10.5.2008 | 23:06
Times vill ráðast inn í Búrma - Hvar er herinn núna?
Það er neyðarástand í Búrma. Ástand sem herstjórnin þar ræður ekki við. Ástandið er svo slæmt að tímaritið Times vill ráðast inn í Búrma, sjá þessa grein: Is It Time to Invade Burma?
BBC fréttaritarar segja okkur frá ömurlegu ástandi, ráðvilltu fólki í neyð sem fær enga aðstoð og engar fréttir og fréttariturum sem verða að fara huldu höfði. Fólkið skilur ekki hvers vegna herstjórnin sést ekki og hjálpar ekki, sama herstjórn sem sendi herfylkingar alltaf á vettvang þegar mótmælagöngur voru.
Eyewitness: No help after cyclone
Hér er brot úr greininni:
It feels incredibly depressing and intrusive to walk into one of these villages. Your only reason to be there is that you feel you are telling the outside world what is going on.
What is bizarre in this circumstance is that normally you are welcomed as a journalist by the government that is trying to cope with a disaster. They want the world to know, because they want the world to give help.
Yet we are having to hide from the government here. We are having to send our material out while hiding in paddy fields. It's an absurd situation. So we go into a village but we can't stay long, because if the army does come round the corner we may be arrested and we may be sent out.
Normally when you cover a natural disaster the roads you are going down are choked with relief effort - with refugees going one way and with aid going the other. The roads we have been going down, straight into the Irrawaddy delta, are empty.
Some aid has arrived in the country. Some of it is being flown around by the few helicopters available.
Waiting for help, but there is little news on the arrival of aidBut this is a massive problem over a huge area. The government simply doesn't have the resources to deal with it.
The people we have been talking to have no source of information. They have lost their electricity and their televisions and radios. And they are not getting information from the government because they are not seeing the army or the police.
One man said to me earlier in the week: "When we had demonstrations last year the army were everywhere; where are they now?
Náttúruhamfarir hljóta alltaf að dynja yfir. En það er ömurlegt að horfa upp á hvernig óhæf stjórnvöld margfalda harmleikinn með því að bregðast illa við. Stundum reyna stjórnvöld að leyna hversu ástandið er, leyna að þau ráði ekki við málið. Ég held að stjórnvöld í Búrma ráði engan veginn við ástandið. Ég held að stjórnvöld í Louisiana í borginni New Orleans hafi ekki ráðið neitt við að bjarga fólki þegar flóðin miklu urðu þar. Ekki minnist ég samt þess að Times hafi þá viljað að Vesturlönd réðust inn í borgina. Það hafði nú verið miklu betra ef alríkisstjórnin í USA hefði þá gert eitthvað í málunum.
Stjórnvöld í Búrma ráða engan veginn við þessar miklu hörmungar. Núna er áætlað að ein milljón manns hafi misst heimili sitt. Stjórnvöld hafa líka sýnt að þau voru óhæf til að búa sig undir svona náttúruhamfarir, sjá t.d. þessa grein Ignored warnings 'worsened' situation in Myanmar
Þar stendur m.a.
People studying the situation in Myanmar are claiming that an inadequate response of the government of Myanmar (formerly Burma) to scientists' warnings about the cyclone, coupled with large-scale destruction of protective mangroves along its coasts, aggravated the devastation wreaked by tropical Cyclone Nargis.
![]() |
Hjálpargögn frá UNICEF berast til Búrma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.5.2008 | 13:08
Sellufundur hjá infokommúnistunum
Ég fór á fund í gærkvöldi á Hressó með stjórn FSFÍ eða félags um stafrænt frelsi á Íslandi. Félagið stefnir að því að halda ráðstefnu 5. júlí næstkomandi og aðalnúmerið á þeirri ráðstefnu er Eben Moglen sem er mikill gúrú allra sem nú fylkja sér um þann málstað að vilja meira frelsi og opnara umhverfi í stafrænni framleiðslu og stafrænni dreifingu gagna. Áður hefur Stallmann komið til Íslands á vegum sömu aðila.
Hér er mynd af stjórninni Freyr, Hallgrímur, Tryggvi, Steinn og Smári.
Hér eru myndir frá fundinum
Ekki eru nú allir í þessari hreyfingu hrifnir af því að vera bendlaðir við kommúnisma, sumir segja þetta eiga meira skylt við anarkisma. Ég segi að þetta sé hin nýja samvinnuhreyfing 21. aldar. En þessi hreyfing er í mótun og kannski ekki ennþá orðin til, það eru allir skynsamir menn að hugsa það sama en það á eftir að sameina kraftana í eitthvað samstillt átak til að breyta samfélaginu.
Hér er ný grein um Infokommúnisma hjá First Monday.
Info- communism?Ownership and Freedom in the digital economy
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2008 | 14:19
BDSM light - Byrgið og dýflissan
Það er sorglegra en tárum taki að lesa Byrgisdóminn (Sjá hérna S-15/2008), ekki síst svona skömmu eftir að hryllilegt dýflissumál kynlífsfangans Elísabetar Fritzl hefur komið upp á yfirborðið. Guðmundur í Byrginu er líka eins og Josep Fritzl drottnari sem notar varnarlaust fólk sem er skjólstæðingar hans og honum háðir sem kynlífsþræla. Já og fékk til þess framfærslustyrk frá ríkinu.
Ég treysti mér í augnablikinu ekki til að lesa meira en byrjunina á þessum dómi, það er sagan um vitnið A. Það er kona sem ekki hefur verið í fjölmiðlum að ég best veit. Hún var eins og aðrir þolendur í þessu máli langt leiddur eiturlyfjasjúklingur þegar leiðir hennar og Byrgisins krossuðust.
En Guðmundur í Byrginu gengur ekki á Guðs vegum, hann er afsprengi samfélags sem kúgar og tjóðrar konur og lætur þær halda að þær séu inn í einhverju byrgi þegar í rauninni eru þær kynlífsþrælar inn í subbulegri dýflissu.
Í dómnum má lesa eftirfarandi frásögn frá vitninu A.
.........í meðferðarviðtölum hefði ákærði farið að kynna fyrir henni BDSM-kynlíf með þeim orðum að hann og Helga kona hans ástunduðu BDSM-light sem væri létt afbrigði af slíku kynlífi. Hefði ákærði sagt að það væri vilji Guðs að konan væri undirgefin manninum og þess vegna myndi BDSM passa mjög vel þar sem maðurinn væri masterinn og konan væri undirgefin. Hann hefði sagt henni að BDSM-kynlíf hans væri fólgið í bindingum og notkun á svipum.
...............................
Ákærði hefði komið strax heim til hennar og sagt henni að Guð væri búinn að sýna honum að ef hún myndi ekki skilja við mann sinn, þá yrðu börn hennar óvernduð og myndu lenda í fleiri slysum þar sem maðurinn hennar væri ekki frelsaður. Hefði hann gefið í skyn að það væri ekki rétt hjá henni sem frelsaðri konu að vera gift ófrelsuðum manni. Kvað hún ákærða hafa boðið henni heim til hans að Háholti 11 í Hafnarfirði og sýnt henni dýflissu sem hefði verið lítið herbergi í kjallara blokkarinnar sem tilheyrði íbúð ákærða. Gengið væri inn í dýflissuna í gegnum skáp sem væri í fremri geymslunni. Í dýflissunni hefði verið stórt aflangt borð og á því hefðu verið margvísleg kynlífstæki. Einnig hefði verið lítið búr og í enda herbergisins hefði verið plata á vegg með mörgum nöglum sem hægt var að nota til að binda fólk við. Kvað hún ákærða hafa sagst hafa hannað þessa dýflissu sérstaklega fyrir hana. Henni hefði liðið mjög illa þarna inni en hún hefði samt þurft að þóknast honum. Hefði hún farið úr fötunum að ofan og hefði ákærði bundið hana við plötuna til að hún kynntist því hvernig væri að vera bundin
............................
..... þá hefðu skapast betri tækifæri fyrir hana til að sækja samkomur og meðferðarviðtöl hjá ákærða í Byrginu. Fljótlega hefði ákærði látið hana fá myndbandsspólu sem fjallaði um BDSM-kynlíf, um konu sem var þjálfuð í að vera kynlífsþræll, slave. Myndin heiti Story of O og sýni að það sé eftirsóknarvert að vera gerður að slave. Hefði mynd þessi heillað hana. Þá hefði ákærði tjáð henni að hann væri Iron Master. Þá hefði ákærði ítrekað við hana að það væri deginum ljósara að Guð vildi að þau tvö væru saman en hann vildi vera tillitssamur við hana þar sem hún forðaðist kynlíf með honum vegna [ ], en hann vildi þjálfa hana í að vera sub. Hefði ákærði komið heim til A í Y-bæ og þar hefði ákærði byrjað að slá hana með svipum.
............
Í þessum tilvikum hefði hann ætíð skipað henni að lúta vilja hans enda hefði hún verið orðin subbinn hans.
Það kemur líka fram að vitnið A var hjá geðlækni og sagði honum strax árið 2001 frá sambandi sínu við Guðmund. Hér er úr dómnum:
Í gögnum málsins liggur fyrir vottorð M geðlæknis þar sem segir m.a.: Ofangreind hefur um árabil verið til meðferðar hjá undirrituðum vegna geðkvilla og tilfinningalegra vandamála. Meðferðin hefur falist í bæði viðtals- og lyfjameðferð. Haustið 2001 tjáði A mér að hún ætti í sambandi við Guðmund Jónsson, kenndan við Byrgið, að hans frumkvæði. Var hún á þessum tíma í áberandi slæmu jafnvægi, ýmist mjög kát eða niðurdregin og kvíðin sem oftar var og plöguð af sektarkennd. Þótti mér við þessar upplýsingar sem ég fengi þar skýringu á breytingum hjá henni sem ég hafði tekið eftir nokkru áður.
![]() |
Ósáttur við dóminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2008 | 13:56
Græni herinn og herstöðvarandstæðingar í miðborgarmálum
Ég er svo fegin að ekki sé lengur herstöð á Íslandi og helstu stríðin og hneykslismálin séu þegar hershöfðingi og stofnandi Græna hersins hann Jakob Frímann er búinn að plotta sig inn í borgarapparatið. Fyrrum herstöðvarandstæðingar geta þá notað sína atorku til uppbyggjandi hluta. Birna Þórðardóttir sem í mínu ungdæmi var ímynd hryðjuverkafólks og hættulegra öfgahópa er núna orðinn túrista menningarfrömuður og sýnir túristum slömmlordabyggðirnar í miðbæ Reykjavíkur. Verst að fína nýja starfið hans Jakobs Frímanns var ekki auglýst, Birna og allir hinir menningar- og umhverfisaktívistarnir sem búa í Reykjavík hefði þá getað sótt um það.
Ég held reyndar að það séu kannski örlítill blæbrigðamunur á nálgun Jakobs Frímanns og Birnu Þórðardóttur varðandi menningarmál og uppbyggingu.
Birna er byltingarkona. Aldrei getur neinn ásakað Birnu um að ganga erinda auðmanna og stórfyrirtækja. Ég fór í menningargöngu Birnu síðasta laugardag. Hér eru nokkrar af þeim myndum sem ég tók. Svona er miðbærinn í Reykjavík í dag.
Mismunandi sjónarhorn
Birna segir að Hegningarhúsið á Skólavörðustíg sé flottara utan frá séð heldur en séð innan frá af þeim sem þar dvelja
Gámabyggð
Við túristarnir skoðum gámabyggðina í Reykjavík. Þarna var víst fólk flutt inn í bláa gáminn, það var í blöðunum nýlega.
Krossviðarplötustíll
Hér segir Birna okkur frá hinum nýja og sívaxandi krossviðarplötustíl sem einkennir slömmlordabyggðirnar. Vonandi kemst Reykjavíkurborg á kortið í arkitektasögu heimsins fyrir sérkenni sín í miðbænum, það er ekki lengur bara sundurgerðin sem einkennir okkar góða miðbæ, það er líka krossviðarplötustíllinn.
Tíminn og vatnið
Hér er Birna fyrir utan hús í eigu einhvers af vatnssölumönnum heimsins. Hún segir okkur hvað mörg ár stillansarnir hafa verið þar.
Hjarta bæjarins slær í krossviði
Hér erum við stödd í hjarta miðbæjarins í Reykjavík, á horni neðst við Bankastrætið. Krossplötustíllinn í algleymingi.Sennilega eru borgaryfirvöld svona ánægð með krossplöturnar.
Ég vona að hallargarðar og hús í Reykjavík verði ekki öll víggirtar og krossviðarhamraðar hallir fyrir heimsins vatnssölumenn. En mér finnst líka að drykkjarvatn eigi að vera ókeypis eða sem ódýrast hvar sem er í heiminum.
![]() |
Spurt um ráðningu Jakobs Frímanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2008 | 12:34
Er Jakob þriggja manna maki? Þrjár svipmyndir af Reykjavík
Reykjavíkurborg er ævintýra illa stjórnað þessa daganna. Fyrst eru keyptir húskofar á milljarð og var það gjaldið sem Sjálfstæðismenn í borginni borguðu af fé borgarbúa til að véla Ólaf Magnússon til fylgilags við sig. Svo er Jakob Frímann Magnússon ráðinn til að peppa upp slömmlordaparadísina Reykjavík og fyrir það þá fær hann þreföld venjuleg laun.
Jakob Frímann er hugmyndaríkur maður og er ágætur í svona starf. En það er illa staðið að ráðningu hans og ófagmannlega. Á það hafa margir bent, sjá t.d. hérna:
Jakob Frímann fær um 861.700 króna laun frá borginni
Borgarstjóri í febrúar: Mikilvægt að sýna ráðdeild í fjármálum borgar
Það er reyndar illa staðið að flestum málum í Reykjavík í dag. Hér eru þrjár svipmyndir af Reykjavík, borginni þar sem engin veður eru lengur og þar sem ekkert vor kemur lengur. Eina sem merkir veðrið er þegar plastpokarnir fjúka á milli runnanna og trjánna og eina sem merkir vorið er þegar plastpokarnir byrja að blómstra á trjánum.
Myndirnar eru af plastpokatrjánum í Reykjavík og af slömmlordahúsunum í miðbæ Reykjavíkur og af nýju flísalögðu glæsibyggingunum við Skúlagötu þar sem flísar nýlímdu detta af húsunum og þau fara að líkjast slömmi áður en fólkið flytur í þau. Svona er Reykjavík í dag.
Brunahani í Skipholti
Slömmhús á Baldursgötu
Flísar sem falla
Nýtt glæsihýsi við Skúlagötu
Þannig er uppbyggingin í Reykjavík í dag.
![]() |
Gengið frá ráðningu Jakobs Frímanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2008 | 15:05
Fékk styrk til að byggja neðanjarðarfangageymslu
Nokkrar áhugaverðar staðreyndir sem komið hafa fram í fjölmiðlum
* Ódæðismaðurinn Josef Fritzl fékk byggingarleyfi til að byggja þessa neðanjarðarfangageymslu sína. Það sem merkilegra er, hann fékk líka styrk frá opinberum aðilum til að koma sér upp þessu afdrepi.
* Ódæðismaðurinn Josef Frizl fékk leyfi til að ættleiða þrjú börn sem hann sagðist hafa fundið á tröppunum við húsið hjá sér þrátt fyrir að hann hafi hlotið dóm og setið í fangelsi í 18 mánuði fyrir nauðgun og verið bendlaður við fleiri kynferðisafbrot og íkveikjur.
* Eftirlitsmenn komu í amk 20 heimsóknir til fjölskyldunnar vegna ættleiddu barnanna og aldrei var faðirinn/afinn heima. Aldrei var reynt að grennslast fyrir um hvað hefði orðið af móður barnanna.
Það er eitthvað verulega mikið að í heiminum í dag varðandi hvað samfélögin vilja ekki sjá ofbeldi gagnvart konum og börnum. Ef til vill er ástandið sérstaklega slæmt í Þýskalandi og Austurríki. Ef til vill stafar það af fortíð þessara ríkja frá seinni heimsstyrjöldinni.
Sum börn hafa aldrei séns í lífinu, sjá þessar greinar
Woman tried for eight baby deaths
Babies found in Germany freezer
German police probe child deaths
![]() |
Jarðhýsið skipulagt árið 1978 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2008 | 09:51
Auðlegð þjóðanna og open Source hagfræði
Yochai Benkler talar á TED.com,
Risarnir Microsoft og Yahoo berjast í markaðshagkerfi dagsins í dag. Smurolían í því hagkerfi er peningar og eignarétturinn er heilög undirstaða sem ræður hver stjórnar.
En það er önnur tegund af hagkerfi að vaxa upp úr grasrótinni, hagkerfi samvinnunnar, hagkerfi sem byggir á "Social sharing and exchange". Einn af þeim sem hefur skrifað um þessar breytingar er lagaprófessorinn Yochai Benkler. Hann skrifaði bókina The Wealth of Networks: How Social Production Transforms Markets and Freedom
Nafn bókarinnar er vísun í hið fræga ritverk Adam Smith frá 1776 sem á íslensku útleggst Auðlegð þjóðanna.
Það er hægt að lesa bókina hans Benkler á vefnum og hún er að sjálfsögðu með opnu höfundarleyfi. Sem fyrstu kynningu á hugmyndum Benkler þá er ágætt að horfa á vídeóið sem ég lími hér á bloggið. Það er kynnt svona:
Law professor Yochai Benkler explains how collaborative projects like Wikipedia and Linux represent the next stage of human organization. By disrupting traditional economic production, copyright law and established competition, they're paving the way for a new set of economic laws, where empowered individuals are put on a level playing field with industry giants.
Ég held því miður að þeir sem ráða í íslensku samfélagi í dag séu alveg stökk ennþá í þeim hugsunarhætti sem Adam Smith boðaði í Auðlegð þjóðanna. Sama gildir um fjölmiðla og þá sem segja fréttir og reyndar líka almenning sem les fréttir. Það eru nánast eingöngu fluttar fréttir af markaðshagkerfinu og út frá sjónarmiðum þeirra sem hafa hagsmuni af og vilja vernda það dreifingar og eignaréttarkerfi stafrænna gæða sem við búum við núna.
Ég fann þennan pistil Auðlegð þjóðanna eftir viðskiptaráðherrann Björgvin G. Sigurðsson og á Seðlabankavefnum er skjal með völdum köflum úr Auðlegð þjóðanna (pdf skjal)
Sannleikurinn er sá að bók Adams Smiths er barns síns tíma og virkaði þrælvel fyrir samfélag gærdagsins en hún nær ekki yfir það samfélag samvinnu í framleiðslu og dreifingu sem nettæknin hefur gert mögulega.
Tími Samvinnumanna er runninn upp.
![]() |
Yang: Tilboð Microsoft of lágt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2008 | 16:15
Sound of Silence
Hversu oft frá því ég var barn að aldri hef ég ekki séð söngleikamyndina Sound of Music, myndina um góðu stúlkuna sem yfirgaf klaustrið og tók að sér að ala upp sjö börn. Börn sem áttu enga móður, bara föður sem var harðstjóri. Góða stúlkan breytti öllu, börnin urðu góð og prúð og sungu sig í gegnum lífið og góða stúlkan giftist harðstjóranum. Svona var ævintýri bernsku minnar, svona var lífsins söngur.
En smán saman lærði ég líka að hlusta á þögnina, hlusta á ósagðar sögur.
Ein af sögunum sem er ennþá ósögð er sagan af fjölskyldu Josep Fritzl og í þeirri sögu var líka harðstjóri og í þeirri fjölskyldu voru líka sjö börn. Stúlkan í sögunni heitir Elisabet Fritzl og hún var ekki lokuð inn í klaustri, hún var lokuð inn í dýflissu föður síns í 24 ár. Hún ól honum sjö börn. Þrjú voru borin út. Þrjú voru alin upp í dýflissu og sáu aldrei dagsljós. Eitt dó. Elsta barnið liggur helsjúkt á spítala.
Þó að sagan um ódæðisverk Josep Fritzl sé ennþá ekki sögð þá byrjuðu sögubrot að púslast í þá sögu fyrir mörgum, mörgum áratugum. Það var árið 1967 þegar Fritzl var 18 mánuði í fangelsi fyrir nauðgun. Það voru líka nokkur önnur tilvik þar sem hann var grunaður um kynferðisafbrot og nauðgunartilraunir. Það var þegar hann hóf að innrétta kjallararými og fékk leyfisbréf frá stjórnvöldum til þess. Það var þegar hann gróf út kjallarann. Það var þegar hann ferjaði inn mat í kjallarann í hjólbörum. Það voru sögurnar sem margir hafa sagt af hvernig hann barði og nauðgaði dóttur sinni og hvernig hún reyndi að strjúka þegar hún var 16 og 17 ára. Það var þegar leigjendur heyrðu skrýtin hljóð úr kjallaranum. Það var þegar ungbörn fundust þrisvar sinnum á dyratröppum. Það var þegar leigjendur urðu varir við að rafmagnsreikningurinn var óeðlilega hár og rafmagnsmælirinn snerist þó þeir væru ekki að nota rafmagn. Vinkona Elísabetar vissi að eitthvað var að þegar börnin byrjuðu að koma, hún vissi að Elísabet hataði föður sinn og hefði aldrei skilið börn eftir hjá honum.
Það voru mörg púsl sem hefðu átt að vekja einhver viðbrögð, einhverjar eftirgrennslanir en gerðu það ekki. En þegar komið er með fárveika dóttur Elísabetar á spítala þá finnst í fötum hennar miði frá móðurinni þar sem hún lýsir eins vel og hún getur sjúkdómseinkennum og bréfið lýsir umhyggju hennar og örvæntingu yfir veikindum dóttur sinnar. Þetta bréf passaði ekki við sögu Josep Fritzl af því hvernig Elísabet hefði yfirgefið stúlkuna og skilið hana eftir helsjúka á tröppunum eins og hin börnin þrjú. Það var þetta ósamræmi sem varð til þess að læknar höfðu samband við lögreglu og rannsókn hófst á málinu og leit að Elísabetu.
Hér eru nokkrar fjölmiðlagreinar sem lýsa aðstæðum og öllum þeim vísbendingum sem í gegnum árin hefðu átt að benda á að eitthvað verulega mikið var að:
Wall of silence hid Josef Fritzl's crimes (Sunday Herald)
Elisabeth Fritzl ran away at 16 but father hunted her down (Sunday Mirror)
Rape, incest and lies: the warped world of Herr Fritzl
Er brachte Lebensmittel mit Schubkarren in den Keller
Það er afar sorglegt að lesa frásagnir sem þessa:
Joseph Leitner, a former lodger, said that shortly after he moved in, he learnt through a friend that she had been repeatedly raped by her father. "I had a good friend from school who was really close to Elisabeth," said Mr Leitner, who lived at the house in the small and close-knit Austrian town of Amstetten between 1990 and 1994.
"I would say they were best friends - they spent a lot of time together. She confided in me, and told me what a monster Josef was - and what he had done to Elisabeth.
"But I decided I did not want to get involved. I did not want to get kicked out of the flat, I did not want to lose it. I kept myself to myself."
Það er líka átakanlegt að lesa þessa frásögn:
On Saturday April 19, Kerstin lapsed into unconsciousness and her mother begged Fritzl to call an ambulance to take her to Amstetten Community Hospital. She was diagnosed as having life-threatening kidney failure but what Fritzl did not know is that Elisabeth had concealed a note in her clothing to be found by hospital staff.
It read: "Wednesday, I gave her aspirin and cough medicine for the condition. Thursday, the cough worsened. Friday, the coughing gets even worse. She has been biting her lip as well as her tongue. Please, please help her! Kerstin is really terrified of other people, she was never in a hospital.
"If there are any problems please ask my father for help. He is the only person that she knows. Kerstin, please stay strong, until we see each other again! We will come back to you soon!"
When Fritzl arrived at the hospital and discussed Kerstin's condition and the mother's note with staff, they found aspects of the story to be odd. He used the old story of a child being dumped on his doorstep with a note but suspicious staff alerted the police two days later. Dr Albert Reiter said: "I could not believe that a mother who wrote such a note and seemed so concerned would just vanish. I raised the alarm with the police and we launched a TV appeal for her to get in touch."
En það er gott að starfsfólk á spítalanum var tortryggið og sá að það var eitthvað sem stemmdi ekki í sögunni. Móðir sem skrifar svona bréf með veiku barni sínu hún hverfur ekki.
Það ættu allir að reyna að hlusta á þögnina, hlusta á það sem ekki er sagt, horfa á vísbendingar og horfa líka á það sem maður leitar ekki að.
Lag og ljóð Simon og Garfunkel Sound of Silence talar núna til mín eins og það hafi verið samið um voðaverkin í Amstetten. Hér er það á Youtube og textinn er fyrir neðan.
Textinn er svona:
Hello darkness, my old friend,
Ive come to talk with you again,
Because a vision softly creeping,
Left its seeds while I was sleeping,
And the vision that was planted in my brain
Still remains
Within the sound of silence.
In restless dreams I walked alone
Narrow streets of cobblestone,
neath the halo of a street lamp,
I turned my collar to the cold and damp
When my eyes were stabbed by the flash of
A neon light
That split the night
And touched the sound of silence.
And in the naked light I saw
Ten thousand people, maybe more.
People talking without speaking,
People hearing without listening,
People writing songs that voices never share
And no one deared
Disturb the sound of silence.
Fools said i,you do not know
Silence like a cancer grows.
Hear my words that I might teach you,
Take my arms that I might reach you.
But my words like silent raindrops fell,
And echoed
In the wells of silence
And the people bowed and prayed
To the neon God they made.
And the sign flashed out its warning,
In the words that it was forming.
And the signs said, the words of the prophets
Are written on the subway walls
And tenement halls.
And whisperd in the sounds of silence.
![]() |
Fjölskylda Fritzls á valdi óttans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.5.2008 | 23:20
Íslensk lén, íslenskir vafrar
Það er hægt að fá lén með íslenskum stöfum. Ég fékk mér lénið salvör.net og borgaði um 600 kr. íslenskar fyrir það ($8) hjá godaddy.com. Þetta er nú nú reyndar lénið http://www.xn--salvr-mua.net/ en svona íslenskun notar það sem kallað er Punycode
Það virkar fínt að slá inn í vafra bæði Internet Explorer og Firefox. Í Internet Explorer þá sér sá sem skoðar lénið aldrei nema íslenska lénið salvör.net í glugganum fyrir vefslóð en í Firefox þá sér maður slóðina á þessu skrýtnu punycode formi. Þetta stafar að því mér skilst af því að það er öryggisglufa varðandi svona lén, það er hægt að nota svona til að láta birtast eitt en senda notandann á annan stað einhvað stað til að komast yfir upplýsingar (Phishing)
Ég held að þetta sé leyst varðandi IE en ekki Firefox og því sé öruggast að birta notandanum raunverulegu slóðina. Það var reyndar hægt eitthvað að breyta þessu í Firefox en ég fann ekki út úr því. En jafnvel þó maður sjái skrýtnu slóðina www.xn--salvr-mua.net þá getur verið praktískt að eiga svona íslensk lén t.d. til að geta vísað íslenskum notendum á ákveðnar vefslóðir, það er ekki mikill kostnaður að borga 600 kall árlega fyrir það. Það er á mörgum stöðum á netinu hægt að fá ókeypis svæði til að vista gögnin sín, bæði vefi og blogg. Svo getur maður átt sitt lén og látið það vísa á það.
Það er hægt að kaupa lén á íslensku hjá icnic.is með .is endingu. Verðið er út í hött eins og raunar öll verðlagning á íslenskum lénum.
Íslenskun á vöfrum.
Það er líka hægt að sækja íslenska þýðingu á Firefox á firefoxis
Það er líka til íslensk orðabók fyrir Firefox
Það mun vera væntanleg íslenskun á Windows Vista núna í maí, ég veit nú ekki hvort vafrinn Internet Explorer sé inn í þeirri íslenskun, sjá nánar Windows XP á íslensku
Tölvur og tækni | Breytt 4.5.2008 kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2008 | 19:18
1. maí myndir - Bleikir fánar
Ég fór ekki í 1. maí gönguna. Dætur mínar héldu nú uppi merki mínu, þær voru í hópi femínista sem gáfu göngufólki bleika fána. Þær segja mér að áberandi sé hvað viðhorf gagnvart femínistum sé breytt og jákvæðara núna. Það er gott, kannski get ég þá snúið mér betur að öðrum baráttumálum svo sem baráttunni fyrir stafrænu frelsi, baráttunni fyrir að fá að taka stafræna hluti og afrita, endurblanda og endurhanna, baráttu fyrir að hegða sér eins og tölvuhakkari, að fara inn í kóða og efni og breyta því og smíða eitthvað nýtt. Baráttunni fyrir öðrum dreifingarleiðum á gæðum heimsins en í gegnum kerfi sem byggir á peningum. Baráttu fyrir mannréttindum alls staðar, jafnt á Tálknafirði sem í Tíbet, mannréttindi bæði fyrir fólk sem mér geðjast að og sem hefur sömu skoðanir og ég og mannréttindi fyrir fólk sem er með allt aðra menningu og siði og trú.
Hér er myndaalbúm með myndum frá 1. maí 2008. Kristín Helga og Ásta Lilja tóku myndirnar niðri í bæ í dag.
Kristín Helga með bleika fána og í bleikum femínistabol.
Katrín Anna og Ásta Lilja
Gísli heldur á skilti
Fífa, Halla og Þorgerður
Hér er Katrín Anna að sníða fána úr bleiku efni. Femínistar hittust á kaffihúsi rétt fyrir gönguna og bjuggu til bleika fána sem þau gáfu göngufólki.
Litlir femínistar búa sig undir átök framtíðarinnar
Ásta Lilja með fána
Kristín Helga með fána