Færsluflokkur: Vefurinn

Örblogg

Það er vinsælt hjá mörgum tölvunördum að halda skrá yfir líf sitt  með örbloggi (enska microblogging eða nanoblogging). Ég hef síðustu mánuði prófað nokkur slík kerfi. Langvinsælasta kerfið er twitter.com. Það kostar ekkert að skrá sig og það er mjög einfalt að nota þetta kerfi. Margir tengja þetta við gemsa og blogga með því að senda örblogg eins og sms inn á á twitter. Það eru mörg kerfi sem senda sjálfvirkt inn á twitter, ég nota t.d. viðbót í Firefox vafra sem gerir mér kleift að smella á einn takka til að senda vefslóð inn á twitter og skrifa einhvern texta með.

Svo er hægt að líma tvitterstrauminn sinn inn á vefsíðu eða blogg, hér er minn straumur: http://twitter.com/salvor
Það virkaði ekki að líma þetta hér inn á moggabloggið, það er eitt sem er pirrandi við svona kerfi sem ekki eru eins og þessi útbreiddu kerfi þ.e. wordpress, blogger, myspace, facebook. 

Það er hægt að fylgjast með bloggstraumi annarra og hér er t.d. twitterstraumur þeirra sem ég fylgist með

 http://twitter.com/salvor/with_friends

Sennilega verður svona örblogg vinsælt og það koma upp nýir notkunarmöguleikar á bloggi t.d. er þetta ágætis kerfi til það skrá viðfangsefni í vinnu, hvað viðkomandi er að gera hverju sinni. Tökum sem dæmi iðnaðarmann sem vinnur sjálfstætt, hann gæti sent úr gemsanum sínum inn á twitter hvað hann er að gera. 

Það gæti líka komið sér vel alls staðar sem þarf að samhæfa verk margra sem eru að vinna á mörgum stöðum t.d. björgunarlið í  náttúruhamförum eða við eldsvoða. Hér er dæmi um hvernig slökkviliðið í LA notaði twitter sem hjálpartæki. Það segir sig sjálft að þetta virkar ekki nema það sé gemsasamband.

Það getur verið að svona örbloggkerfi opni nýja notkunarmöguleika á bloggi og hugsanlega gagnlegri. Þannig verður blogg í framtíðinni ekki endilega "málþing þjóðarinnar" heldur einhvers konar kallkerfi þar sem hópur fólks getur fylgst með straumum textaboða o.fl. hvert frá öðru. 


Myndasyrpa að vestan

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók á  Vestfjörðum nýlega. Ég er að prófa myndaalbúm hjá slide.com. Það er hægt að búa til myndasýningu þar með alls konar fídusum.

le="width:400px;text-align:left;">

Bleikur Barbieheimur fyrir stelpur

Bleikur barbieheimurEitt best sótt vefsvæði í heiminum í dag er Barbie vefur fyrir stelpur, slóðin er barbiegirls.com

Þetta er ekki vefur sem höfðar til femínista. Ég prófaði hann í gær og hér er skjámynd af því þegar ég dundaði mér við að naglalakka mig í netheimum.

Það sem hægt var að gera í þessum netheimi var að búa til persónu með að ákveða útlit hennar og föt og spila ýmsa leiki svona eins og þennan naglalakksleik og innrétta herbergið sitt með dóti og svo var þarna eitthvað félagsnet, svona eins og barnaútgáfa af Second Life. Þetta er svona vefur til að ala upp neytendur stafrænna hluta, neytendur sem eru tilbúnir til að kaupa hatta og tónlist fyrir vélverudúkkulísuna sína.

Techcrunch skrifar um barbievefinn í gær þennan bloggpistil: Could Barbie Girls Become The Largest Virtual World?

Hér er svo myndband með söng Barbiestúlkunnar sem hefur verið alin upp til að vera leikfang karla í Barbieheimi.


Sænska lögreglan gerir áhlaup á Pirate Bay

Víða um heim er hörð atlaga gerð að  tjáningarfrelsi á Netinu og frelsi manna til að miðla þar efni. Það er ekki mikil samúð í samfélaginu með svoleiðis atlögum ef þær eru gerðar fyrir atbeina höfundarrétthafa eða ríkisstjórna sem vilja halda þegnunum í helgreipum einnar hugmyndafræði og ekki leyfa gagnrýni eða umræðu. En alls staðar er mikil samúð með þeim sem sporna við barnaklámi og grófu klámefni og þetta notfæra aðilar sem vilja stöðva skráskiptisamfélög. Núna er Pirate Bay í eldlínunni í Svíþjóð. Ætli Víkingasveitin sé að undirbúa áhlaup á Torrent.is? 

Hér er grein sem birtist í sænskum dagblöðum í dag: Pirate Bay kan stoppas

Það verður sennilega mikill hasar út af þessu. Margir (flestir? ) netverjar líta á skráskiptidæmið sem athæfi í þágu almennings, iðju sem er að vísu oft ólögleg og/eða á gráu svæði - en jafnnauðsynlega fyrir flæði þekkingar í netheimum eins og svarti markaðurinn var í Ráðstjórnarríkjunum áður en þau liðuðust í sundur. Gamla kerfið sem við búum við varðandi miðlun efnis (leikreglur eins og höfundarréttarlög) er svo fúið og lúið að það gengur ekki á þessum umrótstímum.

En það verður fróðlegt að fylgjast með þessu. Svíar virðast hafa lokað fyrir aðgang þeirra sem tengjast frá Svíþjóð á Pirate Bay og bera fyrir sig barnaklám. 

Swedish Police About to Shut Down The Pirate Bay (again)

With their ongoing failure to find evidence in The Pirate Bay server seizure fiasco, the Swedish Police now seem to be resorting to any methods they can to disrupt the activities of the popular torrent site. Their latest effort appears to be an attempt to block access to the site, at least by Swedish nationals, through putting the site on a child pornography blocklist

Eina viturlega í stöðunni fyrir þá sem vilja reka og miðla efni á svona skrádeilikerfum er að taka mið af almenningsálitinu og ritskoða sig sjálfa og gera útrækt allt efni sem vekur viðbjóð almennings. Það er lífsnauðsyn fyrir svona samfélög að hafa almenningsálitið með sér. 


Vefur 2


VideoJug: Stephen Fry: Web 2.0

Ennþá eitt myndbandið um vefumhverfið



Hvað er fólk að gera á Netinu?

Business week birti 11.júní síðastliðinni  greinina Web Strategies that caters to customers svona til að leiðbeina fyrirtækjum um hvernig eigi að ná til fólks núna á netvæðingartímum. Það fylgdu með greininni tvær afar áhugaverðar yfirlitsmyndir um hvað fólk er að gera á vefnum. í fyrri myndinni þá má sjá hver skipting aldurshópanna er. Það er áhugavert hve fólk á menntaskólaaldri les mikið blogg og er að notað félagsnet s.s. Myspace og hve margir í eldri kynslóðum eru ekkert að fylgjast með þessum nýju samskiptaleiðum.

business-week-juni07-2

 Það er líka áhugavert að það eru mjög fáir að setja inn efni og skapa efni t.d. á youtube, flickr og wikipedia. Mér finnst þetta sérstaklega áhugavert vegna þess að ég er stórnotandi á öllum þessum kerfum, ég hef sett inn meira en 3000 myndir á flickr  og ég hef sett inn marga tugi af vídeóum sem ég hef búið til sjálf á Youtube og ég skrifa reglulega greinar á Wikipedia. Ég er greinilega í minnihluta. Hér er kortið yfir þetta:

business-week-juni07-1

 


Avatar

01_10015271912Í mörgum kerfum á Interneti þá þarf maður að búa til persónu eða avatar. Í netheimum eins og Second Life þá er fólk lengi að hanna útlitið á leikmanni sínum og breyta ímynd sínni.

Robbie Cooper hefur skrifað bókina Alter Ego - Avatar and their Creators.

Hann fær út að leikmennirnir líkist skapara sínum. 

Sjá nánar frétt á CNN Identity in a virtual world

Ég var að prófa áðan kerfi sem heitir meez.com

þar getur maður búið til sína eigin þrívíddarvélveru og ákveðið útlit og bakgrunn. Ég bjó til þessa veru hérna til hliðar, ég veit ekki hvort það segir eitthvað um mig að ég bjó til málaða gellu í anarkistabol og skæruliðabuxum og rauðbleikum skóm að taka heljarstökk afturábak í druslulegu eldhúsi. Ævintýrið um rauðu skóna sem ekki mátti dansa í hefur alltaf heillað mig, það er eitt af þeim ævintýrum sem eru ólar til að reyra fólk niður - svona kerfi þar sem ekki þarf neina alvöru fjötra heldur fjötra sem eru úr sama efni og nýju fötin keisarans. 

Þetta er sem sagt minn avatar um rauðu skóna. 


Fyrsta útsendingin á Operator11

Ég var að prófa áðan sniðuga græju til að senda út beint á Netið. það var einhver einn sem hlustaði á mig. Útsendingin vistast svo það er hægt að hlusta seinna. Hún er alveg methallærisleg  en ég læt slóðina hérna svo fólk geti brosað að þessum viðfangingslegu heimaútsendingum hjá mér.

BlogTV

Fyrir tæpum áratug þá var aðalfélagsnet ungmenna á Interneti irkið. Síðan komu kerfi eins og msn og myspace og irkið fjaraði út. það var líka bara hægt að vera með texta þar. Ég var að prófa áðan blogtv.com  og skráði mig sem notanda þar 

Þetta er sniðugt kerfi og hægt að vera með beinar sjónvarpsútsendingar eða útvarpsútsendingar á Netinu og geta þeir sem fylgjast með útsendingunum tjáð sig á meðan á eins konar irki.  Ég ætla að prófa einhverjar útsendingar á þessu kerfi, það virkar sniðugt. Núna er mikil gróska í svona beinum útsútsendingum á Netinu og mörg kerfi hafa komið fram sem gera þetta kleift. Techcrunch birti í dag greinina Who will be the Youtube of live video?

 


Myndbandasafnari Salvarar

Ég er alveg dottin í að prófa ýmsar netgræjur. Áðan var ég að prófa netgræjuna Vodpod .com en það er svona safnari sem safnar saman vídeóum. Ég setti upp þennan safnara http://salvorice.vodpod.com  Ég hugsa að þetta verði verulega gagnlegt þegar allir verða komnir með eitthvað video ipod kerfi.  En það er hægt að birta þau vídeó sem maður hefur safnað saman á einum stað á bloggi. Ég set hérna inn spilara fyrir safnið mitt. Það seinasta sem ég mæli með er heimildarmynd í þremur hlutum "Hitler search fo the Holy Grail".
Þetta er sniðugt kerfi vegna þess að það leitar á mörgum vídeókerfum t.d. youtube, googlevideos og fleira og það er hægt að ráða útlitinu og setja sínar eigin merkingar. Ég held þetta geti verið gagnlegt fyrir kennara sem vill benda nemendum sínum á ákveðin myndbönd.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband