G20 fundur í grafalvarlegu heimsástandi

 

Það er ekki aðeins Ísland sem er með ónýtan gjaldmiðil. Það er allur heimurinn með ónýtt fjármálakerfi og núna stendur yfir neyðarfundur G20 en það er fundur 20 valdamestu ríkja heims. Það skiptir Ísland miklu hvað kemur út úr þessum fundi. Það mun skipta sköpum fyrir uppbyggingu eftir hrunið hér á Íslandi hvenær fer að rofa til í umheiminum í kringum okkur.

Ef ekkert verður að gert af hálfu stjórnvalda og ekki samhæfðar aðgerðir milli landa þá getur farið illa. Það getur hreinlega farið svo að ríki sem núna eru voldug liðist í sundur og borgarastyrjöld og róstur brjótist út í löndum sem hingað til byggja á langri lýðræðishefð.  það skiptir miklu máli hvað gerist í Bandaríkjunum. það getur verið að ástandið þar sé miklu verra en kemur fram í fréttum, ríkið er stórskuldugt og fjármagnar sig með lánum.  Einstök fylki eins og California eiga í miklum erfiðleikum.

Búist er við  að áherslumunur verði milli USA annars vegar og Þýskalands og Frakklands hins vegar eða "among them are French and German calls for fast and far-reaching financial regulation, while the U.S. has stressed stimulus plans and argued for a lighter regulatory approach to some parts of the financial world, particularly hedge funds." þ.e. Evrópuríkin kalli á meiri reglur og höft á fjármagnsflæði. 

Staðan er sem sagt þannig að USA berst fyrir auknu frelsi og minni hömlum með þeim röksemdum að það verði innspýting í lamað fjármálakerfi en Þýskaland og Frakkland vilja koma meiri böndum opinberra aðila yfir fjármálakerfi heimsins m.a. til að koma í veg fyrir skattaskjól og stjórnlaust fjármagnsflæði.

Það er hápólitískt mál hvernig þessi G20 fundur fer og ríkisleiðtogar þurfa að búa til sýningar í kringum sig til að róa öldurnar heima fyrir. það er samt eitt öruggt, það er að valdatilfærslur eru að verða í heiminum og það er hvorki Evrópu né Bandaríkjunum í vil.  

Hér er grein í Nyt.com um fundinn:

At Summit, Obama Faces Calls for Finance Rules

það er þörf á gríðarlega viðamiklum aðgerðum ef á að koma lömuðu fjármálakerfi heimsins á eitthvað hringsól, það er líklegt að of miklar opinberar hömlur hafi þveröfug áhrif. Það er samt alveg öruggt að í öllum löndum þá er ríkisvaldið eina aflið sem núna getur stutt við atvinnulíf og það verður að vera einhvers konar ríkisrekstur amk um nokkra hríð.

Við þurfum öll að verða hagfræðingar núna og kosningabaráttan er ekki rekin með gjálfuryrðum heldur með upplýstri umræðu um efnahagsmál. Efst í þessu bloggi er nýtt myndband þar sem ein af efnahagstillögum Framsóknarflokksins er útskýrð.

hér eru svo myndband sem útskýrir hvernig kasínókapítalískt bankakerfi virkar og hvernig það býr til bólupeninga úr skuldum.

 


mbl.is Viðræðurnar að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband