Vefhýsing fátæka mannsins.. á linux

Ég er búin að vera núna í marga klukkutíma að baxa við að uppfæra Mediawiki vef sem ég er með til ýmissa tilrauna. Ég er með  lén og tilheyrandi vefsvæði á dreamhost.com vegna þess að það er svo ódýrt og þó aðallega vegna þess að þeir bjóða upp á það sem þeir kalla "one click installs".

Dreamhost er reyndar ekki með fantastico  og cpanel sem er innsetningarbúnaður sem margir vefhýsingaraðilar bjóða. Fantastico er mjög flott og afar einfalt að setja inn forrit, það er mjög einfalt t.d. að setja upp wordpress blogg þar eða moodle  vefi.  En því miður er Mediawiki ekki meðal forritana sem eru í Fantastico pakkanum og því valdi ég Dreamhost vegna þess að það á sem sagt að vera hægt að setja upp Mediawiki með einum músasmelli.Það er reyndar ekki erfitt að setja upp Mediawiki en það þarf alltaf öðru hverju að uppfæra forritin og ég var að uppfæra í dag. Þá krassaði allt og ég fann ekki út úr hvað hefði gerst þannig að ég setti inn svona hjálparmiðabeiðni í notendaþjónustu Dreamhost.

Ég fékk strax svar, þar sem stóð að það þyrfti alltaf að keyra eitthvað uppsetningardæmi þegar uppfært væri og ég yrði líka að passa að hafa sett upp php 5 ekki php 4. Ég var búin að því, ég var búin að lesa mér til um það. Svo stóð að ég ætti að fara í skeljaraðgang og skrifa inn einhverja skipun. Ég fann út úr því hvernig ég færi í þennan skeljaaðgang og hlóð niður einhverju telnet forriti Puffy til þess, komst inn og sló inn skipunina. Það gekk ekki. Svo ég skrifaði aftur. Fékk svar aftur um að prófa eitthvað annað, ég gerði það, virkaði ekki og ég skrifaði aftur út, fékk þá  að það væri hægt að velja um tvær skipanir og ég ætti að prófa að slá inn eitthvað svona:

/usr/local/php5/bin/php

/home/vefslodnet/vefslod.net/wiki/maintenance/update.php

Ég gerði það og  þetta virkaði ekki, ég skrifaði aftur til baka og sagði frá því og þá prófaði hinn það sjálfur og það gekk  og það kom bréf frá honum að þetta hefði gengið  og það yrði allt að vera í einni línu. 

Hmmm... ef þetta er dæmi um one click installs þá... Tæknimaðurinn sem ég var í bréfaskiptum við í dag virtist gefa sér að ég fyndi það á mér að einhver langloka sem hann skrifar í bréfi í tveimur línum ætti að setjast saman í eina línu. Þetta er líka dæmi sem skýrir út hvers vegna ég er komin yfir í þennan linux heim, hann er stundum svona eins og þetta dæmi. 

Annars talandi um Mediawiki þá er það sama kerfið og Wikipedia keyrir á og er bara ansi þjált wikikerfi, alla vega fyrir okkur sem erum orðin vön kerfinu. Allt á íslensku og mikið framþróun í því því að margt af fólkinu sem skrifar og setur upp wikipedia vinnur í framþróun Mediawiki. Það er auðvitað opinn hugbúnaður svo hver sem er getur tekið hann og notað.  Svo er ég búin að kynna mér að það er hægt að fá alls konar viðbætur t.d. til að hægt sé að spila youtube videó og hafa gagnvirk próf og ég er að reyna að setja það inn.

Hér er eru nokkrar spurningar sem ég gerði sem dæmi um prófaviðbótina sem hægt er að fá  á Mediawiki og hér er dæmi um viðbót til að setja vídeó inn á mediawiki. það er líka hægt að sækja sér viðbót til að krakkar geti teiknað saman eina mynd.

Það er reyndar pirrandi að kunna ekki sjálf nógu mikið í þessu php/linux uppsetningarmálum og þurfa að vera háð tæknifólki um það. Það virkar ekki vel og ég ætla því að finna sjálf út úr því hvað þarf að gera. 

Það er ekki nóg að það sé auðvelt að setja forrit upp í fyrsta skipti, það er mjög mikils virði að það sé auðvelt að uppfæra þau, það er nú einmitt meira í húfi því þá eru kannski komin mikilvæg gögn í gagnagrunn sem vera að virka og vera aðgengileg í nýju uppfærslunni. 

Flestar ókeypis vefhýsingar eru geymdar erlendis, einhvers staðar þar sem hýsing er ódýr. Þetta vefhotel.com sem bauð íslenska vefhýsingu var bara eitt svoleiðis dæmi, svoleiðis vefþjónustur eru gjarnan hýstar af stórum aðilum eins og dreamhost.

Það er ódýrt fyrir marga aðila að slá saman og vera með vef t.d. hjá dreamhost. Það má hafa mörg lén á hverju svæði þar og fyrsta lénið er frítt en næstu kosta svona 6 til 10 dollara á ári þannig að það er hverfandi kostnaður að vera með sitt  eigið .net lén á dreamhost. 

Ódýrar vefhýsingar eru t.d.

http://www.dreamhost.com 

http://www.site5.com/ 

http://www.mediatemple.net

 Það kostar mig ekki nema um 500 krónur íslenskar á mánuði að hafa svæði á Dreamhost þar sem ég get núna geymt allt að  250 Gígabyte. Sú heimild stækkar með hverri viku. Ég var reyndar að taka eftir að ég er ekki að nota nema 2% af því plássi sem ég má nota. Ég má setja upp eins marga Mysql gagnagrunna eins og ég vil, eins mörg lén og ég vil og ég get sett upp ftp aðgang.

Svo ef maður er blankur og vill ekki borga neitt fyrir vefhýsingu þá er hægt að fá ókeypis vefsvæði víða. Það er hægt að setja upp flotta vefi án auglýsinga á googlepages og svo er líka hægt að fá ókeypis vefsíður á http://www.freewebs.com/  og ókeypis wiki t.d.  á  PBwiki.com og  wikidot.com

Ef maður þarf bara geymslustað fyrir stafræna draslið sitt þá er hægt að koma sér upp geymslu á Box.net  það er ókeypis alla vega 1 GB og kostar ekki mikið að stækka svæðið.

Það er  oftast betra fyrir leikmenn að notfæra sér vefþjónustur sem bjóða upp á tæki til að setja upp sjálfvirkt þannig að maður þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af uppsetningu.  En þá hefur maður líka minna frelsi til að aðlaga umhverfið. Sérstaklega bagalegt er að þá er umhverfið yfirleitt á ensku og ekki hægt að íslenska.

 

Það er reyndar mjög áhugaverð grein um vefhýsingar á http://news.netcraft.com/ 

Þar má sjá að markaðshlutdeild Microsoft vefþjóna er að aukast

vefthjonar

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Djöf. ertu dugleg og aktíf Salvör. Maður þarf að passa sig á þvi að hrósa fólki vegna þess að það getur snúist í andstæðu sína en samt verð ég að krefjast þess hér með að þú verðir gerð að menntamálaráðherra þegar í stað.

Baldur Fjölnisson, 7.9.2007 kl. 00:27

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Blessuð Salvör. Sjálfur nota ég LunarPages fyrir mína persónulegu heimasíðu á http://livefreeblog.com, þar sem ég hef sett upp nokkra mediawiki vefi og dunda við þá til gamans og fróðleiks. Ég er mjög ánægður með þjónustuna hjá Lunarpages; mánaðargjaldið er um kr. 500,- á mánuði og maður fær 350GB diskpláss með. Svo er serverinn þeirra hraðvirkur og hann uppi í 99.9% tilfella.

Hrannar Baldursson, 7.9.2007 kl. 10:20

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Takk fyrir ábendinguna um lunarpages.  Takk líka fyrir að krefjast þess að ég verði menntamálaráðherra. Ég held að ég gæti alveg komið einhverju til leiðar í þannig starfi.

Annars er það gaman að heyra að einhverjir hafa áhuga á að fylgjast með vegferð minni á refilstigum tækninnar, ég er að pósta þetta gagngert hér á þessu bloggi til að bæði vekja áhuga og líka segja fólki frá hlutum sem ég er búin að finna út úr, þetta er þáttur í að miðla þekkingu. Því miður er þessi þáttur að flytja þekkingu yfir til annarra  mjög vanmetinn og forsmáður í háskólaumhverfinu. Það er fyndið að heyra fólk sem þó hefur atvinnu sína af þekkingarsköpun og miðlun ríghalda í fornlegar aðferðir til miðlunar og neita að horfast í augu við að aðrar aðferðir og önnur vinnubrögð virka miklu betur.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 8.9.2007 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband