Sjónarhorn hverra? Eru myndsímar og vídeóklipp sterk áróðurstæki?

Mogginn flytur okkur hugleiðingu um hvernig myndsíminn hafi öðlast sess í Írak sem áróðurstæki, frelsis- og sjálfstæðistákn og tekur sérstaklega sem dæmi farsímaupptökuna af aftöku Saddams og myndirnar frá Abu Ghraib fangelsinu.  Það er satt að þessar myndir eru sterkar táknmyndir og hafa áhrif á fólk en það sem einkennir þær til viðbótar er sjónarhornið.

Orustan um Fredriksburg 1862Það hafa í öllum stríðum í mörg þúsund ár verið dregnar upp áróðursmyndir af þeim herskáu og þeim sem standa að stríðsrekstrinum og við erum svo samdauna þessum áróðursmyndum að við köllum þær iðulega sagnfræði og notum þær til að skreyta sagnfræðirit.  Þær áróðursmyndir og táknmyndir sem stríðsrekstraraðilar framleiða og passa mjög rækilega að við fáum að sjá þær eru kallaðar fréttir. 

Sterkasta táknmynd stríðsins í Vietnam er ljósmynd frá 1972 af  börnum sem hafa orðið fyrir Napal sprengjum og hlaupa um skelfingu lostin og kvalin. Myndirnar frá Abu Ghraig af bandarískum hermönnum að skemmta sér við að pynda og smána fanga hefur á sama hátt náð að brenna sig inn inn í vitund heimsins.

Ég skrifaði á sínum tíma inn á flickr umræðu um Abu Ghraig myndirnar:

I am just thinking... what makes these pictures so offensive...it is not the nudity... it is not the violence... we see more violence everyday on the TV screen... I guess it because this is a self portait... these are real pictures taking by cheerful soldiers... these are pictures taken by those in power showing how they use the power in a sadistic way on the opressed... like often is the case in pornography.

nickut-1972 I started discussion about this in our Icelandic forum several days ago  comparing Abu Graph pictures with the 1972 Vietnam picture by Nick Ut of nine year old girl and siblings running naked in the street... perhaps the power in that picture was the same as in the Abu Graph... It is the power of pain..



I like to quote Katharine Viner who wrote
The sexual sadism of our culture, in peace and in war, May 22 2004
www.guardian.co.uk/comment/story/0,3604,1222354,00.html

She says:
"It is hard not to see links between the culturally unacceptable behaviour of the soldiers in Abu Ghraib and the culturally accepted actions of what happens in porn. Of course there is a gulf between them, and it is insulting to suggest that all porn actors are in the same situation as Iraqis, confined and brutalised in terrifying conditions. And yet, the images in both are the same. The pornographic culture has clearly influenced the soldiers; at the very least, in their exhibitionism, their enthusiasm to photograph their handiwork. And the victims in both don't have feelings: to the abusers, they didn't in Abu Ghraib; to the punter they don't in pornography. Both point to just how degraded sex has become in western culture. Porn hasn't even pretended to show loving sex for decades; in films and TV most sex is violent, joyless. The Abu Ghraib torturers are merely acting out their culture: the sexual humiliation of the weak."

That is what it is all about. Sexual humiliation of the weak.
That is what prostitution is about.

Það er sjónarhornið - þessi sjálfsmynd óbreyttra bandarískra hermanna sem veldur sjokkinu og sýnir okkur í einni mynd hvernig þetta fangelsi virkar. Hermennirnir eru ótýndur ribbaldalýður sem svívirðir, pyndar og hlakkar yfir þjáðum föngum.

Sem betur fer hafa engar aftökur eða stríðsátök verið á Íslandi undanfarna undanfarna áratugi  en það er áhugavert að skoða hvernig frásögnin er af náttúruhamförum, mengunarslysum og annarri vá og hvort alþýðleg fréttamennska (citizen journalism) hefur skipt einhverju máli.  Það varð mengunarslys í hverfinu mínu Laugarnesinu þann 22. nóvember 2004 og  þá tók ég 3 mín. stuttmynd af bruna í Sundahöfn. Þetta var stór mengunarslys og ég setti myndirnar  strax á Netið. Það voru fyrstu myndirnar sem birtust af þessu og man ég að mbl.is tengdi í síðuna mína. Þetta sýndi mér að frásögn sjónarvotta skrásett í myndskeiðum er öflugt fréttatæki og getur verið miklu hraðvirkara en hefðbundnir miðlar. Fyrstu fréttaskotin frá RÚV komu mörgum klukkustundum seinna, mig minnir að það hafi verið aukafréttatími um morguninn eða í hádeginu.

Ég man eftir hvað ég var agndofa þegar ég fylgdist með fyrstu fréttunum frá RÚV og það rann upp fyrir mér hvað sjónarhornið og frásögnin þar var frábrugðin því sem ég hafði séð og sem ég hafði tekið upp og sögunni sem ég sagði sem sjónarvottur að þessum atburðum,  ég sem hafði þó líka verið á staðnum og fylgst með og hafði  líka tekið upp á vídeó. RÚV krúið hafði náttúrulega það fram yfir mig að þeim var hleypt miklu nær eldinum og voru þarna í velþóknun þeirra sem stýrðu björgunarstarfi (ég stalst inn á svæðið í þann mund er lögreglan girti allt af og lokaði fyrir umferð) þeir höfðu miklu flottari græjur en þeirra saga var hetjusaga. Hún var saga um það hvernig ráðandi stjórnvöld í gervi lögreglu og slökkviliðsmanna  höfðu allt undir kontrol og réðu við aðstæður. Rúv sagði í máli og myndum frá hetjunum slökkviliðsmönnum og senurnar hjá þeim voru af slökkviliðsmönnum með slöngur eins og vopn  svona eins og stríðsmenn í orrustu við óvininn eldinn.

Þetta var ekki það sem ég sá eins og áhorfandi. Hér er vídeóið mitt, það má reyndar heyra á einum tíma að einhver (ég?) segir: "þeir ráða ekki neit við þetta". Ástandið varð alvarlegt, um miðja nótt keyrðu rútur um hverfið og fluttu íbúana á brott. Ég held ekki að sagan sem RÚV sagði  af brunanum í Sundahöfn hafi verið neitt sannari en mín. Við svona aðstæður þ.e. mengunarslys, stríð og náttúruhamfarir þá mun allur fréttaflutningur frá valdhöfum miða að því að róa fólk og passa að engin ringulreið skapist og sannfæra fólk um að stjórnvöld séu að passa það og hafi stjórn á atburðarásinni.

Því miður hafa miðstýrð stjórnvöld oft virkað illa við svona aðstæður sb. þegar flóðbylgjan skall á Tailandi og þegar flóðin urðu í New Orleans. Veðurstofan í Tailandi vissi alveg um hættuna á flóðbylgju en það var meðvituð pólitísk ákvörðun að senda ekki út aðvörun vegna þess að það gæti skaðað ferðamannaiðnaðinn við strandsvæðin. Flóðin í New Orleans birtu okkur í myndum sterka  og ófagra táknmynd af innviðum Bandaríkja nútímans, bæði þessari rosalegu ringulreið og glundroða og upplausn  og óhæfi stjórnvalda til að takast á við svona hamfarir og sýndi okkur samfélag sem einkennist of lagskiptingu  og stéttaskiptingu þar sem hinir fátæku eru hafðir útundan og afskiptir.

Ég held að það hefði verið allt annar fréttaflutningur frá New Orleans ef það hefðu bara verið stjórnvöld sem sömdu fréttirnar og stýrðu því hvernig þær birtust. Ég hugsa að allar fréttir sem við hefðum fengið frá flóðasvæðunum hefðu verið björgunar- og afrekssögur þar sem stjórnvöld og fulltrúar þeirra (lögreglumenn og björgunaraðilar á vegum hins opinbera) láta einskís ófreista við  að koma þegnum sínum til hjálpar.

Frásögn mín af brunanum í Sundahöfn (vídeó og texti): 

 

Eldur og svartur reykur
Sundahöfn

3 mínútna stuttmynd - 3 mb.

22. nóvember 2004

Systir mín hringdi í okkur rétt um tíuleytið að kvöldi 22 nóv. Hún var þá að keyra og sá að eitthvað var á seyði inn í Sundahöfn, mikill eldur og slökkvilið og lögregla á leið á vettvang. Ég fletti strax upp á mbl.is og sá að það var eldur í hjólbörðum hjá endurvinnslufyrirtækinu Hringrás. Við keyrðum inn að Sundahöfn og sáum að svartur mökkur lagðist yfir Reykjavík. Á þessari vefsíðu er upptaka sem ég tók ef brunanum á litla stafræna myndbandsvél.

Tíminn hefur verið rúmlega kl. 10. Ég klippti svo upptökuna til í MovieMaker og setti þetta svo á vefinn rétt eftir kl. eitt eftir miðnætti. Þetta er dæmi um fjölmiðlun sem nú færist í vöxt - fólk sem er á vettvangi tekur upp atburði í máli og myndum og miðlar því beint. Núna er ég að skoða umfjöllun fjölmiðla og sé að það eru ekki komnar neinar vídeóupptökur af atburðinum - mitt videóklipp er eina upptakan sem hægt er að skoða nú á vefnum.

Frétt á Rúv:

"Eldur í Hringrás í Klettagörðum 22. nóvember 2004
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var sent að Hringrás í Klettagörðum 9 í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 10 í kvöld. Húsið er alelda og allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent á staðinn.

Mikill reykur liggur yfir svæðinu í kring en talið er að fjöldi gúmmídekkja sé innandyra.

Neyðarlínan beinir því til íbúa á höfuðborgarsvæðinu að loka gluggum því mikinn reyk leggur frá svæðinu, einkum yfir Kleppsveg og Laugarneshverfi.

Björgunarsveitir voru kallaðar út upp úr klukkan 11. Fólk í blokkum við Kleppsveg hefur verið flutt úr íbúðum sínum í stætisvagna og þaðan í Langholtsskóla þar sem Rauði krossinn hefur sett upp hjálparstöð.

Um miðnætti virtist sem slökkviliðinu hefði tekist að ná tökum á eldinum."

Seinna keyrðu strætisvagnar um hverfið okkar (Laugarneshverfið) og buðu fólki að rýma hús sín.

Ég stóðst svo ekki mátið að vinna svolítið með stuttmyndina - og setja einhverja tónlist undir - ég er að sýna hvernig hægt er að gera stuttmyndir. Ég valdi brot úr laginu Revolution með Scooter og vona að ég sé ekki að brjóta höfundarréttarlög með því, tilgangurinn er bara listrænn, ég var að prófa að setja tónlist undir mjög dramatísk atriði.

Salvör Gissurardóttir

Lexían í þessu bloggi er sem sagt  að það er líklegra að það sé sjónarmið stjórnvalda sem birtist okkur í áróðurstáknmyndum og þær eru kallaðar sögulegt efni ef þær eru gamlar en fréttir ef þær eru nýjar.  Ný verkfæri eins og myndsímar, vídeóvélar, stafrænar myndavélar og Netið gera kleift að lýsa atburðum út frá öðrum og fleiri sjónarhornum og hugsanlega bregðast við þeim á réttari eða hagkvæmari hátt.  En fólk treystir tölum og fólk treystir myndum úr myndsímum miklu betur en frásögn sjónarvotta í orðum. Samt er mjög auðvelt að stilla upp myndum og það er mjög auðvelt að setja eitthvað tal inn á digital upptöku. Guðmundur í Byrginu segir að myndsímaupptakan sem sýnd var í Kompási hafi verið skeytt saman og sé fölsun.  Það getur vel verið og hann á að njóta vafans þangað til annað kemur fram fyrir dómstólum. Það má samt ímynda sér að miklu, miklu fleiri hafi hag af því að falsa talið við aftöku Saddams heldur en falsa  orðræðu  trúarleiðtoga í litlum söfnuði á Íslandi. 


mbl.is Myndsíminn sterkasta frelsistáknið og beittasta áróðurstækið í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

myndir úr farsímum og videóklippur gætu alveg orðið sterkt áróðusafl ef rétt væri staðið að....

Ólafur fannberg, 4.1.2007 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband