Vídeó, hljóð og krossapróf á wikisíðum

Ég er núna orðin sérfræðingur í mediawiki, ég er búin að setja upp sýnishorn af wikilexíu með vídeó, hljóði og gagnvirku krossaprófi

 

Sennilega kannast flestir   við alfræðiritið Wikipedia sem núna er orðið eitt stærsta alfræðirit heimsins. Flestir lenda einhvern tíma inn á wikipedia greinum þegar þeir nota leitarvélar á vefnum.  Wikipedia keyrir á kerfi sem heitir mediawiki og það er opinn hugbúnaður sem hægt er að sækja ókeypis á Netinu. Það er búið að þýða (að mestu leyti) þetta kerfi á flestar þjóðtungur og margir kunna á svona vefi.

Fyrst var wikipedia bara fyrir texta og svo komu myndir og nú eru margar wikipedia greinar ríkulega myndskreyttar, myndirnar eru geymdar á gagnagrunninum commons.wikimedia.org

En í dag nægir okkur ekki að hafa bara vefsetur sem eru texti og myndir og tengingar. Við viljum hafa möguleika á að spila hljóð, setja inn vídeómyndir og alls konar veftól (gadgets) t.d. landakort sem við getum skráð inn á.

Við sem kennarar viljum líka hafa einhverja gagnvirkni t.d. að nemendur geti prófað þekkingu sína.

Ég er að gera tilraunir með ýmsar aukaviðbætur í mediawiki á  wikisvæði sem ég er með erlendis. Þar setti ég upp viðbót við Mediawiki sem gerir kleift að spila hljóð  (á mp3 formi) og setja inn vídeó frá Youtube og Googlevideos. Ég setti líka upp sniðuga viðbót til að gera krossapróf þar sem nemandinn getur prófað kunnáttu sína og einnig viðbót til að setja inn hljóð.

 

Fyrir kennara og nema  er afar einfalt að setja inn vídeó og hljóð og krossaspurningar þegar svona wikiviðbætur eru komnar:

Hér er dæmi:

Hljóð er sett inn með einni skipun, þá kemur sjálfkrafa lítill spilari:

<mp3>nafn á hljóðskrá </mp3>


Vídeó (embedded video) er t.d. frá Youtube sett inn með svona skipun:

{{#ev:youtube|vídeónúmer}}

 

Krossaprófsspurningar   er settar inn með einfaldri skipun (sjá dæmi, + fyrir framan rétt svar)

Hér er dæmi um hvernig ég setti inn fyrstu spurningu, allar eru svo eins upp byggðar

 

<quiz>

{Spurning Hverjir stunduðu fálkaveiðar?

|type="()"}

- hansakaupmenn

+ konungur og aðalsmenn

- tyrkneskir sjóræningar

- bændur sem bjuggu í grennd við fálka

..... svo koma eins margar spurningar og maður vill .....

</quiz>

 

Þetta er miklu einfaldara en að nota önnur vefsmíðaverkfæri.

Það má sjá hvernig þetta þetta kemur út á þessari wikisíðu hjá mér:

http://www.esjan.net/wiki/index.php?title=Rj%C3%BApur_og_f%C3%A1lkar

 

Wiki er ótrúlega flott tækni, það má geta þess að hönnuður fyrsta wikikerfis hafði bakgrunn í kerfinu Hypercard frá Apple. Miklar vonir voru bundnar við það kerfi en þær gengu nú ekki eftir. Það er nú samt þannig að góðar hugmyndir lifa áfram og þróast og koma fram á öðruvísi hátt í öðrum umhverfum seinna.

Tæknin breytir landslagi samskipta okkar. Þeir sem nota wikikerfi og eru vanir að vinna í þannig umhverfi skipuleggja t.d. ráðstefnur öðruvísi. Það gegnur allt út á svona spuna á wiki, helst engin dagskrá fyrirfram og þetta er meira segja kallað "unconference".

Wiki er "disruptive technology" eða byltingartækni sem hefur þegar haft mikil áhrif á vinnubrögð á vef. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

menntandi! takk fyrir þetta

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 9.9.2007 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband