Færsluflokkur: Vefurinn

Smettisbókin er mikið lesin

Er það  hryllinglegt að Bretar lesi ekki lengur bækur? Það værri ennþá verra ef þeir  væru stökk í bókum og tækju ekki eftir að tímaglas tákna þrykktra á trjákvoðu er að tæmast. Það er meira áhyggjuefni ef það er stór hópur fólks í samfélaginu sem ekki veit að fólkið og félagskerfi þess er smán saman að flytja úr plássunum á Íslandi, ekki suður til Reykjavíkur heldur inn í netheima - inn í bloggheima og svo inn í smettisbókina Facebook.com sem núna æðir áfram í vinsældum.

Ég er undarlega mikið fyrir alls konar tölfræði og fletti því upp að samkvæmt vefmælingum  alexa.com er facebook núna 7. mest sótta vefsvæðið í heiminum, í 6. sæti er annað svipað kerfi Myspace og í 3. sæti er svo Youtube.

Hér er tölfræði dagsins um Facebook.

Íslenski hluti Facebook (network Iceland) er núna með 19.884 félaga. Þeim fjölgar afar hratt. 

Það eru margir íslenskir mannræktarhópar. Hér nefni ég nokkra

Hópurinn "Ég áframsendi aldrei keðjubréf en er þó sprellifandi" telur 426 félaga

Hópurinn "Við erum með millinafn" telur 999 félaga 

Hópurinn "Rauðhærðir eru líka fólk" telur 822 félaga 

Hópurinn "Sexy Icelanders" telur 909 félaga

Hópurinn "Femíninistafélag Íslands" telur 211 félaga 

Hópurinn "Kaffibarinn" telur 441 félaga

Eins og sjá má á þessari tölfræði þá er öll merkilegustu tengslanet á Íslandi að flytja sig þarna inn. Hér er söngur um Facebook:


Ég að margir hætti bráðum að lesa hefðbundnar bækur. En ég held að það verði annars konar samband milli lesenda-höfunda heldur en hið hefðbundna samband þar sem höfundur segir söguna og lesendur lesa hana en taka ekki þátt í að skapa hana eða endursegja hana. Ég held líka að tími skröksögunnar (skáldsögunnar) sé liðinn, núna vill fólk lesa sögur um fólk sem er til.  Margar bækur í íslenska jólabókaflóðinu fjalla um liðna rithöfunda og skáld, ekki með áherslu á skáldverk (skröksögur) viðkomandi höfunds heldur um hann sem einstakling í stormi sinna tíða.  Rithöfundar eins og Vigdís Grímsdóttir og Pétur Gunnarsson færa sig úr skáldsögum í bækur um fólk sem var til.
mbl.is Líta aldrei í bók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfréttatími Salvarar - Fyrsti þáttur - Kauptu ekkert dagurinn

Það var svo hrikalega óspennandi efni í fréttum í dag á Íslandi að ég ákvað bara að setja í loftið minn eigin fréttatíma. Ég bjó mér til rás á ustream.tv og sendi út þátt þar. Það var enginn áhorfandi að þessum fyrsta fréttatíma mínum þar en sem betur fer fyrir heiminn og íslenska moggabloggsamfélagið þá gat ég smellt á upptöku og tekið þetta upp. hérna er sem sagt hægt að horfa á þáttinn. 


Það eru betri hljóðgæði í ustream.tv en í öðrum kerfum sem ég hef verið að prófa. Myndgæðin eru nú ekkert sérstök, ég á eftir að athuga hvort ég geti stillt þau betur. Þessi þáttur er um 8. mínútur.

Verkfæri fyrir nemendur - Vefþula og lifandi skrif

Mér sýnist þessi nýja vefþula geti gagnast vel nemendum sem eru í lestrarerfiðleikum. Þetta leiðir hugann að aðgengismálum á Internetinu, Internetið í dag er svo sannarlega ekki fyrir alla.

Það er einn hópur sem er verulega illa settur og það er eldra fólk. Bæði er það ekki vant við þetta umhverfi óreiðunnar þar sem hægt er klikka á allt og margt getur verið í gangi í einu og svo eru margar vefsíður ennþá  þannig að það verður að geta lesið leturstærðir 10 og jafnvel minna til að skoða síðuna. Þetta útilokar ansi stóran hluta fólks.

Það er gaman að velta fyrir sér hversu mikið námstækni nemenda breytist með tækninni. Nú er óþarfi að muna allt utanbókar og bera með sér mikið af skjölum, ég hugsa að margir nemendur séu núna með USB lykla. 

Það er annars gama að spá í hvaða verkfæri henta nemendurm til skólanáms og létta líf þeirra. Hér er eitt nýtt verfæri sem kallast lifandi skrif eða livescribe 

Þetta er glósupenni  með batteríum sem kemur fljótlega á markað, með þessum penna er hægt að skrifa glósur eins og venjulega en allt sem maður gerir geymist í pennanum og svo getur maður tengt pennann við USB tengið í tölvunni og fengið allar glósur þar inn.

þetta virðist vera áhugavert verkfæri, ekki endilega í glósugerð, ég held að nemendur þurfi ekki að skrifa fyrst glósur á pappír, þeir eru bara með einhvers konar nettengdar fartölvur allan tímann en þetta er áhugavert verkfæri til að teikna með á blað og fá það beint inn í tölvu. Ég nota sjálf teiknitöflu en þær eru afar óhentugar til að fara með sér hvert sem er, ég myndi svo sannarlega vilja eiga svona glósupenna til að teikna með.

 

 


mbl.is Yfir eitt þúsund manns nýttu sér Vefþuluna á fyrsta degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föndur dagsins - Skrappblogg

Salvor_Page_4Nú þegar vetur er kominn í bæ þá passar að fara að föndra aftur og ég byrja því aftur með föndurþátt á blogginu mínu. Eftir að ég uppgötvaði hið stafræna skrapp þá er ég alltaf að skima um eftir skemmtilegum verkfærum og efniviði fyrir okkur þessa stafrænu skrappara. Nú er ég búin að finna eitt gasalega skemmtilegt, það er scrapblog.com og þar geta allir gert sér á einfaldan hátt stafræn skrappblogg, ég bjó til mitt á scrapblog.com/salvor

Það er einfalt að hlaða inn myndum og skipta út bakgrunnum og setja alls konar djásn og prjál á myndirnar. Það er hægt að velja þemu eins og jólaþema með piparkökur og hrekkjavökuþema eða hanna síðurnar frá grunni. Ég er núna búin að setja inn nokkrar síður. Ég gat tengt þetta við flickr myndasafnið mitt svo það var leikur einn að hlaða inn og finna myndir til að skrappa með.

Það er svo búin til fyrir mann sjálfkeyrandi myndasýning, það er líka hægt að setja inn tónlist og vídeó en ég er ekki búin að prófa það. Svo er líka hægt að taka út einstakar skrappmyndir og vista þær. Þetta er upplagt verkfæri til að hanna sín eigin jólakort. Það virkuðu ekki íslensku stafirnir með öllum leturgerðum svo maður verður að prófa sig áfram með það. Scrapblog.com er einfalt og skemmtilegt verkfæri sem ég ráðlegg öllum sem hafa gaman að skrappi og stafrænu föndri að prófa

 


Glærugerð í Google

Nú er Google docs komið með gasalega smartan glærufídus þannig að fólk getur farið að leggja Powerpoint glærugerðarpakkanum. Það er miklu þægilegra að vinna glærurnar beint á vefnum og vista þær líka á vefnum þá losnar maður við allt umstangið að hafa ákveðinn hugbúnað settan upp.

Þetta er nú reyndar frekar einföld glærugerð núna, nokkurs konar leikskólaútgáfa af Powerpoint. En það stefnir allt í það að svona hugbúnaður fari á Netið. Þetta hefur miklu þýðingu fyrir skólanema, það er miklu einfaldara að búa til efni til að setja á vefinn ef maður þarf ekkert að spá í að vista hann neins staðar eða hlaða niður eða hlaða upp einhverjum skrám.

Það er ekki hægt að nota Google docs nema skrá sig inn á google og fá gmail netfang.Ég bjó til skjákennslu (4 mín og 7 mín um google presentations) og gerði líka leiðbeiningar um þetta kerfi. 

Hérna eru leiðbeiningarnar mínar um Google Presentations 

hér er dæmi um hvernig glærusýningu maður getur gert í Google presentations núna.

Hér er leiðbein um hvernig hægt er að setja google glærur inn á vefsíðu (iframe sem t.d. moggabloggið leyfir ekki) 

 


Vídeó, hljóð og krossapróf á wikisíðum

Ég er núna orðin sérfræðingur í mediawiki, ég er búin að setja upp sýnishorn af wikilexíu með vídeó, hljóði og gagnvirku krossaprófi

 

Sennilega kannast flestir   við alfræðiritið Wikipedia sem núna er orðið eitt stærsta alfræðirit heimsins. Flestir lenda einhvern tíma inn á wikipedia greinum þegar þeir nota leitarvélar á vefnum.  Wikipedia keyrir á kerfi sem heitir mediawiki og það er opinn hugbúnaður sem hægt er að sækja ókeypis á Netinu. Það er búið að þýða (að mestu leyti) þetta kerfi á flestar þjóðtungur og margir kunna á svona vefi.

Fyrst var wikipedia bara fyrir texta og svo komu myndir og nú eru margar wikipedia greinar ríkulega myndskreyttar, myndirnar eru geymdar á gagnagrunninum commons.wikimedia.org

En í dag nægir okkur ekki að hafa bara vefsetur sem eru texti og myndir og tengingar. Við viljum hafa möguleika á að spila hljóð, setja inn vídeómyndir og alls konar veftól (gadgets) t.d. landakort sem við getum skráð inn á.

Við sem kennarar viljum líka hafa einhverja gagnvirkni t.d. að nemendur geti prófað þekkingu sína.

Ég er að gera tilraunir með ýmsar aukaviðbætur í mediawiki á  wikisvæði sem ég er með erlendis. Þar setti ég upp viðbót við Mediawiki sem gerir kleift að spila hljóð  (á mp3 formi) og setja inn vídeó frá Youtube og Googlevideos. Ég setti líka upp sniðuga viðbót til að gera krossapróf þar sem nemandinn getur prófað kunnáttu sína og einnig viðbót til að setja inn hljóð.

 

Fyrir kennara og nema  er afar einfalt að setja inn vídeó og hljóð og krossaspurningar þegar svona wikiviðbætur eru komnar:

Hér er dæmi:

Hljóð er sett inn með einni skipun, þá kemur sjálfkrafa lítill spilari:

<mp3>nafn á hljóðskrá </mp3>


Vídeó (embedded video) er t.d. frá Youtube sett inn með svona skipun:

{{#ev:youtube|vídeónúmer}}

 

Krossaprófsspurningar   er settar inn með einfaldri skipun (sjá dæmi, + fyrir framan rétt svar)

Hér er dæmi um hvernig ég setti inn fyrstu spurningu, allar eru svo eins upp byggðar

 

<quiz>

{Spurning Hverjir stunduðu fálkaveiðar?

|type="()"}

- hansakaupmenn

+ konungur og aðalsmenn

- tyrkneskir sjóræningar

- bændur sem bjuggu í grennd við fálka

..... svo koma eins margar spurningar og maður vill .....

</quiz>

 

Þetta er miklu einfaldara en að nota önnur vefsmíðaverkfæri.

Það má sjá hvernig þetta þetta kemur út á þessari wikisíðu hjá mér:

http://www.esjan.net/wiki/index.php?title=Rj%C3%BApur_og_f%C3%A1lkar

 

Wiki er ótrúlega flott tækni, það má geta þess að hönnuður fyrsta wikikerfis hafði bakgrunn í kerfinu Hypercard frá Apple. Miklar vonir voru bundnar við það kerfi en þær gengu nú ekki eftir. Það er nú samt þannig að góðar hugmyndir lifa áfram og þróast og koma fram á öðruvísi hátt í öðrum umhverfum seinna.

Tæknin breytir landslagi samskipta okkar. Þeir sem nota wikikerfi og eru vanir að vinna í þannig umhverfi skipuleggja t.d. ráðstefnur öðruvísi. Það gegnur allt út á svona spuna á wiki, helst engin dagskrá fyrirfram og þetta er meira segja kallað "unconference".

Wiki er "disruptive technology" eða byltingartækni sem hefur þegar haft mikil áhrif á vinnubrögð á vef. 


Takið þátt í bloggdeginum í ár!

Minni fólk á að í dag 31. ágúst er alþjóðlegur bloggdagur. Allar upplýsingar má fá með að smella á borðann. Mér skilst að allir bloggarar séu beðnir um að vísa lesendum sínum á einhverja aðra fimm bloggara. Þar sem þetta er alþjóðlegt þá er sennilega átt við að maður vísi á einhverja bæði innlenda og erlenda.

Blog Day 2007

Hér er eitt dæmi um hvernig bloggari vísar á fimm önnur blogg og segir hvers vegna honum finnst þau sniðug: http://members.optusnet.com.au/rlubensky/elearningmoments.html

Svo er hægt að fylgjast með strauminum sem er merktur með  BlogDay2007 á Technorati:

http://technorati.com/tag/BlogDay2007 

Það er ekki víst að mörg íslensk blogg séu inn á technorati og þau fá ekki hátt í stigamati á tehcnorati (þ.e. hversu mikið er vísað í þau, hversu vinsæl þau eru, authority). Reyndar var ég að fletta áðan upp bloggum sem ég er með og komst að því mér til furðu að stigamat á salvor.blog.is var 24 en eitthvað eldgamalt msnspaces blogg sem ég nota ekkert var með stigatölu 66. Sjá hérna:

technorati1

 

 


Vinsælustu og mest lesnu moggabloggin

Það er áhugavert að skoða yfirlit yfir mest lesnu bloggin á moggablogginu með nokkurra mánaða millibili og spá í þróunina. Það fyrsta sem maður tekur núna eftir er að konur eru miklu meira áberandi á þessum lista. Einnig er áhugavert að af fjórum efstu bloggum þá fjalla þrjú um sára og erfiða lífsreynslu. 

fjölda IP talna á dag 



Jarðskjálftar í heiminum

Hér prófa ég að líma inn "widget" sem á að uppfærast sjálfkrafa og sýna okkur síðustu jarðskjálftana á jörðinni. Upplýsingarnar eru frá USGS og kortið frá Google.Það er einkenni á vefumhverfi nútímans að notendur líma svona kóða inn á sínar vefsíður og sín blogg, kóða sem sækir gögn í einhvern gagnagrunn annars staðar.

Það verður að smella á kortið til að setja þetta á stað og reyndar varð ég að smella á "refresh" til að fá kortið til að birtast í upphafi, það getur ýmislegt komið upp á þegar maður notar svona "widget" og stundum virka þau ekki, t.d. ef það er ekki samband við gagnagrunninn sem þau sækja í.

Svo reyndi ég að setja inn annað "widget" sem heitir "Virtual Earth" það er landakort af heiminum og maður getur súmmað inn, ég súmmaði svo langt inn á Íslandi að ég hélt bara að ég væri lent á þakinu í húsinu þar sem ég bý. Moggabloggið tók ekki við því, mér sýnist ég ekki geta sett hérna inn javascribt. En slóðin er hérna.


mbl.is 387 látnir eftir jarðskjálfta í Perú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bergmálsblogg og bloggspottarar

Það hlýtur að fara um marga  valinkunna og vinsæla moggabloggara núna þegar Mogginn er farinn að ritskoða bloggin og henda því út sem talið er innantómt. Úff... þarf ég ekki að hafa miklar áhyggjur, ég sem blogga hvert bloggið á fætur öðru um að fólk drekki bjór.

Stebbifr hefur greinilega þungar áhyggjur af því að verða hent út næst Smile og tekur enga sjensa, hann skrifar bloggið  Boli hent út af Moggablogginu? og  drekkir  Mogganum þar í hóli  og segir m.a.: "Ég treysti þeim hér á Moggablogginu til að stjórna þessum vettvangi með heiðarlegum hætti og standa vörð um að hér sé viss standard á umgjörðinni. " Ég skil ekki að þeir sem stjórna Moggablogginu geti fengið af sér að loka á Stebbafr þó hann hafi nú eiginlega verið og sé mesti snillingurinn á því sviði sem Bolur bloggari sótti inn á.  Enda sat Bolur bloggkóngur við fótskör Stefáns og var hans lærisveinn eins og hann segir frá í játningasögu sinni sem ber titilinn: Á topp Moggabloggsins á sjö dögum

Listræn færni  og ritstíll Stebbafr vekur athygli langt út fyrir Moggabloggið, jafnvel blogspottarar eins og Hnakkus blogga um hvernig líf þeirra öðlast þá fyrst tilgang þegar þeir lesa pælingar Stefáns Friðriks og reynir að kryfja hver er leyndardómurinn bak við ritfærni Stebbafr og hvernig sé hægt að líkjast honum í þessu bloggi Stebbi stóð á ströndu.

Ég sjálf hef haft gaman af skrifum Stebbafr alveg á málefnin.com forðum daga. Þá sýndi hann tilþrif m.a. með því að svara helst öllu á öllum umræðuþráðum og svarið var bara ein lína sem sagði ekki neitt og svo var undir flennistór mynd af Stebba. Hann var búin að setja svona örsvör og myndir á 2500 staði á málefnavefnum og það greip um sig einhver pirringur og umræða um hvort þetta væri ekki ein tegund af spammi. Ég fletti upp umræðunni frá 2003 og sé að ég hef skrifað þetta:

Veit ekki alveg út á hvað málið gengur - hélt að þetta væri einhver tilraun sem er í gangi hjá nefndum Stefáni, hélt að hann væri einhvers konar listamaður - svona tilraun með að vera alls staðar, svara öllum póstum, stundum með ágætum innleggjum en stundum með einhverju merkingarlausu sem róbót hefði alveg eins getað skrifað og hafa þessa ferlega pirrandi mynd alltaf blasandi við. Mér finnst þetta frekar listrænt. En svona mynd verður viðbjóðslega óþolandi þegar maður hefur séð hana hundrað sinnum. Skil vel að drullusokkar vilji ekki ösla í gegnum svona myndaleðju. Sem netgjörningur er þetta mjög smart og hefur alveg náð til fólks en ef þessi mynd er það ekki þá bara veit ég ekki hvað..... 

Ég get nú  ekki séð að bloggið hjá Stefáni sé neitt innantómara en hjá öðrum og mér finnst hann miklu miklu ritfærari en á málefnunum forðum daga og stundum hefur hann í seinni tíð  afdráttarlausar skoðanir. Það er ekkert að því hjá okkur bloggurum ef við viljum verða vinsæl að vera síbloggandi um allar moggafréttir. Bolur bloggari var innantómur og hann kannski líktist Stebbafr eins og hann var á málefnunum forðum daga nema var ekki jafnfyndinn.

En hann líkist ekkert Stebbafr eins og hann skrifar í dag.

Sjá frekari umræðu um Bolsmálið

Rofnar tengingar

Gúrkunni útvistað

14. ágúst 2007 - Ekkert á móti Moggabloggi!

 

 

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband