Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
22.9.2008 | 11:59
Kópípeist póesibækurnar hans Dóra litla - Farðu vel með Vatnsdæling
Nú hafa fræðimenn fundið út að Dóri litla hafi mjög líklega samið einhverja af þeim fjölmörgu vísum sem hann hafi skrifað inn í póesibækur í bernsku. Röksemdir fræðimanna eru hávísindalegar, þær eru þannig að á meðan ekki hafi sannast að Dóri litli hafi skrifað eitthvað upp eftir öðrum þá sé það eftir hann
Þetta er nýja línan í íslenskri bókmenntatúlkun, allt sem er ekki eftir einhvern ákveðinn nafngreindan höfund er eftir Halldór Laxness og hafa höfundarréttarhafar hans þar að leiðandi höfundarrétt að stöffinu í nokkra áratugi í viðbót.)
Ég verð svo ljóðræn inn í mér við allt þetta tal um póesíbækur og vísur og Vatnsdælinga sem tilvonandi nóbelskáld stela vísum frá að ég má til með að kasta fram stöku sem ég sver við allt sem mér er heilagt (lesist gyðju gæsalappanna ) að ég hef alveg samið frá grunni sjálf enda er ég Vatnsdælingur í móðurætt.
Hér er engin stílstæling
né stutt við svikahrappa
Farðu vel með Vatnsdæling
vinur gæsalappa.
Fyrir þetta hnoð er líklegt að ég fái Nóbelsverðlaunin.
Eða alla vega listamannalaun
Var vísan rituð eftir minni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2008 | 10:41
Hver er Mohammed Bin Khalifa Al-Thani? Hvaðan kemur auður hans?
Sheikh Mohammed Bin Khalifa Al-Thani kaupir 5% í Kaupþingi. Hann er í Al-Thani fjölskyldunni sem stjórnar Qatar en emírinn þar er höfuð ættbálksins og hann á alla skapaða hluti og hann er einvaldur. Það er því sennilegt að fjárfesting fólks af Al-Thani ættbálk sé fjárfesting sem með beinum eða óbeinum hætti heyrir undir emírinn. Hér er grein um Al-Thani fjölskylduna og hér er grein um Hamad bin Khalifa
Ég sé nú ekki hvernig nýi Kaupþingshluthafinn Sheikh Mohammed Bin Khalifa Al-Thani er skyldur núverandi emír í Qatar, hugsanlega er hann bróðir emírsins ?
Meira um emírinn og stjórnarhætti í Qatar:
Emírinn á þrjár konur, 11 syni og 8 dætur.
Önnur eiginkonan emírsins heitir Sheikha Moza og er hún mjög valdamikil. Hún er gáfuð kona sem leggur mikla áherslu á menntamál og hefur beitt sér í réttindamálum kvenna og barna. Í greininni Al-Jazeera by Hugh Miles stendur þetta:
By the 1980s, when Qatar had become a seriously wealthy country, its Gulf neighbours, Dubai, Bahrain and Abu Dhabi, had already had a chance to establish themselves in the region as regional banking and commerce capitals. Unlike the other Emirates, Qatar traditionally had never been a trade hub, so the American-educated first lady, thinking laterally, decided that rather than compete with them she would concentrate on developing Qatar as a regional leader in education. Education has since become an obsession for both the Emir and his wife.
Buying wholesale into the American university system, the educational foundation which she heads paid $750 million for a branch of Cornell University to open a campus in Doha. At present the Weill Cornell Medical College turns out just sixty graduates a year, but, when it comes to royal projects, money is never a deciding factor, and Sheikha Moza has identified a regional demand for quality educational facilities. Virginia University, Carnegie Mellon, Texas A&M University and the prestigious American think tank the Rand Corporation have all recently opened branches in Qatar. According to one Qatari academic I spoke with, this has already had a positive effect far beyond anyone's hopes.
Eftir því sem ég hef lesið þá hafa lífskjör almennings í Qatar batnað mjög og stjórnvöldum þar verið umhugað um velferðar- og menntamál og undir velmeguninni stendur gífurlegur olíuauður. En Qatar er einræðisríki:
Although Qatar is often cited today as a paragon of virtue in the Middle East, it is important to keep this claim in perspective. Greater public participation in decision-making is a good start, but Qatar is still not a democracy. But then it is not a police state either: it is an autocratic state subject to the whim of one man, the Emir, who, although fortunately not a tyrant, is unelected, unaccountable and all-powerful. The Municipal Council may decide traffic laws but it does not discuss the military budget or the Emir's personal expenditure.
Political parties in Qatar are still outlawed, as is anything that vaguely resembles one: for example, an environmental lobby group, a consumer association or an association of professionals. Opposition is not tolerated and there is still no real debate about how the country is run. In 1998 local Qatari newspapers published a letter from a Qatari religious scholar called Abdul Rahman al-Nuaimi which criticized the emancipation of women in Qatar, one of the government's key policies. Nuaimi wrote that this trend was un-Islamic and that awarding women political rights risked turning them into men. He was arrested and jailed for nearly three years without trial.
Sjeik kaupir 5% í Kaupþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2008 | 00:05
"Vendu þig á að vera stillt"
Aumingja Halldór heitinn Laxness. Hvers á hann að gjalda? Núna fullyrðir Mogginn að Halldór hafi ort þennan auma leirburð barn að aldri og skráð það inn í einhverja póesíbók á Vegamótastíg. Til allrar guðsblessunar þá stendur hann Guðmundur Magnússon gúglvaktina og hrekur þennan áburð af sinni snilld og nákvæmni sagnfræðings, sjá hérna Ekki eftir Halldór Laxness
Dóri litli hefur bara verið eins og ég á barnsaldri, í minni kynslóð gengu minningarbækur milli allra stelpna, á tímum Dóra litla hafa það verið póesíbækur. Sennilega hafa sams konar steríl og formúlukennd skrif verið einkenni póesíbókaskrifa og voru í minningarbókum minnar bernsku. Ég man að það tíðkaðist að teikna alltaf hjörtu og skrifa "Mundu mig - ég man þig" og svo var gjarnan skrifuð vísa. Ég man eftir einni vísu sem ég skrifaði og las oftsinnis. Hún er ekki eftir mig, hún sirkúleraði bara þarna í barnamenningu minningabókanna og hún er svona:
Vendu þig á að vera stillt,
vinnusöm og þrifin.
Annars færðu engan pilt,
ef þú gengur rifin.
Úff!!!... ég má ekki til þess hugsa að einhver moggarannsóknarblaðamennskugrúskari komist í minningarbækur sem ég skrifaði í sem barn og finni kannski þessa vísu og segi hana vera eftir skáldið Salvöru Gissurardóttur. Það gersamlega eyðileggur skáldferil minn, ég er stolt eins ljóðs skáld, ég yrki bara ljóð sem kveikir elda og enginn herskár femínisti vill sitja undir svona ekkisens leirburði og bulli um stilltar, vinnusamar, þrifnar og órifnar konur. Sem sagt, Dóri litli á samúð mína alla. Hann orti ekki frekar þetta bull sem honum er kennt fremur en ég orti barn um mikilvægi þess að vera engin tötruhypja.
Ólína er búin að uppgötva skandalinn og er ómyrk í máli: Nei, hættið nú!
Þetta stefnir í stórhneyksli. Við skáldkonur og bloggarar þessa lands finnum blóðið til skyldunnar, við viljum ekki að lítil börn eins og hann Dóri litli og við Ólína þegar við vorum litlar þurfum að gjalda þess á fullorðinsárum að hafa párað einhverja vitleysu inn í minningabækur.
Elsti varðveitti kveðskapur Halldórs Laxness í póesíbók á Vegamótastíg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2008 | 13:07
Íslendingabók á 20. öld
Það er dökkt útlit núna hjá því þekkingarfyrirtæki á Íslandi sem hvað mestar vonir voru á sínum tíma bundnar við. Eins og hjá mörgum fyrirtækjum sem núna róa lífróður þá skapast þetta ástand vegna ytri aðstæðna sem íslensk fyrirtæki ráða ekki við. Fjármálakerfi heimsins er að hruni komið og enginn veit hvað gerist á næstunni.
Ég hugsa að það séu fá íslensk fyrirtæki sem almenningur batt eins miklar vonir við og deCode. Grein sem birtist í Guardian í lok árs 2002 lýsir tilurð Decode, bæði ofurvæntingum almennings þar sem mörgum var ráðlagt af virðulegum fjárfestingaraðilum og bönkum að kaupa í deCode sem og heiftarlegum ágreiningi um gagnagrunn lífsýna, hér er greinin: Decode átti að bjarga mannslífum, en er nú að eyðileggja þau ...
Væntingarnar og tilhlökkunin hjá sumum við stofnun deCode minnir á tilurð Eimskipafélags Íslands árið 1914. Í iðnaðarsamfélaginu í byrjun tuttugustu aldar þá var flutningafyrirtæki sem rauf einangrun landsins og sigldi með aðföng til landsins og vörur frá landinu nauðsyn fyrir hagvöxt hérna. Á eylandi þurfti ekki eimreiðar, það þurfti eimskip. Í þekkingarsamfélaginu í lok tuttugustu aldar var deCode öflugt þekkingarfyrirtæki sem dró til sín menntað fólk sem rannsakaði og kortlagði hinn örsmáa heim gena í lífverunni maður.
Flestir Íslendingar þekkja eitthvað til deCode þó ekki sé nema í gegnum Íslendingabók ættfræðigagnagrunninn. Það er reyndar til tvær Íslendingabækur, það eru um 900 ár á milli ritunartíma þeirra og hin eldri er Íslendingabók Ara fróða sem virðist við fyrstu sýn ekki eiga mikið sameiginlegt með Íslendingabók ættfræðigrunninum en þegar betur er að gáð þá eru báðar bækurnar heimsmynd sinna tíða, lýsing á Íslendingum og ferðalagi þeirra í gegnum söguna og milli landa og ferðalag erfðaefnisins og flæði genamassans milli kynslóða, ferðalag og flæði í takt við tíðarandann eins og hann var þegar þessar Íslendingabækur voru skráðar. Þær eru líka skrifaðar á þann máta sem hæfir ritunartímanum, hin fyrri er skrifuð á skinn og væntanlega eftir munnlegum heimildum, hin síðari er skrifuð í stafrænt rými og er aðgengileg á Internetinu.
Ég velti fyrir mér hvernig hin þriðja Íslendingabók verði skrifuð, af hverjum, með hvaða heimssýn og í hvaða form og hvenær. Ef til vill líða nokkur hundruð ár þangað til hún verður skrifuð. Mig grunar að í þeirri bók verði aðeins lítill kafli helgaður okkur sem erum afkomendur fólksins sem skráð er í Íslendingabók I og Íslendingabók II. Hugsanlega heitir sá kafli "Frumbyggjarnir".
Versti kostur er að kaflinn um okkur heiti "Hinir útdauðu" og lýsi minjum um horfna menningu sem skildi fátt eftir sig nema tungumál og rúnastafi íslenskt máls sem enginn getur þá ráðið lengur nema fornleifafræðingar.
Gengi deCode í ölduróti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2008 | 20:11
Orð vikunnar: Libel tourism og Asylum shopping
Það er til fólk á Íslandi sem telur að mikið ógn stafi af Íslandi af því að fátækt fólk streymi hingað til að lifa í örbirgð í einhverju gistiheimili í Njarðvíkum og fái strætómiða og sundkort og þrjú þúsund kall á viku. Það er sárt að ungmenni eins og 19 ára pilturinn í viðtalinu hjá mbl.is skuli búa við þessar aðstæður. Hann er jafnaldri dóttur minnar en hann býr við miklu verri kost. Hann langar í skóla, hugsanlega hefur hann í heimkynnum sínum séð fyrir sér fegraða mynd af Norðurlöndum, ekki áttað sig á því hversu óvelkominn hann er í þessu landi og hve kröpp kjör bíða hans þangað til og ef hann fær dvalarleyfi hérna.
Sumir kalla þetta asylum shopping. Sjá skilgreiningu á því
Asylum shopping - Wikipedia, the free encyclopedia
Einhvern veginn þá sé ég þetta orð sem er nýtt fyrir mér í samhengi við annað nýtt orð sem ég hef lært og það er "libel tourism".
Libel tourism - Wikipedia, the free encyclopedia
Það eru margir sem notfæra sér veilur í stjórnkerfi landa og hinn flókna heim laga og reglugerða. Ég held nú samt að það séu ekki sömu þjóðfélagshóparnir sem stunda asylum shopping og sem stunda libel tourisma.
Ítarefni
Hér eru rökræður Gests og Stefáns Pálssonar um asylum shopping.
Fyrri blogg mín um
Siðlaus ummæli lögreglustjóra um hælisleitendur í Reykjanesbæ
Ég hugsa að enginn græði á því að hælisleitendur séu í eins konar haldi þarna í Njarðvík. Er eitthvað að því að rýmka reglur þannig að þeir geti unnið fyrir sér hérna?
Hælisleitandi kostar 6500 á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 19:16
Týndi biskupssonurinn snýr aftur
Þegar týndi sonurinn snýr aftur þá á að slátra alikálfinum þó að týndi sonurinn hafi þóst vera í brjálaðri útrás með obboðslega góða viðskiptahugmynd á meðan hann var bara forfallinn spilafíkill á Netinu. Frændur okkar Norðmenn fagna núna týnda syninum, hann heitir ekki Bör Börsson eins og hetja bernsku minnar heldur Bjarte Baasland. Bjartur hinn norski byggði sín sumarhús á hrjóstrugum afréttum netheima og blekkti foreldra sína til að senda sér fúlgur fjár.
Biskupinn faðir hans Bjarts er núna gjaldþrota og margir hans ættingjar.
Spegillinn á RÚV sagði söguna af Bjarti hinum norska í þættinum áðan.
Þetta er raunasaga af gjaldþrota biskup. Ég skrifaði einu sinni fyrir margt löngu bloggið Afveigaleiddur prestur um prest sem mér fannst á glapstigum fjármála. Presturinn varði rétt sinn til að ráðleggja fólki að setja fé sitt í fjárglæfra, hann skrifaði Hverjir mega tala um fjárfestingar?
Grein á ensku um Bjarte Baasland
Baasland lost a fortune gambling - Aftenposten.no
Bishop wants prodigal son to come home
Meira um Bjart
Björgunarhringur dugar skammt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 08:46
Bankahrunið mikla - lögmál skortsins - hagfræði þess sem er ókeypis
Góð grein hjá mbl.is. Það þarf samt óhemju yfirlegu til að botna í öllum þessum hugtökum í nútíma fjárfestingarstarfsemi.
Þessi hugtök eru mér ekki töm:
- afleiður derivative
- skortsala short sale
- framtíðarsamningar futures
- valréttur options
- skiptasamningar swaps
Ég held líka að það sé of mikil einföldun að skella skuldinni á afleiðusamninga. Margt af því sem fjárfestar gera er að reyna með einhverjum hætti að spá fram í tímann og dreifa áhættu og hámarka hagnað, gera einhverja spá um framtíðina og skrá væntingar um hvað gerist í næstu framtíð með því að skrá það sem tölur í fjármálareikningum. Það sem getur hafa gerst er að spádómar um framtíðina eru einfaldlega ekki góðir t.d. að íbúðarhúsnæði á vesturlöndum er of hátt metið en kerfið er orðið svo samantvinnað og flókið að um leið og mat á einhverju breytist verulega þá hefur það keðjuverkun á öðrum sviðum og sendir bylgjur í allar áttir og magnar upp.
Þetta sést vel í verði hlutabréfa. Þar er eins og einhver sjokkalda gangi stundum yfir, verð hlutabréfa lækkar vegna minni væntinga en lækkunin verður keðjuverkandi og nær yfir öll hlutabréf.
Ég held að það verði að kryfja dýpra til að átta sig á hvað hefur gerst. Hugsanlega er að molna undan núverandi kerfi á mörgum stöðum vegna breytinga á framleiðsluháttum, tækni og viðskiptaumhverfi. Hugsanlega er það sama að gerast í bankastarfsemi og í prentun bóka á sinni tíð - ný tækni kom prentiðnaðinum mjög vel og gerði auðveldara og ódýrara að prenta bækur. En af sama meiði var hin nýja tækni sem gerði prentun að mörgu leyti úrelta. Fyrir meira en tuttugu árum þá var ég í alls kyns leshópum um "arbejdens fremtid" og um hvað nútímatækni myndi breyta vinnunni mikið og mörg störf myndu hverfa. Ég reyndi að tala um fyrir foreldrum mínum og segja þeim frá þessari framtíðarsýn. Faðir minn var þá vanur að benda á bankana og segja: "Sjáið bankana, engir nota upplýsingatækni og nútíma samskiptatækni meira en þeir. Samt fjölgar fólki þar og fjölgar. Tölvuvæðinging virðist ekki valda atvinnuleysi."
Víst er það þannig að í marga áratugi hefur bankakerfi þanist út og hugsanlega er þessi útþensla eitthvað í tengslum við að þetta er það svið þar sem upplýsingar eru hagnýttar til hins ítrasta og upplýsingum er breytt í peninga - upplýsingar breytast í peninga þegar áhætta er mæld mismunandi mikil. Hugsanlega er þetta hrun bankakerfisins að einhverfu leyti bundin verðfalli á upplýsingum alveg eins og verðfalli á fasteignum.
Í fyrsta tímanum sem ég sat í hagfræði í háskólanum þá lærði ég að hagfræði er lögmál skortsins. Öll hagfræði sem ég lærði var hagfræði skortsins, hagfræði framboðs og eftirspurnar. Hugsanlega þarf ný líkön, nýja sýn í breyttu landslagi, hagfræði þar sem verð er ekki mælikvarðinn, hagfræði hinna ókeypis gæða (the economics of free).
Fréttaskýring: Afleiðurnar undirrót bankahrunsins? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2008 | 16:33
Frænkuboð - Sextán frænkur
Við hittumst 16 frænkur heima hjá mér í síðustu viku. Ég er næstelst af þessum frænknaskara. Við erum allar afkomendur Hannesar Pálssonar frá Undirfelli. Frænkurnar búa á ýmsum stöðum í Reykjavík, Kópavogi, Grindavík, Garðabæ, Bolungarvík og á Selfossi. Þessar frænkur mættu: Ég (Salvör), Kristín Helga, Jónína Guðbjörg, Una Borg, Hólmfríður, Ásta Björg, Áslaug, Ásta Lilja, Þóranna, Valdís, Salvör Sól, Guðrún Stella, Sigrún, Amína Ástrós, Steinunn, Hólmfríður Ásta.
Það var dáldið fjör hjá þeim minnstu sem eru bara eins og tveggja ára gamlar. Hér er Una Borg með ömmu sinni og Amína Ástrós sem mömmu sinni og Salvör Sól.
Hér er mynd af Amínu Ástrós, Steinunni og Salvöru Sól.
Hér eru yngstu frænkurnar Amína Ástrós og Salvör Sól. Þær eru jafngamlar, bara mánuður á milli þeirra, þær fæddust í fyrra, Salvör í maí og Amína í júní. Föðurætt Salvarar er frá Vestfjörðum og hún heitir eftir móðursystur sinni (mér... já ég er dáldið ánægð með það...verð að viðurkenna það ). Föðurætt Amínu er frá Marokkó og hún heitir eftir föðurömmu sinni.
16.9.2008 | 10:59
Dauft er í sveitum, hnípin þjóð í vanda
Ég er ekki viss um að Íslendingar átti sig á hvað er að gerast núna út í hinum stóra heimi og hvaða afleiðingar það kann að hafa hér heima á skerinu. Alla vega þá er fréttamat mbl.is ekki þesslegt. Þar er á forsíðunni fréttir eins og að ungur maður nýkominn til landsins hafi hnuplað í Smáralind. Þetta er svona ekta rauðhálsafrétt og merkingin sem lesa má milli línanna er þessi: "Þetta útlenska pakk er ekki fyrr komið til landsins en það byrjar að stela dótinu okkar".
Ég er heldur ekki viss um að ráðamenn okkar átti sig á alvarleika þeirrar efnahagskreppu sem nú skellur yfir heiminn , alla vega er andvaraleysi þeirra mikið þegar þeir tjá sig í fjölmiðlum. Geir forsætisráðherra talar um að það sé ekki kreppa, bara mótvindur og aðalmálið sé að ná niður verðbólgunni. Þorgerður Katrín menntamálaráðherra var í Ísland í dag (15. sept) spurð að því hvort ríkisstjórnin hefði eitthvað rætt um hvort rætt hefði verið í ríkisstjórninni aðgerðir t.d. að ríkið taki yfir banka. Þannig leið hefði verið farið í öðrum löndum. Hún hvað það hefði ekki verið rætt. Það er mjög furðulegt að heyra ráðherrann segja þetta, ástandið er svo alvarlegt að það er mikið andvaraleysi ef stjórnvöld hafa ekki velt upp öllum möguleikum. Ástandið hér á Íslandi er sérstaklega alvarlegt vegna þess að hér er risastórt kerfi fjárfestingafyrirtækja og bankastofnana sem hafa sprota í öðrum löndum og stefnan þeirra hefur verið áhættusækin.
Það er grafalvarlegt ástand í íslensku fjármálalífi og sennilega eru ekki öll kurl komin til sjávar varðandi tengsl fyrirtækja.
Baldur Mcqueen skrifar um íslenska efnahagsundrið This is Money - um "efnahagsundrið" út frá þessari umfjöllun sem birtist í tímaritinu This is Money í gær.
Ívar Pálsson skrifar ágætispistla um efnahagsástandið
Þúsundir milljarða í nettóskuldir?
Krónan veikist um 1% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.9.2008 | 20:19
Blóðregn á fjármálamörkuðum
"Banki er stofnun sem lánar þér regnhlíf í sólskini en tekur hana til baka strax og byrjar að rigna". Þetta er ein skemmtilegasta útskýring á fjármálalánamarkaði sem ég kann. Það er líka sannleikskorn í þessu, fjármálastarfsemi á alþjóðlegum markaði sem byggir á að vera snöggur að færa til fjármagn og á því að það sé best að lána þar sem arðsemin er mest gengur út á það að ausa fé þangað sem vel virðist ganga ... og þá jafnframt að hrifsa burtu fé og skrúfa á lán þegar velgengninni er lokið.
Það var auðvelt að fá lán í bullandi góðærinu og uppganginum á Íslandi. Það voru heilsíðuauglýsingar í blöðum og það greip um sig kaupæði sem byggt var á lánum bílalán, húsnæðislán og neyslulán á vísareikningum. En það er komið að skuldadögum og það er erfitt fyrir alla að fá lán í dag. Það er ekki bara erfitt að fá ný lán eða lánsfresti, það er líka erfitt að losna við skuldsettar eignir. Í svona stöðu eru fjármálaskuldbindingar fólks eins og átthagafjötrar og skuldafangelsi, fólk getur sig ekkert hreyft út af skuldum. Fjármagnið getur hreyst til og frá um heiminn með leifturhraða en maður sem er reyrður niður af skuldum hefur ekkert val, ekkert frelsi.
Fjármálaspekúlantar keppast við að ráða í stöðuna, hér er ein ágæt grein sem ber heitið There will be blood en höfundur telur upp hvaða lexíur fyrirtæki geta lært af þessum sviptingum sem kannski verða einhvern tíma nefnd upphaf kreppunnar miklu 2008.
Lexía 1: Væntingar eru allt
Lexía 2: Óöryggi er dauði
Lexía3: Snúðu blaðinu við á réttum tíma
Lexía 4: Stundum færðu ekki lánað nema þú þurfir ekki á því að halda
Lexía 5: Vertu varkár við lántökur
Lexía 6: Gjaldþrot er ekki heimsendir
Lexía 7: Himinninn er ekki að hrynja
Lexía 8: Skortsala drepur
..... framhald..
Fréttaskýring: Endurtekning frá 1931 í aðsigi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |