Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
4.4.2009 | 19:46
Fjallabræður í Framsókn - Fyrir okkur öll
Það var líf og fjör í Framsóknarflokknum í Reykjavík í dag. Í dag hófst kosningabaráttan og það var opnunarhátíð í kosningaskrifstofu okkar í Borgartúni. Hátíðin hófst með blaðamannafundi þar sem efstu menn á listum í öllu kjördæmum sátu fyrir svörum og kynntu kosningastefnuskrána.
Þessi kosningabarátta er háð undir kjörorðinu "Fyrir okkur öll"
Þegar alvarlegi hlutinn var búinn þá var veislukaffi og grill og skemmtiatriði fyrir börn og fullorðna. Fjallabræður sungu nokkur ættjarðarlög. Hér er annað af tveimur vídeóum sem ég tók og blandaði saman blaðamannafundi og söng Fjallabræðra.
![]() |
Vaxtalækkun og niðurfærsla skulda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.4.2009 | 09:27
Bjarni komdu aftur, við söknum þín!
Bjarni og allir samvinnu og félagshyggjumenn, velkomnir á opnunarhátíð okkar í dag í Borgartúni!
Bjarni Harðarson er hættur við framboð. Þannig fór um sjóferð þá hjá Bjarna Harðarsyni og liðsmönnum hans. Það er gríðarlega erfitt að koma á flot nýju stjórnmálaafli á Íslandi, ekki síst vegna þess hve mikinn prósentuhluta þarf að hafa til að ná inn fyrsta kjördæmakjörna fulltrúanum í stóru kjördæmunum.
Það að reka stjórnmálabaráttu á Íslandi í dag í öllum kjördæmum er einfaldlega ofvaxið öllum framboðshreyfingum sem ekki eiga sterka bakhjarla í samstilltum hópi félagsmanna. Það er þannig kerfi á Íslandi að breytingar á íslensku samfélagi verða að koma í gegnum fjórflokkinn þ.e. Framsóknarflokk, Samfylkingu, Vinstri græna og Sjálfstæðisflokk og það er gríðarlega mikilvægt að skynsamt og vel upplýst hugsjónafólk fylki sér í alla þessa flokka eftir því hvar fólk finnur hjarta sitt sló og reyni að hafa áhrif í gegnum flokkanna. Það er mikilvægt að komast í stjórn en það er ekki síður mikilvægt að veita valdhöfum aðhald og hrópa hátt og fljótt um það sem þeir eru að gera rangt.
Ein af ástæðunum fyrir Hruninu á Íslandi eru að almenningur var hættur að skipta sér af stjórnmálum og gera kröfur á að þær leikreglur sem stjórnvöld settu væru einfaldar og skýrar og skiljanlegar og sanngjarnar og að stjórnað væri á réttlátan, framsýnan og skynsaman hátt í anda samvinnu og samkenndar og leyfði þannig samfélagi gróðahyggju og einkavinavæðingu að grassera.
Það er miklu meira sem Bjarni getur komið áleiðis með því að starfa innan Framsóknarflokksins en með einkaframboði um málefni sem klárlega verður ekkert kosningamálefni í ár. Það má rifja upp að Bjarni var eini þingmaðurinn á Íslandi sam axlaði ábyrgð og sagði af sér eftir hrunið. Það var nú út af öðru en því að hann hefði átt þátt í hruninu. Bjarni er ansi fljótfær og þyrfti að læra betur á tölvupóst og meira um hollustu við samherja en það er missir af honum úr Framsóknarflokknum.
Því við ég hvetja Bjarna til að ganga aftur í Framsóknarflokkinn og styðja málstað félagshyggju og samvinnu.
Gott væri að Bjarni notaði tækifærið og kíkti til okkar í dag því Framsóknarmenn í Reykjavík opna kosningamiðstöð sína í Borgartúni 28 laugardaginn 4. apríl kl. 14:00-16:00 með pompi og prakt.
Hoppukastalar fyrir börnin. Sirkus Íslands skemmtir kl. 15:00
Kaffi, kökur, pylsur og gosdrykkir verða í boði
Allir velkomnir
![]() |
Hættir við þingframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2009 | 14:14
Litli Neró. Hvar var Sigurður Kári þegar Reykjavík brann?
Það er gott að Alþingi skuli ræða um sumarannir í skólum. Það er mikilvægt að fólk skilji og viti hver vandi skólafólks er núna, það er ekki betur sett en farandverkafólk í þeirri kreppu sem núna lamar Ísland. Það fyrsta sem fyrirtæki og stofnanir skera niður eru framkvæmdir yfir sumarið og að ráða fólk í sumarafleysingar.
Það er mikilvægt að taka á bráðavanda skólafólks og heimila en það er óendanlega mikilvægt að takast á við að byggja hér upp betra samfélag til framtíðar og breyta þeim leikreglum og umgjörð sem leiddi okkur í ógöngur. Einn liður í því er stjórnlagaþing og breytingar á stjórnarskrá. Það skilja því miður ekki erindrekar þeirra sem komu okkur í Hrunið, þeir þurfa lengri tíma til að átta sig á hve glæpsamlega komið var fram við almenning á Íslandi.
Ungi sjálfstæðismaðurinn Sigurður Kári er plöggaður reglulega inn í fréttir á mbl.is og nýjasta spekin sem er höfð eftir honum á þingpöllum í dag er þessi:
"Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagðist styðja það eindregið að teknar væru upp sumarannir við Háskóla Íslands. Sagði hann gagnrýnivert hjá sitjandi ríkisstjórn að einbeita sér að breytingum á stjórnarskránni í stað þess að einbeita sér að lausnum sem gagnast gætu atvinnulífinu og heimilum landsins. Líkti hann ráðherrum ríkisstjórnarinnar við Neró sem spilaði á fiðlu meðan Róm brann, því nú væri fyrirtækin og heimilin í landinu að brenna meðan meirihlutinn setti alla sína orku í gæluverkefni. Sagði hann ráðherrana spila við falskan undirleik Framsóknarflokksins."
Þessi orðræða er grátbrosleg. Sérstaklega þegar haft er í huga þessi samlíking Sigurðar Kára um Neró og rifjað upp að þegar búsáhaldabyltingin braust út og upplausnarástand var í Reykjavík og eldar voru tendraðir við Alþingishúsið og þar barið á pönnur og potta og aðeins tímaspursmál hvenær bálreiður fólksfjöldi ræðist inn í þinghúsið þá stóð Sigurður Kári þar í pontu og flutti ávarp - talaði fyrir því að leyfa ætti sölu brennivíns í búðum.
Stuðningsmenn Sigurðar Kára eru dáldið pirraðir yfir að hæðst skuli vera að því hve mikið á skjön hann og flokkur hans var við íslenskan veruleika og segja það hafa verið tilviljun að þetta mál hafi einmitt verið á dagskrá þennan dag og Sigurður Kári þannig gerður hlægilegur og afkáralegur. En tilviljun og ekki tilviljun, það var fátítt fyrir Hrunið að Sigurður Kári væri að beita sér fyrir öðru en sölu á víni í búðum, það virðist hafa verið hans helsta hugðarefni og hugsjón í þingstörfum.
Það er gott að Sigurður Kári skuli vera að þroskast og átta sig á því að þetta brennivínssöluhugðarefni er voða 2007 og virkar lítið núna til að halda atkvæðum kjósenda. Við erum nefnilega núna öll í timburmönnunum eftir valdasetu Sjálfstæðisflokksins og við þurfum engan afréttara. Við þurfum að viðurkenna vanda okkar, horfast í augu við ástandið og öll þjóðin þarf að fara í meðferð.
Hér er vídeó sem ég tók fyrir framan Alþingishúsið 20. janúar síðastliðinn, einmitt þegar Sigurður Kári var innan dyra að tala eina ferðina ennþá um nauðsyn þess að selja brennivín í kjörbúðum:
![]() |
Spurst fyrir um sumarannir á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.4.2009 | 09:05
Háskólastúdentar réttlausir í kreppunni
Það er gott að háskólastúdentar bendi á hvað það er gríðarlega erfitt ástand og hvað það bitnar hrikalega illa á þeim. Aðstæður eru þannig á Íslandi að framhaldsskólanemar og háskólanemar eru eins og farandverkafólk sem kemur inn á vinnumarkaðinn þrjá til fjóra mánuði á ári, yfir sumarmánuðinn.
Einu sinni var þetta hið besta mál, það var ómögulegt að hafa unga fólkið bundið í skólum yfir hábjargræðistímann og skólahald var enda í sveitaskólunum hagrætt þannig að krakkarnir gætu hjálpar til við bústörfin og væru ekki tepptir í skólum þegar sauðburður hæfist á vorin. Í flestum löndum byrjaði og endaði skólahald í takti við uppskerustörfin, það þurfti að passa að mannskapur væri til að setja niður kartöflur á vorin og taka upp uppskeruna að hausti.
Síðustu áratugina hefur þetta samband skólans og taktsins í matvælaframleiðslu í heimabyggð rofnað, atvinnulífið er orðið svo vélvætt og tölvuknúið að sveitakrakkarnir eru kannski mest inn í bæ að horfa á vídeó og sörfa á Netinu, það er ekki lengur þörf fyrir vinnuafl þeirra við framleiðsluna. Krakkarnir í sjávarplássunum eru ekki lengur mikilvægt vinnuafl því vinnslan hefur flust annað, núna er aflinn unninn út á sjó og keyrður á milli staða.
Vegna spennunnar og þenslunnar sem hefur verið í íslensku atvinnulífi yfir sumartímann þá erum við núna illa undir það búin að það sé mikið af fólki sem ekki er þörf fyrir við frumframleiðslu eða byggingarstörf. En við skulum ekki gleyma að það var einmitt undirstaða þeirrar heimsmenningar sem við búum við að það þurftu ekki allir að vera að strita fyrir hinu daglega brauði, það var svo mikil framleiðni í samfélaginu að einungis hluti þurfti að vinna við framleiðsluna.
Núna stöndum við frammi fyrir því að margir skólanemar fá ekki vinnu og aðstæður eru þannig á Íslandi að námslánakerfið tekur ekki mið af því og skólakerfið tekur ekki mið af því að þessar aðstæður geti komið upp.
það er gríðarlega mikilvægt að aðhafast eitthvað af stjórnvöldum til að mæta þessum aðstæðum. Margir háskólastúdentar eru í hugvísindum og félagsvísindum og kennslufræðum, laganámi eða viðskiptagreinum eða heimspeki og tungumálum. Í þessum greinum er ekki um að ræða rándýr tilraunatæki og mikla og dýra aðstöðu til að skapa vinnu eða nám fyrir nemendur. það er því tiltölulega einfalt, fljótlegt og kostar lítið að búa til aðstöðu og það er vel hægt að sinna ýmis konar þróunarstörfum sem hingað til hafa setið á hakanum með því að fá stúdenta í vinnu.
Það er afar einkennilegt ef málið er þannig núna að eina sem býðst háskólanemum fyrsta sumarið sem kreppan stendur yfir að skrá sig í sumarnámskeið í dýran einkaskóla (háskólann í Reykjavík) og borga há skólagjöld til þess eins að eiga til hnífs og skeiðar í kreppunni.
Er ekki einkennilegt að háskólanemar þurfi að borga með sér í kreppunni og hafi enga aðra úrkosti til að bregðast við þessum aðstæðum nema skrá sig í dýrt sumarnám hjá einkaháskóla til að eiga kost á því að fá námslán til framfærslu og til að borga skólagjöld?
Er þetta virkilega sá valkostur sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-Grænna ætlar að bjóða íslenskum háskólastúdentum upp á í ár? Það er ansi nöturlegt að þegar allt hefur farið á hliðina á Íslandi í einhvers konar einkavæðingaræði þá sé eini valkosturinn að bjóða atvinnulausum háskólanemum sem ekki hafa rétt til atvinnuleysisbóta og ekki hafa rétt til námslána nema vera í skráðu námi - upp á þann eina valkost að skrá sig í sumarnám með dýrum skólagjöldum - sumarnám í einkaháskólum sem þó eru nánast að öllu leyti kostaðir af ríkisfé.
Er það þannig að þegar einkavæðingin hefur mistekist á öllum sviðum og íslenska ríkið nánast gjaldþrota og þúsundir ungs fólks hefur ekki annan valkost en vera í skólum þá sé því sagt að borga bara fyrir sig sjálft með að taka lán til framfærslu og skólagjalda í einkaháskólum?
Það er eitthvað ekki í lagi í íslensku samfélagi, það hefur engin umræða farið fram um einkavæðingaræðið sem teygði sig inn í skólakerfið.
Aðstæður eru þannig núna að þegar háskólanemar sem núna eru við að ljúka námi koma út á vinnumarkað þá er mjög ólíklegt að þeir geti fengið vinnu. Það er því ekki mjög gott að vera með miklan skuldabagga á herðum.
Í nágrannalöndum okkar þá er hluti af því sem námsmenn fá styrkur sem öllum þegnum í háskólanámi býðst í nokkur ár. Hér eru öll námslánin vísitölutryggt lán sem bera vexti.
![]() |
Námsmenn örvænta um sumarið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2009 | 19:27
Bein útsending frá kosningamiðstöð Framsóknar
Þetta er tilraun. Ég er með rásina http://ustream.tv/channel/framsokn og sendi núna beint út héðan úr Borgartúninu. Allt á fullu hérna eins og vanalega!
Útsendingu lokið. Allt gekk vel.
![]() |
Samfylking áfram stærst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2009 | 14:22
Sigurður Kári er vandi heimilanna
Sumir þingmenn Sjálfstæðismanna kunna ekki að skammast sín. Eftir að hafa steypt þjóðinni í glötun með stefnu sinni og hömluleysi og einkavæðingaræði, stefnu þar sem ágóði í ársreikningum gervifyrirtækja var notaður í blindni sem eini mælikvarðinn á velsæld og eftir að hafa blekkt okkur misserum saman til að halda að efnahagsstjórnin væri í traustum höndum hjá þeim þrátt fyrir að við vitum núna að lengi hefur þjóðin rambað á barmi hengiflugsins í bankaútrásaræði og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vissu það líka en lugu að þjóðinni, eftir allt þetta þá reynir sumir sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins að tefja öll mál og hlykkja sig eins og naðra og læsast utan um allt sem getur hreyft við og bætt lýðræði og stjórnsýslu í þessu landi og komið á stað alveg lömuðu athafnalífi.
Það er grátbroslegt að lesa í frétti svona orð:
"Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði eðlilegt að ræða um breytingar. Gallinn er sá, að þetta stjórnarskrármál leysir engan vanda heimila eða fyrirtækja. Væri ekki vænlegra að ræða atvinnumál ungs fólks í landinu? spurði Sigurður Kári. "
Málið er það að Sigurður Kári er einkar gott tákn um þá æskumenn sem átt hafa sviðið í Sjálfstæðisflokknum undanfarin ár og það má skoða ferill hans á þingi til að sjá hvaða málum hann hefur barist fyrir á þingferli sínum. Eru það atvinnumál ungs fólks? Er það vandi heimila á Íslandi og lífskjör fólks á Íslandi? Nei, það örlar ekkert á því. Satt að segja þá held ég að Sigurður Kári hafi aðeins haft eitt hjartans mál undanfarin ár. Það er að selja áfengi í kjörbúðum. Hann hefur verið svo óþreytandi við nuddast í því máli að ég hef stundum gleymt að hann er þingmaður og haldið að hann væri einhvers konar almenningstengslafulltrúi einhverra víninnflytjenda.
Svo er Sigurður Kári ekki fremur en allir blindir markaðshyggjumenn neitt næmur á hvað er að gerast í umheiminum. Þannig drap ég niður í eina nýlega ræðu frá honum, ræðu sem hann flytur jafnvel þó að það sé þegar komin merki um að hrikti í húsnæðislánakerfinu víða um lönd vegna undirmálslána í Bandaríkjunum. Sigurður Kári hins vegar eins og aðrir Sjálfstæðismenn stakk bara höfðinu í sandinn og hjakkaði í einhverjum einkavæðingar- bankaglópagullsgír og sagði rétt fyrir hrunið þetta á þingi (lok febrúar 2008) :
"Ég er ekki í neinum vafa um það að Framsóknarflokkurinn og málshefjandi vilji hlut íslenskra viðskiptabanka sem mestan en ef menn segja A verða þeir líka að segja B. Það þýðir að ef menn vilja að bönkunum vegni vel verða þeir að opna augun fyrir því að það sé hugsanlega nauðsynlegt að jafna samkeppnisstöðu bankanna gagnvart ríkisbankanum, Íbúðalánasjóði. Ég er ekki að segja að það eigi að leggja Íbúðalánasjóð niður en við eigum að opna augun fyrir því að það er eflaust ástæða til að draga úr hlutverki sjóðsins miðað við hvert það er í dag."
Sigurður Kári er vænsti drengur og hann kannski áttar sig einhvern tíma á hve ógæfulegt er að kjörnir fulltrúar fólksins berjist ekki fyrir neinu nema blindri einkavæðingu, hömluleysi og áfengisdrykkju. Það er kannski best fyrir þá Sjálfstæðismenn sem vilja ábyrga stjórn í þessu landi að loknum kosningum að hvíla þingmenn eins og Sigurð Kára og gefa honum tækifæri til að ná einhverjum þroska.
Það gera Sjálfstæðismenn best með að segja B og kjósa Framsóknarflokkinn í næstu kosningum.
![]() |
Vilja vísa stjórnarskrármáli frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
2.4.2009 | 09:40
G20 fundur í grafalvarlegu heimsástandi
Það er ekki aðeins Ísland sem er með ónýtan gjaldmiðil. Það er allur heimurinn með ónýtt fjármálakerfi og núna stendur yfir neyðarfundur G20 en það er fundur 20 valdamestu ríkja heims. Það skiptir Ísland miklu hvað kemur út úr þessum fundi. Það mun skipta sköpum fyrir uppbyggingu eftir hrunið hér á Íslandi hvenær fer að rofa til í umheiminum í kringum okkur.
Ef ekkert verður að gert af hálfu stjórnvalda og ekki samhæfðar aðgerðir milli landa þá getur farið illa. Það getur hreinlega farið svo að ríki sem núna eru voldug liðist í sundur og borgarastyrjöld og róstur brjótist út í löndum sem hingað til byggja á langri lýðræðishefð. það skiptir miklu máli hvað gerist í Bandaríkjunum. það getur verið að ástandið þar sé miklu verra en kemur fram í fréttum, ríkið er stórskuldugt og fjármagnar sig með lánum. Einstök fylki eins og California eiga í miklum erfiðleikum.
Búist er við að áherslumunur verði milli USA annars vegar og Þýskalands og Frakklands hins vegar eða "among them are French and German calls for fast and far-reaching financial regulation, while the U.S. has stressed stimulus plans and argued for a lighter regulatory approach to some parts of the financial world, particularly hedge funds." þ.e. Evrópuríkin kalli á meiri reglur og höft á fjármagnsflæði.
Staðan er sem sagt þannig að USA berst fyrir auknu frelsi og minni hömlum með þeim röksemdum að það verði innspýting í lamað fjármálakerfi en Þýskaland og Frakkland vilja koma meiri böndum opinberra aðila yfir fjármálakerfi heimsins m.a. til að koma í veg fyrir skattaskjól og stjórnlaust fjármagnsflæði.
Það er hápólitískt mál hvernig þessi G20 fundur fer og ríkisleiðtogar þurfa að búa til sýningar í kringum sig til að róa öldurnar heima fyrir. það er samt eitt öruggt, það er að valdatilfærslur eru að verða í heiminum og það er hvorki Evrópu né Bandaríkjunum í vil.
Hér er grein í Nyt.com um fundinn:
At Summit, Obama Faces Calls for Finance Rules
það er þörf á gríðarlega viðamiklum aðgerðum ef á að koma lömuðu fjármálakerfi heimsins á eitthvað hringsól, það er líklegt að of miklar opinberar hömlur hafi þveröfug áhrif. Það er samt alveg öruggt að í öllum löndum þá er ríkisvaldið eina aflið sem núna getur stutt við atvinnulíf og það verður að vera einhvers konar ríkisrekstur amk um nokkra hríð.
Við þurfum öll að verða hagfræðingar núna og kosningabaráttan er ekki rekin með gjálfuryrðum heldur með upplýstri umræðu um efnahagsmál. Efst í þessu bloggi er nýtt myndband þar sem ein af efnahagstillögum Framsóknarflokksins er útskýrð.
hér eru svo myndband sem útskýrir hvernig kasínókapítalískt bankakerfi virkar og hvernig það býr til bólupeninga úr skuldum.
![]() |
Viðræðurnar að hefjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2009 | 01:32
Smart hjá Samfylkingunni að vinna áfram með þetta álfaþema
Nú þegar ég er svona innvikluð í kosningabaráttuna (ég er í 4. sæti hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík suður) þá finnst mér gaman að sjá hvaða liði andstæðingarnir stilla upp og hvernig þeir hyggjast heygja sína baráttu. Mér sýnist ágætis fólk þarna á listum hjá Samfylkingunni, sérstaklega gaman er að sjá konur í efstu sætum sem voru með mér í Kvennalistanum á sínum tíma, Steinunn Valdís og Sigríður Ingibjörg voru bandamenn mínir í kvennalistanum í gamla daga og ennþá miklir femínistar eins og ég.
Það rifjast hins vegar upp fyrir mér að þetta var einmitt tilfinningin sem ég hafði í Reykjavík eftir síðustu kosningar, mér fannst vera ágætis lið í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Hins vegar hefur spilast óttalega grautarlega úr málum hjá þeim nema þegar þau hafa Framsókn til að styðja sig við. Það minnir mig nú á að þannig er því líka farið með þá ríkisstjórn sem núna situr.
Annars hreifst ég mikið af myndinni af rauðsól og höfuðleðrinu á Jóhönnu sem fylgdi með fréttinni. Mér fannst þetta hljóta að vera eitthvað framhald af þessu álfaþema sem Davíð Oddsson tengdi við Samfylkinguna í meinfyndinni útgönguræðu sinni um síðustu helgi. Merkilegt að hann skuli hafa náð að stela senunni frá því að þá helgi var skipt um hausa á tveimur stærstu stjórnmálahreyfingum á Íslandi, þessi umskipti mörkuðu endaloks tímabils einkavæðingar á Íslandi... en enginn tók eftir þessum Bjarna eða hvað sem hann heitir sem var kosinn í Sjálfstæðisflokknum og enginn tók eftir að landsfundur Samfylkingarinnar fjallaði um eitt eða neitt eða að þar hefði verið kosið um eitthvað - allir eru ennþá að hlæja að bröndurum og meinfýsi Davíðs Oddssonar... já á milli þess sem þeir eru að gúgla og tékka á því hvernig nýjasti seðlabankastjórinn gúglast.
En mér finnst smart hjá Samfylkingunni að ætla að takla kosningabaráttuna með svona álfaplakötum með Jóhönnu í rauðsól eins og fylgdi með þessari moggafrétt. Dáldið fyndið líka, ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að taka þessu, setti mogginn þetta plakat inn til að gera gys að forsætisráðherra og flokki hennar?
Þetta er virkilega listrænt plakat og minnir á huldar lendur og yfirskyggða staði.
![]() |
Listar samþykktir í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)