Sigurður Kári er vandi heimilanna

Sumir þingmenn Sjálfstæðismanna kunna ekki að skammast sín. Eftir að hafa steypt þjóðinni í glötun með stefnu sinni og hömluleysi og einkavæðingaræði, stefnu þar sem ágóði í ársreikningum gervifyrirtækja var notaður í blindni sem eini mælikvarðinn á velsæld og eftir að hafa blekkt okkur  misserum saman  til að halda að efnahagsstjórnin væri í traustum höndum hjá þeim þrátt fyrir að við vitum núna að lengi hefur þjóðin rambað á barmi hengiflugsins í bankaútrásaræði og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vissu það líka en lugu að þjóðinni, eftir allt þetta þá reynir sumir sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins að tefja öll mál og hlykkja sig eins og naðra og læsast utan um allt sem getur hreyft við og bætt lýðræði og stjórnsýslu í þessu landi og komið á stað alveg lömuðu athafnalífi.

Það er grátbroslegt  að lesa í frétti svona orð:

"Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði eðlilegt að ræða um breytingar. Gallinn er sá, að þetta stjórnarskrármál leysir engan vanda heimila eða fyrirtækja.  Væri ekki vænlegra að ræða atvinnumál ungs fólks í landinu? spurði Sigurður Kári. "

Málið er það að Sigurður Kári er einkar gott tákn um þá æskumenn sem átt hafa sviðið í Sjálfstæðisflokknum undanfarin ár og  það má skoða ferill hans á þingi til að sjá hvaða málum hann hefur barist fyrir á þingferli sínum. Eru það atvinnumál ungs fólks? Er það vandi heimila á Íslandi og lífskjör fólks á Íslandi? Nei, það örlar ekkert á því. Satt að segja þá held ég að Sigurður Kári hafi aðeins haft eitt hjartans mál undanfarin ár. Það er að selja áfengi í kjörbúðum. Hann hefur verið svo óþreytandi við nuddast í því máli að ég hef stundum gleymt að hann er þingmaður og  haldið að hann væri einhvers konar almenningstengslafulltrúi einhverra víninnflytjenda.

Svo er Sigurður Kári ekki fremur en allir blindir markaðshyggjumenn  neitt næmur á hvað er að gerast í umheiminum. Þannig drap ég niður í eina nýlega ræðu frá honum, ræðu sem hann flytur jafnvel þó að það sé þegar komin merki um að hrikti í húsnæðislánakerfinu víða um lönd vegna undirmálslána í Bandaríkjunum.  Sigurður Kári hins vegar eins og aðrir Sjálfstæðismenn stakk bara höfðinu í sandinn og hjakkaði í einhverjum einkavæðingar- bankaglópagullsgír og sagði rétt fyrir hrunið þetta á þingi (lok febrúar 2008) :

"Ég er ekki í neinum vafa um það að Framsóknarflokkurinn og málshefjandi vilji hlut íslenskra viðskiptabanka sem mestan en ef menn segja A verða þeir líka að segja B. Það þýðir að ef menn vilja að bönkunum vegni vel verða þeir að opna augun fyrir því að það sé hugsanlega nauðsynlegt að jafna samkeppnisstöðu bankanna gagnvart ríkisbankanum, Íbúðalánasjóði. Ég er ekki að segja að það eigi að leggja Íbúðalánasjóð niður en við eigum að opna augun fyrir því að það er eflaust ástæða til að draga úr hlutverki sjóðsins miðað við hvert það er í dag."

Sigurður Kári er vænsti drengur og hann kannski áttar sig einhvern tíma á hve ógæfulegt er að kjörnir fulltrúar fólksins berjist ekki fyrir neinu nema blindri einkavæðingu, hömluleysi og áfengisdrykkju. Það er kannski best fyrir þá Sjálfstæðismenn sem vilja ábyrga stjórn í þessu landi að loknum kosningum að hvíla þingmenn eins og Sigurð Kára og gefa honum tækifæri til að ná einhverjum þroska. 

Það gera Sjálfstæðismenn best með að segja B og kjósa Framsóknarflokkinn í næstu kosningum.

 

 


mbl.is Vilja vísa stjórnarskrármáli frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En þetta er bara allt rétt það sem hann er að segja þarna....

Svavar (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 14:24

2 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Var ekki Framsókn í 12 ár í stjórn með XD, og ef allt var á leiðinni niður á við hjá XD , er þá ekki Framsókn líka sek, seldu þeir ekki bankanna og annan til sinna manna. Nei ekki spillinguna í Framsókn meira

Haukur Gunnarsson, 2.4.2009 kl. 14:28

3 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ekki ætla ég að taka upp hanskann fyrir Sigurð Kára og Sjálfstæðisflokkinn, en vel sé þeim fyrir að tefja umræðu á breytingum á stjórnarskrá sem gerir Samfylkingunni auðveldara fyrir að koma okkur inn í ESB.  Það er krafa fólks að ekki verði gerðar þær breytingar á stjórnarskránni að það sé hægt með einni undirskrift að svipta okkur fullveldinu.  Það er skömm að því fyrir Framsóknarflokkinn að styðja svona gerræði.

Sigríður Jósefsdóttir, 2.4.2009 kl. 14:36

4 identicon

Að lesa þvætting á borð við - það eina sem Sigurður  Kári --- áfengi í matvörubúðum.

Sú yfirgripsmikla vanþekking sem speglast í þessum orðum jaðrar við fávisku -

Sigurður Kári hefu undanfarin ár verið formaður Manntamálanefndar þingsins - á þeim tíma hafa lög um alla skóla tekið stakkaskiptum og stóru frumvörpin sem Þorgerður Katrín lagði fram að stórum hluta til unnin í nefndinni og af Sigurði Kára.

Illu heilli hef ég ekki tíma til þess nú að fara í gegnum afrekaskrá Sigurðar Kára á þingi - hún er einfaldlega og löng - Þegar þingforseti lagði áfengismálið fram í miðri fjármálaumræðunni eftir að það hafði legið síðan ég veit ekki hvenær - þá vissi hann vel hvað hann var að gera - sverta pólitískan andsæðing - Sigurður krafðist þess strax að þetta frumvarp yrða tafarlaust tekið af dagskrá. En skaðinn var skeður - fáfróðir vesalingar standa í þeirri meiningu að Sigurður Kári hafi ráðið þessu. Svo var ekki Skólastjórinn af Skaganum var einfaldlega að misnota aðstöðu sína. Fólk með snefil af þekkingu á starsaðferðum þingsins vita betur.

Guðbjartur Hannesson sýndi sitt rétta andlit -

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 14:37

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Haukur: Framsóknarflokkurinn áttar sig vel á ábyrgð sinni og því að hann var í stjórn þegar mistök voru gerð í hömlulausri einkavæðingu.  Það hins vegar vill svo til að Framsóknarflokkurinn var ekki í stjórn þegar allt var á heljarþröm og splundraðist. Það voru Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sem þá sátu í stjórn og það er víst óhætt að segja að sú stjórn fær ekki góða dóma í sögunni.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.4.2009 kl. 14:40

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ólafur: Afrekaskrá Sigurðar Kára á sviði menntamála og hvað varðar að "bjarga heimilunum og gera eitthvað í atvinnumálum ungs fólks er alveg rækilega hulin öllum, þrátt fyrir mikla grandskoðun þá sé ég engin spor eftir Sigurð Kára þar. Endilega upplýstu okkur um alla þessa miklu afrekaskrá, hana má ekkert sjá í þingræðum

Það hins vegar brenndist inn í íslensku þjóðarsálina hvað var að gerast inn í þingsölum á meðan úti loguðu eldar og bylting var að brjótast út á Íslandi. Bylting sem varð sem betur fer aðeins að búsáhaldabyltingu því Framsóknarflokkurinn kom til bjargar og steypti alveg vanhæfri og lamaðri ríkisstjórn.

þegar eldar loguðu úti og fólk barði í sig byltinguna stóð Sigurður Kári innan dyra og flutti að vanda eitthvað af sínum ótal frumvörpum um að það ætti að selja áfengi í kjörbúðum. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.4.2009 kl. 14:45

7 Smámynd: Erla Margrét Gunnarsdóttir

Ólafur tekur vel á málunum hér að ofan. Sigurður Kári er einn af þeim þingmönnum sem hefur alltaf barist fyrir málefnum sem lúta að grunnstefnu flokksins og þarf ekkert að skammast sín fyrir það. Mér finnst orð Siguðar Kára í fréttinni alls ekkert grátbrosleg heldur svo innilega réttmæt. Þessi ríkisstjórn tók við undir formerkjunum Ríkistjórn "aðgerða" þar sem þeim fannst svo sárlega hafa vantað "verkstjóra"..... greinilegt að verkstjórinn er ekki klár í að forgangsraða og setja mál á oddinn sem eru mikilvæg núna í dag! Heldur virðist þvert á móti hugsunin aðallega vera sú að kosningabaráttan er hafin og stjórnarflokkarnir vita hversu illa þetta kemur út fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vera ekki "hlynntir" þessu máli. Mæli með grein á xd.is í dag þar sem farið er yfir álit margra sérfræðinga á þessu frumvarpi: http://xd.is/?action=grein&id=18916

Erla Margrét Gunnarsdóttir, 2.4.2009 kl. 14:49

8 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Erla Margrét: þú segir "Sigurður Kári er einn af þeim þingmönnum sem hefur alltaf barist fyrir málefnum sem lúta að grunnstefnu flokksins...".  Er það hluti af grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins að selja áfengi í kjörbúðum? Það er aðalmálið hjá Sigurði Kára, hefur hann barist fyrir einhverju öðru?

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.4.2009 kl. 14:55

9 identicon

Ólafur I Hrólfsson: Ég vissi ekki að Sturla Bö væri pólitískur andstæðingur Sigurðar Kára.

Fólk "með snefil af þekkingu á starsaðferðum þingsins" veit hver forseti Alþingis er hverju sinni.

Tóti (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 16:53

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er uppdagað grús íhaldsins frá dögum Dabba þegar foringinn fékk raðað í kringum sig þessu hefðbundna og tækifærissinnaða gúmmístimpladóti. Allt þekkt úr sögunni og þetta gjaldþrota kerfi var logið í gegn undir kjörorðum á borð við að við eigum alls ekki að pæla í hinu liðna heldur vera meðvitundarlaus og ávallt horfa fram á veginn á meðan kostendur og eigendur þessa pólitíska drasls rýja okkur inn að skyrtunni.

Baldur Fjölnisson, 2.4.2009 kl. 18:55

11 identicon

Ef vinstri grænir væru að gagnrýna þetta frumvarp, þá er það kallað ,,eðlilegt aðhald stjórnarandstöðunnar." Eini flokkurinn sem umhugað er um heimilin í landinu er Sjálfstæðisflokkurinn. ÉTIÐ ÞAÐ, VINSTRIMENN! Ykkur finnst í lagi að gera hroðvirknislegar breytingar á stjórnarskránni (umgangist það eins og hvert annað ómerkilegt plagg) og eyðið tíma í það á meðan heimilin brenna.

Svo er hin svokallaða Borgarahreyfing að boða til mótmæla gegn Sjálfstæðisflokknum, að hann dirfist að opna munninn og koma með athugasemdir. Þið þessir svokölluðu ,,lýðræðissinnar" viljið semsagt enga lýðræðislega umræðu um þessi mál. SVEIATTANN! Þetta er populismi og lýðskrum af versta tagi.

Sigrun (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 19:48

12 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Sigrún:Ég átta mig alveg á því að Sjálfstæðismenn telji það mikilvægt að taka þátt í netumræðunni og kommenta á alla sem gagnrýna hvað þingmenn Sjálfstæðismanna hafa gert. En ég átta mig ekki á því  hvers vegna einhver heldur að orðanotkun eins og þú notar svo sem" ÉTIÐ ÞAÐ, VINSTRIMENN!" og "SVEIATTANN!" muni hjálpa ykkur til að ná atkvæðum. Það virkar alla vega á mig sem algjört rökþrot þegar fólk fer bara út í formælingar. En ég bið þig að athuga að ég er í Framsóknarflokknum og það er náttúrulega eins og málin standa eini raunhæfi valkosturinn fyrir þá sem hingað til hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 3.4.2009 kl. 09:35

13 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ef Sigurður Kári er vandamál, þá er auðvelt að strika hann út í næstu kosningu. En því miður mega þeir einir strika út sem kjósa hans eigin flokk, annars verður seðilinn gerður ógildur.

En annars kemur þessi hroki hans mér ekki svo mjög á óvart í ljósi sögunar. Á sínum tíma leitaði ég til nefndar sem hann sat í og jafnframt til hans persónulega, en því miður hef ég aldrei svo mikið sem heyrt eða séð nein svör frá honum né umræddri nefnd síðan.

http://www.photo.is/bb2/viewtopic.php?t=179

Kjósendur hafa enn möguleika á að raða á lista flokkanna, ekki er öll von úti enn:

Hvernig á að kjósa í komandi kosningum?

Var að stofna áhugamannahóp á Facebook um málefnið:

http://www.facebook.com/group.php?gid=59606301394&ref=nf

Kjartan

WWW.PHOTO.IS

Kjartan Pétur Sigurðsson, 3.4.2009 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband