákvörðun með það í huga að lífsgæði fötluðu stúlkunnar yrðu eins góð og kostur væri í hennar aðstæðum. Eins og foreldrarnir benda á þá var sams konar hormónameðferð notuð til að stöðva eða hægja á vexti stúlkubarna og það þá út af hugrænum ástæðum þ.e. að ekki þótti gott að konur yrðu of hávaxnar. Slíkri meðferð var (og er hugsanlega ennþá?) beitt á Íslandi.
Það má reyndar finna mörg ófögur dæmi í mannkynssögunni um að gripið sé fram í náttúrunni til að hefta og stöðva þroska og vöxt. Strákar með fagrar englaraddir hafa verið geldir til að þeir fari ekki í mútur og afreksstelpur í fimleikum hafa fengið einhver lyf til að draga úr vexti og kynþroska. Enn óhugnanlegri eru dæmi sem gerast í nútímanum þar sem börn eru örkumluð eða fötlun þeirra viðhaldið og gerð verri og vöxtur þeirra stöðvaður vegna þess að einhverjir byggja afkomu sína á því að börnin séu til sýnis og betli á almannafæri og veki meðaumkun.
Ég hugsa að hormónameðferð til að draga úr vexti sé ekki það sem veldur því að við hrökkvum við heldur sú aðgerð að fjarlægja leg og brjóstakirtla stúlkunnar. En af hverju finnst okkur eitthvað að því þegar allt bendir til þess að lífsgæði hennar batni við það? Ef til vill endurspeglar þetta þá fordóma og það siðfræðilega mat sem við göngum út frá en gerum okkur ekki grein fyrir nema í tilviki eins og þessu. Við gerum ráð fyrir að hin náttúrulega þróun sé hið rétta og það eigi ekki að grípa fram í fyrir náttúrunni. Foreldrarnir svara þessu svo:
The objection that this treatment interferes with nature is one of the most ridiculous objections of all; medicine is all about interfering with nature. Why not let cancer spread and nature takes its course. Why give antibiotics for infections? Even an act as basic as cutting hair or trimming nails is interfering with nature
Af hverju er þessi meðferð eitthvað öðru vísi en t.d. kuðungsígræðsla í heyrnarlaus börn og að stöðva risavöxt hjá börnum og gefa dvergvöxnum börnum vaxtahormón til að auka vöxt þeirra? Ef til vill afhjúpar mál þessarar fötluðu stúlku hvernig við hugsum alltaf um normið sem hið eina rétta og fordæmum inngrip í náttúrulega þróun ef það víkur út af því venjulega. Venjuleg stærð og venjuleg kynþroskaþróun passar ef til vill ágætlega fyrir fólk sem er sjálfbjarga, getur gengið, stofnað fjölskyldur og eignast börn. En ef fyrirsjáanlegt er að líf þitt verði þannig að þú munir alltaf vera ósjálfbjarga og borinn um af öðru fólki er þá eitthvað að því að búa þig þá sem best undir þannig líf?
![]() |
Hefta líkamlegan þroska fatlaðrar dóttur sinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2007 | 18:38
Sjónarhorn hverra? Eru myndsímar og vídeóklipp sterk áróðurstæki?
Mogginn flytur okkur hugleiðingu um hvernig myndsíminn hafi öðlast sess í Írak sem áróðurstæki, frelsis- og sjálfstæðistákn og tekur sérstaklega sem dæmi farsímaupptökuna af aftöku Saddams og myndirnar frá Abu Ghraib fangelsinu. Það er satt að þessar myndir eru sterkar táknmyndir og hafa áhrif á fólk en það sem einkennir þær til viðbótar er sjónarhornið.
Það hafa í öllum stríðum í mörg þúsund ár verið dregnar upp áróðursmyndir af þeim herskáu og þeim sem standa að stríðsrekstrinum og við erum svo samdauna þessum áróðursmyndum að við köllum þær iðulega sagnfræði og notum þær til að skreyta sagnfræðirit. Þær áróðursmyndir og táknmyndir sem stríðsrekstraraðilar framleiða og passa mjög rækilega að við fáum að sjá þær eru kallaðar fréttir.
Sterkasta táknmynd stríðsins í Vietnam er ljósmynd frá 1972 af börnum sem hafa orðið fyrir Napal sprengjum og hlaupa um skelfingu lostin og kvalin. Myndirnar frá Abu Ghraig af bandarískum hermönnum að skemmta sér við að pynda og smána fanga hefur á sama hátt náð að brenna sig inn inn í vitund heimsins.
Ég skrifaði á sínum tíma inn á flickr umræðu um Abu Ghraig myndirnar:
I am just thinking... what makes these pictures so offensive...it is not the nudity... it is not the violence... we see more violence everyday on the TV screen... I guess it because this is a self portait... these are real pictures taking by cheerful soldiers... these are pictures taken by those in power showing how they use the power in a sadistic way on the opressed... like often is the case in pornography. I started discussion about this in our Icelandic forum several days ago comparing Abu Graph pictures with the 1972 Vietnam picture by Nick Ut of nine year old girl and siblings running naked in the street... perhaps the power in that picture was the same as in the Abu Graph... It is the power of pain..
I like to quote Katharine Viner who wrote
The sexual sadism of our culture, in peace and in war, May 22 2004
www.guardian.co.uk/comment/story/0,3604,1222354,00.html
She says:
"It is hard not to see links between the culturally unacceptable behaviour of the soldiers in Abu Ghraib and the culturally accepted actions of what happens in porn. Of course there is a gulf between them, and it is insulting to suggest that all porn actors are in the same situation as Iraqis, confined and brutalised in terrifying conditions. And yet, the images in both are the same. The pornographic culture has clearly influenced the soldiers; at the very least, in their exhibitionism, their enthusiasm to photograph their handiwork. And the victims in both don't have feelings: to the abusers, they didn't in Abu Ghraib; to the punter they don't in pornography. Both point to just how degraded sex has become in western culture. Porn hasn't even pretended to show loving sex for decades; in films and TV most sex is violent, joyless. The Abu Ghraib torturers are merely acting out their culture: the sexual humiliation of the weak."
That is what it is all about. Sexual humiliation of the weak.
That is what prostitution is about.
Það er sjónarhornið - þessi sjálfsmynd óbreyttra bandarískra hermanna sem veldur sjokkinu og sýnir okkur í einni mynd hvernig þetta fangelsi virkar. Hermennirnir eru ótýndur ribbaldalýður sem svívirðir, pyndar og hlakkar yfir þjáðum föngum.
Sem betur fer hafa engar aftökur eða stríðsátök verið á Íslandi undanfarna undanfarna áratugi en það er áhugavert að skoða hvernig frásögnin er af náttúruhamförum, mengunarslysum og annarri vá og hvort alþýðleg fréttamennska (citizen journalism) hefur skipt einhverju máli. Það varð mengunarslys í hverfinu mínu Laugarnesinu þann 22. nóvember 2004 og þá tók ég 3 mín. stuttmynd af bruna í Sundahöfn. Þetta var stór mengunarslys og ég setti myndirnar strax á Netið. Það voru fyrstu myndirnar sem birtust af þessu og man ég að mbl.is tengdi í síðuna mína. Þetta sýndi mér að frásögn sjónarvotta skrásett í myndskeiðum er öflugt fréttatæki og getur verið miklu hraðvirkara en hefðbundnir miðlar. Fyrstu fréttaskotin frá RÚV komu mörgum klukkustundum seinna, mig minnir að það hafi verið aukafréttatími um morguninn eða í hádeginu.
Ég man eftir hvað ég var agndofa þegar ég fylgdist með fyrstu fréttunum frá RÚV og það rann upp fyrir mér hvað sjónarhornið og frásögnin þar var frábrugðin því sem ég hafði séð og sem ég hafði tekið upp og sögunni sem ég sagði sem sjónarvottur að þessum atburðum, ég sem hafði þó líka verið á staðnum og fylgst með og hafði líka tekið upp á vídeó. RÚV krúið hafði náttúrulega það fram yfir mig að þeim var hleypt miklu nær eldinum og voru þarna í velþóknun þeirra sem stýrðu björgunarstarfi (ég stalst inn á svæðið í þann mund er lögreglan girti allt af og lokaði fyrir umferð) þeir höfðu miklu flottari græjur en þeirra saga var hetjusaga. Hún var saga um það hvernig ráðandi stjórnvöld í gervi lögreglu og slökkviliðsmanna höfðu allt undir kontrol og réðu við aðstæður. Rúv sagði í máli og myndum frá hetjunum slökkviliðsmönnum og senurnar hjá þeim voru af slökkviliðsmönnum með slöngur eins og vopn svona eins og stríðsmenn í orrustu við óvininn eldinn.
Þetta var ekki það sem ég sá eins og áhorfandi. Hér er vídeóið mitt, það má reyndar heyra á einum tíma að einhver (ég?) segir: "þeir ráða ekki neit við þetta". Ástandið varð alvarlegt, um miðja nótt keyrðu rútur um hverfið og fluttu íbúana á brott. Ég held ekki að sagan sem RÚV sagði af brunanum í Sundahöfn hafi verið neitt sannari en mín. Við svona aðstæður þ.e. mengunarslys, stríð og náttúruhamfarir þá mun allur fréttaflutningur frá valdhöfum miða að því að róa fólk og passa að engin ringulreið skapist og sannfæra fólk um að stjórnvöld séu að passa það og hafi stjórn á atburðarásinni.
Því miður hafa miðstýrð stjórnvöld oft virkað illa við svona aðstæður sb. þegar flóðbylgjan skall á Tailandi og þegar flóðin urðu í New Orleans. Veðurstofan í Tailandi vissi alveg um hættuna á flóðbylgju en það var meðvituð pólitísk ákvörðun að senda ekki út aðvörun vegna þess að það gæti skaðað ferðamannaiðnaðinn við strandsvæðin. Flóðin í New Orleans birtu okkur í myndum sterka og ófagra táknmynd af innviðum Bandaríkja nútímans, bæði þessari rosalegu ringulreið og glundroða og upplausn og óhæfi stjórnvalda til að takast á við svona hamfarir og sýndi okkur samfélag sem einkennist of lagskiptingu og stéttaskiptingu þar sem hinir fátæku eru hafðir útundan og afskiptir.
Ég held að það hefði verið allt annar fréttaflutningur frá New Orleans ef það hefðu bara verið stjórnvöld sem sömdu fréttirnar og stýrðu því hvernig þær birtust. Ég hugsa að allar fréttir sem við hefðum fengið frá flóðasvæðunum hefðu verið björgunar- og afrekssögur þar sem stjórnvöld og fulltrúar þeirra (lögreglumenn og björgunaraðilar á vegum hins opinbera) láta einskís ófreista við að koma þegnum sínum til hjálpar.
Frásögn mín af brunanum í Sundahöfn (vídeó og texti):
Eldur og svartur reykur
Sundahöfn
3 mínútna stuttmynd - 3 mb.
22. nóvember 2004
Systir mín hringdi í okkur rétt um tíuleytið að kvöldi 22 nóv. Hún var þá að keyra og sá að eitthvað var á seyði inn í Sundahöfn, mikill eldur og slökkvilið og lögregla á leið á vettvang. Ég fletti strax upp á mbl.is og sá að það var eldur í hjólbörðum hjá endurvinnslufyrirtækinu Hringrás. Við keyrðum inn að Sundahöfn og sáum að svartur mökkur lagðist yfir Reykjavík. Á þessari vefsíðu er upptaka sem ég tók ef brunanum á litla stafræna myndbandsvél.
Tíminn hefur verið rúmlega kl. 10. Ég klippti svo upptökuna til í MovieMaker og setti þetta svo á vefinn rétt eftir kl. eitt eftir miðnætti. Þetta er dæmi um fjölmiðlun sem nú færist í vöxt - fólk sem er á vettvangi tekur upp atburði í máli og myndum og miðlar því beint. Núna er ég að skoða umfjöllun fjölmiðla og sé að það eru ekki komnar neinar vídeóupptökur af atburðinum - mitt videóklipp er eina upptakan sem hægt er að skoða nú á vefnum.
Frétt á Rúv:
"Eldur í Hringrás í Klettagörðum 22. nóvember 2004
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var sent að Hringrás í Klettagörðum 9 í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 10 í kvöld. Húsið er alelda og allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent á staðinn.
Mikill reykur liggur yfir svæðinu í kring en talið er að fjöldi gúmmídekkja sé innandyra.
Neyðarlínan beinir því til íbúa á höfuðborgarsvæðinu að loka gluggum því mikinn reyk leggur frá svæðinu, einkum yfir Kleppsveg og Laugarneshverfi.
Björgunarsveitir voru kallaðar út upp úr klukkan 11. Fólk í blokkum við Kleppsveg hefur verið flutt úr íbúðum sínum í stætisvagna og þaðan í Langholtsskóla þar sem Rauði krossinn hefur sett upp hjálparstöð.
Um miðnætti virtist sem slökkviliðinu hefði tekist að ná tökum á eldinum."
Seinna keyrðu strætisvagnar um hverfið okkar (Laugarneshverfið) og buðu fólki að rýma hús sín.
Ég stóðst svo ekki mátið að vinna svolítið með stuttmyndina - og setja einhverja tónlist undir - ég er að sýna hvernig hægt er að gera stuttmyndir. Ég valdi brot úr laginu Revolution með Scooter og vona að ég sé ekki að brjóta höfundarréttarlög með því, tilgangurinn er bara listrænn, ég var að prófa að setja tónlist undir mjög dramatísk atriði.
Salvör Gissurardóttir
Lexían í þessu bloggi er sem sagt að það er líklegra að það sé sjónarmið stjórnvalda sem birtist okkur í áróðurstáknmyndum og þær eru kallaðar sögulegt efni ef þær eru gamlar en fréttir ef þær eru nýjar. Ný verkfæri eins og myndsímar, vídeóvélar, stafrænar myndavélar og Netið gera kleift að lýsa atburðum út frá öðrum og fleiri sjónarhornum og hugsanlega bregðast við þeim á réttari eða hagkvæmari hátt. En fólk treystir tölum og fólk treystir myndum úr myndsímum miklu betur en frásögn sjónarvotta í orðum. Samt er mjög auðvelt að stilla upp myndum og það er mjög auðvelt að setja eitthvað tal inn á digital upptöku. Guðmundur í Byrginu segir að myndsímaupptakan sem sýnd var í Kompási hafi verið skeytt saman og sé fölsun. Það getur vel verið og hann á að njóta vafans þangað til annað kemur fram fyrir dómstólum. Það má samt ímynda sér að miklu, miklu fleiri hafi hag af því að falsa talið við aftöku Saddams heldur en falsa orðræðu trúarleiðtoga í litlum söfnuði á Íslandi.
![]() |
Myndsíminn sterkasta frelsistáknið og beittasta áróðurstækið í Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.1.2007 kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)