Sænska lögreglan gerir áhlaup á Pirate Bay

Víða um heim er hörð atlaga gerð að  tjáningarfrelsi á Netinu og frelsi manna til að miðla þar efni. Það er ekki mikil samúð í samfélaginu með svoleiðis atlögum ef þær eru gerðar fyrir atbeina höfundarrétthafa eða ríkisstjórna sem vilja halda þegnunum í helgreipum einnar hugmyndafræði og ekki leyfa gagnrýni eða umræðu. En alls staðar er mikil samúð með þeim sem sporna við barnaklámi og grófu klámefni og þetta notfæra aðilar sem vilja stöðva skráskiptisamfélög. Núna er Pirate Bay í eldlínunni í Svíþjóð. Ætli Víkingasveitin sé að undirbúa áhlaup á Torrent.is? 

Hér er grein sem birtist í sænskum dagblöðum í dag: Pirate Bay kan stoppas

Það verður sennilega mikill hasar út af þessu. Margir (flestir? ) netverjar líta á skráskiptidæmið sem athæfi í þágu almennings, iðju sem er að vísu oft ólögleg og/eða á gráu svæði - en jafnnauðsynlega fyrir flæði þekkingar í netheimum eins og svarti markaðurinn var í Ráðstjórnarríkjunum áður en þau liðuðust í sundur. Gamla kerfið sem við búum við varðandi miðlun efnis (leikreglur eins og höfundarréttarlög) er svo fúið og lúið að það gengur ekki á þessum umrótstímum.

En það verður fróðlegt að fylgjast með þessu. Svíar virðast hafa lokað fyrir aðgang þeirra sem tengjast frá Svíþjóð á Pirate Bay og bera fyrir sig barnaklám. 

Swedish Police About to Shut Down The Pirate Bay (again)

With their ongoing failure to find evidence in The Pirate Bay server seizure fiasco, the Swedish Police now seem to be resorting to any methods they can to disrupt the activities of the popular torrent site. Their latest effort appears to be an attempt to block access to the site, at least by Swedish nationals, through putting the site on a child pornography blocklist

Eina viturlega í stöðunni fyrir þá sem vilja reka og miðla efni á svona skrádeilikerfum er að taka mið af almenningsálitinu og ritskoða sig sjálfa og gera útrækt allt efni sem vekur viðbjóð almennings. Það er lífsnauðsyn fyrir svona samfélög að hafa almenningsálitið með sér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján B. Jónasson

Samtök útgefenda og höfunda í Svíþjóð, sérstaklega höfunda kennslubóka og kennsluefnis, hafa nú um langt skeið reynt með öllum ráðum að koma böndum á Pirate Bay. Þetta gildir ekki hvað síst um útgefendur og höfunda kennsluefnis á háskólastigi, enda er allt grunnkennsluefni á framhaldsskólastigi nemendum í Svíþjóð að kostnaðarlausu. Ólögleg fjölföldun efnis á rafrænan hátt er því miður ekkert annað stuldur. Það er mikill misskilningur að áframhaldandi rekstur slíkra skáarmiðlara sé hugmyndaflæði heimsins til stórbrotins framdráttar. Grundvöllur þess að megnið af höfundum sem ekki eru í vinnu hjá hinu opinbera eða fyrirtækjum er yfirleitt að framleiða hugverk er sú að til er markaður fyrir verk þeirra og til að markaður geti verið til þarf að myndast skýrt skilgreindur eignarréttur. Að sönnu eru til líkön sem víkja sér undan þessu og sýna að ef til vill eru aðrar leiðir færar, en allar ganga þær þó út á að það er einhver sem að endingu greiðir fyrir þann tíma og þá fyrirhöfn sem er að baki. Það er samdóma álit félaga útgefenda og höfunda á Norðurlöndum, og raunar hefur samráðsfundur útgefndafélaga Norðurlanda sent frá sér opinbera yfirlýsingu þess efnis, að þróun og fjölbreytni tjáningar og skrifta sé best tryggð með því að standa vörð um höfundarréttinn og gera fólki þar með kleyft að hafa ábata af vinnu sinni annan en þann sem þeim er skenkt með punktagjöf í háskólum eða styrkjum frá fyrirtækjum sem stundum henda pening í menningu en stundum í íþróttir eftir hvernig vindurinn blæs. Þróun rafrænnar miðlunar er því miður í munni margra áróðursmanna algerlega einlínuleg. Skuggahlið þessarar þróunar er stuldur, fyrirlitning á lögum og rétti sem síðan er svarað með óljósri sjóræningjahugmyndafræði um að allt eigi að vera frjálst. Bókasöfn og upplýsingaveitur gera fólki kleift að nálgast hugmyndir, í vestrænum lýðræðssamélögum, hvað þá á Norðurlöndunum, er ekki rekin stórkostleg hindrunarstefna á hugmyndum og hugverkum gagnvart almenningi. Á næstu árum verða svo þróaðar ýmsar lausnir sem gera þennan aðgang enn auðveldari. En stuldur er ákaflega vafasöm leið að markinu og raunar furðulegt hjá málsmetandi fólki að bera blak af þjófnaði og þeim sem dreifa þýfi á opinberum vettvangi. 

Kristján B. Jónasson, 7.7.2007 kl. 22:44

2 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Góð grein, mikilvægt að gera sér grein fyrir þessu

RSPCT

Tryggvi Hjaltason, 14.7.2007 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband